Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Page 14
Borða hollari mat
n Transfitubann hefur skilað árangri í New York
Í
búar í New York-borg borða
heilsu samlegri mat eftir að trans-
fitubann tók gildi í borginni árið
2008. Þetta kemur fram í niður-
stöðum rannsóknar sem heilbrigð-
iseftirlit borgarinnar framkvæmdi.
Íbúar í borginni innbyrtu 2,4
grömmum minna af transfitusýrum
í hverri hádegismáltíð að jafnaði en
þeir gerðu áður en bannið tók gildi.
Bannið felur í sér að veitingastöð-
um í borginni er bannað að bjóða
upp á mat sem inniheldur meira en
0,5 grömm af transfitu.
Samkvæmt rannsókninni er
breyting til batnaðar á öllum stig-
um samfélagsins og er samskonar
samdráttur í neyslu transfitu hjá
ríkum og fátækum. Þá hefur neysla
á mat sem inniheldur enga trans-
fitu tvöfaldast frá því fyrir bannið.
Borgarstjóri New York-borgar
vill að gripið verði til frekari að-
gerða til að reyna að fá fólk til að
borða hollari mat og má þar með-
al annars nefna bann við sölu gos-
drykkja í stórum drykkjarílátum til
að minnka gosneyslu.
Athygli hefur einnig vakið að
fólk sem tók þátt í rannsókninni
segist ekki geta treyst því sem mat-
vælaframleiðendur segja í tengsl-
um við breytingar á lögum og
reglum um matvæli. „Framleið-
endurnir sögðu að bannið myndi
fækka vörutegundum á mark-
aði – það gerðist ekki,“ sagði Kelly
Brownell, deildarstjóri stofnunar-
innar Rudd Center for Food Policy
and Obesity, sem rekin er í sam-
starfi við Yale-háskóla um áróð-
ur matvælaframleiðenda. „Þeir
sögðu að þetta hefði áhrif á bragð
en svo var ekki. Þeir sögðu að þetta
hefði engin áhrif til batnaðar en
það var ekki heldur rétt.“
14 Erlent 18. júlí 2012 Miðvikudagur
É
g hugsa um dóminn minn,
frelsið, konuna mína og börnin.
Í fangelsi í bænum Santa
Rita do Sapucai í Brasilíu hafa
menn tekið upp á að leyfa föng-
um að stunda líkamsrækt til þess að
stytta dóm sinn. Fyrir hverjar sextán
klukkustundir sem þeir hjóla á kyrr-
stæðum æfingahjólum fá þeir einn
dag afskrifaðan af fangelsisdómi sín-
um. Þetta er ekki einungis gert til
þess að þeir puði, heldur skapa hjól-
in einnig raforku sem notuð er til
þess að hlaða rafhlöður. Þær eru svo
í kjölfarið notaðar til þess að knýja
ljósastaura við torg í bænum. Alls eru
fjögur hjól í fangelsinu og séu þau öll
í notkun tekur tíu klukkustundir að
hlaða eina rafhlöðu.
Sýnir þeim hvað þeir geta lagt
af mörkum
Fanginn Ronaldo Marcelo Wander-
lei da Silva er einn þeirra fyrstu sem
fékk að prófa hjólin. Hann var, vegna
góðrar hegðunar, valinn ásamt sjö
öðrum föngum til þess að taka þátt í
verkefninu. Á meðal fanganna voru
viðtökur fyrst dræmar en nú vilja
næstum allir fá að spreyta sig. Stjórn-
endur fangelsisins stefna því á að
fjölga hjólunum upp í tíu.
„Eftir því sem ég kynntist verkefn-
inu frekar áttaði ég mig á því hversu
mikilvægt þetta er fyrir borgina,“ seg-
ir da Silva við fréttastofu CNN. „Þetta
er líka mjög gott fyrir fangana og sýnir
þeim hvað þeir geta lagt af mörkum.“
Ronaldo afplánar fimm og hálfs árs
dóm fyrir líkamsárás og honum hef-
ur tekist að skafa tíu daga af dómn-
um á tveimur mánuðum. Hann not-
ar tímann á hjólinu til þess að hugsa
sinn gang og íhuga aðstæður sínar.
„Ég hugsa um dóminn minn, frelsið,
konuna mína og börnin,“ segir hann.
Fékk hugmyndina frá
líkamsræktarstöð
Verkefnið var hugmynd dómara í
borginni. Jose Henrique Mallmann
hafði leitað að ódýrum orkulindum
sem menga ekki. Í leit sinni rambaði
hann á frétt á netinu um bandaríska
líkamsræktarstöð sem er að hluta til
knúin af raforku sem viðskiptavinir
stöðvarinnar skapa þegar þeir puða
á æfingahjólum. Í lítilli borg líkt og
Santa Rita do Sapucai væri auðvelt
að innleiða svipað kerfi, hugsaði
Jose, og lét hann því verða að hug-
myndinni. Taldi hann það líka eiga
vel við, að menn sem hafi verið fang-
elsaðir fyrir að ógna öryggi almenn-
ings fengju nú að gera eitthvað hag-
kvæmt fyrir samfélagið. Hann segir
viðbrögðin við hugmyndinni vera
góð. „Þessu hefur verið mjög vel tek-
ið. Við erum mjög ánægð með við-
brögð almennings,“ hefur bandaríski
miðillinn eftir Jose.
Lestur til refsilækkunar
Þó að eins og er séu ekki fleiri fangelsi
í Brasilíu sem hafa sams konar fyrir-
komulag, þá er þetta ekki eina dæmið
um frumlegan hugsunarhátt í fangels-
ismálum þar í landi. Í nokkrum fang-
elsum í Brasilíu er föngum til dæm-
is boðið að lesa bækur og fyrir hverja
bók sem að þeir lesa fá þeir fjóra daga
afskrifaða af dómi sínum. Þó er há-
mark á þessu og mest geta menn stytt
dóm sinn um 48 daga á ári.
Ritin sem boðið er upp á eru ýms-
ar heimsbókmenntir, heimspekirit
og bækur um vísindi og til þess að
sjá til þess að menn hafi skilið efnið
er öllum gert að skrifa skýrslu um þá
bók sem þeir lásu. Skýrslan skal vera
stílhrein og fangar verða að læra að
halda sig við efnið í ritgerðum sínum.
Allt þetta er tekið fram í brasilískum
lögum, en löggjöf um málið var sam-
þykkt í síðasta mánuði á brasilíska
þinginu. Lögin ná þó aðeins til fang-
elsa sem rekin eru af ríkinu, sem eru
einungis brot brasilískra fangelsa.
Flestir úr fátækt
Að hlúa að andlegri hlið fanganna
er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að
flestir fangar í Brasilíu eru mjög lítið
menntaðir. Tæpur helmingur allra
brasilískra fanga hefur ekki lokið níu
ára grunnskólanámi. Þá eru 26.000
fangar í Brasilíu ólæsir, það eru um
fimm prósent af heildarfjölda fanga
í landinu. Flestir fanganna koma úr
sárri fátækt og hafa leiðst út á glæpa-
brautina. Lestrarverkefnið gefur
þeim eitthvað til þess að stefna að
og býr þá undir að taka þátt í sam-
félaginu á ný.
Brasilísk fangelsi eru ekki beint
huggulegir staðir – veggir eru ber-
ir og alltof margir fangar eru í þeim.
Samkvæmt tölum frá því í desem-
ber í fyrra eru þau full upp að 167
prósent hámarksgetu – nálægt tvö-
földum þeim fjölda fanga sem pláss
er fyrir. Frumkvæði og nýsköpun í
fangelsiskerfinu eru því lífsnauðsyn-
leg til þess að stemma stigu við þeim
vandamálum sem fylgja óhjákvæmi-
lega þessum mikla fjölda fanga.
n Fangar hjóla og skapa orku til þess að knýja nærliggjandi mannvirki
hjóla til að
stytta dóm
Plássleysi
Það eru nálægt því
tvöfalt fleiri fangar en
pláss er fyrir í brasil-
ískum fangelsum.
Nýsköpun og frumkvæði
í fangelsiskerfinu er því
lífsnauðsynlegt til þess
að stemma stigu við
þeim vandamálum sem
fylgja óhjákvæmilega
þessum mikla fjölda
fanga.
Símon Örn Reynisson
blaðamaður skrifar simon@dv.is
Sveittur Fanginn Ronaldo Marcelo Wand-
erlei da Silva puðar hér til þess að skapa
raforku fyrir samborgara sína.
Sextán
nauðganir
Sænsku lögreglunni bárust í síð-
ustu viku sextán tilkynningar um
nauðganir, allar nærri Gautaborg.
Að sögn sænsku lögreglunnar,
sem Aftonbladet ræddi við, virð-
ast ekki nein tengsl vera á milli
glæpanna en þrír hafa verið hand-
teknir í tengslum við málin. Lög-
reglan segir að í flestum málunum
hafi engin vitni verið að atburðun-
um og að í sumum hafi jafnvel
fórnarlambið sjálft ekki munað al-
mennilega eftir nauðguninni eða
hvar og hvernig ráðist hafi verið
á það. Í flestum tilfellum muna
fórnarlömbin ekki almennilega
eftir atburðunum sökum ölvunar.
Segir lögreglan mögulegt að fórn-
arlömbin hafi verið valin vegna
þess hversu ósjálfbjarga þau voru.
Segir talsmaður lögreglunnar
við Aftonbladet að lögreglan reyni
eftir fremsta megni að komast til
botns í málunum en þau séu sér-
lega erfið viðureignar.
Vildi verða
fyrirsæta
Tuttugu og fjögurra ára bresk kona
hefur verið kærð fyrir stórfelldan
þjófnað úr útibúi Barclays-bank-
ans í Cornwall á Englandi. Meint
brot áttu sér stað í september og
október í fyrra en konan, sem
vann í bankanum, er ákærð fyrir
að hafa stolið rúmlega níu millj-
ónum króna úr bankanum. Sam-
kvæmt fréttum breskra fjölmiðla
notaði konan fjármunina meðal
annars í brjóstastækkunaraðgerð
og tannhvíttun. Konan sagði fyrir
dómi, þegar málið var tekið fyrir
á þriðjudag, að hún hefði átt sér
þann draum að verða fyrirsæta og
því ákveðið að nota peningana á
þennan hátt.
Fundust látin
eftir langa leit
Bresk hjón fundust látin í bif-
reið sinni í Dorset á Englandi á
þriðjudag en þeirra hafði verið
saknað í tíu daga. Bifreið þeirra
fannst grafin undir aur en síðast
var vitað um ferðir þeirra þann 7.
júlí síðastliðinn. Miklar rigningar
hafa verið á Englandi að undan-
förnu og hafa fjölmargar skrið-
ur fallið á svæðum sem verst hafa
orðið úti. Bifreiðin fannst við
enda Beaminster-jarðgangnanna
í Dorset en þau höfðu verið lok-
uð í tíu daga eftir að skriða féll á
veginn skammt frá. Slökkviliðs-
menn fundu svo bifreiðina á kafi
í aur sem fyrr segir. Ekki er talið
að fleiri bifreiðar hafi grafist undir
skriðunni.
Vill að fólk borði hollari mat
Michael Bloomberg, borgarstjóri í New
York, hefur beitt sér fyrir breyttum mat-
arvenjum og vill að fólk tileinki sér meiri
hollustu í mataræði.
MYNd ReuTeRS