Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Blaðsíða 6
Ráða fyRRveRandi foRstjóRa stoða n Var stefnt fyrir að ræna Glitni innan frá n Konan keypti hlut í GAMMA R áðgjafarfyrirtækið GAMMA hefur ráðið Jón Sigurðsson til starfa. Jón er einn þeirra sem skilanefnd Glitnis banka stefndi fyr- ir dóm bæði í New York í Banda- ríkjunum og hér á Íslandi til að fá greiddar skaðabætur upp á nokkra milljarða króna vegna falls bank- ans. Jón sat í stjórn bankans þegar hann féll en hann var forstjóri FL Group, sem síðar varð að Stoðum, í hruninu. Hann lét af störfum hjá Stoðum í kjölfar þess að hafa ver- ið stefnt fyrir dóm í málinu. Málinu var síðar vísað frá í New York. Undanfarin tvö ár hefur Jón starf- að hjá sínu eigin ráðgjafarfyrir- tæki en verður nú hluti af starfsliði GAMMA auk þess að sitja í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Eftir að hann lét af störfum sem forstjóri Stoða hélt hann til að mynda áfram stjórnar- setu í dótturfyrirtækjum þess. Með milljarða í höndunum Fyrirtækið GAMMA hefur starfs- leyfi til reksturs verðbréfasjóða, fjár- festingarráðgjafar og fleiri greina tengdum fjármálaþjónustu. Fyr- irtækið hefur samkvæmt heima- síðu sinni 24 milljarða króna í stýringu fyrir lífeyrissjóði, trygginga- félög, bankastofnanir og aðra aðila. Mennirnir á bak við fyrirtækið eru þeir Gísli Hauksson hagfræðingur og Agnar Tómas Möller verkfræðing- ur. Þeir störfuðu báðir fyrir Kaupþing banka á árunum fyrir hrun. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Jón kemur nálægt milljörðum en hann hefur verið lykilmaður hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum á síðustu árum. Hann sat til að mynda í stjórn Glitnis á þeim tíma sem FL Group var stærsti hluthafi bankans. Konan keypti hlut Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að Björg Fenger, eiginkona Jóns, keypti nýverið tæplega tíu pró- senta hlut í GAMMA en hún er einn af eigendum heildverslunarinn- ar Nathan & Olsen ásamt fjölskyldu sinni. Athygli vekur að Jón er stjórn- armaður í félaginu sem heldur utan um eignarhlut Bjargar í GAMMA. Látinn hætta hjá Stoðum Jóni var gert að láta af störf- um hjá Stoðum í maí í fyrra eft- ir að slitastjórnin stefndi hon- um. Slitastjórnin heldur utan um stærsta einstaka eignarhlutinn í Stoðum og á bankinn 26 prósenta hlut í fyrirtækinu. Viðskiptablaðið greindi frá því árið 2011 að starfs- lokagreiðslur til Jóns hefðu numið 36 milljónum króna, um það bil tvöfalt hærri upphæð en eftirmað- ur hans í forstjórastarfinu fékk í árslaun. DV greindi frá því í mars árið 2010 að Jón hefði fengið að minnsta kosti 150 milljónir króna frá FL Group þegar hann réð sig til starfa hjá fyrirtækinu. Áður hafði Jón verið starfsmaður Lands- bankans en hann varð fyrst fram- kvæmdastjóri og aðstoðarfor- stjóri áður en hann varð forstjóri FL Group. Fyrirtækið var almenn- ingshlutafélag á þeim tíma sem gengið var frá samningnum við Jón sem tryggði honum milljón- irnar. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Stoða á þeim tíma var ástæðan fyrir greiðslunni til Jóns sú að verið var að kaupa upp kaupréttarákvæði sem hann hafði unnið sér inn á meðan hann var starfsmaður Landsbankans. „Undanfarin tvö ár hefur Jón starf- að hjá sínu eigin ráðgjaf- arfyrirtæki en verður nú hluti af starfsliði GAMMA. Sagt upp eftir stefnu Jón var látinn fara eftir að slitastjórn Glitnis stefndi honum fyrir dóm. Hann sat um tíma í stjórn bankans. Mynd Stefán KarLSSon Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Var hjá fL Jón starfaði sem forstjóri FL Group, sem síðar varð að Stoðum, þangað til hann missti vinnuna vegna stefnu slitastjórnar Glitnis. Glitnir á stærsta einstaka hlutinn í Stoðum. Mynd Sigurður gunnarSSon Össur vill hertar aðgerðir n fordæmir sýrlensk stjórnvöld Í slensk stjórnvöld lýsa yfir full- um stuðningi við hertar aðgerð- ir alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandi. Þetta kemur fram í til- kynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út á þriðjudag. Drög að ályktun þess efnis eru nú til um- fjöllunar á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að frum- kvæði Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands, Portúgal og Þýska- lands. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra fordæmir framferði sýr- lenskra stjórnvalda og í tilkynn- ingunni segir meðal annars: „Öllu ofbeldi verður að linna, hver svo sem ber ábyrgð á því.“ Þá eru öll aðildarríki öryggisráðsins hvött til að sameinast um fyrrnefnd álykt- unardrög en þar er kveðið á um að gripið verði til þvingunaraðgerða ef sýrlensk stjórnvöld framfylgja ekki tafarlaust ályktunum ráðsins. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðar- andstæðinga, segir að þvingunar- aðgerðir sem slíkar geti gert gagn en hann varar þó við því að þær séu misnotaðar af NATO-ríkjum. „Það gerðist í Líbíu. Þá grófu NATO- ríkin mjög rækilega undan Sam- einuðu þjóðunum með því að taka almenna ályktun og túlka hana eft- ir kúnstarinnar reglum. Það er bara eins gott að það gerist ekki aftur.“ Samkvæmt alþjóðaráði Rauða krossins ríkir borgarastyrjöld í Sýr- landi. Barist er víða um landið, meðal annars í höfuðborginni þar sem ríkisstjórnin hefur aðsetur. johannp@dv.is 6 Fréttir 18. júlí 2012 Miðvikudagur Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn ! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Virkir dagar:11–21 Helgar:13–21 Össur Skarphéðinsson Vill hertar þvingunaraðgerðir. Ætlar ekki að kæra Konan sem fannst nakin fyrir utan Kjörgarð á sunnudagsmorgun ætl- ar ekki að kæra málið. Þetta stað- festir Björgvin Björgvinsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. Málið er þó enn í rannsókn hjá lögreglu. „Við klárum rannsóknina og niðurstöður hennar verða svo sendar ákærusviði,“ segir Björg- vin við blaðamann. Rætt var við konuna á þriðjudag þar sem hún greindi frá ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum DV fannst konan fyrir utan lagermót- töku Kjörgarðs og var kjóllinn hennar fastur undir nærliggjandi bifreið að sögn vitna. Menn sem voru að sinna erindum við Kjör- garð hlúðu að konunni þar til lög- regla kom á vettvang og var farið með hana á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb kynferðisbrota. Vitni sáu lögregluna ná fjórum karlmönnum á hlaupum stuttu eftir að hún kom á vettvang en þeir voru allir handteknir vegna málsins. Mennirnir eru nú lausir úr haldi.  Gulli gagnrýndur af Vinnueftirlitinu Aðferðir Gunnlaugs Helgason- ar í þáttunum Gulli byggir, sem eru á dagskrá Sjónvarpsins, þykja oft og tíðum stórhættulegar. Þetta segir Vinnueftirlitið um þátt- inn og kemur fram í athugasemd þess að einföldum vinnureglum á byggingasvæði sé ekki fullnægt. „Þetta er þáttur um hlutina eins og þeir eru en ekki um hlutina eins og þeir ættu að vera,“ sagði húsasmíðameistarinn og leikar- inn Gunnlaugur Helgason í sam- tali við Fréttablaðið á þriðjudag um málið. Í athugasemd Vinnu- eftirlitsins er gagnrýnt að Gunn- laugur hafi unnið á þaki húss án þess að hafa nokkra fallvörn. Þá var bent á glæfraleg vinnubrögð þegar mænisás var hífður þannig að fólk stóð undir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.