Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Blaðsíða 6
Rannsóknarnefndin fékk frest n Rannsókn í fullum gangi á starfsháttum kaþólsku kirkjunnar R annsóknarnefnd sem skipuð var til að rannsaka starfshætti kaþólsku kirkjunnar vegna ásakana sem upp komu í fjöl­ miðlum á síðasta ári, hefur fengið frest til þess að skila af sér skýrslu. Nefndin átti að skila af sér niðurstöð­ um þann 1. september síðastliðinn en var gefinn frestur um einn og hálf­ an mánuð samkvæmt Hjördísi Há­ konardóttur formanni nefndarinnar. Nefndin var sett á laggirnar til þess að rannsaka starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana á hendur vígðum þjónum og starfsmönnum, núverandi og fyrrver­ andi, um kynferðisbrot og önnur of­ beldisbrot. Rannsókn nefndarinnar tekur einnig til starfsmanna Landa­ kotsskóla til ársins 2005. Biskup kaþólsku kirkjunnar á Ís­ landi ákvað þann 28. júní á síðasta ári að rannsóknarnefndin yrði sett á lagg­ irnar eftir að fjölmiðlar, Fréttatíminn fyrst og DV og fleiri í kjölfarið, fjölluðu um ofbeldi sem börn við Landakots­ skóla urðu fyrir á árum áður. Nefndin átti að koma með ábendingar og til­ lögur um breytingar á starfsháttum kaþólsku kirkjunnar vegna ásakana um þessi brot og komast að því hvort fótur væri fyrir ásökununum. Nefndin hefur samkvæmt heimildum tekið viðtöl við fjölda fólks sem var í skól­ anum eða kom nálægt starfi hans frá miðjum síðasta áratug síðustu aldar og fram til ársins 2005. Rannsóknarnefndin hefur haft óheftan aðgang að öllum þeim heim­ ildum, gögnum og skjölum sem finn­ anleg kunna að vera í fórum kaþólsku kirkjunnar eða stofnana hennar og varpað geta ljósi á rannsóknarefnið. Starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar bar skylda til að greiða fyrir störfum nefndarinnar og veita henni óskorað liðsinni við gagnaöflun. Líklega má búast við niðurstöðum frá nefndinni um miðjan október. n viktoria@dv.is 6 Fréttir 10. september 2012 Mánudagur Fengu frest Nefndin hefur tekið viðtöl við fjölmarga sem voru í Landakotsskóla eða komu nálægt starfsemi hans til ársins 2005. Niður- staðna má vænta um miðjan október. Þjófnaðurinn upplýstur Búið er að leysa þjófnaðarmál sem kom upp í hraðbanka á Akureyri þriðja september síðastliðinn. Á fimmtudaginn lýsti lögreglan á Akureyri eftir þremur útlending­ um en þeir voru grunaðir um að hafa svikið fé út úr hraðbank­ anum. Grunur lék á að ferða­ mennirnir hefðu farið úr landi en lögreglan fann þá á laugardag. Um var að ræða hollenska ferðamenn en lögreglan hafði upp á þeim þar sem þeir voru á ferðalagi á Suður­ landi. Málið telst nú upplýst en lögreglan á Akureyri þakkar fyrir þann fjölda ábendinga sem bár­ ust vegna málsins. RÚV greindi frá því um helgina að þjófnað­ inn hafi borið að með þeim hætti að einstaklingur sem ætlaði að taka peninga úr hraðbankanum gleymdi seðlunum í rauf hrað­ bankans. Stuttu seinna kom ferða­ fólkið og hafði peningana á brott með sér. Báðu Gunnlaug ekki afsökunar á umfjöllun Það er af og frá að Morgunblaðið hafi beðið Gunnlaug Sigmunds­ son, fyrrverandi alþingismann, afsökunar á umfjöllum um Kög­ unar málið svokallaða. Þetta seg­ ir Styrmir Gunnarsson, fyrrver­ andi ritstjóri Morgunblaðsins, en hann ritar grein í sunnudagsblað Morgunblaðsins. Tilefnið er vitn­ isburður Gunnlaugs í Héraðs­ dómi Reykjavíkur þar sem hann hefur, ásamt eiginkonu sinni, stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði í bloggfærslu þar sem hann rifjaði upp umfjöllun Morgunblaðsins á Kögun. Styrmir segir í greininni að Morgunblað­ ið hafi haldið áfram með umfjöll­ un sína um eignarhald Kögunar þrátt fyrir athugasemdir Gunn­ laugs. Gunnlaugur sagði við aðal­ meðferð málsins að hann hefði litið á opnuviðtal við sig í Morgun­ blaðinu sem afsökunarbeiðni og leiðréttingu vegna umfjöllunar blaðsins á eignarhaldi Kögunar. Ardvis hættir ekki: „hAldið ykkAr striki“ F orsvarsmenn fjárfestingarfé­ lagsins Ardvis, sem hefur mörg einkenni píramídasvindls, halda áfram að reyna að fá fólk til að leggja verkefninu til fjár­ muni þrátt fyrir gjaldþrot rekstrarfé­ lags þess, Costa. Framkvæmdastjóri Ardvis, Bjarni Þór Júlíusson, sendi fréttabréf til fjárfesta í Ardvis síðast­ liðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um gjaldþrot Costa fyrr um daginn. Inntakið í bréfinu er að starf­ semi félagsins sé í góðu lagi og að fjár­ festarnir eigi ekki að láta neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir umfjöllun DV. Aðstandendur Ardvis höfðu safn­ að 130 milljónum króna í hlutafé í lok árs 2010 samkvæmt ársreikningi félagsins, Ardvis hf., fyrir það ár. Um 140 Íslendingar höfðu þá lofað að leggja Ardvis til rúmlega 363 milljón­ ir króna í hlutafé. Í stuttu máli átti starfsemi Ardvis að snúast um að þróa forrit á internetinu, Corpus Vitalis, sem átti að gera fólki kleift að fjárfesta í vör­ um og þjónustu á internetinu og án þess að versla beint við aðra en Ardvis. Hugmyndin átti þá að vera sú að Ardvis kæmi sér upp samn­ ingum við birgja sem gerði notend­ um forritsins kleift að fá vörurnar á hagstæðu verði. Mikill arður átti að verða til í þessum viðskiptum sem átti að renna til hluthafa í Ardvis sem og fátækra í heiminum. Þegar DV ræddi við Bjarna um stöðu samn­ inganna við birgjana, síðla árs 2010, viðurkenndi hann að engir slíkir samningar hefðu verið gerðir. Ekk­ ert bendir til að Ardvis hafi gert slíka samninga sem er lykilforsenda í öllu Ardvis­verkefninu. „Góður gangur“ Þrátt fyrir þetta segir meðal annars í fréttabréfinu að góður gangur sé í starfsemi félagsins: „Menn hafa sannarlega ekki setið auðum höndum í Bæjarlind 2 undanfarið. Margt hef­ ur áunnist og annað er í góðri vinnslu með nýjum starfsmönnum og tengsl­ um við hugbúnaðarsérfræðinga utan landsteinanna. Vinnan hefur jafnt snúið að innri málum Ardvis og fram­ gangi sjálfs verkefnisins með áfram­ haldandi þróun og hefur verið góður gangur í þeim málum.“ Í fréttabréfinu er fjárfestunum lof­ að að búið verði að koma upp kerfi til að selja vörur í gegnum Ardvis nú í haust. Haft er eftir Bjarna Þór að kerfi Ardvis verði tekið í notkun í október. „Þetta verður komið upp núna á haustmánuðum og við getum farið að selja vörur okkar í lok þessa mánaðar, en þá á ég við aðgengi að upplýsingakerfinu. Við tökum saman allt það sem gerist á markaðnum í gegnum skoðanakönnunarkerfi okk­ ar. Um leið verður neytandinn með­ vitaður um að þarna sé eitthvað sem hann á að fylgjast með.“ Samkvæmt þessu ættu fjárfest­ ar Ardvis, sem eiga milljónir undir í verkefninu, ekki að gefa upp vonina um að fá fjármuni sína til baka. Ekk­ ert bendir hins vegar til þess að rétt sé farið með í fréttabréfi Ardvis. Vondir fjölmiðlar Þá er í fréttabréfinu rætt um slæm áhrif fjölmiðlaumfjöllunar DV á Ardvis­verkefnið. „Eins og flest­ ir vita kom verulegt bakslag í verk­ efnið vegna óvandaðrar fréttaum­ fjöllunar á haustdögum 2011 sem félagið hefur mátt glíma við með ýmsum hætti. Svo virðist sem DV hafi ekki fengið nóg af rangfærsl­ um því nýlega hringdi blaðamað­ ur í Bjarna og bar undir hann at­ riði úr starfseminni sem augljóst er að blaðamaður hafði verið fóðrað­ ur á af starfsmanni sem lét af störf­ um um síðustu áramót. Þær upp­ lýsingar voru allar færðar mjög í stílinn og snerust um meint gjálífi Bjarna Þórs Júlíussonar. Blaðamað­ ur kvaðst hafa upplýsingar um að allt innkomið hlutafé hafi farið til einkaneyslu Bjarna. Upplýsingarn­ ar sem blaðamaðurinn hefur verið fóðraður á eiga að sjálfsögðu ekkert skylt með sannleikanum. Greinileg­ ur tilgangur er sá að skaða félagið og þá um leið hluthafa.“ Í lok fréttabréfsins segir að margir fjárfestar í Ardvis séu á einu máli um að halda sínu striki þrátt fyrir frétta­ flutning DV þar sem nú styttist óð­ fluga í að Ardvis taki til starfa og fari að búa til tekjur fyrir hluthaf­ ana. „Haft hefur verið samband við marga fjárfesta vegna fréttaflutnings DV og eru viðbrögð þeirra á eina lund: Haldið ykkar striki og látið ófrægingarherferð DV sem vind um eyru þjóta. Það er nákvæmlega það sem við ætlum að gera og ná loka­ áfanganum á næstu vikum þannig að tekjustreymi fari að myndast á þessu ári.“ n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Haft hefur ver- ið samband við marga fjárfesta vegna fréttaflutnings DV og eru viðbrögð þeirra á eina lund: Haldið ykkar striki. n Hluthöfum Ardvis sagt að tekjur fari að streyma inn á árinu Lofa tekjum á árinu Forsvarsmenn Ardvis, sem hefur mörg einkenni píramídasvindls, segja að fyrirtækið muni byrja að fá inn tekjur á þessu ári. Skorað er á fjárfesta að halda sínu striki. Bjarni Þór Júlíusson er framkvæmdastjóri Ardvis. Enginn sótti um á Selfossi Enginn sótti um stöðu sérfræðings við heilsugæsluna á Selfossi. Stað­ an var auglýst laus til umsóknar fyrir nokkru. Á fréttavefnum Sunn­ lenska, þar sem greint er frá mál­ inu, segir að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á læknaliði Heil­ brigðisstofnunar Suðurlands nú í haust og að það séu vonbrigði að enginn hafi sótt um stöðuna. Þá segir að einn læknir hafi sagt upp starfshlutfalli sínu á Selfossi og annar farið tímabundið í náms­ stöðu á barnadeild Landspítalans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.