Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2012, Page 24
T
ækni, sendingar, jafnvægi og
leikmenn sem treysta hver
öðrum fullkomlega. Þetta er
lið sem á skilið að vera bor
ið saman við hið ótrúlega
brasilíska landslið árið 1970.“ Þetta
segir Jamie Redknapp, fyrrverandi
leikmaður Liverpool og sparkspek
ingur breska blaðsins Daily Mail, um
spænska landsliðið í knattspyrnu
sem sigraði á Evrópumótinu sem
lauk um helgina. Spánverjar völt
uðu yfir sterkt lið Ítala í úrslitaleikn
um, 4–0, og hefur sigurinn komið af
stað gömlum umræðum um bestu
knattspyrnulandslið sögunnar. DV
lítur hér á nokkur landslið sem öll
gera tilkall til þessarar nafngiftar.
Margt bendir til þess að spænska
liðið sé það besta í sögunni – ef ekki
það langbesta. n
Þrjú stórmót í röð
Spánn (2008–2012)
Stjóri: Vicente Del Bosque
Byrjunarlið: Casillas; Ramos, Capdevila,
Puyol, Pique; Busquets, Xavi, Iniesta, David
Silva; Torres, Villa
Titlar: EM 2008 og 2012, HM 2010
Spánverjar hafa nú unnið þrjú
stórmót í röð; Evrópumótið 2008,
heimsmeistaramótið 2010 og loks
Evrópumótið 2012. Engu öðru
landsliði hefur tekist að vinna þrjú
stórmót í röð. Liðið byggir enn á
sama kjarna leikmanna sem mynd
aði hópinn á EM fyrir fjórum árum
og útlit er fyrir að sömu leikmenn
muni mynda hópinn á HM í Brasilíu
eftir tvö ár. Ef mið er tekið af núver
andi leikmannahópi þá verður Xavi
Hernandez elsti leikmaður spænska
liðsins, eða 34 ára. Miðað við
frammistöðu hans á mótinu í sumar
er líklegt að Xavi verði áfram í lykil
hlutverki á miðjunni hjá Spáni.
Til marks um ótrúlegan árang
ur spænska liðsins má geta þess
að síðasti tapleikur þess í Evrópu
keppni var leikinn fyrir sex árum, árið
2006, þegar Svíar lögðu Spánverja
að velli í undankeppni EM. Síðan þá
hafa Spánverjar leikið 29 leiki í röð
í Evrópukeppni án þess að tapa. Þó
að Spánverjar séu þekktir fyrir góð
an sóknarbolta eru þeir ekki síðri
þegar kemur að varnarleik. Spán
verjar hafa haldið hreinu í 10 leikjum
í röð í útsláttarkeppni EM sem er met
og markvörðurinn, Iker Casillas, hef
ur haldið hreinu í 79 landsleikjum
af þeim 137 sem hann hefur leikið.
Vicente Del Bosque, stjóri spænska
liðsins, hefur nú stýrt spænska liðinu
í 60 leikjum og þar af hafa 52 unnist.
Del Bosque hefur skrifað undir nýjan
samning og hann mun leiða spænska
liðið á HM í Brasilíu þar sem Spán
verjar munu leitast eftir því að bæta
enn frekar í bikarsafn sitt. n
17 ára undrabarn
Brasilía (1958–1962)
Stjórar: Vicente Feola og Aymore Moreira
Byrjunarlið: Gilmar; Djalma Santos, Nilton
Santos, Bellini; Zito, Orlando; Garrincha,
Didi, Vava, Pele, Zagallo
Titlar: Heimsmeistarar 1958 og 1962
Brasilíska liðið sem stóð uppi
sem sigurvegari á HM í Svíþjóð
árið 1958 og 1962 í Chile er á öllum
listum yfir bestu landslið sögunnar.
Sautján ára undrabarn, Pele, steig
sín fyrstu skref á alþjóðavettvangi á
mótinu í Svíþjóð sem Brasilíumenn
unnu næsta örugglega. Þeir lögðu
Frakka að velli í undanúrslitum 5–2
og síðan sjálfa gestgjafana, Svía,
einnig 5–2 í úrslitum. Brasilíumenn
komu mörgum á óvart með leikkerfi
sínu, en þeir spiluðu eins konar 42
4 leikkerfi sem kom andstæðingun
um í opna skjöldu.
Þrátt fyrir tvo heimsmeistaratitla
á þessum árum tókst Brasilíumönn
um ekki að vinna SuðurAmeríku
keppnina. n
Besti sóknarboltinn
Brasilía (1970–1973)
Stjóri: Mario Zagallo
Byrjunarlið: Felix; Carlos Alberto, Everaldo,
Brito, Piazza; Clodoaldo, Gerson; Jairzinho,
Rivelino, Tostao, Pele
Titill: Heimsmeistarar 1970
Brasilíska landsliðið bar höfuð
og herðar yfir önnur lið á HM árið
1970 og rústaði liði Ítala í úrslitum,
4–1. Brasilíumenn spiluðu stórbrot
inn sóknarleik og eru flestir sér
fræðingar á einu máli um að ekkert
lið hafi spilað jafn góðan sóknarbolta.
Gerson, leikmaður mótsins, stýrði
spilinu á miðjunni á meðan fram
herjarnir Pele og Tostao gerðu usla í
vörn andstæðinganna. Með Rivelino
á vinstri kanti og Jarizinho á hægri
voru Brasilíumenn geysilega hættu
legir. Þrátt fyrir öflugan sóknarbolta
var veikleika að finna í vörn liðsins
en blússandi sóknarbolti bætti hins
vegar upp fyrir það. Því miður tókst
þessu magnaða liði ekki að láta ljós
sitt skína á alþjóðavettvangi aftur.
Kjarninn úr hópnum var farinn þegar
kom að heimsmeistaramótinu 1974
en þar enduðu Brasilíumenn í fjórða
sæti. n
Zidane og allir hinir
Frakkland (1998–2001)
Stjórar: Aime Jacquet og Roger Lemerre
Byrjunarlið: Barthez; Thuram, Lizerazu,
Blanc, Desailly; Deschamps, Vieira; Henry,
Zidane, Djourkaeff; Trezeguet
Titlar: Heimsmeistarar 1998, Evrópumeist-
arar 2000 og álfumeistarar 2001
Franska liðið var nánast ósigrandi
árin 1998 til 2001 og afar fáa veika
bletti að finna á liðinu. Liðið hafði ekki
bara frábæra sóknarmenn á borð við
Zinedine Zidane, Thierry Henry og
David Trezeguet heldur var franska
vörnin á þessum tíma af mörgum talin
vera sú öflugasta í sögunni. Franska
liðið rúllaði yfir Brasilíu í úrslitaleik
mótsins, 3–0, þar sem Zinedine Zi
dane, einn besti knattspyrnumaður
sögunnar, skoraði tvö mörk.
Tveimur árum síðar stóð franska
liðið uppi sem sigurvegari í Evrópu
keppninni sem haldin var í Belgíu
og Hollandi og vann svo Álfukeppn
ina ári síðar, árið 2001. Allur vindur
var úr franska liðinu þegar kom að
HM 2002 en þá endaði franska liðið á
botni síns riðils öllum að óvörum. n
24 Sport 4. júlí 2012 Miðvikudagur
Bestu landslið
í sögu fótboltans
n Spánverjar komnir á spjöld sögunnar n Líklega besta landslið sem uppi hefur verið
Fleiri frábær
landslið
Ítalía
1934–1938
n Heimsmeistarar 1934
n Heimsmeistarar 1938
V-Þýskaland
1970–1976
n Heimsmeistarar 1974
n Evrópumeistarar 1972
Brasilía
2002–2006
n Heimsmeistarar 2002
n Suður-Ameríkumeistarar 2004
Ungverjaland
1951–1954
n Úrslitaleikur HM 1954
Frakkland
1982–1986
n Evrópumeistarar 1984
n Undanúrslit HM 1982
n Undanúrslit HM 1986
Holland
1974–1978
n Úrslit HM 1974
n Undanúrslit EM 1976
n Úrslit HM 1978
Bestir í sögunni? Það eru fá
landslið í sögunni sem komast
með tærnar þar sem Spánverjar
hafa hælana. Þrír sigrar á þremur
síðustu stórmótum segja allt sem
segja þarf um gæði liðsins.
Mynd ReuTeRS
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is