Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Síða 12
L ögreglunni á höfuðborgar- svæðinu hefur borist kæra og beiðni um opinbera rannsókn vegna meintra brota Pálma Haraldssonar, Iceland Express ehf., Björns Vil- bergs Jónssonar og annarra ótil- greindra starfsmanna Iceland Ex- press ehf. gegn WOW air. Kæran varðar meintar njósnir Pálma og Iceland Express um rekstur WOW air. Baldur  Oddur  Baldursson, for- stjóri WOW air, staðfestir að kæra hafi verið lögð fram en vill að öðru leyti ekki tjá sig um efni kærunnar. Stóð njósnarann að verki DV hefur hins vegar gögn und- ir höndum er rekja málavexti. Í gögnunum kemur meðal annars fram að þann 18. júní síðastliðinn voru forsvarsmenn WOW upplýst- ir um það af starfsmanni Isavia, Einari Má Atlasyni, að starfsmenn Iceland Express stunduðu hler- anir á svokallaðri tetra-rás. Einar Már taldi að hlerunin hefði staðið yfir í töluverðan tíma og stóð einn starfsmanna fyrirtækisins, Björn Vilberg Jónsson, að verki þann 16. júní síðastliðinn. „Ég varð þess uppvís þann 16. júní í hefðbundnu eftirliti að starfsmaður (OCC) hjá Iceland Ex- press er að hlera rás þjónustuaðila WOW air,“ segir Einar Már í tölvu- pósti til stjórnenda WOW air sem DV hefur undir höndum. Sagðist afhenda Pálma upplýsingar um WOW Björn Vilberg Jónsson viðurkenndi í samtali við Einar Má þennan sama dag að tilgangur hlerunar- innar væri að afla upplýsinga um farþegatölur og annað sem snýr að starfsemi kæranda, WOW. Þær upplýsingar sem þannig væri komist yfir væru sendar beint til aðaleiganda og stjórnarfor- manns Iceland Express, Pálma Haraldssonar. Bendir þetta til að Pálmi hafi gefið starfsmönnum sínum fyrir- mæli um hlerunina og jafnframt að upplýsingar sem þannig væri komist yfir hafi verið kynntar öðr- um stjórnendum Iceland Express. Mögulegt tölvuhakk Einar Már tilkynnti atvikið til yfir- manns síns og varðstjóra dagvakt- ar. Enn fremur hafði hann sam- band við framkvæmdastjóra Isavia og gerði honum viðvart. Í málinu liggur fyrir dagbókarfærsla um at- vikið sem verður afhent lögreglu. Þjónustuaðili WOW air, Keflavik Flight Services, segir all- ar talstöðvar forritaðar með þeirri tíðni sem þeir nota vera læstar. Af þeim sökum telja þeir útilokað að óviðkomandi aðili, eins og starfs- maður Iceland Express, geti kom- ist inn í þau samskipti sem fram fara á tíðninni, nema þeir hafi komist yfir talstöð frá WOW eða hakkað sig inn á tíðnina. Keflavik Flight Services bendir á að Neyðarlínan, sem annast rekstur talstöðvakerfisins, geti veitt upplýsingar um hvaða aðilar hafi notað tíðni þeirra. Telja að meint brot standi enn yfir WOW hóf nýverið starfsemi sína, en þann 3. júní hófst formlegt áætlunar flug þeirra frá Keflavíkur- flugvelli til 13 áfangastaða í Evrópu. WOW, undir forystu Skúla Mogensen eiganda, hefur boðað mikla samkeppni en eitt af yfirlýst- um markmiðum fyrirtækisins var og og er að gera flugferðir til og frá landinu ódýrari en áður hefur sést. Forsvarsmenn WOW telja að Iceland Express hafi brotið gróf- lega gegn hagsmunum WOW og réttindum þeirra með því að hlera tetra-rás án samþykkis og vitneskju og afla með þeim hætti upplýsinga um atvinnuleyndarmál WOW. Þykir þeim ljóst að auðgunar- tilgangur hafi legið að baki hinum meintu brotum og að háttsemin sé ófyrirleitin og ámælisverð í ljósi þess að WOW hefur nýver- ið hafið starfsemi í samkeppni við Iceland Express. Enn fremur telja forsvarsmenn fyrirtækisins líklegt að þeir hafi ekki enn látið af hinum meintu brotum. Við vinnslu fréttarinnar náðist ekki í Pálma Haraldsson. 12 Fréttir 4. júlí 2012 Miðvikudagur KÆRÐUR FYRIR NJÓSNIR „Ég varð þess upp- vís þann 16. júní í hefðbundnu eftirliti að starfsmaður (OCC) hjá Iceland Express er að hlera rás þjónustuaðila WOW air. n Starfsmaður Iceland Express hleraði rásir WOW air, samkvæmt kæru Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Pálmi Haraldsson Stjórnarformaður Iceland Express kærður fyrir njósnir. Ólíðandi Forsvarsmenn WOW air telja það ólíðandi að samkeppnisaðilar stundi njósnir í því skyni að komast yfir avinnuleyndarmál og leggja fram kæru. Skúli Mogensen er eigandi WOW. Boðið að kaupa Iceland Express DV sagði frá því í nóvember síðastliðnum að fjárfestingafélaginu Títan, sem er í eigu Skúla Mogensen, hafi verið boðið að kaupa Iceland Express. Tilboðið barst á borð félagsins í október 2011 þegar ljóst var að Skúli hygðist hefja innreið sína á flugmarkaðinn með stofnun WOW air. Framkvæmdastjóri Títan, Baldur Oddur Baldursson, staðfesti þetta í samtali við DV, en að sögn Baldurs var tilboðinu hafnað. Ótilgreint fjármálafyrirtæki setti tilboðið fram, en forsvarsmenn Iceland Express neituðu að hafa veitt fyrirtækinu umboð til slíks gernings. Talið var að þrátt fyrir yfirlýsingar Iceland Express hafi félagið í reynd verið til sölu fyrir „rétt verð“. Fylgjast með farþegafjölda n Forstjóri Iceland Express segir kæruna koma á óvart Skarphéðinn B. Steinarsson, forstjóri Iceland Express, segir það vissulega rétt að Iceland Express hafi fylgst með tetra-rásinni, en það sé langt í frá að hér sé um njósnir að ræða. Hann segir þessa umræddu rás vera í eigu Iceland Express, jafnvel þótt að þjónustuaðili WOW air, Keflavik Flight Services (KFS), sé að nota hana. „Iceland Express Handling keypti á sínum tíma á þriðja tug rása og lagði þá KFS til nokkrar rásir sem þeir fengu til afnota. Og þetta kerfi er enn í notkun,“ segir Skarphéðinn í samtali við blaðamann. „Iceland Express hefur ekki gert athugasemd við það.“ Hann kveðst ekki hafa fengið veður af kærunni sem WOW hefur lagt fram gegn Iceland Express og segir hana koma á óvart. „Við eigum þessar rásir og við notum þær þegar það hentar. Og KFS hefur notað þessar talstöðvar okkar til þess að eiga í samskiptum sín á milli. En ef einhver annar notar okkar rásir líka þá er varla hægt að segja okkur vera að njósna.“ Hann neitar þó ekki að Iceland Express hafi fylgst með farþegafjölda WOW air: „Það er rétt að við höfum verið að fylgjast með því hversu margir farþegar eru hjá WOW. Þetta kalla þeir njósnir en farþegafjöldi þeirra er varla leyndarmál, nema kannski að þeir vilji ekki að það fréttist hversu fáir eru að fljúga með þeim. Þeir eru með slappa nýtingu, um fimmtíu prósent sem er mjög lélegt á þessum árstíma.“ simon@dv.is Viðurkennir notkun Skarphéðinn viður- kennir að Iceland Express hafi notað rásina. Iceland Express eigi hana hins vegar og því sé ekki hægt að tala um njósnir í umræddu samhengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.