Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Side 22
22 Menning 18. júlí 2012 Miðvikudagur Veldu Pálma eða Magnús n Níunda plata Mannakorna komin út For a Minor Reflection kveðja Hljómsveitin For a Minor Reflection hefur ákveðið að gera hlé á spilamennsku um óákveðinn tíma og ætlar af því tilefni að halda tónleika næstkomandi föstudags- kvöld. Ástæða hlésins er sú að Kjartan Holm, gítarleik- ari hljómsveitarinnar, mun spila með Sigur Rós á tón- leikaferðalagi um heiminn næsta árið. Aðrir meðlimir For a Minor Reflection ætla að snúa sér að annarri tón- list, námi eða vinnu. Kjartan mun koma fram á sínum fyrstu tónleikum með Sigur Rós í Bandaríkjunum nú í lok júlí. Kveðjutónleikar hljóm- sveitarinnar verða haldnir á Faktorý föstudagskvöldið 20. júlí. Húsið verður opnað klukkan 21.00 og tónleik- arnir hefjast klukkan 23.00. Miðaverð er 1.000 krónur og verða miðar seldir við inn- ganginn. Myrra Rós og My Brother Is Pale hita upp. Erró áttræður Viðamikil dagskrá verður í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í tilefni af átt- ræðisafmælisdegi Errós fimmtudaginn 19. júlí. Ókeypis aðgangur verður í húsið frá klukkan 10.00– 20.00 en nú stendur yfir yf- irgripsmikil sýning á teikn- ingum Errós, sem spannar allan feril listamannsins. Auk þess verða hinir for- láta postulínstepottar sem Erró gaf safninu nýlega til sýnis, ásamt gríðarstórum málverkum sem hann vann tepottana út frá. Allir eru velkomnir í Hafnarhúsið til að fagna afmælisdegi Errós, en þar eru einnig fáanlegir minja- gripir sem unnir hafa verið út frá verkum hans og fjöl- breytt úrval áritaðra grafík- verka. Andvirði grafíkverk- anna rennur í sjóð sem Erró stofnaði í nafni Guðmundu Kristinsdóttur, móðursystur sinnar, og úthlutað er úr árlega til framúrskarandi kvenna í myndlist. Þ etta verður allt mjög frjálslegt og opið að vanda,“ segir hippinn Vilborg Traustadóttir en hún hefur undan- farin fimm ár skipulagt hippa- ball á Fljótum í Tröllaskaga ásamt systur sinni Margréti. „Það er fimm ára afmæli núna og þetta er alltaf að verða líf- legra og líflegra,“ segir Vilborg en ballið fer fram í félagsheim- ilinu Ketilási í Fljótum sem er í um 30 kílómetra austur af Hofsósi. Þegar hippaballið var haldið fyrst fyrir fimm árum var það í fyrsta sinn í 20 ár sem ball var haldið í félagsheimilinu. Mussur og margt fleira Ballið, eða hippahátíðin öllu heldur, fer fram núna á laugar- daginn, 21. júlí, en fyrr um daginn verður settur á lagg- irnar hippamarkaður. „Það er markaður frá tíu til þrjú þannig að við gerum svolítið meira úr þessu auk þess sem ýmis- legt annað verður í boði.“ Á markaðnum eru seld hippa- bönd og hippamussur auk þess sem ýmislegt matarkyns verður í boði. „Böndin eru sér- staklega innflutt frá vestur- strönd Ameríku og eru gerð af indíánum. Mussurnar eru fengnar hér og þar – á mörk- uðum í Portúgal og á hinum ýmsu stöðum.“ Gestir geta því klætt sig upp á markaðnum fyrir ballið um kvöldið en Vil- borg segir það aukast ár frá ári. „Það er bara gaman af því að fólk klæði sig upp og við mæl- um eindregið með því til að auka stemminguna. En það er engin skylda.“ Blómálfarnir leika fyrir dansi Það er hljómsveitin Blóm- álfarnir sem sjá um tónlistina á ballinu en hana skipa bræð- urnir Magnús og Finnbogi Kjartanssynir og Ari Jónsson. „Ballið er frá tíu til tvö eins og sveitaböllin í gamla daga,“ en Vilborg segir Blómálfana hafa slegið í gegn í fyrra. „Þeir voru í fyrsta skipti í fyrra og stóðu sig svo vel að þeir voru bara ráðnir á staðnum aftur. Þeir leita í smiðju hippanna, spila gömlu góðu lögin og bara dúndr- andi stemming.“ Vilborg segir miðasölu fara fram á staðnum og að allir komist að sem vilji. „Það er reyndar 45 ára aldurs- takmark á ballið. Nema fólk sé í fylgd með fullorðnum,“ bætir hún glettin við. „Börnin mín verða til dæmis þarna en þau þurfa að vera í fylgd með full- orðnum þó þau séu komin yfir þrítugt.“ Byggja upp félagsheimilið Eftir að fyrsta hippaballið var haldið ákváðu þær Vilborg og Margrét að gefa þann pening sem safnaðist, að frádregn- um kostnaði, til félagsheim- ilisins. „Síðan höfum við gert það á hverju ári og það er búið að gera heilmikið. Fólk hefur hjálpast að við að gera húsið upp og það er búið að skipta um glugga, gólfefni, eld- húsinnréttingu, snyrtingarnar og fleira,“ segir Vilborg að lok- um og hvetur alla hippa til að láta sjá sig. Sætaferðir verða frá Tjarnarborg á Ólafsfirði klukk- an 21.15 og frá ráðhústorginu á Siglufirði klukkan 21.35. asgeir@dv.is n Undir 45 ára inn í fylgd með „fullorðnum“ n Ágóðinn fer í viðhald Ást og friður Ballið hefst með friðarsöng – „Allt sem við viljum, er friður á jörð“. Hippasystur Þær Vilborg og Margrét ásamt Jóni Guðmundssyni. Hressir Ólafsfirðingar á ballinu í fyrra Sætaferðir verða frá Ólafs- og Siglufirði. Í blómabrekkunni Aðdá- endur geta valið um Pálma eða Magnús. Hippar í Ketilási M annakorn, hljómsveit þeirra Pálma Gunnarssonar og Magnúsar Eiríkssonar, hefur sent frá sér sína níundu breiðskífu. Sú heitir Í blóma- brekkunni og inniheldur tíu ný lög auk þess sem tvö auka- lög verða gefin sérstaklega út á tonlist.is. Fyrsta upplagið af plötunni, 2.000 eintök, er sér- stakt að því leyti að á 1.000 ein- tökum prýðir Pálmi framhlið plötunnar en á hinum 1.000 er það Magnús. Aðdáendur sveit- arinnar geta því valið þann sem þeim líst betur á. Þau ein- tök sem koma í verslanir að þessu upplagi loknu munu svo skarta umslagi þar sem þeir fé- lagarnir sitja fyrir saman. Upptökum á nýju plöt- unni lauk í vor en þær hófust á síðasta ári. Á plötunni eru Mannakorn að færa sig nær kántrí- eða sveitatónlist í meira mæli en áður og sveitin með ýmsa vana listamenn með í för. Má þar nefna Ey- þór Gunnarsson sem leikur á hljómborð, Stefán Má, son Magnúsar, sem sér að mestu um gítarleikinn og Bene- dikt Brynleifsson á slagverk. Þá syngur Ellen Kristjáns- dóttir á plötunni auk þess að semja tvö laganna en Ellen hefur reglulega komið til liðs við Mannakorn í gegnum tíð- ina. Hinir ýmsu gestasöngv- arar hafa lagt Mannakornum lið í gegnum árin er sá þekkt- asti sennilega Vilhjálmur Vilhjálmsson, einn dáðasti dægurlagasöngvari Íslands fyrr og síðar. Fyrsta plata Mannakorna, samnefnd sveitinni, kom út árið 1976 og hefur sveitin því starfað í hartnær fjóra ára- tugi og sent frá sér marga ógleymanlega smelli. Í kjölfar Mannakorna kom svo plat- an Gegnum tíðina árið 1977 en þar er að finna nokkur af frægustu lögum sveitarinn- ar. Það er óhætt að segja að platan hafi markað djúp spor í íslenska tónlistarsögu því á henni er að finna lög eins og Reyndu aftur, Braggablús og Gamli góði vinur. asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.