Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2012, Blaðsíða 36
16 ára þegar hug- myndin kviknaði 36 10.–12. ágúst 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 11 ágú 10 ágú 12 ágú Tony Bennett í Hörpu Hinn eini sanni Tony Bennett lýkur hljómleikaferð sinni um Evrópu með tónleikum í Hörpu í kvöld. Þar kemur hann fram ásamt hljóm- sveit sinni í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðaverð er kr. 8.900–16.900. Gítar og fiðla Joaquín Páll Palomares og Ögmundur Þór Jóhannesson halda tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tón- listarhátíð unga fólksins. Miðaverð er 2.500 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 20. Gleðigangan Gleðiganga Hinsegin daga hefst klukkan 14. Lagt er af stað stundvíslega í volduga gleði- göngu frá BSÍ og verður gengið eftir Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu og að Arnarhóli. Hátíðardagskrá hefst svo við Arnarhól klukkan 15:30. Hinsegin hátíðardansleikur verður svo haldinn á Broadway um kvöldið og hefst klukkan 23. Rockabilly stuð Kanadíska rokkabilly-stjarnan Bloodshot Bill heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Hann spilar hrátt og fjörlegt rokka- billy og það eru Langi Seli og Skuggarnir sjá um að hita upp fyrir hann. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 1.700 krónur. Kammertónleikar kennara Kammertónleikar kennara eru fastur liður í dagskrá Tónlist- arhátíðar unga fólksins, en á tónleikunum munu kennarar á námskeiðum hátíðarinnar taka höndum saman og leika fjölbreytta kammertónlist. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20 og er miðaverð 2.500 krónur. Regnbogahátíð Hinsegin dagar halda Regnboga- hátíð fjölskyldunnar og hefst hún í Viðey klukkan 14:30. Bátsferðir verða á klukkutíma fresti frá 11:15. H ugmyndin kviknaði fyrir mörgum árum. Ég var 16 ára gömul og var að þjálfa lít- inn strák í fimleikum sem hét Valur. Hann bað mig alltaf um að kalla sig Völu,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarps- og kvik- myndagerðarkona um upp- hafið að myndinni Hrafnhild- ur sem frumsýnd var í vikunni. Ragnhildur vísar þarna í Völu Grand sem upphaf- lega átti að vera viðfangsefni myndarinnar en það var einmit Vala sem benti Ragn- hildi á Hrafnhildi Guðmunds- dóttur sem áður hét Halldór Hrafn. Myndin segir sögu Hrafn- hildar fyrir og eftir kynleið- réttingaraðgerð en hún sagði í samtali við DV.is í vikunni að það erfiðasta sem sér þótti við að horfa á myndina var að sjá sig ræða um sjálfsvígshugsan- irnar. Hrafnhildur var komin á þann stað í lífinu að velja ann- að hvort að fara í aðgerð eða svipta sig lífi. Eftir 26 ára þögn steig hún fram og sagði fjöl- skyldu sinni að hún væri ekki stelpa heldur strákur. Í kjöl- farið leitaði hún sér aðstoðar sálfræðinga og geðlækna, hóf kynleiðréttingarferli og fann hamingjuna á ný. Ragnhildur vann myndina ásamt unnusta sínum, knatt- spyrnumanninum Hauki Inga Guðmundssyni, en hann er sálfræðimenntaður og hafði líkt og Ragnhildur mikinn áhuga á viðfangsefninu. Einfalt að spegla sig í Hrafnhildi „Áhuginn kviknaði þarna þegar ég hitti Völu fyrst en þá vissi ég ekkert um trans- mál eða um heimildamynda- gerð. Leiðir okkar Völu Grand lágu síðan aftur saman fyrir fimm árum og þá datt mér í hug að áhugavert væri að gera heimildamynd um kynleið- réttingarferlið á Íslandi. Við Haukur Ingi hófumst strax handa við að afla okkur upp- lýsinga og lesa okkur til um transmál. Eftir því sem við fræddumst meira um þessi mál komumst við að því í sam- ráði við Völu að hún væri ef til vill ekki rétti einstaklingurinn fyrir myndina. Vala er opin og ófeimin persóna sem ræður vel við sviðsljósið. Einstak- lingar með kynáttunarvanda eru oftast fremur hlédrægir og vilja falla inn í samfélagið og láta lítið á sér bera. Við vorum sammála um að sagan yrði að gefa raunsæja mynd og Vala kynnti okkur fyrir Hrafnhildi.“ Ragnhildur segir að þegar upp var staðið hafi það verið rétt ákvörðun að segja sögu Hrafnhildar því hennar saga gefur raunhæfari innsýn inn í þennan heim og þetta ferli. „Hrafnhildur er þannig mann- eskja að það er mjög einfalt að spegla sig í henni. Og ég held að fólk eigi auðvelt með að sjá hana fyrir sér sem bara frænku, vinkonu eða ættingja.“ Skilningur heima fyrir Landsmenn þekkja Ragn- hildi vel af skjánum en hún hefur starfað við hina ýmsu dagskrár gerð hjá RÚV undan- farin ár. Það var því nokk- uð strembið verk að vinna myndina ásamt því að vera í fullu starfi og að sinna móð- urhlutverkinu. Það kom sér því vel að vinna með unnust- anum. „Þetta er þannig verk- efni að ég hef þurft að vinna þetta algjörlega um helgar og n Hálfnuð með aðra mynd n Gaman að vinna með unnustanum Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Viðtal Ragnhildur Steinunn Þjálfaði lítinn strák sem hét Valur en vildi láta kalla sig Völu. mynd ElEna SigtRyggSSon „Bókina ættu allir að lesa …“ Ég er á lífi, pabbi Siri Mari Seim Sønsteli, Erik Sønsteli „Endalok á epískum þríleik“ The Dark Knight Rises Christopher Nolan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.