Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 12
 Reykjavík fRamtíðaRinnaR 12 Fréttir 18. júlí 2012 Miðvikudagur R eykjavíkurborg mun breyt­ ast umtalsvert á næstu árum. Margar breytinganna hafa legið fyrir lengi en auk þess er unnið að breyting­ um á aðal skipulagi borgarinnar. Breytingar á borginni miða að flestu leyti að því að þétta byggð og minnka ferðakostnað íbúa í borginni. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs borgarinnar, segir að mikil vinna hafi verið lögð í skipulag borgarinnar á síðustu þremur árum og að breyta hafi þurft nálgun á skipulagsmálin. Hann segir samstöðu vera um helstu breytingar innan borgarstjórnarinn­ ar en að mikilvægt sé að sátt ríki um málin á meðal íbúanna. Vilja minnka ferðakostnað Mikill kostnaður fellur á heimilin í borginni vegna samgangna. Langar vegalengdir frá heimili og í vinnu gera það að verkum að ferðakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum heim­ ila á svæðinu. Með þéttingu byggð­ ar gæti mikið sparast þegar kemur að þessum kostnaði á meðan aðrir hlutir tapast. Páll segir að stefnt sé að því að skipuleggja borgina og hverfi henn­ ar út frá þeirri hugsun að íbúarnir geti sótt þjónustu í grennd við heimili sín og þannig minnkað ferðalög. Metnaðarfull hjólreiðaáætlun liggur líka fyrir þar sem stefnt er að því að gera hjólreiðafólki auðveldara að ferðast um borgina. Samkvæmt kynningarbæklingi sem skipulags­ ráð Reykjavíkurborgar gaf út vegna skipulagsáætlunar til ársins 2030 kemur fram að stefnt er að því að tí­ falda hjólreiðastíga sem í boði eru í höfuðborginni. Árið 2010 voru 10 kílómetrar af hjólreiðastígum en stefnt er að því að hjólreiðastígarn­ ir spanni 100 kílómetra eftir átta ár, árið 2020. Samráð við íbúa mikilvægt Páll segir að núverandi borgar­ stjórnar meirihluti hafi tekið við skipulagsmálum eftir góða vinnu fyrri meirihluta, sem meðal annars hafi fundað með íbúum í hverfum borgarinnar. „Sá fókus sem við höf­ um verið að leggja upp með er að hefja hverfaskipulagsferlið sem kem­ ur í kjölfar aðalskipulagsins og mun þýða að hvert einasta hverfi eða borgarhluti í Reykjavík mun verður endurskipulagður í miklu íbúasam­ ráði með það fyrir augum að reyna að tryggja betri þjónustu,“ segir hann og bætir við að breytingarnar taki mið af því að styrkja samfélagið í hverfun­ um. „Stefnt er að styrkja samfélagið, fá verslun aftur inn í hverfin og auka tómstundir barna.“ Einn af stærstu þáttunum við endurskipulagninguna er að gera fólki kleift að minnka ferðalög inn­ an borgarinnar. „Það er svona stóra myndin, að reyna að minnka sam­ göngur, að minnka umferð. Að fólk skutlist síður á milli bæjarenda og fái meiri heildstæða þjónustu inn­ an síns hverfis. Þessi markmið eru sett mjög skýrt fram í aðalskipulagi en þeim verður framfylgt í hverfa­ skipulaginu og það er svona það sem ég held að ég verði hvað stoltastur af þegar búið er,“ segir Páll. Byggja innan borgarmarkanna Hugmyndir um þéttingu byggðar snýr n Íbúabyggð þétt til muna n Vilja heildstæða þjónustu inn í hverfin n Tífalda lengd hjólastíga n Ekki allir sáttir við breytingarnar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is 6 9 10 Kaupmannahöfn 6.300Reykjavík 429 New York 10.519 Strjálbýl borg n Miðað við upplýsingar frá Hagstofunni og Landmæling- um Íslands er þéttleiki byggðar í Reykjavík um 429 íbúar á hvern ferkílómetra. Til samanburðar eru 6.300 íbúar á hvern ferkílómetra í Kaupmannahöfn og 10.519 í New York-borg, samkvæmt upplýsingum af vef Wikipedia. Hverfaskipting borgarinnar 1 Vesturbær 2 Miðborg 3 Hlíðar 4 Laugardalur 5 Háaleiti 6 Breiðholt 7 Árbær 8 Grafarvogur 9 Grafarholt/Úlfarsárdalur 10 Kjalarnes Byggja inn Samkvæmt plönum borgarinnar á að byggja inn á við en ekki stækka borgina. Þétta á byggð til að draga úr akstri og mynda kjarna í hverfum borgarinnar. MYNd SigtRYgguR ARi 1 3 4 8 7 5 Ingólfstorg Deiliskipulagstillaga Sturlugötu 2, Vísindagarðar Háskóla Íslands og Stúdentagarðar (áður austurhluti Háskólalóðar - byggingarsvæði A-F)- skýringarmynd. Mkv. 1.2000 21.september/mars , kl. 10.00 24. júní , kl. 10.00 21. september/mars , kl. 13.00 24. júní , kl. 13.00 21.september/mars , kl. 15.00 24. júní , kl. 15.00 Skuggavörp júní-september/mars Götumynd/sneiðing A-A Götumynd/sneiðing B-B Sneiðmynd - til norðurs Yfirlitsmynd - til norð austurs Frá aðalbyggðingu Háskóla Íslands 05-02 SKÝRINGARUPPDRÁTTUR 1:1000/2000 ASK 23.03.2010 Vísindagarðar Hjólreiðastígar n Tífalda á lengd hjólreiðastíga í borginni á næstu árum. Bættar hjólasamgöngur eiga að hvetja fólk til að hjóla frekar en að nota bíl. Elliðaárvogur Lands pítali Flugvallarsvæðið 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.