Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 2
L
ágmarkslaun eru afar lág
og litlu munar á þeim og at
vinnuleysisbótum. Einstak
lingur í 100 prósent starfi á
lágmarkslaunum þénar ekki
nema um 16 þúsund krónum meira
á mánuði en einstaklingur á fullum
atvinnuleysisbótum sé tillit tekið til
skatta, útsvars og greiðslu í lífeyris
sjóð. Þetta er sýnt myndrænt á með
fylgjandi grafi. Þar sést einnig að
einstaklingur á atvinnuleysisbótum
getur þénað tæplega 20 þúsund
krónum meira á mánuði en einstak
lingur í 100 prósent starfi á lág
markslaunum nýti hann sér frí
tekjumark vegna tilfallandi starfs
meðfram bótum.
Atvinnuleysi hefur minnkað um
talsvert á undanförnum misserum
og mældist um 4,8 prósent í júní
mánuði. Athygli vekur að um 3.500
manns hafa þegið atvinnuleysis
bætur í meira en eitt ár. Ónefndur
heimildarmaður DV segir enn sjást
merki góðæris í bótakerfinu. Tekjur
á bótum og tekjur á lágmarkslaun
um eru þó fjarri því að duga fyrir
áætluðum útgjöldum neysluvið
miða velferðarráðuneytisins.
Hvatinn ætti að vera meiri
„Okkur finnast atvinnuleysisbæt
urnar heldur háar núna miðað við
það sem væri eðlilegt,“ segir Vil
hjálmur Egilsson, formaður Sam
taka atvinnulífsins, í samtali við DV.
„Hvatinn til þess að vinna er heldur
lítill.“ Vilhjálmur segist þó „mjög
ánægður með að atvinnuleysis
tölurnar séu að lækka og séu loks
komnar undir fimm prósent“ og tel
ur átök Vinnumálastofnunar og að
ila vinnumarkaðarins hafa skilað
ágætum árangri.
Þó vill Vilhjálmur meina að gera
hefði mátt enn betur. „Þetta kerfi
þarf allt saman að virka þannig að
það sé raunverulegur hvati til að
taka vinnu. Okkur finnst að það halli
frekar á í þeim efnum.“ Einnig telur
hann hafa vantað töluvert upp á hjá
stjórnvöldum þegar kemur að því að
ýta undir fjárfestingu.
Lágmarkslaun nærri bótum
Unnur Sverrisdóttir, forstöðumaður
stjórnsýslusviðs Vinnumálastofn
unar, segir minnkandi atvinnu
leysi hafa komið gleðilega á óvart.
„Tölurnar tala sínu máli. Þetta er
góð þróun.“ Þó lítill munur sé á at
vinnuleysisbótum og lágmarkslaun
um segir Unnur að það sé „alltaf
betra að vera í vinnu en að vera á
bótum“ og telur Vinnumálastofnun
hafa unnið þrekvirki í því að styðja
fólk til náms og vinnu.
Eins og áður hefur verið sagt mun
ar aðeins um 16 þúsund krónum á
lágmarkslaunum og atvinnuleysis
bótum. Þá getur einstaklingur á bót
um þegið tilfallandi starf og fengið
greitt allt að 59 þúsund krónum á
mánuði án þess að atvinnuleysis
bæturnar skerðist. Þannig er unnt að
þiggja óskertar atvinnuleysisbætur en
þéna samt töluvert hærri upphæð en
einstaklingur í 100 prósent starfi.
LítiLL hvati
tiL að vinna
2 Fréttir 18. júlí 2012 Miðvikudagur
Brettagarður
í Laugardal
Unnið er að byggingu brettagarðs
í Laugardal. Stefnt er að því að
garðurinn verði tilbúinn fyrir lok
ágústmánaðar. Um er að ræða
um það bil 500 fermetra bretta
garð sem verður umlukinn hljóð
mön. Völlurinn sjálfur er aflöng
steypt plata á 280 fermetra fyll
ingu með upphækkuðum pöllum
til beggja enda. Brettagarðurinn
er staðsettur við Engjaveg vest
an við knattspyrnuvöll Þróttar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg.
Styrkja hjálparstarf
í Austur-Eþíópíu
Hjálparstofnun kirkjunnar tók við
rúmum 1,7 milljónum króna frá
Fatímusjóðnum á dögunum. Það
voru þær Jóhanna Kristjónsdótt
ir, Guðlaug Pétursdóttir og Ragný
Guðjohnsen, fulltrúar sjóðsins,
sem afhentu styrkinn. Styrknum
er ætlað að efla starf kirkjunnar
í Jijigahéraði í AusturEþíópíu.
Stærstu hluti sjóðsins fer í að
reisa vatnsþró en afgangurinn í
að byggja kamra og í smálánasjóð
kvenna. Jijigahérað er í Sómalíu
fylki Eþíópíu en það er mjög harð
býlt og þurrt svæði og vatn á þeim
slóðum af skornum skammti. Í
tilkynningu frá sjóðnum kemur
fram að hann hafi verið stofnaður
árið 2005 í þeim tilgangi að styðja
börn, einkum stúlkur, í Jemen til
mennta. Þar sem nú ríki óeirð
ir í landinu og skólahald hafi að
mestu verið lagt niður hafi stjórn
sjóðsins ákveðið að styðja að
þessu sinni við verkefni hjálpar
starfsins í AusturEþíópíu.
n Munar 16 þúsund krónum á atvinnuleysisbótum og lág- markslaunum
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
10 %
7 %
4 %
1 %
9 %
6 %
3 %
0 %
8 %
5 %
2 %
Jún.
2007
Jún.
2009
Okt.
2007
Okt.
2009
Feb.
2008
Feb.
2010
Jún.
2008
Jún.
2010
Jún.
2011
Okt.
2008
Okt.
2010
Okt.
2011
Feb
2009
Feb.
2011
Feb.
2012
Jún.
2012
n Eins og sést á þessu grafi
hefur atvinnuleysi dregist
umtalsvert saman á undan-
förnum misserum og stendur
nú í 4,8 prósentum. Það skýrist
að hluta til af árstíðabundinni
sveiflu en einnig af batnandi
efnahagsástandi og vel
heppnuðum úrræðum fyrir
atvinnulausa.
HeiMiLd: www.vMst.is.
Mánaðartekjur einstaklings
eftir skatt, útsvar og greiðslu í lífeyrissjóð
22
3 þ
ús
un
d
16
7 þ
ús
un
d
1
20
4
þú
su
nd
3
18
2 þ
ús
un
d
2
16
3 þ
ús
un
d
4 5
Hress og kát Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, hljóta að gleðjast yfir
fréttum um minnkandi atvinnuleysi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Leitað að
þýskum
hjónum
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í
loftið síðdegis á þriðjudag til að
svipast um eftir þýskum hjónum
sem óttast er um. Hjónin ætluðu
sér að ganga yfir Eyjabakkajökul,
sem er í norðaustanverðum
Vatnajökli. Gönguleiðin sem þau
ætluðu að fara er nokkuð algeng
gönguleið á Lónsöræfum en hjón
in munu hafa snúið við á laugar
dagskvöld.
Bíll hjónanna stendur við Snæ
fellsskála, en það var skálavörður
sem óskaði eftir aðstoð lög
reglunnar á Egilsstöðum um
klukkan þrjú á þriðjudag þar sem
hjónin höfðu ekki skilað sér til
baka. Var því ákveðið að kalla eft
ir þyrlu Landhelgisgæslunnar
sem hóf flug síðdegis. Björgunar
sveitir munu taka þátt í leitinni ef
nauðsyn krefst þess.
1 167 þúsundEinstaklingur á atvinnu-
leysisbótum ef miðað er við
100% bótarétt.
2 182 þúsundEinstaklingur á atvinnu-
leysisbótum sem vinnur sér inn
59 þúsund krónur á mánuði
í tilfallandi vinnu. (Frítekju-
mark vegna tekna samhliða
atvinnuleysisbótum nemur um
59 þúsund krónum.)
3 204 þúsundEinstaklingur sem fær
hámarksfjárhæð tekjutengdra
atvinnuleysisbóta.
4 163 þúsundEinstaklingur í 100%
starfi á lágmarkslaunum.
5 223 þúsundMánaðarútgjöld
einstaklings samkvæmt
neysluviðmiðum velferðarráðu-
neytisins.
HeiMiLd: www.vMst.is og reiknivéL www.rsk.is.