Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Side 14
Sakaður um svindl
n Byltingarflokkurinn kemst til valda í Mexíkó á ný
F
rambjóðandi Byltingarflokks
Mexíkó, Enrique Peña Nieto,
sigraði í forsetakosningunum
þar í landi með um 38 prósent
atkvæða um helgina. Byltingarflokk-
urinn er staðsettur vinstra megin við
miðju og var við völd í Mexíkó sam-
fleytt frá árinu 1929 til ársins 2000
þegar frambjóðandi hægriflokksins,
PAN, náði kjöri í fyrsta sinn. Sjö ára-
tuga valdatíð Byltingarflokksins er
sögð hafa einkennst af spillingu og
kúgun en Nieto hefur lofað að ekki
verið horfið aftur til fyrri stjórnarhátta.
Nieto tekur við embættinu af
Felipe Calderón úr PAN-flokknum,
sem hefur verið forseti síðan 2006, en
samkvæmt stjórnarskrá Mexíkó má
forseti aðeins sitja í 6 ár á valdastóli.
Mikillar óánægju hefur gætt hjá al-
menningi í Mexíkó undanfarin miss-
eri, meðal annars sökum bágrar efna-
hagsstöðu auk þess sem illa hefur
geng ið að kveða niður umfangsmikla
starf semi glæpagengja í landinu.
Þau átök hafa kostað tugi þúsunda
manns lífa á síðustu árum.
Frambjóðandi róttæka vinstri-
flokksins, Andrés Manuel López
Obrador, hafnaði í öðru sæti. Hann
hefur þó ekki viðurkennt ósigur sinn
og sakar Nieto um að hafa svindlað í
kosningunum. Þessi staða er sú sama
og kom upp í kjölfar síðustu kosninga
í Mexíkó, árið 2006. Þá hlaut Obrador
aðeins um hálfu prósentustigi minna
en Calderón og stuðningsmenn hans
mótmæltu kosningasvindli í marga
mánuði á eftir. Nú hefur Obrador
hótað að kæra niðurstöður kosning-
anna.
olafurk@dv.is
14 Erlent 4. júlí 2012 Miðvikudagur
Þúsund heimili
hafa brunnið
M
eira en þúsund heim-
ili hafa brunnið til kaldra
kola í skógareldum víða í
vesturríkjum Bandaríkj-
anna undanfarna daga.
Mikill sumarhiti er og þurrkar geisa
nú í Bandaríkjunum en við slíkar að-
stæður er mesta hættan á að skógar-
eldar kvikni.
Íbúar í Colorado Springs hafa far-
ið verst út úr eldunum sem hafa log-
að nánast stjórnlaust dögum saman.
Alls hafa rúmlega 70 ferkílómetr-
ar landsvæðis brunnið. Tugir þús-
unda íbúa hafa flúið heimili sín og
að minnsta kosti 346 heimili í fylk-
inu hafa orðið eldunum að bráð.
Þrátt fyrir margra daga baráttu telja
slökkviliðsmenn að þeir hafi aðeins
ráðið niðurlögum um helmings eld-
anna. Yfirvöld telja að slökkvistarfi í
Colorado verði ekki lokið fyrr en um
miðjan þennan mánuð.
Skæðustu eldar í sögu Colorado
Skógareldarnir í Colorado eru þeir
skæðustu í sögu fylkisins, en þó fer því
fjarri að búið sé að meta tjónið að fullu.
„Við höfum aldrei verið eins upptekn-
ir,“ segir starfsmaður samhæfingar-
miðstöðvar um skógarelda í Banda-
ríkjunum. Í Nýju Mexíkó hafa meira en
240 heimili brunnið vegna skæðustu
skógarelda sem þar hafa geisað.
Í Utah loga skógareldar á fjórum
stöðum og hafa 52 heimili brunnið.
Meira en 1.500 slökkviliðsmenn hafa
barist við eldana þar síðustu daga.
Svipaða sögu er að segja í Montana
en þar hafa 16 heimili orðið skógar-
eldum að bráð og í Idaho hafa 66
heimili brunnið á aðeins þremur sól-
arhringum. Í Wyoming er ekki vitað
hversu mörg hús hafa brunnið, en yf-
irvöld telja að þau skipti tugum.
Eyðilegging
Slökkvistarf hefur ekki gengið snurðu-
laust fyrir sig. Þyrla á vegum bandar-
íska hersins sem notuð var í slökkvi-
starf í Suður-Dakota hrapaði á
sunnu dag inn. Þyrlan var að fljúga með
vatns tanka sem átti að nota til að berj-
ast við eldana. Þá þurfti rannsóknar-
hópur sem reyndi að finna upptök
elds ins að forða sér undan fjölmörgum
skógarbjörnum sem voru komnir langt
í burtu frá sínum heimkynnum.
Íbúar á þeim svæðum í Colorado
þar sem búið er að slökkva eldana
fengu að snúa tímabundið aftur
heim um helgina. „Guð minn góð-
ur! Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“
sagði C.J. Moore við AP-fréttastof-
una þegar hún kom á staðinn þar
sem tveggja hæða einbýlishús henn-
ar stóð áður. Þar er nú ekkert nema
aska og brak.
Hjónin Bill Simmons og Debbie
Byes sem búa skammt frá C.J. Moore
höfðu hins vegar ástæðu til að gleðj-
ast þegar þau snéru aftur heim. Heim-
ili þeirra var algjörlega óskemmt
og rafmagnið hafði ekki einu farið
af en húsið beint á móti þeim hafði
brunnið til kaldra kola. „Það var smá
aska í heimkeyrslunni okkar, það var
allt og sumt,“ sagði Simmons. „Við
vorkennum nágrönnum okkar en við
vitum líka hvað við vorum heppin.“
n Skæðir skógareldar í kæfandi sumarhita í Bandaríkjunum
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Skæðir skógareldar
Slökkviliðsmenn nota þyrlur
til að berjast við skógarelda
í Wood Hollow í Utah. Það
gengur hægt og tjónið er
gífurlegt. Mynd/REutERS
Boxari í
pólitík
Úkraínski boxarinn Vitali
Klitschko er kominn í harða bar-
áttu fyrir þingkosningar sem
haldnar vera í Úkraínu í haust.
Klitscko, sem er 40 ára, er WBC-
heimsmeistari í þungavigt en á
ferli sínum hefur hann unnið 44 af
46 bardögum, þar af 40 með rot-
höggi.
Klitschko stofnaði stjórnmála-
flokk, Udar, fyrir tveimur árum og
samkvæmt skoðanakönnunum
nýtur flokkurinn stuðnings 15 pró-
senta kosningabærra manna. Fari
svo að flokkurinn fái slíkan stuðn-
ing yrði hann að líkindum þriðji
stærsti stjórnmálaflokkur Úkraínu.
Klitschko er nú á ferð um Úkraínu
þar sem hann kynnir stefnumál
sín og flokksins.
Barnlausar
konur í hættu
Konur sem vilja eignast börn en
geta það ekki vegna ófrjósemi eru
í tvöfalt meiri hættu en aðrar kon-
ur á að verða fórnarlömb alkóhól-
isma. Þetta leiðir rannsókn, sem
sérfræðingar við dönsku krabba-
meinsrannsóknarstofnunina
framkvæmdu, í ljós. Rannsóknin
gaf einnig til kynna að sami hópur
átti einnig frekar á hættu að glíma
við geðsjúkdóma á borð við geð-
klofa en aðrar konur.
Breska blaðið The Telegraph
fjallaði um niðurstöðurnar á
dögunum. Þar var rætt við sér-
fræðinga í ófrjósemi sem voru á
einu máli um það að ófrjósemi
ætti að flokka sem sjúkdóm. Veita
ætti konum sem glíma við ófrjó-
semi meiri aðstoð og lækka verð á
meðferðum til að aðstoða þær, svo
sem glasafrjóvgunum.
18 milljónir
án vinnu
Atvinnuleysi á evrusvæðinu var
11,1 prósent í maí og eru nú 17,6
milljónir manna án vinnu. Ekki
hafa fleiri verið án atvinnu á evru-
svæðinu frá því að mælingar
hófust hjá Eurostat og var maí
fjórtándi mánuðurinn í röð sem
fjöldi atvinnulausra jókst. Af þeim
sautján ríkum evrusvæðisins sem
tölurnar taka til er atvinnuleysi
mest á Spáni, eða um 25 prósent.
„Fyrirtæki eru greinilega að
búa sig undir enn erfiðari tíma,“
segir Chris Williamson, aðalhag-
fræðingur hjá Markit, í samtali við
The Telegraph.
nýr forseti Nieto er nýkjörinn forseti Mexíkó. Andstæðinga hans grunar að maðkar hafi
verið í mys unni í framkvæmd kosninganna. Mynd REutERS
„Við vorkenn-
um nágrönn-
um okkar en við
vitum líka hvað við
vorum heppin