Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Page 21
Ó vænt heimsókn Gunnars upp á jökul til kærustu sinnar, Öglu, breytist í martröð þegar rannsóknarteymi hennar hverfur sporlaust. Ekki batn- ar ástandið þegar undarlegir atburð- ir fara að gerast í tjaldbúðunum þar sem þau dvelja. Leikstjórinn Reynir Lyngdal á eina aðra bíómynd að baki, Okk- ar eigin Osló, sem frumsýnd var í fyrra. Nú ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en Frost er vísindatryllir í svokölluðum „found-footage“-stíl, eins og þekkja má úr myndum eins og The Blair Witch Project, REC og Paranormal Activity. Reynir lét sig heldur ekki muna um að taka myndina upp á Langjökli í aftakaveðri um hávetur. Tökustaðurinn skilar sér í trú- verðugri umgjörð og hrikalegum aðstæðum en það er eins og metn- aðurinn hafi ekki náð mikið lengra. Myndin virkar langdregin þrátt fyrir að vera aðeins um 80 mínútna löng. Kannski hefði myndin virkað bet- ur sem 30–40 mínútna löng stutt- mynd því alltof margar senur virtust óþarfar og lögðu ekkert af mörkum til sögunnar. Áhorfendum er haldið úti í kuldanum alltof lengi án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð í lokin. Myndin er engan veginn nógu ógnvekjandi og eyðir mestum tíma í að hrista myndavélina og ómark- viss samtöl aðalpersónanna. Aðal- leikararnir, Björn Thors og Anna Gunndís Guðmundsdóttir, eru þó líklega það besta við myndina en þeim tekst að ljá aðalpersónunum heimilislegan hvunndagssjarma sem sést alltof sjaldan í íslenskum bíómyndum. Aflið sem ásækir þau er alltof óljóst og fjarrænt. Eru þetta álfar og huldufólk? Er þetta draugur? Eru þetta kannski geimverurnar sem ætluðu að lenda á Snæfellsjökli? Oft þykir það kostur að sjá ekki ófreskju myndarinnar því það held- ur spennunni uppi og óttinn við hið óútskýrða er óviðjafnanlegur. Hér eru aðstæðurnar vissulega undar- legar og framandi en maður upp- lifir aldrei neinn ótta við hið óút- skýrða því fjarlægðin er alltof mikil. Frost hefði alveg getað mark- að tímamót í íslenskri kvikmynda- gerð því hugmyndin er skemmtileg og hefur ekki verið reynd áður á Ís- landi. Það er því mikil synd að ekki hafi tekist betur til. Maður vonar bara að þetta hafi ekki skemmt fyrir öðrum sem vilja reyna við íslensk- an vísindaskáldskap, því af nægu spennandi er að taka í íslensku um- hverfi, þjóðsögum og menningu. Áhorfendur í kuldanum Þrjú ár að vinna bókakápurnar n Gæluverkefni Jóhanns Páls Valdimarssonar Þ að er nú bara klámkjafturinn á mér að kalla bókbandsefnið snípaleður, af því það er svo mjúkt og yndislegt viðkomu,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu sem gaf út fjórar fallegar bækur í síðustu viku í svokallaðri gjafabókaseríu. Jóhanni Páli finnst fátt skemmtilegra en að fara höndum um fallega prentgripi og í þrjú ár hef- ur gjafabókaserían verið gæluverkefni hans. „Ég fann fallegt bókbandsefni frá Ítalíu sem gaf mér innblástur og vildi vinna með það í þessari seríu. Ég vildi hafa ákveðið samhengi í útliti og innihaldi. Innihald bókanna er verð- mætt og það vildi ég undirstrika. Jó- hann Páll velti fyrir sér ýmsum fram- leiðslumöguleikum en á endanum leitaði hann til prentsmiðju í Kína. „Þeir eru snillingar í að herma eft- ir ýmsum efnum en þeim tókst ekki að leika eftir handbragð Ítalanna. Því fór að þeir keyptu bókbandsefnið og unnu með það.“ Þrjár bækur seríunnar eru endur- útgefnar. Það eru bækurnar Íslensk kvæði sem Vigdís Finnbogadóttur valdi. Í því kveri er að finna saman- safn íslenskra ljóða og vísna sem Vig- dísi hefur þótt vænt um síðan hún kynntist þeim fyrst. Þá er endurút- gefin Íslensk orðsnilld, fleyg orð úr íslenskum bókmenntum sem Ingi- björg Haraldsdóttir valdi. Í þeirri bók er að finna fleyg orð og tilvitn- anir, til að mynda úr Hávamálum og Íslendingasögum. Að síðustu var endurútgefin bókin Gæfuspor – gildin í lífinu eftir Gunnar Hersvein en í bókinni er leitast við að draga fram kosti og galla mannsins, tilfinn- ingar hans, hættulega hegðun, fagra hugsun og skyn á tímann. Ein bók í seríunni er ný og það eru Ástarljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi en Guðmundur Andri Thorsson og Silja Aðalsteinsdóttir sáu um útgáfuna. Í þessari útgáfu er fylgt þeirri tíma- röð sem kvæðin birtust í – þau elstu eru fremst og þau yngstu, sem Davíð orti roskinn maður, eru aftast. kristjana@dv.is Menning 21Mánudagur 10. september 2012 Dansað fyrir valdeflingu kvenna Ég hef sjálf verið að kenna afró-dans í mörg ár og er núna að starfa fyrir UN Women og datt í hug að sameina þetta tvennt, segir Álfheiður Pétursdóttir sem starfar sem verkefnastýra systra- lagsins. Þessa dagana eru hún og samstarfsfélagar hennar að skipu- leggja spennandi danshátíð sem gengur út á að kynna starfsemi UN Women sem og að safna fé til að styrkja verkefni Unifem út um allan heim. „Hátíðin byggist fyrst og fremst á danstímum sem fara fram í Bað- húsinu og verða kenndir fjórir dansstílar sem allir tengjast lönd- um þar sem UN Women hefur verið að styrkja verkefni sem miða að jafnrétti og valdeflingu kvenna,“ segir Álfheiður. Danshátíð UN Women hefst í Baðhúsinu þann 11. september. Kenndir verða fjórir dansstílar á fjórum vikum á þriðjudögum og fimmtudögum frá 19:45–20:45. Þaulreyndir danskennarar sjá um að halda fjörinu á lofti. Mar- grét Erla Maack sér um að kenna bollywood, Þórdís Nadia Semichat kennir magadans, Kristín Bergs- dóttir kennir sömbu og Álfheið- ur Anna Pétursdóttir kennir afró. „Ég hef alltaf haft gaman af því að dansa og einnig hef ég áhuga á fjarlægum og ólíkum menn- ingarheimum. Ég kolféll fyrir þessu. Við munum öll gefa vinnu okkar og Baðhúsið leggur til að- stöðuna svo allur ágóðinn rennur óskiptur til UN Women. Fullt verð fyrir námskeiðið er 18.900 krónur. Innifalið í því eru tveir danstímar í viku í fjórar vik- ur auk kynningarkvölds í upphafi og lokahátíðar. Námsmönnum og viðskiptavinum Baðhússins býðst 20 prósenta afsláttur af heildar- verði. Í boði verður einnig að taka eina, tvær eða þrjár vikur af nám- skeiðinu. Damo Suzuki leikur undir Metropolis Damo Suzuki, fyrrum söngvari súrkálssveitarinnar CAN, verð- ur sérstakur gestur RIFF í haust. Suzuki kemur hingað í tilefni þess að Þýskaland er í kastljósinu á hátíðinni að þessu sinni. Hann flytur tónlist undir kvikmynd Fritz Lang, Metropolis, frá árinu 1927. Kvikmyndatónleikarnir fara fram í Gamla bíói 3. október. Auk þess sýnir RIFF mynd um tón- leikaferðalag Damo Suzuki um Bandaríkin árið 1998, Over the Air í leikstjórn Peter Braatz. Fallegar bækur Bókbandsefnið er ítalskt og gæðalegt. „Engan veginn nógu ógnvekjandi Jón Ingi Stefánsson joningi@dv.is Bíómynd Frost Leikstjóri: Reynir Lyngdal Handrit: Jón Atli Jónasson Leikarar: Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Björn Thors, Valur Freyr Einarsson, Hilmar Jónsson, Helgi Björnsson. 80 mínútur n Hefði kannski virkað betur sem stuttmynd n Mikið um óþarfa Frost Mikið hefur verið látið með myndina fyrirfram en þegar á hólminn var komið var uppskeran rýr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.