Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Blaðsíða 10
viðurkenndur í undirheimum
10 Fréttir 4. júlí 2012 Miðvikudagur
Þ
arna fékk ég virðinguna
sem ég fékk hvergi annars
staðar,“ segir maður sem
varð fyrir hrottalegu einelti
í grunnskóla. Hann vill ekki
koma fram undir nafni en verður
hér kallaður Sigurður. Hann, líkt og
margir aðrir sem fetað hafa glæpa-
brautina, virðist hafa orðið fyrir ein-
elti í æsku. Eineltið ristir djúpt og
sumir virðast sækja í viðurkenningu
innan glæpaheimsins.
Nokkrir þekktir glæpamenn sem
fjallað hefur verið um nýlega hafa,
samkvæmt heimildum DV, verið
fórnarlömb eineltis í æsku. Þar á
meðal eru Börkur Birgisson og Guð-
geir Guðmundsson sem nýlega hafa
hlotið dóma fyrir ofbeldisverk sín.
Einelti eitt og sér gerir ekki
einstaklinga að afbrotamönnum en
að sögn Helga Gunnlaugssonar, af-
brotafræðings, er það áhættuþáttur.
Sóttist í undirheimana
Sigurður sótti í heim ofbeldis, glæpa
og fíkniefna og segir hann ástæð-
una fyrir því meðal annars liggja í
brotinni sjálfsmynd sem orsakað-
ist meðal annars af því hrottalega
einelti sem hann varð fyrir í æsku.
Grunnskóladvöl hans var algjör
kvöl og pína þar sem skólafélagar
hans niðurlægðu hann. „Ég var með
AD/HD og var þess vegna öðruvísi
en hinir. Mér var strítt, ég niður-
lægður og beittur ofbeldi. Ég kveið
alltaf að fara í skólann og eineltið
varð til þess að mér gekk verr í skól-
anum. Ég passaði ekki inn.“
Loksins jafningi
Þegar hann var 14–15 ára leiddist
hann út í vafasaman félagsskap en
þar var honum loksins tekið sem
jafningja. „Þegar ég fór út í þenn-
an félagsskap í undirheimunum þá
fékk ég viðurkenninguna sem ég
var að sækja í. Þar var ég loksins jafn
einhverjum,“ segir hann.
Á skömmum tíma sökk hann
djúpt í undirheimalífið, stundaði
glæpi og var í mikilli neyslu. „Ég var
bara barn kominn í þennan heim og
átti ekkert heima þarna. En þarna
var maður jafningi annarra og gerði
hluti til að sanna sig. Síðan gerist
eitthvað og þá ertu ekki lengur jafn-
ingi, ef þú gerir eitthvað af þér þá
færðu ekki annan séns. Ég mæli
ekki með því við nokkurn mann að
sækja sér viðurkenningu á þenn-
an hátt. Þetta er ógeðslegur heim-
ur,“ segir maðurinn sem sagði skilið
við þetta líferni fyrir nokkrum árum
síðan.
Gildum samfélagsins snúið á
haus
Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur og prófessor í félagsfræði
við Háskóla Íslands, segir þekkt að
einstaklingar sem hafi lent utan-
veltu í samfélaginu gangi til liðs
við gengi þar sem þeir komist í
skjól og öðlast jafnvel óttablandna
virðingu frá samfélaginu. „Þetta
er hægt að sjá í gengjum af ýmsu
tagi. Yngri karlar mynda og fara í
unglingagengi, mótorhjólagengi
eða glæpagengi og mynda um leið
nokkurs konar eigin kúltúr og hags-
munafélag.
Þeir hafa þá aðra félaga til að
hjálpa sér í lífsins ólgusjó en þetta
er greiði á móti greiða og ætíð hætta
á að lenda í einhverju misjöfnu.
Gildum samfélagsins er iðulega
snúið á haus í svona félagsskap.
Það sem þykir óæskilegt hjá okkur
þykir kannski spennandi eða eftir-
sóknarvert hjá þeim og sá sem þor-
ir að ganga lengst gegn samfélaginu
fær einhverja stöðu innan hópsins.
Neysla fíkniefna verður álitin töff
og ómissandi hluti af lífsstílnum og
ofbeldi er réttlætanlegt við lausn
deilumála. Stærsti glæponinn verð-
ur kannski leiðtogi hópsins.
Ungmenni sem hafa verið núll
og nix í skólakerfinu og alltaf und-
ir í samfélaginu, dragast að svona
félagsskap eins og flugur að ljósi.
Þarna fá þeir sálufélaga, jafn-
vel uppreisn æru að eigin mati
og um leið óttablandna virðingu
annarra. Svona félagsskapur verður
spennandi ef þú hefur alltaf verið á
botninum í samfélaginu. “
Margt spilar saman
Helgi kannast við að þeir afbrota-
menn sem hann þekki til hafi í
mörgum tilfellum verið fórnarlömb
eineltis. „Það eru meira en 20 ár síð-
an ég byrjaði rannsóknir á íslensk-
um brotamönnum, heimsótti fang-
elsi og tók viðtöl við brotamenn og
síðan hef ég haldið rannsóknunum
áfram með ýmsum hætti. Allir hafa
sína einstöku sögu að segja, alltaf
finnum við einhvern mun milli
einstaklinga. Saga um erfiða æsku
og mikla óreglu er þó rauður þráð-
ur í lífi flestra síbrotamanna hér á
landi. Dæmi af brotnu fjölskyldu-
lífi, tíðum búsetuskiptum og erfiðri
skólagöngu eru mjög áberandi. Fé-
lagslegir erfiðleikar og persónu-
bundin vandkvæði eins og til dæm-
is ofvirkni eða les- og skriftarblinda
liggja eins og mara yfir lífi mjög
margra. Vandkvæði af þessu tagi
afhjúpast síðan í skólakerfinu og
menn standa berskjaldaðir gagn-
vart skólanum og félögunum varla
læsir eða skrifandi, jafnvel við lok
grunnskólans. Þetta er vitaskuld
mikil smán fyrir þessi ungmenni í
augum umhverfisins og félaganna.
Efnahagur fjölskyldunnar yfirleitt
einnig bágborinn sem gerir þessa
einstaklinga ófæra að standast kröf-
ur samfélagsins um það sem þarf til
skólans, hvað þá fylgja eftir tísku-
sveiflum unga fólksins um rétta
merkið eða nýjustu fötin. Svona
ástand plægir oft á tíðum jarðveg
þess að lenda í einelti, stríðni og
öllu því sem fylgir áreitni og kúgun
af þessu tagi. Þetta spilar allt saman
með einum eða öðrum hætti og
skapar hættu á einelti – sem ger-
endur eða þolendur,“ segir hann.
Spila sig stóra
Helgi segir veikt bakland eiga stór-
an þátt í lífi síbrotafólks og erfitt sé
að fóta sig við sífellt nýjar aðstæð-
ur. „Ungmenni í vanda þurfa oft að
flytja úr einu hverfi í annað og verða
því að fara í annan skóla og þá verð-
ur til mikil áhætta á að lenda ætíð
í sömu vandræðunum. Þau fyllast
ótta yfir að verða afhjúpuð í nýja
skólanum og af nýju félögunum og
þá fara menn í hlutverkaleikinn, að
spila sig stóra og kalda karla. Ég hef
n Eineltisfórnarlamb segist loks hafa verið tekið sem jafningja innan glæpaheimsins n Einelti er áhættuþáttur þegar kemur að afbrotum og óreglu„Ég var kominn í
þennan heim sem
barn og átti ekkert heima
þarna. En þarna var mað-
ur jafningi annarra og
gerði hluti til að sanna sig.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
séð ýmis dæmi í viðtölum mínum
við brotamenn og úr öðrum rann-
sóknum sem staðfesta þessa mynd.
Þetta er augljóslega mikilvægur
þáttur í huga margra síbrotamanna
um ástæðu þess að þeir eru stadd-
ir í þessum vanda í dag. Orðnir full-
orðnir karlar og tala um sársauka-
fulla æsku sína sem er mjög nálæg
þeim og hefur verið mjög afdrifa-
rík fyrir lífshlaupið að mati þeirra
sjálfra.“
Aðstoð annarra skiptir máli
Samkvæmt kenningum félags-
og þroskasálfræðinnar mótast
persónuleiki fólks á fyrstu æviárun-
um og segir Helgi að erfið reynsla
á þeim árum geti markað einstak-
linga fyrir lífstíð. „Eins og félags- og
þroskasálfræðingar segja, mótast
persónuleiki okkar að mestu leyti
á fyrstu æviárunum eða fram að 10
ára aldri eða svo.
Ef reynslan er öll meira og minna
neikvæð og þú ert sífellt að lenda í
árekstrum og átökum við umhverf-
ið, hvort sem það er innan fjöl-
skyldunnar, skólans, vinahópsins
eða annars staðar mun reynslan
marka þig fyrir lífstíð.
Afar mikilvægt er að vinna úr
þessari reynslu. Það má ekki láta
sára reynslu af þessu tagi stýra líf-
inu langt inn í fullorðinsárin. Sú
hætta er ætíð fyrir hendi að sár
æska verði smám saman gerð að
þægilegum blóraböggli og auð-
veldri afsökun fyrir því hvers vegna
menn séu eins og þeir eru og jafn-
vel viðurkennd ástæða fyrir áfram-
haldi lífsstíl sem markast af afbrot-
um og vímuefnaneyslu.
Nauðsynlegt er því að vinna úr
erfiðri æsku og sárum heimilis-
aðstæðum til að koma í veg fyrir
að þessi þungbæri baggi taki ekki
öll völd síðar á ævinni. Farsæl úr-
vinnsla og uppgjör við æskuna er
afar mikilvæg gagnvart því að öðl-
ast jákvætt sjálfsmat og aukna
sjálfsvirðingu. Sýna sjálfum sér og
öðrum að hægt sé að vinna sig út
úr erfiðri reynslu, segja skilið við
hana og takast á við lífið á nýjan
hátt. En oft er erfitt að gera þetta
einn og óstuddur, aðstoð annarra
skiptir miklu máli við úrvinnslu af
þessu tagi. Ef ekkert er gert er veru-
leg hætta á að þeir verði sjálfum sér
eða öðrum til skaða langt fram á
fullorðinsaldur.“
Mikilvægt að vinna
með reynsluna
Mikilvægt er að mati Helga að
unnið sé rétt með þolendur eineltis
og þeir fái þá hjálp sem þeir þurfa.
Helgi segir að sú vinna verði að fara
fram á ólíkum vettvangi samfélags-
ins, bæði innan og utan fangelsis-
veggja, sem lið í að aðstoða þá við
að fóta sig í samfélaginu. Hann
bendir á að mikið sé vitað núna um
hvaða afleiðingar kynferðisofbeldi
„Saga um erfiða
æsku og mikla
óreglu er þó rauður
þráður í lífi flestra sí
brotamanna hér á landi