Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Side 3
LítiLL hvati tiL að vinna Samkomulag að nást n Ögmundur ósáttur: „Við erum ekki að tala um einhverja sjoppu“ K ínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur komist að samkomulagi um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Í viðtali við fréttastofuna Bloomberg segir hann að skrifað verði undir formlegan samning innan tíðar, en samkvæmt Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra Norðurþings og stjórn­ armanns GáF ehf., má ætla að það verði gert í lok ágúst. Huang Nubo er stjórnarformað­ ur fjárfestingarfélagsins Zhongkun sem hyggst reisa 100 glæsihýsi, hótel og golfvöll á Grímsstöðum. Á Bloomberg kemur fram að Nubo vonist til að geta leigt svæðið til 40 ára og framlengt leigutímann að þeim árum liðnum. Þá er áætlað að leiguverðið verði um það bil einn milljarður króna. Bergur og Nubo hafa átt í viðræðum síðustu tvo mánuðina, en Atvinnuþróunar­ félag Eyjafjarðar og Þingeyinga hefur einnig komið að ferlinu. Ögmundur Jónasson innanrík­ isráðherra hefur frá upphafi verið andsnúinn fyrirætlunum kínverska fjárfestisins. „Við erum ekki að tala um einhverja sjoppu við Jökulsá á Fjöllum,“ segir hann. „Þetta er mjög stór framkvæmd og snert­ ir framtíðarráðstöfunarrétt okkar á landi. Ef menn leigja land til langs tíma getur tíminn orðið svo langur að leigan verði hreinlega íg­ ildi eignarréttar. Þessa hluti þarf að taka til skoðunar og ég hvet Norð­ lendinga og alla sem koma að þess­ um málum til að stíga til jarðar af fyllstu gát.“ Ögmundur segir að málið komi ekki inn á sitt borð nema um sé að ræða fjárhagsskuldbindingar sveitarfélaganna sem fela í sér aukna skuldsetningu þeirra. „Ég hef gríðarlegar efasemdir um þessa ráðstöfun og ég held að sveitar­ stjórnarmönnum á Norðaustur­ landi sé hollt að hugsa til þess að þetta mál kemur þeim ekki ein­ um við heldur landsmönnum öll­ um,“ segir hann og bætir því við að málið þarfnist víðtækrar umræðu í þjóðfélaginu. Fréttir 3Miðvikudagur 18. júlí 2012 n Munar 16 þúsund krónum á atvinnuleysisbótum og lág- markslaunum „Okkur finnast at- vinnuleysisbæt- urnar heldur háar núna miðað við það sem væri eðlilegt. Þá býður Vinnumálastofnun einstaklingum upp á tekjutengdar atvinnuleysisbætur fyrstu þrjá mánuðina eftir að viðkomandi byrj­ ar að fá bætur. Þá eru greiddar bæt­ ur sem nema 70 prósentum af laun­ um viðkomandi í fyrra starfi en eru þær þó aldrei hærri en tæplega 264 þúsund krónur á mánuði eða um 204 þúsund krónur eftir skatt, út­ svar og greiðslur í lífeyrissjóð. Það er nærri 40 þúsund krónum meira en útborguð lágmarkslaun. Minnkandi atvinnuleysi Líkt og fram hefur komið hefur at­ vinnuleysi minnkað umtalsvert á undanförnum misserum. Sú þróun sést glögglega á meðfylgj­ andi grafi. Unnur telur ýmsa sam­ verkandi þætti fækka atvinnulaus­ um. Í því sambandi nefnir hún sérstaklega átökin Vinnandi vegur og Nám er vinnandi vegur en segir þau ekki skýra þessa fækkun ein og sér. Einnig má rekja þessa þróun til batnandi efnahagsástands en um ástæður þess var fjallað ítarlega í mánudagsblaði DV. Vinnandi vegur er átak sem hófst á vormánuðum og er unnið á vegum Vinnumálastofnunar með aðkomu aðila vinnumarkaðarins, ríkis og sveitarfélaga. Átakið felur í sér að reynt er að koma fólki af bótum í vinnu og þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá eru í forgangi. „Þá fá þeir ráðningu hjá sveitarfélögum eða á almenn­ um vinnumarkaði og styrkur sem samsvarar grunnbótum atvinnu­ leysisbóta fylgir með upp í launa­ kostnaðinn. Atvinnurekandinn borgar síðan mismuninn svo hægt sé að borga kjarasamningsbundin laun,“ segir Unnur Sverrisdóttir um Vinnandi veg. Samskonar átak, Nám er vinnandi vegur, hófst á haust­ mánuðum 2011 og snýst um að koma fólki af atvinnuleysisbótum og í framhalds­ eða háskólanám. Þá byrjaði fólk með hjálp atvinnu­ leysisbóta en sneri sér svo að lána­ sjóði um leið og námið var orðið lánshæft. „Þetta hefur borið mjög mikinn árangur, segir Unnur. Einnig berst Vinnumálastofnun ötullega gegn svartri vinnu en samkvæmt skýrslu SA, ASÍ og ríkis skattstjóra frá því síðasta haust vinna um 12 prósent launa­ manna svart. Vert er að taka fram að Vinnumálastofnun telur þá tölu nokkru lægri. n Ögmundur ósáttur Ögmundur Jónasson hefur áhyggjur af því að leigan verði ígildi eignarréttar. L eigubílstjórar sem sinna akstri frá flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík hafa með sér sam­ ráð um skiptingu viðskipta­ vina. Óskráðri reglu bílstjór­ anna um að fremsti bíll fyrir utan stöðina fái fyrsta viðskiptavin er fylgt eftir af nokkurri hörku. Þannig hef­ ur DV staðfest að upp hafi komið at­ vik þar sem deilur milli leigubílstjóra um viðskiptavin urðu til þess að lög­ reglan var kölluð til. Jón S. Loftsson, bílstjórinn sem hringdi á lögregluna, staðfesti í samtali við DV að atvikið hefði átt sér stað. „Oft þarf lögregluna til að úrskurða ef upp kemur einhver ágreiningur,“ sagði Jón um málið í samtali við DV. Skipta með sér markaðnum Fimm leigubílastöðvar starfa á svæð­ inu við Keflavíkurflugvöll. Hreyfill – Bæjarleiðir er stærsta leigubílastöð landsins en auk stöðvarinnar keyra Bifreiðastöð Reykjavíkur, Borgarbíll, Borgarleiðir og Aðalstöðin í Keflavík frá flugstöðinni. Samkvæmt lögum eru öll fyrirtækin í samkeppni. Það verður því að teljast hæpið í anda samkeppn­ islaga að leigubílstjórar setji sjálfum sér og viðskiptavinum reglur um hver geti átt tilkall til viðskiptanna. Í samtölum við leigubílstjóra sem starfa á svæðinu kom fram að reglan um að fremsti bíll taki túrinn sé ekki endilega óeðlileg. Reglan sé raunar tæknileg úrlausn tilkomin vegna þess að stöðvarnar deili sama rými fyrir utan flugstöðina. Þá sé það ágæt regla þegar mikil eftirspurn er eftir bílum að farþegar fari í röð og bíði líkt og gert er í verslunum. Það komi í veg fyrir að fólk troði sér fram fyrir. Viðskiptavinurinn ræður „Það er neytandans að ákveða við hvern hann skiptir,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda­ samtakanna, en bætir við að hann hafi ákveðinn skilning á þessari reglu. „Það að leigubílar séu í svona röð þar sem taka þarf fyrsta bíl er ekki séríslenskt fyrirbæri. Það er víð­ ar þar sem fleiri leigubílstjórar eru um hituna. Meginreglan er þó sú að viðskiptavinur skiptir við þann aðila sem hann kýs.“ Jóhannes bendir fólki á að tímabundin lausn þegar leigubílstjór­ ar halda stíft í þessa reglu sé að bjóða eða hleypa öðrum fram fyrir sig. „Ég ítreka þó að ég verð að gera alvarlega athugasemd við þetta vinnulag.“ Hægt að fá undanþágu Viðskiptavinir virðast þó geta fengið undanþágu frá reglu leigubílstjór­ anna. Blaðamaður hefur heimildir fyrir því að viðskiptavinur hafi í alla­ vega einu tilviki sagst vera í reiknings­ viðskiptum við leigubifreiðastöð til þess að geta fengið að taka þann bíl sem hann vildi sjálfur. Nokkur mun­ ur er á taxta leigubílastöðva en sam­ kvæmt upplýsingum sem blaðið aflaði sér getur munað um það bil tvö þús­ und krónum á fargjaldi frá Keflavíkur­ flugvelli að Hilton hóteli í Reykjavík eftir því um hvaða stöð ræðir. Í samtali við leigubílstjóra sem starfar meðal annars á svæðinu við Keflavík kom fram að nokkur harka sé í samskiptum milli bílstjóra. Þeir bílstjórar sem reyni að gera út á að vera með besta taxtann og vilji ekki virða samráð bílstjóra um hvernig skipta skuli viðskiptavinum á bíla verði fyrir einelti, fúkyrðaflaumi og jafnvel hótunum um að skemmdir verði unnar á bílum þeirra virði þeir ekki regluna. Sami aðili benti þó á að viðskiptavinir gætu hringt úr síma sínum í þá stöð sem þeir vildu skipta við og pantað bíl við Keflavíkurflug­ völl. Ekki væri hægt að skikka fólk til að skipta við fremsta bíl ef pöntun hafi verið lögð fram á ákveðinni stöð. Skilur ekki vesenið „Ég veit ekki alveg af hverju það er verið að gera mál úr þessu,“ segir Jón S. Loftsson leigubílstjórinn sem kall­ aði til lögregluna vegna deilna milli hans og annars leigubílstjóra um viðskiptavin. „Stundum verða menn frekar æstir í að taka túrana. Í þessu tilviki var einn aðili full æstur í að taka túrinn án þess að hann hafi ver­ ið beðinn um það. Þetta gekk aðal­ lega út á að hann vildi ekki afhenda töskuna til baka.“ Samkvæmt heim­ ildum DV stóð deilan fyrst og fremst um að Jón átti samkvæmt sameigin­ legum skilningi bílstjóranna tilkall til viðskiptavinarins. Þegar bílstjórinn fyrir aftan hann ætlaði að bjóða fram þjónustu sína hafi það valdið deil­ um milli bílstjóra í röðinni. Að lokum hafi lögregla verið kölluð til. „Viðskiptavinurinn var þvingaður með lögregluvaldi til að taka fremsta bíl,“ sagði viðmælandi DV sem þekk­ ir til málsins en vildi ekki koma fram undir nafni. Brot á samkeppnislögum Hjá Samkeppniseftirlitinu fengust þær upplýsingar að málið gæti varð­ að við samkeppnislög. „Samstarf keppinauta sem takmarkar verð­ samkeppni eða möguleikann á því að bjóða lægra verð, getur farið gegn banni 10. gr. samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Rétt er að taka fram að Samkeppnis­ eftirlitið hefur ekki tekið afstöðu til þess tilviks sem vísað er til í grein­ inni. Ekki er hægt að komast að endanlegri niðurstöðu í málinu án frekari skoðunar,“ segir í svari eftir­ litsins. Hagsmunafélögum leigubif­ reiðastjóra hjá hverri leigubifreiða­ stöð hefur verið heimilað að ákveða hámarksökutaxta hjá viðkomandi stöð. Um er að ræða undanþágur frá banni við samkeppnishamlandi samráði. Þessar undanþágur eru tímabundnar og bundnar skil­ yrðum. „Með undanþágunum er leigubifreiðastjórum innan hverr­ ar stöðvar heimilað að bjóða sama verð, en ætlast til að stöðvarnar stundi fulla samkeppni,“ segir í svari Samkeppnis eftirlitsins. Rætt var við lögregluna á Suður­ nesjum við vinnslu fréttarinnar. Þar kannaðist enginn við umrætt atvik. Það hefur þó verið staðfest af máls­ aðila og aðilum kunnugum mál­ inu. Erfiðlega gekk að fá viðbrögð frá Isavia, rekstraraðila flugvallarins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. BíLstjórar Berjast n Lögregla skikkar viðskiptavini til að fylgja óskráðri reglu bílstjóra„Ég veit ekki al- veg af hverju það er verið að gera mál úr þessu. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Bítast á Leigubílstjórar hafa komið sér upp vinnureglu þar sem þeir skipta viðskipta- vinum á milli sín. DV hefur vitneskju um eitt tilvik þar sem afskipti lögreglu komu til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.