Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 20
Skemmtilegri stefnumót n Ef þú ert ennþá á markaðnum eftir þrítugt er tímabært að endurskoða aðferðirnar E rtu enn að nota sömu trikk- in úti á lífinu og fyrir tíu árum síðan? Þá er pottþétt kom- inn tími til að uppfæra „pick- up“ línurnar þínar. Það er aldrei að vita nema þér takist að ganga út. Samkvæmt blaðamanni Ask Man- vefsíðunnar og pistlahöfundinum Mike Sheppard er mikill munur á stefnumótamenningu í kringum tví- tugs aldur og eftir þrítugt. Sheppard segir að það sem flestir karlmenn klikki á þegar þeir eru í makaleit sé að endurskoða ekki aðferðir sínar á stefnumótum því að það sem hafi unnið með okkur í kringum tvítugt, vinni gegn okkur þegar við erum komin yfir þrítugt. Í kringum tvítugt glíma flest- ir við takmarkaða ábyrgð. Margir eru í skóla og skilgreina sig fyrst og fremst sem stúdent eða einfald- lega nema. Á tímabilinu til þrítugs á breyting sér stað þegar við hætt- um að líta á okkur sem stúdenta og við förum að skilgreina okkur sem fullorðnar manneskjur. „Í kring- um tvítugt þykir svalt að vita ekk- ert í sinn haus, vita ekki hvert mað- ur stefnir og vera bara slétt sama. Á hinn bóginn er slíkur hugsunar- háttur ekki aðlaðandi þegar við skríðum yfir þrítugt. Þá er hreint og beint vandræðalegt að vita ekki hvað maður vill,“ segir Sheppard sem segir atvinnuval ávallt bera á góma, þó samtölin nái ekki einu sinni tveimur mínútum. „Við vilj- um vita við hvað mögulegur maki starfar. Ekki beint út af peningum heldur af því að fjárhagslegt öryggi er aðlaðandi. Spilin hafa verið gef- in upp á nýtt. Sá sterkasti er sá sem þekkir sig best. Þú getur verið for- stjóri risa fyrirtækis eða atvinnu- laus leikari – mundu bara að segja frá því með ástríðu.“ Sheppard segist vita að auðvitað skipti sjálfstraust miklu máli þegar kemur að makaleit. „Það að vita hver maður er og hverjir styrkleikar manns eru, veitir sjálfsöryggi. Eftir þrítugt getum við lagt áherslu á það sem gerir okkur sérstök, jafnvel þótt við vildum helst ekki kannast við þau atriði þegar við vorum yngri. Þess vegna er miklu skemmtilegra að fara á stefnumót eftir því sem við verðum eldri.“ n 20 Lífsstíll 10. september 2012 Mánudagur Þ eir gerast ekki svakalegri en Joe Manganiello sem leikur varúlfinn Alcide Herveaux í True Blood. Flestir leikarar vampíru- þáttanna eru í fanta formi en enginn þeirra kemst þó með tærnar þar sem Joe Mangani- ello er með hælana. Þess vegna finnst eflaust mörgum áhugavert að forvitnast um æfingaplan og matarræði leikarans. Manganiello hefur alltaf ver- ið stór og mikill og hefur sjálfur sagt að margir hafi talið, vegna stærðarinnar, að hann væri at- vinnumaður í amerískum fót- bolta. Eftir að hafa nælt í hlut- verkið las hann bækurnar sem þættirnir byggja á og ákvað að taka líkamsræktina upp á næsta þrep. Fram að því hafði Joe lagt mikla áherslu á að lyfta þungu til að verða bæði stærri og sterk- ari auk þess sem hann gerði mik- ið af bekkpressu og hnébeygjum. Til að túlka varúlfinn Acide vildi hann tóna sig og skera til að ná þessu fullkomna Hollywood-útliti og réði stjörnuþjálfarann Ron Matthews til að koma sér í rétt form. Ron þessi er enginn byrjandi þegar kemur að líkamsrækt en hann kom meðal annars leikaranum Hugh Jack- man í sitt svakalega form fyrir hlutverkið í X-Men myndunum. Ron bjó til rosa- legt æfingaplan og setti leikarann á próteinríkt mataræði. Æfingaplanið samanstendur af endurtekningum af léttum lyftingum og svakalegum þol- æfingum. Joe, sem er 196 cm á hæð, var rúm 107 kg en tókst að missa rúm 7 kg af fitu og lækkaði fituprósentuna úr 18 niður í 8. Útkoman varð sterkari líkami og hraustlegra útlit sem allar konur elska og allir karlmenn öfunda. Joe hittir Ron tvisvar á dag, sex daga vikunn- ar. Á morgnana tekur hann 45 mín- útna þolæfingu á tóman maga en á kvöldin lyftir hann lóðum og tekur einn líkamspart fyrir í einu. Matar- æði hans samanstendur af miklu próteini sem hann fær úr silungi, buffalo-kjöti, eggjahvítu og prótein- hristingum. Hann fær sér hafragraut á morgnana en sykur og brauð eru á bannlista. Síðan Manganiello sló í gegn sem varúlfurinn Alcide hef- ur æfingaplan Rons verið kallað „æf- ingaplan varúlfsins“ eða einfaldlega „Joe Manganiello æfingarnar“. n n Joe Manganiello úr True Blood er sjóðheitur v rúlfur Æfðu eins og Svakalegur Leik- arinn, sem er fæddur árið 1976, hefur alltaf verið stór og mikill. Hann er 197 cm á hæð. Í fantaformi Leikarinn er mikið kvennagull eftir að hafa nælt í hlutverk varúlfsins Alcide í True Blood. Passar Sookie Varúlfurinn Alcide myndi gera all t fyrir Sookie Stackhouse. Sjálfsöryggi heillar Ef þú veist hvað þú vilt og hvernig þú ætlar þér að ná því áttu góðan séns. Matur sem léttir lund 1 Bláar kartöflur Kannski ekki það algengasta í græn- metiskælinum en gríptu þær ef þú rekst á þær enda eru þær stútfullar af kröftugum andoxunarefnum sem hafa jákvæð áhrif á skap og minni. 2 Kræklingur Fullur af B-12 vítamíni, seleni, joði, próteini og sínki en hitaeiningasnauður og fitulítill. Joð, selen og sínk hafa jákvæð áhrif á skjaldkirtilinn sem síðan hefur áhrif á skapið auk þess sem B-vítamín styrkir heilafrumurnar sem svo bætir einbeitingu. 3 Dökkt súkkulaði Eykur blóðflæðið til heilans en það bætir og kætir skapið. Þú verður orkumeiri og hressari. Mundu bara að borða ekki of mikið af því. 4 Grísk jógúrt Stútfull af kalki sem hjálpar heilanum að losa um hamingjuhormón. Svo er hún líka full af próteini. 5 Aspas Ríkt af fólíni og tryptófan-amínósýru sem er nauðsynlegt líkama okkar. Lítið magn fólíns getur orsakað þunglyndi, samkvæmt rannsókn. Tryptófan hjálpar til við serotín-framleiðslu sem eykur vellíðan. 6 Hunang Settu hunang út í teið í stað sykurs. Hunang þykir hafa jákvæð áhrif á skapið og hefur mun minni áhrif á blóðsykurinn en venjulegur sykur. 7 Kirsuberjatómatar Allir tómatar innihalda efnið „lycopene“ sem er andoxunarefni og ver heilann gegn bólgum. Til að ná sem bestum áhrifum skaltu borða tómatana með skvettu af ólívuolíu en olían hraðar upptöku efnisins. 8 Egg Innihalda sínk, B-vítamín, ómega-3 fitusýrur og prótein og gefa þér kraft til að endast út daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.