Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Síða 18
Þ
egar hitnar í veðri getur
orðið erfiðara að halda mat
vælum ferskum. Flest okkar
hafa ekki tíma til að kaupa
fersk matvæli dag hvern og
þess utan er afar óhagstætt að versla
á hverjum degi. Neytendur eru
frekar hvattir til að versla sjaldnar og
meira í einu. Það gæti leitt til þess
að matvæli skemmist en á stumble
upon.com eru nokkur ráð um
hvernig geyma megi ávexti og græn
meti svo það haldist ferskt lengur. n
Setjið berin í heitt bað
Ber geta skemmst á skömmum tíma
og sér í lagi þegar hitnar í veðri.
Stundum gerist það jafnvel yfir nótt.
Ráð til að halda þeim ferskum leng
ur er að setja þau í heitt bað. Setjið
þau í pott með heitu vatni og skolið
vel og látið þau alveg í kaf. Heitt
vatnið skolar af þeim myglugró og
þau haldast lengur fersk. Það er best
að skola jarðarber, bláber og hind
ber upp úr um það bil 50 gráðu heitu
vatni í 30 sekúndur. Eftir að berin
hafa verið skoluð er þeim dreift á
leirþurrku á meðan þau þorna áður
en þeim er komið fyrir á geymslu
stað sínum. n
Vefjið kál í
eldhúspappír
Kál ætti nota einum til tveimur dög
um eftir að það er keypt ef það á að
vera ferskt og til að fá öll þau nær
ingarefni sem í því eru. Ef það er
nauðsynlegt að geyma salatið er
gott ráð að setja það
inn í eldhúsrúllublað
sem dregur í sig auka
raka. Ef það liggur
raki á því, skemmist
það fljótt. Setjið kál
blöðin í eldhúspapp
írnum í plastpoka og inn í ísskáp.
Hver tegund ætti að vera í sér poka.
Munið að taka öll skemmd blöð frá
áður en kálið er sett í geymslu. n
Ekki setja tómat ana
í ísskápinn
Ef þú heldur að tómatar fari vel í ís
skáp og að það sé pottþétt leið til að
geyma þá lengur þarftu að endur
skoða það mat. Ein helstu mistök
in sem fólk gerir er að setja tómata
í ísskápinn því kuldinn dregur ekki
einungis úr bragði heldur breytir
einnig áferð þeirra á einungis
nokkrum dögum. Settu þá frekar í
skál sem hefur verið þakin eldhús
pappír. Þannig kemur þú í veg fyrir
skemmdir á þeim tómötum sem
liggja upp við skálina þar sem þeir
merjast auðveldlega og það flýtir
fyrir rotnun. Hitastig er einnig mik
ilvægt og tómatar geymast best við
stofuhita. Haldið þeim þó frá sólar
ljósi. Ef þú vilt halda þeim enn leng
ur ferskum er gott ráð að færa þá til
í skálinni reglulega svo þeir merjist
síður. n
Hresstu upp á kál
og kryddjurtir í ísbaði
Ef matvælin eru farin að láta á sjá
vegna kuldans í ísskápn
um eða vegna þess að
þau voru látin vera
við stofuhita aðeins
of lengi, er hægt að
fríska upp á þau með
því að skella þeim í
kalt bað. Setjið græn
metið í skál með ísköldu vatni og
hreyfið það í vatninu í mínútu eða
tvær. Það ætti að vekja það aðeins til
lífsins og láta það líta út sem nýtt. n
Frystu grænmetið
og ávextina
Ef þú hefur misreiknað tímann sem
þú ætlaðir þér að nýta matvælin sem
þú keyptir þá er óþarfi að henda
þeim. Skerðu frekar niður þroskuðu
ávextina og grænmetið og frystu.
Þú getur vel fryst matvæli eins og
papriku, grænar baunir, spergilkál,
rósakál, kál, sellerí, agúrkur, lauk,
eggaldin, sveppi, jarðarber, bláber,
banana svo eitthvað sé nefnt. Það
eina sem þú þarft að muna eftir er
að dýfa þessu í sjóðandi vatn áður
en það er sett í frost. Heitt vatnið
drepur bakteríur sem eyðileggja
matvælin. n
Geymdu banana
í ísskáp
Það eru margir sem trúa þeirri mýtu
að bananar eyðileggist í ísskápnum
en þótt hýðið verði fljótt brúnt eða
svart þá geymist innihaldið vel.
Kuldinn í ísskápnum veldur því að
ensími í banananum gerir hýðið
brúnt eða svart. Kuldinn kemur þó
einnig í veg fyrir að bananinn þrosk
ist of hratt. Ef þér finnst brúnir og
svartir bananar ólystugir þá getur
þú sett bananann í poka og lokað
honum vel áður en hann er settur í
ísskápinn. Með því helst guli litur
inn lengur. n
18 Neytendur 4. júlí 2012 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 243,7 kr. 243,5 kr.
Algengt verð 243,5 kr. 243,3 kr.
Höfuðborgarsv. 243,4 kr. 243,2 kr.
Algengt verð 243,7 kr. 243,5 kr.
Algengt verð 245,7 kr. 243,5 kr.
Melabraut 243,5 kr. 243,3 kr.
Eldað úr
úrvalshráefni
n Veitingastaðurinn Sólon fær
lofið að þessu sinni en viðskipta
vinur staðarins vildi fá að hrósa
eigendum og starfsfólki staðarins
fyrir frábæra fiskrétti. ,,Ég borða
stundum þarna í hádeginu
og það hefur ekki brugðist
að fiskurinn sem ég fæ þar
er afbragðsgóður, eldaður
úr úrvalshráefni. Þá
er þjónustan til mik
illar fyrirmyndar og
verðinu stillt í hóf,“
segir viðskiptavinur
inn ánægði.
Rukkað fyrir
innan við eins
árs börn
n Lastið að þessu sinn fær
Smárabíó en DV fékk eftirfarandi
sent: „Mig langar að benda ykkur á
að í Smárabíói er rukkað fyrir börn
undir eins árs aldri. Ég veit um for
eldra sem snéru við þegar þeir ætl
uðu í bíó með 4 ára gamla dóttur
sína af því að þau áttu líka að borga
inn fyrir bróður hennar sem er 11
mánaða og var þar að auki stein
sofandi.“
Jón Eiríkur
Jóhannsson,
rekstrar stjóri hjá
Senu, segir að for
eldri með ungt
barn þurfi yfirleitt sérsæti,
jafnvel tvö, fyrir barna
stól og aðra fylgihluti og
möguleiki sé á því að ónæði
skapist fyrir aðra bíógesti.
„Við höfum því ekki séð ástæðu til
þess að hvetja fólk til að taka með
sér kornabörn í bíósalina með því
að láta foreldrana fá fyrir þau frí
miða. Við höfum hins vegar stillt
barnaverði mjög í hóf til að koma
til móts við þá sem kjósa að taka
börnin með sér. Svona mál eru í sí
felldri skoðun og við förum reglu
lega yfir það hvort breyta þurfi
þessu verklagi, í samræmi við ósk
ir og þarfir okkar viðskiptavina.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Bensín Dísilolía
Notum réttar
geymsluaðferðir
n Svona getum við látið grænmeti og ávexti endast lengur
Láttu matvælin endast
Það kannast flestir við að
hafa keypt ávexti og græn-
meti sem skemmist áður en
þess er neytt.
MYND SIgTRYggUR ARI