Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Qupperneq 8
8 Fréttir 10. september 2012 Mánudagur D V sagði frá því á dögunum að fermingargjöf Jóns Frímanns Jónssonar hefði verið stolið, en hann eyddi öllum ferming- arpeningunum sínum í Znen- vespu sem veitti honum aukið frelsi, hann komst lengra en áður án þess að þurfa að treysta á strætisvagnaferð- ir og skutl foreldranna. Hann komst til dæmis í vinnuna í Hagkaupum í Skeifunni þaðan sem vespunni var stolið fyrir um mánuði síðan. Þjófur- inn fannst en vespan ekki. Ábyrgð foreldra Þjófurinn var unglingspiltur í óreglu og Jóni Kristni var sagt að þangað væri lítið að sækja. Gylfi Sigurðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni seg- ir að það sé mikið lengri og flóknari ferill í málum þar sem ósjálfráða einstaklingar eiga í hlut. „Það er orðið mikið þyngra og erfiðara að elta það uppi og spurning hvað foreldrarnir eru tilbúnir til þess að gera. Við vitum að það er átján ára ábyrgð á börnun- um en það er ekki hægt að sækja for- eldra til saka nema það sannist á þau einhver meðábyrgð eða algjört kæru- leysi. Annars er það bara spurning hvað þeir gera sjálfviljugir.“ Fínkembdi hverfið Í kjölfar umfjöllunar DV barst ábending um að vespan væri lík- lega í Kópavogi og Jón Kristinn fór samstundis þangað fullur vonar en allt kom fyrir ekki. „Ég er búinn að fara þangað alla daga og fínkemba þetta hverfi,“ segir Jón Kristinn, „en ég hef ekki séð neitt. Það eina sem mér dettur í hug er að þarna er fjór- hjól sem hefur staðið lengi. Kannski hefur einhver ruglað þessu saman. Í raun erum við engu nær.“ Heldur í vonina Feðgarnir hafa þó ekki gefist upp. „Ég veit svo sem ekki hvar ég á að leita lengur en ég fer eitthvað á hverjum degi. Ég fer mikið í kringum skólana þar sem krakkarnir eru á vespum. Ég er ekki hættur, ég lifi í voninni um að það gerist eitthvað fyrir strákinn. En því miður hefur ekkert gerst enn.“ Eftir að fréttin birtist í DV þá hafa margir spurt okkur út í þetta og það eitt og sér er ákveðinn árang- ur í þessari leit, fólk tók eftir þessari umfjöllun. Þannig að ég bara bíð og vona að eitthvað gerist fyrir strákinn. Ég er ekki orðinn úrkula vonar fyrst ég fæ þessar fyrirspurnir.“ Finnast oftast Kannski er heldur ekki ástæða til. Gylfi segir að svona hjól finnist nú oftast. „En það gerist að ökutæki finnast ekki, það er alltaf eitt og eitt hjól sem finnst ekki. En yfirleitt finn- ast þau sem eru skilin eftir,“ seg- ir Gylfi sem ráðleggur feðgunum að auglýsa vespuna á netinu, setja mynd af henni á Facebook og halda umræðunni gangandi. „Ef þeim tekst að halda þessu á lofti þá aukast lík- urnar á að hjólið finnast.“ n „Það er alltaf eitt og eitt hjól sem finnst ekki „Ég lifi í voninni“ n Feðgarnir leita enn að vespunni n Þjófurinn þarf ekki að borga Gefast ekki upp Jón Kristinn fer á hverjum degi út að leita að vespunni sem stolið var af Jóni Frímanni. Þeir feðgar halda í vonina um að á endanum muni leitin skila árangri. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Stolið Jón eyddi öllum fermingarpen- ingunum í vespuna sem var stolið. Betri laun í Svíþjóð Læknar á Íslandi geta komist ná- lægt því að fjórfalda mánaðarlaun sín með því að starfa í löndum á borð við Svíþjóð. Þetta seg- ir Guðmundur Karl Snæbjörns- son, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins Hvítir sloppar, sem útvegar læknum störf erlendis. Hann seg- ir í samtali við fréttastofu RÚV á sunnudag að íslenskir læknar séu eftirsóttir starfskraftar erlendis. Harma endur- tekin brot ráðherra Stjórn Kvenréttindafélags Ís- lands harmar endurtekin brot ráðherra á jafnréttislögum og „furðar sig á því áhuga- og að- gerðarleysi sem virðist ein- kenna afstöðu ríkisstjórnar- innar til svo alvarlegra mála.“ Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér á föstudag. Í ályktuninni seg- ir: „Að sumir ráðherrar megi stundum brjóta lög, grefur undan lýðræði í landinu og réttaröryggi og elur á almennu vantrausti í garð stjórnvalda. Þá er hætt við að jafnrétti kynj- anna færist sem málaflokk- ur, áratugi aftur í tímann, sé framkvæmd jafnréttislaga að- eins orðin tóm.“ Stjórnin telur jafnframt að slík brot séu mun umfangsmeiri innan stjórn- sýslunnar en þau tilvik gefa til kynna, sem deilt hefur verið um undanfarið eftir úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Fjörutíu hlupu í Grímsey Fjörutíu hlauparar tóku þátt í Norðurheimskautsbaugshlaupi TVG-Zimsen í Grímsey á laugar- dag. Um var að ræða fyrsta al- menningshlaupið sem efnt hefur verið til í eynni. Tvær vegalengdir voru hlaupnar, annars vegar einn hringur um eyjuna, sem er 12 kíló- metrar, og hins vegar tveir hringir í kringum hana. Sigurvegari í lengra hlaupinu var Þorbergur Ingi Jóns- son sem hljóp á 1 klukkustund og 27 mínútum. Stefán Viðar Sig- tryggsson sigraði í 12 kílómetra hlaupinu á tímanum 49:59.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.