Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Síða 17
Þetta er mjög
niðurlægjandi
Það er alltaf gaman
að prófa eitthvað nýtt
Er að fara í
öll lyfjapróf
Guðrún María um kröfur Hafnarfjarðarbæjar um útburð. – DVÓskar Hrafn Þorvaldsson opnar íþróttavef ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. – DV.isAnnie Mist vill koma til greina sem íþróttamaður ársins. – Fréttablaðið
Mannréttindadómstólinn
tökum við alvarlega
Spurningin
„Nei, því miður en það er
draumurinn að fara fljótlega.“
Þórdís Sigurðardóttir
52 ára handverkssölumaður
„Nei, það er ekki planið á
næstunni.“
Aníka Rós Pálsdóttir
38 ára verslunareigandi
„Já, ég fór á Hárið og á Sinfóníu-
hljómsveitina fyrir börn.“
Erna Arnardóttir
42 ára verslunareigandi
„Já, ég fór á árshátíð í Hörpunni.“
Andri Snær Njarðarson
24 ára leiðbeinandi á leikskóla
„Já, ég fór á Bob Dylan „tribute“-
tónleika.“
Gunnar Árnason
44 ára kennari
Hefur þú farið á
viðburð í Hörpu?
1 Jón Gnarr sagður í felum Leiðarahöfundur Morgunblaðsins
gagnrýnir Jón Gnarr borgarstjóra.
2 „Ég vona til guðs að þú lendir ekki í leiðindum vegna þess
sem þú birtir í blaðinu“
Ummæli Ásgeirs Þórs Davíðssonar við
blaðakonuna Björk Eiðsdóttur.
3 Fjölskyldudjásnið vakti grun öryggisvarða
Öryggisverðir á bandarískum flugvelli
leituðu á manni vegna dularfullrar
bungu á buxunum hans sem reyndist
vera fjölskyldudjásnin.
4 Vinnueftirlitið gagnrýnir vinnulag Gulla „byggis“
Vinnueftirlitið gagnrýnir vinnubrögð
Gunnlaugs Helgasonar sjónvarpsmanns.
5 „Heimsmeistari í gjaldþrotum Seðlabanka farinn að veita
fjármálaráðgjöf“
Dagur B. Eggertsson skýtur föstum skot-
um á leiðarahöfund Morgunblaðsins.
6 Coco í splitt Coco fór í splitt á nærbuxunum og setti
mynd á netið.
7 Konan sem fannst nakin við Kjörgarð hefur ekki lagt fram
kæru
Komið var að nakinni konu fyrir utan
Kjörgarð í miðborg Reykjavíkur.
Mest lesið á DV.is
M
annréttindadómstóll Evrópu
komst að þeirri niðurstöðu í
síðustu viku að tvær blaðakon
ur hefðu verið ranglega dæmd
ar á Íslandi fyrir að miðla ummælum
frá viðmælendum og að fyrir vikið væri
íslenska ríkið skaðabótaskylt.
Niðurstöður Mannréttindadóm
stólsins hljótum við að taka alvarlega.
Það höfum við gert áður, til dæm
is hvað varðar kröfur um aðskilnað
dómsvalds og framkvæmdavalds.
Bókstafurinn og andinn
Ljóst er að endurskoða þarf löggjöf
sem snýr að tjáningarfrelsinu. Það verk
er reyndar vel á veg komið. Hvað tján
ingarfrelsið varðar var stórt skref stig
ið með nýjum fjölmiðlalögum. Dóms
málin tvö sem hér um ræðir voru til
lykta leidd á grundvelli ákvæða í eldri
lögum sem nú hafa verið felld úr gildi.
Ný fjölmiðlalög hafa breytt stöðu mála
og eins og ráða má af greinargerðinni
sem fylgdi frumvarpinu til fjölmiðla
laga, höfðu mál blaðakvennanna
tveggja áhrif á að reglur um ábyrgð á
miðlun efnis í gegnum fjölmiðla var
skýrð. Meiðyrðalöggjöfin er nú til
endurskoðunar og er mikilvægt að sú
vinna taki mið af niðurstöðum Mann
réttindadómstólsins.
Það er þó ekki nóg að regluverkið
sé í lagi. Beiting þess og túlkun skiptir
engu minna máli.
Þetta snýr að því sem kallað hef
ur verið „andi laganna.“ Samkvæmt
niðurstöðu Mannréttindadómstólsins
hafa íslenskir dómstólar túlkað lög
in of þröngt og mættu þeir að hans
mati vera rýmri í andanum ef svo má
að orði komast. Þetta er nokkuð sem
dómstólar okkar og réttarkerfið mun
án efa taka til athugunar enda hlýtur
réttarkerfið eins og þjóðfélagið allt að
vera í stöðugu endurmati í ljósi þeirra
viðhorfa sem við viljum helst leggja
rækt við.
Lagaumhverfi og allt regluverk
verður að taka mið af mikilvægi tján
ingarfrelsisins. Það er okkar stjórn
málamannanna að sjá um þá hlið.
Sjálfum finnst mér miklu máli skipta
að túlka lög sem snúa að tjáningar
frelsi rúmt. Virðing fyrir tjáningar
frelsinu er grundvallaratriði og mik
ilvæg forsenda lýðræðisins. Einmitt á
þessa leið segir í niðurstöðum Mann
réttindadómstólsins. Hann athugaði
málin í ljósi þess að ekki megi hefta
mikilvæga þjóðfélagsumræðu nema
mjög sterk rök mæli með því. Dóm
stóllinn taldi slík rök ekki hafa komið
fram í umræddum málum.
Skyldur fjölmiðla
En á þessu er síðan hlið sem fjölmiðl
arnir hljóta að taka til skoðunar og
umræðu, og hún snýr að fjölmiðlun
um sjálfum. Ef það er nú svo að fjöl
miðill er í vari þótt hann hafi eftir
viðmælanda umdeilanleg ummæli í
brennandi þjóðfélagsmáli, þá hljótum
við að gera strangar kröfur til þessara
sömu fjölmiðla um vönduð og sann
gjörn vinnubrögð. Við verðum að geta
treyst því til hins ýtrasta að alltaf sé satt
og rétt greint frá, viðmælendurnir séu
raunverulegir og ummæli þeirra aldrei
færð í stílinn.
Ekki er ég að gera því skóna að ís
lenskir fjölmiðlar séu ekki almennt
vandir að virðingu sinni hvað sannsögli
og heiðarleika varðar. Ég er einfaldlega
að benda á að réttindum fylgja skyld
ur. Varðhundar lýðræðisins, eins og
Mannréttindadómstóllinn hefur vísað
til fjölmiðla, verða auðveldlega varg
hundar lýðræðisins ef þeir sinna hlut
verki sínu ekki af kostgæfni og ábyrgð.
Fjölmiðlar greiði götu
gagnrýnnar umræðu
Í hitamálum í samfélaginu þurfa fjöl
miðlar að kappkosta að gæta meðal
hófs um leið og þeir sinna lýðræðislegu
aðhaldi. Í einhverjum tilvikum getur
verið áskorun að finna jafnvægi þarna
á milli, en það er mikilvægt fyrir okk
ur öll að fjölmiðlum farnist vel á þeirri
slá. Á flestum málum eru tvær hliðar,
stundum fleiri, þótt vissulega megi til
sanns vegar færa að sá sem beitir ann
an einstakling ofbeldi, ráðskast með
hann nauðugan og misnotar, eigi sér
takmarkaða málsvörn. Það er einmitt
í málum af þessu tagi sem erfiðast er
að fá fólk til að koma fram undir nafni.
Þannig er það eðli máls samkvæmt.
Þess vegna er mikilvægt að fjöl
miðlarnir geti greitt götu gagnrýnn
ar umræðu án þess að þurfa að óttast
refsivönd réttarkerfisins. Þess vegna
leyfi ég mér að fagna þessum nýju
niðurstöðum Mannréttindadómstóls
Evrópu.
Vegvísir til framtíðar
Mannréttindadómstóllinn hefur marg
oft sýnt að hann er traustsins verður.
Fyrir mitt leyti er ég mjög sáttur við að
hann verði okkur vegvísir inn í framtíð
ina í mannréttindamálum. Á því sviði
fer nú fram mjög markviss vinna á veg
um innanríkisráðuneytisins sem fer
með mannréttindamál innan stjórn
arráðsins. Sá málaflokkur teygir sig að
sönnu inn fyrir dyr flestra ráðuneyta,
enda er mikil samvinna þvert á ráðu
neyti í málaflokknum. Þessi vinna er
þegar farin að skila árangri og með
haustinu mun enn frekari afrakstur
birtast bæði hvað varðar stefnumótun
og einnig framkvæmd.
Gengið í blíðunni Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu dagana og þessir göngugarpar nutu veðurblíðunnar við Búrfellsgjá um síðustu helgi. Mynd: Eyþór ÁrnasonMyndin
Umræða 17Miðvikudagur 18. júlí 2012
Kjallari
Ögmundur Jónasson
Innanríkisráðherra