Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Qupperneq 18
Sérútbúið neSti
í útiviStina
18 Neytendur 18. júlí 2012 Miðvikudagur
Þolinmæði
og liðlegheit
n Starfsmenn Iceland Express
brugðust fljótt við og aðstoðuðu
farþega sem sendi eftirfarandi: „Lof
mitt fá Andri og Birgir hjá Iceland
Express. Fyrir skömmu tap
aði ég vegabréfi mínu í
flugvél Iceland Express til
Berlínar. Það uppgötvað
ist ekki fyrr en vélin
var löngu farin aftur
til Íslands. Hófst þá
mikill taugatitringur
með tilheyrandi sím
hringingum. Þess
ir frábæru starfsmenn
Iceland Express fundu vegabréf
ið, fylgdu málinu eftir allt til enda
og komu því aftur í mínar hendur.
Þeir sýndu ofurstressaðri konukind
ómælda þolinmæði og liðlegheit og
eiga ómælt lof skilið!“
Lélegt
sumarkerfi
n Lastið fær Strætó bs. en DV
fékk skilaboð frá óánægðum við
skiptavini. „Ég myndi vilja lasta
Strætó bs. fyrir lélegt tímakerfi yfir
sumarið. Strætó gengur á hálftíma
fresti, nema mögulega stofnleið
irnar, jafnvel um 8–9
á morgnana. Það er
því lítið tillit tekið til
þeirra sem þurfa að
mæta í vinnuna á
sumrin. Ég missti af
strætó einn morgun
inn um daginn, og þurfti
að taka leigubíl, vegna
þess að of langt var að bíða
eftir næsta. Sama sagan á við um
heimleiðina, um 16–17, ef maður
missir af strætó þarf maður að bíða
í hálftíma. Glatað!“
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri
Strætó bs. segir að farþega
fjöldi minnki verulega yfir sum
armánuðina eða allt að 50
prósentum. „Vegna fjárskorts
var því á sínum tíma ákveðið að
draga úr þjónustunni yfir sumar
mánuðina til að eiga fjármuni til
að beita tíðari þjónustu yfir vetrar
mánuðina. Það gagnast að sjálf
sögðu ekki þeim sem vilja nota
strætó þá til að komast í og úr
vinnu.
Það er vilji til að bæta úr þessu og
því er meðal annars ekið um helstu
stofnleiðir á 15 mínútna fresti í
sumar og einnig hefur sumaráætl
un verið stytt um tvær vikur, það er
eina að vori og eina að hausti. Hvað
verður með framhaldið yfir sum
armánuðina verður framtíðin að
skera úr um. Eitt atriði er þó mikil
vægt fyrir alla farþega hversu tíðar
sem ferðirnar eru, aldrei að missa
af vagni, þá þarf alltaf að bíða.
Bendum við farþegum á rauntíma
kortið á vefnum og á öpp sem eru
til fyrir bæði iPhone og Android
snjallsíma.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
V
ið byrjuðum á FerðaAskin
um fyrir nokkrum mánuð
um en þetta er að fara á
fullt núna, segir Borghildur
Sverrisdóttir, einkaþjálfari
og framkvæmdastjóri MatAsks ehf.
sem býður nú upp á FerðaAsk, sér
útbúið og sérpakkað nesti fyrir úti
vistarferðir. Þeir sem eru á leið í úti
vist geta því sparað tíma sem fer í
að versla, útbúa og pakka nestinu. Á
leiðinni út úr bænum er pakkinn svo
sóttur en áhersla er lögð á íslenskt
hráefni og afurðir, auk þess sem holl
ustan er í fyrrirúmi. Vafalaust er hægt
að kaupa og smyrja sér sjálfur nesti
fyrir minni pening en sá kostur að
geta keypt sér tilbúið nesti heillar ef
laust einhverja.
Heildarlausn í nestismálum
Borghildur segir að hugmyndin að
FerðaAskinum hafi kviknað í göngu
hóp sem hún hefur verið hluti af
í nokkur ár. „Ég hef verið að setja
saman matarpakka fyrir göngurn
ar og þá kom upp sú hugmynd að
finna heildarlausn fyrir fólk. Ég held
að margir veigri sér jafnvel við því að
fara í ferðalög eða göngur því þeir vita
ekki hvað á að taka með og hversu
mikið. Fólk tekur oft allt of mikið með
og óhentugar matvörur eins og jógúrt
og þunga drykki,“ segir hún.
Fékk fagfólk í lið með sér
Hún segir að það hafi mikið verið
lagt í að þróa FerðaAskinn og hún
hafi fengið fagfólk með sér í verk
efni og nefnir bæði næringarfræðing
og reynda fjallagarpa. Farið var yfir
innihald og reiknuð út orkuþörf en
þegar komi að vali á matvælunum
sé fyrst og fremst hugsað um að það
sé orku og næringarríkt. „Auðvitað
þurfum við meiri fitu og salt á fjöll
um en dagsdaglega svo við erum til
dæmis með baunasalat og hangikjöt
og reyktan lax. Við reynum að leggja
áherslu á alíslenskt hráefni og vör
ur. Sérstaklega fyrir erlenda ferða
menn en það er skemmtilegt fyrir þá
að prófa rúgbrauð með lifrarkæfu,
flatköku með hangikjöti og harðfisk.“
Nokkrar gerðir nestispakka
Þar sem magn matvæla sem taka þarf
með fer eftir fólki og lengd ferðar býð
ur MatAskur upp á nokkrar tegundir
nestispakka. „Hægt er að velja á milli
matarpakka fyrir dagsferðir og lengri
ferðir og innan þeirra eru einnig
þrjár stærðir. Innihald og hitaein
ingar hverrar stærðar má svo sjá inni
á heimasíðu okkar. Fólk getur því val
ið eftir því hve mikla orku það þarf en
það fer eftir lengd ferðar. Ef þú ert til
dæmis að fara að ganga Laugaveg
inn þá er nauðsynlegt að hafa mikið
og gott nesti.“ Borghildur segir að það
skipti einnig máli að matvælin hald
ist fersk fram á fimmta dag göngunn
ar. Þau leggi því mikið upp úr því að
hafa umbúðirnar góðar og hentugar
og einnig skipti þyngdin miklu máli.
Hún segir að hún hafi fengið fín
viðbrögð við FerðaAskinum og fólk
sé ánægt með þessa nýjung. „Það er
voðalega hentug að panta ferðamat
inn á netinu og geta svo náð í hann á
leiðinni út úr bænum þar sem hann
er geymdur í kæli,“ segir Borghildur.
Hægt sé að sækja pöntunina á Stöð
ina í Suðurfelli í Breiðholti og á Stöð
ina við Vesturlandsveg en einnig sé
hægt að fá nestispakkann sendan
heim.
Mismunandi stærðir fyrir
mismunandi ferðir
FerðaAskur hentar þeim sem eru á
leið í dagsferð eða lengri ferðir, svo
sem göngur, hestaferðir, jeppaferðir,
rútuferðir, veiðiferðir, skíðaferðir eða
aðra útivist, hvort sem ferðirnar eru
á eigin vegum eða með leiðsögn. Hér
eru hinir mismunandi FerðaAskar
sem fólk getur valið:
Dagsferðir:
*FerðaAskur, lítill, hentar þeim sem
eru að fara í jeppa eða rútuferðir frá
morgni fram á seinni part dags.
Magnið gerir ekki ráð fyrir mikilli
hreyfingu.
Hann inniheldur um 1.800–1.900
hitaeiningar svo nestið ætti að duga
vel fyrir flesta þar sem ekið er meira
en gengið.
*FerðaAskur, miðstærð, hentar
þeim sem stefna á einhverja hreyf
ingu yfir daginn.
Hann inniheldur um 2.400–2.500
hitaeiningar svo nestið ætti að duga
vel fyrir nokkurra klukkustunda
hreyfingu.
*FerðaAskur,stór, hentar þeim
sem stefna á töluverða/mikla hreyf
ingu yfir daginn.
Hann inniheldur um 3.300–3.400
hitaeiningar svo nestið ætti að duga
flestum við töluverða/mikla hreyf
ingu.
Lengri ferðir:
*FerðaAskur, lítill, inniheldur um
3.600–3.700 hitaeiningar á dag.
*FerðaAskur, miðstærð, inni
heldur um 4.500–4.600 hitaein
ingar á dag.
*FerðaAskur, stór, inniheldur
um 5.400–5.500 hitaeiningar á dag.
Þessir pakkar innihalda
morgun og kvöldverði.
n Sérútbúinn nestispakki sem einfaldar undirbúning ferðalagsins
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Ég held að margir veigri
sér jafnvel við því að
fara í ferðalög eða göngur því
þeir vita ekki hvað á að taka
með og hversu mikið.
FerðaAskur
Hér má sjá dæmi
um innihald í
Ferðaaskinum.
SveitaAskurinn:
MatAskur útbýr einnig SveitaAsk og Borghildur segir að fyrirtækið sé í samstarfi við um
það bil 20 bændur af öllu landinu en margir þeirra séu almennt ekki að selja vörur sínar
á höfuðborgarsvæðinu. „Það sem vakir fyrir okkur er að kynna þessar frábæru afurðir
sem bændur framleiða og sýna hvað það er margt spennandi að gerast þar. Þetta eru
heilnæmar vörur sem innihalda engin aukaefni. Við viljum bjóða fólki af höfuðborgar-
svæðinu og ekki síst erlendum ferðamönnum að prófa þessar sælkeravörur,“ segir hún.
Viðskiptavinir geti valið á mili þess að kaupa fyrirfram ákveðna SveitaAska eða að velja
sjálfir hvað fer í askinn á heimasíðu fyrirtækisins.
Á heimasíðu MatAsks má finna ýmsar leiðbeiningar þegar kemur að ferðalögum og úti-
vist en þar á meðal er þessi listi yfir búnað sem gott er að skoða áður en haldið er af stað.
Fatnaður:
Síðar ullarnærbuxur D
Síður ullarbolur D
Stuttermabolur (ekki bómull) D
Göngubuxur D
Flíspeysa D
Göngusokkar (ekki bómull) D
Auka sokkar D
Gönguskór D
Vettlingar D
Buff/húfa/derhúfa D
Sólgleraugu/skíðagleraugu D
Vaðskór
Vatns- og vindheldar buxur D
Vatns- og vindheldur stakkur D
Vatnsheldur farangurspoki (eða
plastpoki) undir föt sem geymd
eru í bakpokanum
Útbúnaður
Bakpoki D
Vatnsflaska D
Hnífur
Göngustafir D
Áttaviti og kort D S
GPS - tæki og rafhlöður D S
Dýna
Svefnpoki
Tjald S
Prímus, eldsneyti og eldfæri S
Pottar og eldunaráhöld S
Hitabrúsi D
Þvottasvampur og viskustykki S
Flugnanet D
Ruslapokar S
Tannbursti
Tannkrem S
Handklæði og hreinsiklútar
Sólarvörn S
Nál og tvinni S
Klósettpappír S
Teygjubindi, plástrar og verkjalyf D S
Hælsærisplástrar D S
GSM sími / talstöð D S
Neyðarblys D S
Mataráhöld D
Nesti D
D = Útbúnaður fyrir dagsferð (eftir því
sem við á)
S = Getur verið hluti af sameiginlegum
búnaði hóps
Búnaður
Borghildur Sverrisdóttir Fram-
kvæmdastjóri MatAsks og einkaþjálfari
býður ferðalöngum sérútbúna nestispakka.
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 245,5 kr. 247,3 kr.
Algengt verð 243,2 kr. 246,9 kr.
Algengt verð 245,1 kr. 246,8 kr.
Algengt verð 245,4 kr. 246,9 kr.
Algengt verð 247,5 kr. 247,3 kr.
Melabraut 245,2 kr. 246,9 kr.
Bensín Dísilolía