Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Side 22
22 Menning 4. júlí 2012 Miðvikudagur
B
essastaðabóndinn kemur
sér nú fyrir í höll sinni eina
ferðina enn, og sýnist sitt
hverjum. Þetta er þó varla
í fyrsta sinn sem fólk hefur
skiptar skoðanir um ábúanda jarðar
innar, því í um 700 ár hefur verið talað,
og oft illa, um „Bessastaðavaldið“.
Jörðin var upprunalega í eigu Snorra
Sturlusonar, en eftir að Ísland komst
undir Noregskonung sölsaði konung
ur undir sig svæðið og sátu æðstu um
boðsmenn hans þar næstu aldir. Dan
ir létu byggja steinhús árið 1761 og
varð Bessastaðastofa aðsetur stift amt
manns til 1804, þegar Lærði skólinn
var fluttur þangað inn. Frá 1945 hafa
Bessastaðir svo verið aðsetur forseta
Íslands.
Forsætisráðherra vor starfar einnig
í danskri höll, eða öllu heldur fang
elsi. Árið 1759 gaf Danakonungur út
tilskipun um að reisa skyldi tugthús á
Íslandi og stóð það tilbúið 1771, en var
lagt niður um hálfri öld síðar. Frá 1904
hefur það verið skrifstofa ráðherra og
síðar forsætisráðherra Íslands. Á gras
inu fyrir framan stendur svo stytta
af sjálfum Kristjáni 9. og merki hans
skreytir einnig Alþingishúsið fyrir
ofan byggingarár þess, 1881. Húsið var
reyndar reist gagngert fyrir Alþingi Ís
lendinga, en byggingarmeistarinn, F.
Bald, var danskur. Því má segja að all
ir æðstu embættismenn landsins búi í
dönskum höllum, en þetta er reyndar
alls ekki jafn óalgengt og í fyrstu mætti
halda.
Danmörk
Í Danmörku sjálfri starfa reyndar ansi
margir af helstu embættismönnum
ríkisins í einni og sömu höll. Aðdá
endur sjónvarpsþáttanna Hallarinn
ar, eða Borgen, ættu að kannast við
Christiansborg sem þeir draga nafn
sitt af. Árið 1417 hrifsaði konung
ur landið til sín frá biskupnum, og
varð það brátt að höfuðvígi Danakon
unga. 1731 var gamli kastalinn rifinn
og Christansborg byggð, sem kostaði
um helming allra ríkisútgjalda. Það
fór ekki betur en svo að höllin brann
rétt hálfri öld síðar, og tók um þrjá ára
tugi að endurreisa hana. Í millitíðinni
höfðu konungar komið sér vel fyrir í
Amalienborg og vildu síður flytja aft
ur yfir.
Hin nýja höll var á sex hæðum og
var ein þeirra ætluð sem vistarverur
kvenna, en þingi og hæstarétti var svo
potað inn á sömu hæð. Þegar einveldi
var lagt niður árið 1849 varð konung
ur endanlega að láta sér Amalienborg
duga, en Christiansborg hýsir í dag
þingið, hæstarétt og skrifstofur for
sætisráðherra. Aftur brann hún og var
núverandi bygging ekki tekin í notkun
fyrr en 1937. Má því segja að bæði for
seti og forsætisráðherra Íslands starfi
í eldri dönskum höllum en forsætis
ráðherra Danmerkur. Margrét Dana
drottning bætir þó um betur, en haf
ist var handa við að reisa Amalienborg
árið 1750.
Færeyjar
Á Tinganes var þing fyrst haldið árið
825 og allt þar til það var lagt niður
árið 1816. Er talið að staðurinn hafi
verið valinn vegna þess hve miðlæg
ur hann er miðað við eyjarnar allar.
Höfuðstaðurinn Tórshavn reis síðar í
kring, og voru verslunarhús á nesinu.
Eitt þeirra, Skansapakkhúsið frá árinu
1750, er nú höfuðstöðvar lögmanns
ins, eða forsætisráðherra Færeyja. Hef
ur „Lögmannsskrivstovan“ verið hér
síðan Færeyingar fengu heimastjórn
árið 1948.
Eftir að þing Færeyinga var endur
reist árið 1852 var byggt undir það
þinghús í miðbænum. Er þing sett
á Ólafsvöku og ganga þá þingmenn
(sem eru 33 talsins) frá dómkirkj
unni og að húsinu. Það er þó ráðhús
Tórshavn sem mest minnir á Alþingis
hús Íslendinga.
Eistland
Danir komu fyrst til Eistlands árið
1219 og áttu þá frækna orrustu við
heimamenn. Þeir voru við það að tapa
þegar rauður fáni með hvítum krossi
féll niður af himnum og fyllti þá eld
móði. Fáninn hefur síðar orðið þjóð
fáni Dana og er einn sá elsti í heimi.
Danir réðu norðurhluta Eistlands
í rúm hundrað ár, en 1343 gerðu
heimamenn uppreisn. Uppreisnin
mistókst, en Danir ákváðu að þetta
væri of mikið vesen og seldu landið
þýskri riddarareglu. Svíar komu síðar,
en Danaveldi stendur hér enn í nafn
giftum. Tallin þýðir Danavirki á eist
nesku og kastalinn sem þeir byggðu
og gnæfir yfir borgina hýsir í dag þing
ið. Kastalinn hefur verið mjög endur
bættur í gegnum tíðina, en nefnist
enn Toompea, sem þýðir Danahöll.
Forsetanum hefur þó verið komið
fyrir við hlið hallar sem Katrín mikla
byggði.
Gana
Danmörk er ekki eina landið sem
stjórnað var frá Christiansborg. For
seti Gana býr í höll sem nú heitir Osu,
en var byggð sem Christiansborg upp
úr 1660 þegar Danir réðu þar ríkjum.
Fyrir þeirra tíð hafði svæðið tilheyrt
Hollendingum og var miðstöð gulls og
fílabeinsverslunar, en hinir djöfullegu
Danir gerðu brátt þræla að helstu út
flutningsvöru sinni.
Fyrst Portúgalar og þá Akwamu
ættbálkurinn stálu virkinu frá Dön
um, en ávallt keyptu þeir það aftur.
Það var svo árið 1850 að þeir seldu
Bretum það, enda þrælaverslun kom
in úr tísku og minna upp úr henni að
hafa. Bretar gerðu virkið að bækistöð,
en eftir að Gana varð sjálfstætt ríki árið
1957 varð það að forsetahöll. Enn er
deilt um hvort rétt sé að forsetinn búi í
höll sem svo mjög tengist þrælahaldi,
en of dýrt þykir að byggja nýja. Von
andi fáum við sjónvarpsþátt áður en
að því kemur.
Jómfrúaeyjar
Kólumbus uppgötvaði þessar eyj
ar í Karíbahafi undir lok 15. aldar, og
Danir fylgdu í kjölfarið tæpum 200
árum síðar. Þeir fluttu inn þræla til að
vinna sykur, en eftir að þrælahald var
af numið árið 1848 þurftu dönsk yfir
völd að borga með sér. Þeir reyndu því
að selja Bandaríkjamönnum eyjarnar,
en salan gekk ekki í gegn fyrr en fyrri
heimsstyrjöld var skollinn á.
Eyjarnar tilheyra Bandaríkjun
um enn þann dag í dag. Á þeim búa
um 100.000 manns, og hafa eyjarn
ar eigið þing og ríkisstjóra. Í höfuð
borginni CharlotteAmelie búa um
19.000 manns rétt eins og í Tórshavn,
og er borgin nefnd í höfuðið á eigin
konu Kristjáns fimmta Danakonungs.
Ríkisstjórnin hefur hreiðrað um sig í
byggingu frá 1867, en þingið starfar í
gömlum herbragga Danaveldis sem
síðar hýsti landgönguliða Bandaríkj
anna. Hinum gömlu höfuðstöðvum
Dana, Ft. Christian, hefur verið breytt
í safn.
Af öllum hinum fyrrverandi ný
lendum Dana eru það því íbúar Jóm
frúaeyja sem búa um leiðtoga sína
í nýlegustu Danavirkjunum. Aðrar
fyrrverandi eða núverendi nýlend
ur, svo sem Noregur og Grænland,
hafa reist sér ný stjórnarráð, en þó
má þess geta að konungur Noregs
býr enn í sumarhöll Svíakonungs efst
á KarlJohan. n
Þjóðhöfðingjar í
dönskum höllum
n Danir byggðu Bessastaðastofu og Stjórnarráðshúsið n Danskar stjórnarbyggingar víða
Borgen Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Borgen ættu að kannast við Christiansborg sem
þeir draga nafn sitt af.
Skansapakkhúsið Höfuðstöðvar forsætisráðherra Færeyja láta lítið yfir sér.
Tallin þýðir Danavirki á eistnesku Kastalinn sem þeir byggðu og gnæfir yfir borgina
hýsir í dag þingið. Kastalinn hefur verið mjög endurbættur í gegnum tíðina, en nefnist enn
Toompea, sem þýðir Danahöll.
Sagnfræði
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Bessastaðir
Bessastaðastofa og
stjórnarráðsbyggingin
eru byggðar af Dönum.