Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 4
Glæsihús siGurðar fært í leynifélaG Stendur við hvert orð n Sigurður Líndal er ánægður með að fá reglulegar skammir M ér finnst þessi grein vera óttalegt rugl,“ segir Sig- urður Líndal lagaprófessor inntur eftir viðbrögðum við grein Freyju Haraldsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi á mánudag. Greinin sem, sem bar yfirskriftina „Kæri Sigurð- ur Líndal“, hefur vakið gríðarlega athygli. Í henni kemur fram gagn- rýni á ummæli Sigurðar, sem birt- ust í DV þann 12. júlí síðastliðinn, þess efnis að frekt væri af öryrkjum að vilja ógilda forsetakosningarn- ar, á þeim grundvelli að að þeir, sem ekki gátu greitt atkvæði hjálp- arlaust, hafi ekki fengið að velja sér aðstoðarmenn sjálfir. „Það að vilja ógilda forseta- kosningar út af þessu eina atriði er mannréttindafrekja. Það er komið út fyrir öll eðlileg mörk. Ég stend við það,“ segir Sigurður. Sigurð- ur tekur þó fram, að ef menn vilji breyta lögunum þá sjái hann ekk- ert athugavert við það. „Ég geri enga athugasemd við það. Það er allt í lagi að breyta þessu mín vegna – kosningin verður samt al- veg jafn leynileg.“ Sigurður seg- ir að ákveðnir „terror-hópar“ rísi reglulega upp og hindri málfrelsið. „Þú mátt til dæmis ekki gera nein- ar athugasemdir við femínisma; þá er svoleiðis argað á þig. Það eru smám saman að myndast hópar í samfélaginu; einkaframtak sem hindrar allar umræður,“ segir Sig- urður og bætir við: „Ég er málaður upp sem vondur karl sem ræðst á fatlað fólk. Hvað ég svo sagði? Það er aukaatriði.“ Sigurður kveðst ánægður með að fá reglulegar skammir. „Þá veit ég að ég er sennilega að segja satt; þjóðin þolir ekki að heyra sann- leikann.“ baldure@dv.is 4 Fréttir 18. júlí 2012 Miðvikudagur m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum! Sigurður Líndal Segist vera útmálaður sem vondur karl. Lést í slysi Maðurinn sem lést í umferðar- slysi á laugardag í Vatnsskarði hét Björgvin Smári Jónatansson. Hann var á 63. aldursári og var búsettur á Akureyri. Bifreið hans lenti utan vegar á Vatnsskarði eft- ir hádegi á laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi var maðurinn úrskurð- aður látinn á slysstað. Tildrög slyssins eru ókunn. Dagur skýtur á Davíð „Nei, sko! Íslandsmethafi í halla- rekstri dagblaða og heimsmeistari í gjaldþrotum Seðlabanka farinn að veita fjármálaráðgjöf. Fallegt,“ skrifar formaður borgarráðs, Dag- ur B. Eggertsson, í athugasemd við frétt DV.is um leiðara Morgun- blaðsins þar sem Jón Gnarr er sagður í felum. Heildartap síðasta árs af rekstri Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins og mbl. is, nam 205 milljónum króna, en árið 2010 nam það 330 milljónum króna. Í leiðara Morgunblaðsins er Jón Gnarr borgarstjóri gagnrýndur fyrir meint þekkingarleysi þegar kemur að flóknum fjármálahug- tökum. Leiðrétting Vegna umfjöllunar DV á mánu- dag, 16. júlí, um Ágeir Þór Davíðsson, eiganda Gold- finger, vill DV vekja athygli á að konurnar sem birtast á mynd með Ásgeiri sem tekin er í Hörpu starfa ekki allar á Goldfinger. Auk starfskvenna eru á myndinni vinkonur og skyldmenni Ásgeirs. Í mynda- texta voru konurnar sagðar starfskonur Ásgeirs en ekki var tekið fram að það ætti ekki við um þær allar. E ignarhaldsfélagið Veiðilæk- ur ehf. er ekki lengur skráð í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Kaupþings. Þar með er Sigurður ekki lengur skráður eigandi fyrir 843 fermetra sumar- húsi Veiðilæks og jarðarinnar sem sumarhúsið stendur á við Norðurá í Borgarfirði. Í júní síðastliðnum fékk Veiðilækur ehf. nýtt nafn og nýja stjórnendur. Nafni Veiðilæks ehf. var breytt í Rhea ehf. Eigend- ur Rhea ehf. og þar með eigendur sumarhússins og jarðarinnar, vilja ekki gefa upp nöfn sín. Þar að auki vilja þeir ekki greina frá hvað þeir hyggjast gera við húsið og jörðina sem átti að verða sumarhöll Sig- urðar Einarssonar. Leynd hvílir yfir Rhea ehf. Mikil leynd hvílir á hverjir eigend- ur Rhea ehf. eru. Samkvæmt fyrir- tækjaskrá ríkisskattstjóra er Rhea ehf. skráð til húsa í Skipholti 50d en er ekki skráð fyrir símanúm- eri. Virtus lögmannsstofa er með- al þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem skráð er til húsa í Skipholti 50d. Framkvæmdastjóri Virtus í stjórn Rhea ehf. Þorkell Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Virtus, er stjórnar- maður Rhea ehf. Kristján Valur Gíslason, sem er einnig starfsmað- ur Virtus lögmannsstofu, er að sama skapi stjórnarmaður Rhea ehf. Þeir settust báðir í stjórn Rhea ehf. í júní síðastliðnum samfara nafnabreytingunni á félaginu. Allt frá stofnun Veiðilæks ehf. árið 2004 þar til í júní á þessu ári hefur stjórn félagsins þó haldist óbreytt; Sig- urður Einarsson og Arndís Björns- dóttir, eiginkona Sigurðar, voru stjórnarmenn félagsins og þá var eignarhlutur Sigurðar 100 prósent í Veiðilæk ehf. Þorkell Guðjónsson sagði í sam- tali við blaðamann DV að hann mætti ekki gefa upp hverjir eigend- ur Rhea ehf. eru. „Það er bara einkamál eigenda félagsins.“ Þor- kell sagði jafnframt að Sigurður Einarsson hafi ekki verið meðal eigenda félagsins í nokkurn tíma og því hefði verið ákveðið að hann færi úr stjórn félagsins. Skýrist síðar á árinu Síðasti ársreikningur Veiðilæks ehf. (nú Rhea ehf.) er frá árinu 2010. Þar kemur fram að Sigurður Einarsson sé eini eigandi félagsins og tap af rekstri félagsins hafi verið rúmar 15 milljónir króna. Þegar ársreikn- ingur Rhea ehf. birtist síðar á þessu ári mun væntanlega skýrast hverjir eigendur Rhea ehf. eru. Þorkell sagði að stjórn Rhea ehf. væri ennþá að gera upp við sig hvað yrði um sumarhúsið og jörðina sem sumarhúsið stendur á. „Það er ver- ið að ræða málin. Þetta er stór og flókin framkvæmd. Hvað við gerum við Veiðilæk kemur í ljós síðar.“ Öllu tjaldað til Öllu var tjaldað til þegar Sigurður Einarsson lét reisa sumarhúsið í Borgarfirði. Samkvæmt teikningum átti það meðal annars að státa af fimm baðherbergjum, vínkjallara, gufuböðum og skotheldu gleri. Samkvæmt heimildum DV stendur húsið nú fokhelt með skothelda glerinu en engar fram- kvæmdir hafa verið við húsið í um eitt og hálft ár. Hliðið er læst og því er ekki hægt að keyra upp að sum- arhúsinu. Blaðamaður DV bankaði í tvígang upp á hjá Sigurði Einars- syni til að forvitnast um hverjir væru nýir eigendur Rhea ehf. og þar með sumarhússins Veiðilæks. Bar það því miður ekki árangur þar sem Sigurður var ekki heima. n Höllin fokheld en með skotheldu gleri n Leynd yfir nýjum eigendum Veiðilækur í Borgarfirði Ekki lengur skráð í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is „Það er bara einka- mál eigenda fé- lagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.