Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2012, Qupperneq 27
Fólk 27Miðvikudagur 18. júlí 2012
Kristján fór á sjóinn
n Veiðir makríl og segir hann tala forníslensku
A
lþingismaðurinn
Kristján Þór Júlíusson
eyðir sumarfríi sínu
frá þófinu í Alþingis-
húsinu til sjós og er mjög
ánægður með tilbreytinguna.
Hann er háseti á Vilhelm Þor-
steinssyni EA sem er á mak-
rílveiðum austur af landinu.
Það var Morgunblaðið sem
greindi frá þessu. „Ég get al-
veg vottað með fullri vissu
að samstarfsviljinn, sam-
starfið og samþættingin er til
muna betri í þessari áhöfn
en á þeim vinnustað sem ég
hef verið á síðastliðin fjög-
ur ár,“ sagði Kristján í sam-
tali við blaðið og vísar hann
þar til Alþingis. Kristján er
með skipstjórnarpróf og van-
ur því að vera til sjós, en hann
fór einnig í makrílveiðitúra í
hitteðfyrra.
Í sumar vildi Kristján kom-
ast að því hvort það væri rétt
hjá Evrópusambandinu að
það ætti makrílinn en eftir
að hafa handleikið makrílinn
er hann sannfærður um að
hann sé alíslenskur. Hann
segir makrílinn hafa talað til
sín og það á forníslensku, það
fari því ekkert á milli mála að
„… við eigum þessi kvikindi“.
Kristján segir bara ekta menn
vera í áhöfninni og þetta séu
bestu sjómenn sem hann
hafi nokkurn tímann komist
í kynni við.
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
CHEVROLET CAPRICE CLASSIC Ár-
gerð 1991, ekinn 150 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 990.000. Raðnr. 322356 - Vertu
öðruvísi!
TOYOTA AVENSIS S/D TERRA
09/2000, ekinn 151 Þ.km, sjálfskiptur,
álfelgur, aukadekk á felgum, EINN
eigandi! Verð 790.000. Raðnr. 284490 -
Gullmolinn er á staðnum!
CHEVROLET CORVETTE C5
05/2002, ekinn 27 Þ.km, sjálfskiptur,
carponfiberhúdd, spoilerkitt, flækjur,
borlapústkerfi. Verð 3.990.000. Raðnr.
283407 - Kagginn er í salnum!
NISSAN ALMERA LUXURY 01/2002,
ekinn 180 Þ.km, sjálfskiptur. Verð
590.000. Raðnr. 250239 - Sá sæti er á
staðnum!
BMW 525XIi 4WD 08/2007, ekinn
31 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 5.980.000.
Raðnr. 250263 - Bíllinn er í salnum!
MMC PAJERO INSTYLE 3.2 DÍSEL
05/2008, ekinn 80 Þ.km, sjálfsk., leður
ofl. Rosalega fallegur! Verð 5.890.000.
Raðnr. 250261 - Jeppinn er á staðnum!
TOYOTA YARIS TERRA 06/2005,
ekinn 97 Þ.km, 5 gíra. Verð 980.000.
Raðnr. 284514 - Er á staðnum!
LAND ROVER RANGE ROVER
SPORT SE DIESEL 02/2006, ekinn 133
Þ.km, sjálfskiptur, leður umboðsbíll.
Mjög gott verð 4.950.000. Raðnr.
192644 - Jeppinn er í salnum!
M.BENZ A 200 CDI 03/2007, ekinn 68
Þ.km, dísel, 6 gíra. Einn eigandi! Verð
2.990.000. Raðnr. 322377 - Bíllinn er á
staðnum!
Tek að mér að hreinsa
þakrennur, laga riðbletti á þökum,
gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér
ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma
847-8704 eða á manninn@hotmail.com
Funahöfða 1, 110 Reykjavík
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
Flutningar
Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti-
vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur
,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690
BMW X5 3.0D E70 08/2007, ekinn 53
Þ.km, dísel, sjálfskiptur, einn eigandi.
Verð 6.990.000. Raðnr. 290042 - Jepp-
inn er í salnum!
LAND ROVER RANGE ROVER
SPORT SUPERCHARGED 03/2006,
ek. 54 Þ.km, sjálfsk. Verð 6.490.000.
Fæst á mjög góðu staðgreiðsluverði!
Raðnr. 135505 Jeppinn er í salnum!
PORSCHE 911 TURBO TECH ART
STAGE III Árgerð 2002, ek. 82 Þ.km,
sjálfsk.. Engum líkur, langflottastur!
Raðnr. 282337 - Kagginn er í salnum!
Tilboð
Gullfallegir BRIARD
hvolpar, foreldrar Imbir Bezi Bezi
og Auðnu Gríma. Eru að leita að
góðum heimilum.
Verða afhentir heilsufarsskoðaðir,
bólusettir, örmerktir ættbók frá
HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir.
www.Briard--Nipu.com
s. 868 1920
Gullfallegir Briard
hvolpar, foreldrar Imbir Bezi Bezi og
Auðnu Gríma. Eru að leita að góðum
heimilum. Verða afhentir heilsufars-
skoðaðir, bólusettir, örmerktir ættbók
frá HRFÍ. Nokkrir hvolpar eftir. www.
briard--nipu.com, sími 868 1920
Til sölu vegna
flutninga Vandað
hjónarúm 160 cm breitt. Er frá
Svefni og heilsu. Chiropractor dýna.
Til afhendingar frá þriðjud. 24. Júlí
nk. Verð 60.000 kr Upplýsingar hjá
doriogmunda@gmail.com
Grínast á vef
Will Ferrell
n Ragnhildur Magnúsdóttir skrifar grínefni af miklum móð
F
jölmiðlakonan Ragn-
hildur Magnúsdóttir
Thordarson fer fyrir
grínhópnum Icelandic
Poniez sem á mynd-
band á „sketsa“-síðunni Funny
or Die. Síðan er ein sú vin-
sælasta sinnar tegundar í
Bandaríkjunum en hún var
stofnuð af einum þekktasta
gamanleikara samtímans, Will
Ferrell, og framleiðandanum
Adam McKay.
Myndbandið eftir Ragnhildi
og félaga sem birtist á síðunni
heitir 21 Hump Street og er
skopstæling á gamanmyndinni
21 Jump Street sem skart-
ar þeim Jonah Hill og Chann-
ing Tatum. „Myndbandið fjall-
ar um tvær lögreglukonur sem
nota óviðeigandi aðferðir til
að hræða afbrotamenn,“ seg-
ir Ragnhildur en hún segir
persónurnar í myndbandinu
vera skopstælingu af kven-
persónum í lögregluþáttum og
bíómyndum.
Þetta er annað myndband
hópsins sem nær á forsíðu
Funny or Die því myndband
þeirra „Carlos & Brandi“ rataði
líka á forsíðuna en það var að
sögn Ragnhildar um „með-
virknisfyllerí raunveruleika-
sjónvarpspars.“ Handrit beggja
myndbandanna eru skrifuð
af Ragnhildi. Leikstjóri þess
fyrra er Fabien Euresti en þess
seinna Pétur Gautur Magnús-
son, en hann er bróðir Ragn-
hildar og annar stofnenda
Icelandic Poniez.
Þessa stundina er Ragn-
hildur að skrifa handrit að nýj-
um „skets“ sem mun heita CSI
San Francisco. „Það mun fjalla
um líkhús sem er rekið af hipp-
um og dragdrottningum.“ Um
þessar mundir er Ragnhildur
að framleiða tvær stuttmyndir
og skrifa vefseríu fyrir hóp sem
kallar sig „Two Homies and a
Gamer“. Ragnhildur útskrif-
aðist í vor með masterspróf í
kvikmyndaframleiðslu frá kvik-
myndaskóla New York í Los
Angeles.
Ragnhildur, sem er stjórn-
málafræðingur að mennt, flutti
til Los Angeles árið 2009 til að
fara í nám í kvikmyndafram-
leiðslu. Hún lauk náminu í vor
og er því einnig með masters-
gráðu í „Creative Producing“.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
hún býr í Bandaríkjunum því
þegar hún var átta ára flutti hún
til Kaliforníu og er mestmegn-
is alin upp í San Francisco og
Los Angeles. Þegar hún bjó
hérna heima vann hún meðal
annars við dagskrárgerð í mörg
ár á Bylgjunni, Kiss FM og Skjá
Einum.
Fyrir nokkrum árum gerði
Ragnhildur heimildamyndina
From Oakland To Iceland sem
fjallaði um bróður hennar sem
er plötusnúður.
Aðspurð hvort hún stefni
að því að flytja heim til Ís-
lands á næstunni svarar hún:
„Mér líður mjög vel hérna
í Ameríku núna og allt er
kunnuglegt enda ólst ég hér
upp. Fólk tekur mér kannski
betur í Ameríkunni, eflaust
af því að ég er svo opin. Ætli
ég sé ekki afslappaðri hér, ég
fæ að vera sú sem ég er og
hef verið ofboðslega heppin
varðandi skemmtileg tæki-
færi. Það er ekkert leyndar-
mál að ég er ofvirk og það
nýtist mér í þessu vinnuum-
hverfi enda vinn ég mikið.
Auðvitað sakna ég Íslands,
vina minna og fjölskyldu al-
veg helling. Fjallanna sakna
ég líka mjög mikið, er mik-
ið náttúrubarn og finnst best
í heimi að vera úti á landi á
Íslandi en eins og er, er ég
voðalega sátt og hamingju-
söm með lífið.“
Ragnhildur Magnúsdóttir Flutti til Los Angeles til að fara í kvikmyndanám.
Icelandic Poniez Myndband þeirra var birt á forsíðu Funny or Die.
Í sjómennsku
Kristján segir
samstarfsvilj-
ann á sjónum
mun meiri en á
Alþingi.