Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 23
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 8. júlí 2011. I Mál þetta, sem dómtekið var 26. maí sl., er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af Kim Gram Laursen, búsettum í Danmörku, með stefnu birtri 10. janúar 2011, á hendur Jóni Bjarka Magnússyni, Kristnibraut 75, Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: 1. Þess er krafist að eftirfarandi ummæli í stafliðum A til E, sem birt voru í helgarblaði DV, föstudaginn 12.nóvember 2010, og stefndi ber ábyrgð á samkvæmt 2. mgr. 15. gr. prentlaga nr. 57/1956, verði dæmddauð og ómerk. A. Konan segir þær hræddar við föður sinn sem hafi beitt þær andlegu og líkamlegu ofbeldi. B. ... sem flúði með dætur sínar hingað til lands í október eftir að hafa fengið nóg af því semhún segir vera ofbeldi og ofsóknir barnsföður síns. C. Hjördís sakar föðurinn um andlegt og líkamlegt ofbeldi sem og vanrækslu. ... og afhendaþau ofbeldisfullum föður þeirra. D. Hún segir hann hafa fylgst með þeim og haldið ofbeldinu áfram. E. Þetta hafi í raun fyllt mælinn en fram að því hafi hann verið búinn að beita hana andleguog sem og líkamlegu ofbeldi í nokkurn tíma. 2. Gerð er krafa um að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 1.000.000 króna í miskabætur meðdráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 16. desember 2010 til greiðsludags. 3. Þess er krafist að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 400.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu, þ.e. forsendna og dómsorðs, í tveimur dagblöðum. Til vara er krafist birtingarkostnaðar að álitum. 4. Þess er krafist að forsendur og dómsorð dóms í málinu verði birt í næsta tölublaði DV eftir að dómur gengur, sbr. 22. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt. 5. Þá er sú krafa gerð að stefndi verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt síðar framlögðumálskostnaðaryfirliti auk virðisaukaskatts. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af dómkröfum stefnanda. Þá krefst hann málskostnaðar. [...] Í máli þessu er deilt um ábyrgð stefnda á ummælum sem birtust í grein í helgarblaði DV sem út kom 12. nóvember 2010 og bar yfirskriftina „RÁÐUNEYTIÐ UNDIRBÝR BROTTFLUTNING BARNA“. Blaðagreinin, sem byggist m.a. á viðtölum stefnda við Hjördísi Aðalheiðardóttur og systur hennar Ragnheiði Rafnsdóttur, fjallar um að lögmaður dóms- og mannréttindaráðuneytisins hóti aðgerðum í máli Hjördísar sem hafi flúið með dætur sínar og stefnanda til Íslands. Hafi lögmaðurinn sent henni bréf þar sem þess er krafist að dæturnar verði sendar til Danmörku á grundvelli Haag-samningsins um brottnám barna. Lýsir Hjördís því að stefnandi, sem nafngreindur er í greininni, hafi beitt hana og dæt- urnar andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá hafi hann vanrækt þær. Hún hafi komið að lokuðum dyrum hjá yfirvöldum í Danmörku og biðla hún og fjölskylda hennar til dómsmála- ráðneytisins og spyr hvort ekkert sé hægt að gera. Ummælin sem krafist er ógildingar á eru eftirfarandi: A. Konan segir þær hræddar við föður sinn sem hafi beitt þær andlegu og líkamlegu ofbeldi. B. ... sem flúði með dætur sínar hingað til lands í október eftir að hafa fengið nóg af því sem hún segir vera ofbeldi og ofsóknir barnsföður síns. C. Hjördís sakar föðurinn um andlegt og líkamlegt ofbeldi sem og vanrækslu. ... og afhenda þau ofbeldisfullum föður þeirra. D. Hún segir hann hafa fylgst með þeim og haldið ofbeldinu áfram. E. Þetta hafi í raun fyllt mælinn en fram að því hafi hann verið búinn að beita hana andlegu og sem og líkamlegu ofbeldi í nokkurn tíma. Af hálfu stefnda hefur því ekki verið mótmælt að ummælin, sem stefnt er út af, feli í sér ærumeið- andi aðdróttanir í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og þau séu ósönnuð. Sýknukrafa stefnda byggist á því að hann beri ekki ábyrgð á ummælun- um þar sem þau séu réttilega höfð eftir viðmælendum hans. Vísar stefndi í því samhengi til þess að umfjöllunarefni greinarinnar hafi átt erindi til almennings og njóti því verndar tjáningarfrelsisákvæðis 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Tilefni skrifanna hafi m.a. snúist um andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum í tengslum við forsjárdeilur foreldra og hafi honum því verið óhjákvæmilegt og nauðsynlegt að vísa til þess með almennum hætti að konan ásakaði manninn um ofbeldi. Dómurinn getur ekki fallist á þessi sjónarmið stefnda. Umrædd grein fjallar ekki almennt um of- beldi gegn börnum eða hvernig hið opinbera taki á málum sem varði ofbeldi gegn börnum í tengslum við forsjárdeilur foreldra. Á engan hátt er reynt að varpa mynd á hvernig háttað er meðferð forsjármála eða afhendingarmála t.d. með viðtölum við sérfræðinga sem við þau starfa eða með umfjöllun um Haag-samninginn um brottnám barna. Einungis er um að ræða umfjöllun um tiltekið mál, þ.e. kröfu um afhendingu dætra stefnanda til Danmerkur, sem átti takmarkað erindi til almennings enda um að ræða umfjöllun um hagsmuni sem verndaðir eru af friðhelgisákvæði 71. gr. stjórnarskrár. Umfjöllun stefnda um persónuleg málefni stefnanda og fjölskyldu hans í umræddri blaðagrein í DV verður því ekki réttlætt með vísan til tján- ingarfrelsisákvæða stjórnarskrár eða mannréttindasáttmála Evrópu. Lögð hefur verið fram yfirlýsing frá Hjördísi Aðalheiðardóttur og systur hennar, Ragnheiði Rafns- dóttur, þar sem fram kemur að allt sem haft sé eftir þeim í blaðagrein stefnda sé rétt og að hann hafi haft fulla heimild til að birta ummælin. Þar sem stefndi er tilgreindur sem höfundur texta og hefur ekki mótmælt því að hafa samið greinina telst hann vera höfundur hennar í skilningi 2. mgr. 15. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956 og ber sem slíkur ábyrgð á henni. Eins og fram hefur komið í dómum Hæstaréttar, í málum 328/2008 og nr. 329/2010, breytir þá engu hvort viðmælendur hans kunni einnig að geta talist höfundur greinarinnar í skilningi þessa ákvæðis. Af hálfu stefnda hefur því verið haldið fram að ný lög um fjölmiðla nr. 38/2008, sem tóku gildi 20. apríl sl., standi því í vegi að hann verði látinn sæta ábyrgð í máli þessu. Samkvæmt 2. ml. a-liðar 1. mgr. 51. gr. laganna séu blaðamenn ábyrgðarlausir hvað viðkemur útbreiðslu meiðandi ummæla sem réttilega séu höfð eftir nafngreind- um einstaklingi, þ.e. ábyrgðina beri viðkomandi einstaklingur. Telur stefndi að beita eigi ákvæðinu með afturvirkum hætti. Beri að horfa til 2. gr. almennra hegningarlaga í þeim efnum. Vísar hann sér- staklega til þess að í 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga sé kveðið á um að „aðrar afleiðingar verkn- aðar“, sem refsinæmi verknaðar að eldri lögum leiddi af sér, falli niður. Taldi stefndi ómerkingu ummæla og skaðabætur falla þar undir. Þessi málsástæða stefnda kom fyrst fram í munnlegum málflutningi. Þar sem umrædd fjölmiðlalög tóku ekki gildi fyrr en 20. apríl sl., þ.e. eftir að stefndi skilaði greinargerð sinni, er málsástæðan ekki of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga um meðferð einkamála, enda hefur henni ekki verið andmælt af hálfu stefnanda sem slíkri. Hin nýju lög um fjölmiðla hafa ekki að geyma ákvæði um lagaskil hvað varðar ábyrgð á ritefni. Það er viðurkennd lögskýringar- regla, að nýjum lögum verði ekki beitt afturvirkt borgurunum til óhagræðis, ef lögin mæla ekki fyrir um annað. Í stjórnarskrá, er að finna sérstök ákvæði um bann við afturvirkni refsilaga og skattalaga. Í 2. gr. almennra hegningarlagaer kveðið á um hvaða áhrif það eigi að hafa á refsingu ef refsilöggjöf breytist frá þeim tíma er verknaður var framinn til þess er refsingu hefur verið fullnægt að öllu leyti. Er meginreglan sú að yngri lög skuli leggja til grundvallar þótt brot hafi verið framin í gildistíð eldri laga. Þó eru þær undantekningar gerðar að aldrei má refsa fyrir verknað sem var refsilaus á þeim tíma sem hann var framinn og að aldrei megi beita þyngri refsingu. Í 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga eru ákvæði um áhrif þess að refsinæmi verknaðar hefur fallið brot eftir að refsing hefur verið dæmd fyrir slík brot en áður en hún hefur verið framkvæmd. Er þá mælt fyrir um að hún falli niður, sem og aðrar af- leiðingar verknaðar sem refsinæmi hans að eldri lögum leiddi af sér, að undantekinni skyldu til greiðslu sakarkostnaðar. Að mati dómsins getur ákvæði 2. gr. hegningarlaga ekki átt við ómerkingu ummæla og skaðabótaskyldu, eins og haldið er fram af stefnda, enda er ómerking ummæla og skaðabætur ekki refsing í skilningi refsiréttar. Þá er sérstaklega kveðið á um það í greinargerð með frumvarpi sem varð að almennum hegningarlög- um nr. 19/1940 að önnur réttaráhrif verknaðar, sem ekki eru háð refsinæminu, t.d. skaðabótaskylda, haldist, þótt refsing falli niður samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 2. gr. laganna. Verður sýknukrafa stefnda því ekki tekin til greina á þessum grundvelli. Í hinum umstefndu ummæl- um í stafliðum A, B, C, D og E er stefnanda borin á brýn refsiverð háttsemi sem fellur undir 217. gr. eða 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hann hafi beitt fyrrum eiginkonu sína og dætur þeirra ofbeldi. Þá fellur háttsemi sem hann er sak- aður um gagnvart dætrum sínum enn fremur undir 98. gr. barna- verndarlaga nr. 80/2002. Varða ummælin við 235. gr. almennra hegningarlaga, enda fela þau í sér fullyrðingar sem engum stoðum hefur verið skotið undir að séu réttar. Því hefur heldur ekki verið andmælt af hálfu stefnda eins og áður er rakið. Þessi ummæli verða því dæmd dauð og ómerk eftir 241. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið fól umfjöllun stefnda, sem birtist í víðlesnu blaði sem gefið er út í hagnaðarskyni, í sér ærumeiðingar í garð stefnanda. Með þessu hefur verið framin meingerð gegn persónu stefnanda sem stefndi ber miskabótaábyrgð á samkvæmt b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að öllu virtu þykja miskabætur til stefn- anda hæfilega ákveðnar 500.000 krónur með vöxtum svo sem greinir í dómsorði. Með vísan til 1. og 2. mgr. 22. gr. laga um prentrétt nr. 57/1956, er fallist á kröfu stefnanda um að forsendur og niðurstöðu dóms þessa skuli birta í næsta tölublaði DV sem út kemur eftir uppsögu dómsins. Breytir engu um þá kröfugerð þótt útgefandi blaðsins eigi ekki aðild að málinu, enda hvílir þessi skylda á honum lögum samkvæmt. Hefur Hæstiréttur fallist á kröfu um birtingu í samb- ærilegu tilviki sbr. dóm réttarins í máli nr. 329/2010. Ekki er hins vegar ástæða til þess að gera stefnda að greiða stefnanda kostnað til að standa straum af frekari opinberri birtingu dómsins. Eftir þessum úrslitum verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn 750.000 krónur að með- töldum virðisaukaskatti. Kolbrún Sævarsdóttir, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn. Framangreind ummæli í staflið- um A, B, C, D og E skulu vera dauð og ómerk. Stefndi, Jón Bjarki Magnússon, greiði stefnanda, Kim Gram Laursen, 500.000 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. desember 2010 til greiðsludags. Birta skal forsendur og niður- stöðu dóms þessa í fyrsta tölublaði DV sem út kemur eftir uppsögu dómsins. Stefndi greiði stefnanda 750.000 krónur í málskostnað. Að kröfu Hæstaréttar Mál þetta, sem dómtekið var 1. desember sl., er höfðað 23. júní 2011 af Ólafi Einarssyni, Sævangi 37, Hafnarfirði, og Björgu Marteins- dóttur, sama stað, á hendur DV ehf., Tryggvagötu 11, Reykjavík, en til vara á hendur Jóhannesi Kristjáni Krist- jánssyni, Trönuhjalla 1, Kópavogi. Undir rekstri málsins var fallið frá kröfum á hendur varastefnda. Endanlegar dómkröfur stefnenda eru þær, að stefnda verði dæmt til þess að greiða hvoru stefnenda um sig skaðabætur að fjárhæð 171.324 krónur með dráttarvöxtum sam- kvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 23. júlí 2011 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun til hvors stefnenda um sig 22. júní 2011 að fjárhæð 16.324 krónur. Til vara er þess krafist, að stefnda verði dæmt til þess að greiða hvoru stefnenda um sig skaðabætur að álitum með dráttarvöxtum eins og í aðalkröfu greinir. Þá er gerð sú krafa, að forsendur og dómsorð dóms í málinu verði birt í næsta tölublaði DV eftir að dómur gengur í málinu. Þá er krafist málskostnaðar auk virðisaukaskatts. Af hálfu stefnda er krafist sýknu af öllum kröfum stefnenda, en til vara, að kröfur þeirra verði lækkaðar verulega. Þá er krafist málskostn- aðar. [...] Stefnendur höfða mál þetta til heimtu skaðabóta vegna ólöglegar myndbirtingar í helgarblaði DV 16.- 18. júlí 2010, en þeir eru höfundar að myndunum. Stefnda telur sig þegar hafa greitt fyrir notkun myndanna að fullu. Myndirnar, sem um ræðir eru and- litsmyndir af hvoru stefnenda, sem hitt tók, og voru birtar í tengslum við umfjöllun stefnda um vefsíðu á vegum stefnenda, þar sem kynnt eru ýmis meðferðarúrræði í Mexíkó, sem virðast hafa komið sjúklingum með fjölbreytta sjúkdóma að gagni. Í umfjöllun stefnda, sem myndirnar voru birtar við, er gefið í skyn með fyrirsögn greinarinnar, að þar sé fjallað um fólk, sem sé að selja lækningu við MND og krabbameini, án þess að finna megi slíkri umfjöll- un stað í greininni. Var umfjöllun stefnda kærð til siðanefndar Blaða- mannafélags Íslands, sem komst að því í úrskurði sínum 2/2010-2011 frá 9. nóvember 2010 að fyrirsagnir stefnda ættu sér ekki stoð í umfjöll- uninni sjálfri, hvað MND-sjúkdóminn varðaði, en einungis sá þáttur var kærður, og því hefði stefnda brotið gegn siðareglum Blaðamannafé- lagsins. Þá taldi siðanefndin brotið ámælisvert. Af hálfu stefnenda er því haldið fram, að um sé að ræða höfundarverk stefnenda, sem falli undir 2. mgr. 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972 sem ljósmyndalist og njóti því verndar samkvæmt I. kafla höfundalaga nr. 73/1972. Er því mótmælt af hálfu stefnda. Myndirnar eru, eins og áður greinir, einfaldar andlitsmyndir, sem nýttar eru á vefsvæðinu www. sjonarholl.is til að kynna þá, sem standa að Gleraugnaversluninni Sjónarhóli ehf. Getur dómurinn ekki fallist á, að umræddar ljósmyndir teljist listaverk í skilningi 2. mgr. 1. gr. höfundalaga nr. 73/1972, enda þótt fallist sé á, að stefnendur séu höfundar verkanna. Til þess þykja þær skorta bæði listræna sköpun og frumleika. Njóta þær því ekki verndar samkvæmt 2.-4. gr. laganna. Í 1. mgr. 49. gr. laganna er hins vegar að finna ákvæði, sem veitir ljósmyndum, sem ekki njóta verndar laganna sem listaverk samkvæmt 2. mgr. 1. gr., en þar segir, að eftirgerð slíkra ljósmynda sé óheimil án samþykkis ljósmyndara eða þess aðila, sem rétt hans hefur hlotið. Þá segir, að enn fremur sé óheimilt að birta slíka mynd án samþykkis rétthafa. Sé slík mynd birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings, eigi ljósmyndarinn eða síðari rétthafi kröfu til þóknunar. Eiga ákvæði 1. mgr. 49. gr. laganna við um þær ljósmyndir, sem um ræðir í málinu, og njóta stefnendur málsins réttarverndar samkvæmt því. Kemur lögjöfnun frá ákvæðum 4. gr. laganna um verkin ekki til álita hér. Í málinu er ekki deilt um birtingu myndanna eða það, að stefnda hafi ekki fengið samþykki stefnenda fyrir birtingu þeirra, heldur um fjárhæð og hvernig ákvarða skuli þá þóknun, sem greiða skuli stefn- endum fyrir myndbirtinguna, fyrir hversu margar birtingar myndanna skuli greiða og hvort stefnendur eigi rétt á miskabótum úr hendi stefnda vegna birtingar myndanna. Stefnda telur sig þegar hafa greitt hæfilega þóknun fyrir notkun myndanna og hafnar kröfu stefnenda um bætur fyrir miska og telur lagaskilyrði fyrir slíkri kröfu ekki uppfyllt. Í 1. mgr. 49. gr. höfundalaga er getið réttar ljósmyndara eða þess aðila, sem rétt hans hefur hlotið, til þóknunar vegna eftirgerðar ljós- myndar, sem uppfyllir ekki skilyrði listaverks samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna, en í lögunum er ekki að finna upplýsingar um það, hvernig sú þóknun skuli fundin út. Í málinu hefur verið lögð fram gjaldskrá Myndstefs, samtaka höfundarétt- arhafa, sem hefur þann tilgang að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra birtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á því sviði, s.s. með innheimtu þóknunar fyrir notkun á höfundarétti félags- manna og koma þeim til skila til þeirra. Í framlagðri gjaldskrá segir í almennum skilmálum, að til þess að fá notkunarleyfi á vernduðum myndverkum þurfi að senda samtökunum beiðni þar um ásamt nánar tilgreindum upplýsingum, s.s. um tilgang birtingarinnar og upplagsstærð útgáfu. Þá segir, að þóknun samkvæmt gjaldskránni tryggi rétt til að nota umsamið myndverk í samræmi við skilmála. Enn fremur er þar tekið fram, að gjaldskráin sé viðmiðunargjaldskrá, sem heimilt sé að víkja frá til hækk- unar eða lækkunar. Um óheimila notkun á vernduðum myndverkum segir, að þegar skilmálar gjaldskrár- innar séu ekki virtir, geti Myndstef fyrir hönd viðkomandi höfundar krafist bóta í formi hækkunar á gjaldskrá allt að 100% og um endur- tekin not af sama myndverki segir: „Ekki skal borga aukalega fyrir not af einni smámynd (thumbnail) sem vísar til stærra afrits í sömu útgáfu.“ Í gjaldskránni kemur fram, að þóknun fyrir birtingu myndar, sem nemur allt að 1/8 úr síðu í dagblaði, vikublaði, tímariti eða fagblaði, sem hefur minna upplag en 10.000 en eintök nemur 8.676 krónur, en sambærileg þóknun fyrir birtingu í stærra upplagi, allt að 50.000 eintökum nemur 10.845 krónur. Stefnda greiddi hvoru stefnenda um sig 8.676 krónur í byrjun júní til lúkningar málinu í samræmi við gjaldskrá Myndstefs, og 16.324 krónur 22. júní 2011 eða degi áður en mál þetta var höfðað og þingfest. Telur stefnda sig þegar hafa greitt umfram skyldu. Þá bendir stefnda á, að gjaldskrá Myndstefs eigi við um þá, sem hafi atvinnu af því að taka ljósmyndir og eigi því rétt á hærri bótum af óheimilli notkun, en þeir, sem ekki hafi af því atvinnu. Gjaldskrá Myndstefs verður ekki lögð til grundvallar í máli þessu. Stefnendur eru ekki aðilar að samtökunum og gera heldur ekki kröfu á grundvelli gjaldskrár- innar, enda þótt þeir hafi hana til hliðsjónar við kröfugerð sína. Þá verður ekki fallist á, að gjaldskrá Myndstefs kveði á um hærri bætur en stefnendur eigi rétt á, þar sem hún taki til atvinnuljósmyndara. Í gjaldskránni kemur fram, að þar sé um viðmiðunargjaldskrá, sem heimilt sé að víkja frá bæði til hækkunar eða lækkunar. Verður því ekkert ráðið um hámarks- eða lágmarksfjárhæð þóknunar eða nokkurn samanburð í þeim efnum. Má auk þess gera ráð fyrir því, að verk atvinnuljósmyndara geti fallið undir 2. mgr. 1. gr. höfundalaga og þar með notið ríkrar réttarvernd- ar, en þegar hefur verið lagt til grundvallar, að verk stefnenda njóti réttarverndar samkvæmt 1. mgr. 49. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Ákvæði gjaldskrárinnar, sem kæmu þar að auki til álita í málinu, eiga aðeins við, þegar um aðildarfélaga Myndstefs væri að ræða, sem gætu þar með gert ráð fyrir, að til slíkra aðstæðna gæti komið, að myndir þeirra yrðu birtar í heimildarleysi, eins og skil- málar gjaldskrárinnar gera ráð fyrir. Á það ekki við í fyrirliggjandi máli. Á hinn bóginn verður gjaldskráin og almennir skilmálar hennar hafðir til hliðsjónar við ákvörðun þóknunar, enda getur þar verið að finna vís- bendingar um það, hvernig þessum málum er almennt háttað. Bótakrafa stefnenda er vegna fjártjóns og miska og byggist á 56. gr. höfundaga og 49. gr. eftir atvikum. Í málatilbúnaði stefnenda er lagt til grundvallar, að þeir eigi rétt á bótum vegna óheimillar myndbirtingar, sem nemur þrefaldri grunnfjárhæð gjaldskrárinnar, 10.845 krónur, sem miða við upplag útgáfu, sem er 10.000 eintök eða fleiri, en í málinu er upplýst, að upp- lag útgáfu helgarblaðs DV 16.-18. júlí 2010 var 10.000 eintök. Þannig nemi krafan 32.535 krónum fyrir hverja mynd, en stefnendur halda því fram, að hvor mynd hafi birst tvisvar í blaðinu. Er því mótmælt af hálfu stefnda. Í almennum skilmálum gjaldskrárinnar segir, þegar um endurtekin not af sama myndverki sé að ræða, að þá skuli ekki borga aukalega fyrir not af einni smámynd, sem vísi til stærra afrits í sömu útgáfu. Með hliðsjón af því verður fallist á það með stefnda, að ekki sé um endurtekin not að ræða, sem greiða beri þóknun fyrir, heldur sé um að ræða smámyndir, sem vísi beint til þeirra stærri, sem birtar eru á sömu opnu. Í 1. mgr. 56. gr. höfundalaganna segir, að sá, sem brotið hafi gegn lögunum af ásetningi eða gáleysi, skuli greiða bætur vegna brotsins. Þótt brotið sé framið í góðri trú, sé heimilt að ákveða þeim, sem orðið hafi fyrir tjóni bætur úr hendi hins brotlega. Í 2. mgr. sömu greinar seg- ir, að við ákvörðun bóta samkvæmt 1. mgr. skuli ekki eingöngu miða við það beina fjártjón, sem höfundur eða annar rétthafi hafi orðið fyrir, heldur beri auk þess að líta til þess fjárhagslega hagnaðar, sem hinn brotlegi hafi haft af brotinu. Verði ekki færðar sönnur á tjón brotaþola eða hagnað hins brotlega, skuli ákveða bætur að álitum hverju sinni. Við ákvörðun þóknunar sam- kvæmt 1. mgr. 49. gr. höfundalaga, sem teljast vera skaðabætur stefnenda vegna fjártjóns, verður ekki litið hjá því, að myndirnar voru teknar af vefsvæði stefnenda, www.sjonarholl.is, og birtar í DV án heimildar og án nokkurs samhengis við það efni, sem finna má á því vefsvæði. Hefur ekki verið sýnt fram í málinu að með nokkru móti hafi verið reynt að leita samþykkis stefnenda fyrir myndbirtingunni. Þá liggur fyrir, að myndir stefnenda voru birtar í atvinnu- og ávinn- ingsskyni, en ekkert liggur fyrir um hagnað stefnda vegna birtingar- innar. Verða bæturnar því metnar að álitum að teknu tilliti til þeirra fjárhæða, sem stefnda hefur þegar greitt stefnendum. Stefnendur gera enn fremur kröfu um miskabætur úr hendi stefnda. Er því hafnað af hálfu stefnda, að stefnendur geti haldið uppi slíkri kröfu, þar sem áskilnaði laga sé ekki fullnægt, svo verða megi við kröf- unni, enda séu þeim tryggðar fullar bætur með þóknun. Þá eigi ákvæði höfundalaga um miskabætur ekki við um slík verk og um ræði í máli þessu. Í 2. mgr. 56. gr. segir, að dæma megi höfundi eða öðrum rétthafa bætur fyrir miska vegna brots á lög- unum. Er ákvæðið ekki bundið við höfunda verka, sem njóta verndar samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna, en þegar liggur fyrir brot stefnda gegn ákvæðum 49. gr. laganna. Líta verður til þess, að stefnda sótti, eins og áður greinir, myndirnar á vefsvæðið www.sjonarholl.is, og birti án heimildar í DV í atvinnu- og ávinningsskyni. Var framsetning myndanna ekki í nokkru samhengi við umfjöllun á því vefsvæði, enda þótt þess hafi verið getið, að myndirnar hafi verið sóttar þangað. Þá voru fyrirsagnir blaðsins misvísandi um innihald efnisum- fjöllunarinnar, sem myndirnar voru settar í samhengi við og umfjöllunin öll stefnendum ekki þóknanleg. Var framsetning fyrirsagnanna jafnframt staðfest sem brot á siða- reglum Blaðamannafélags Íslands og talið ámælisvert. Verður þetta ekki sundur slitið. Þykja stefnendur því eiga rétt á bótum fyrir miska vegna brota stefnda á lögunum og lögvörðum réttindum þeirra, og verða þær einnig metnar að álitum. Þykir sýnt, að stefnda hafi brotið gegn hagsmunum stefnenda með þeim myndbirtingum, sem áður greinir. Verða bætur til handa stefnenda vegna fjártjóns og miska metnar einu lagi og að álitum. Verður því ekki greint milli fjárhæðar bóta vegna fjártjóns, þóknunar, sem stefnda kveðst þegar hafa greitt að fullu, og bóta fyrir miska. Þykja bæt- urnar hæfilega ákvarðaðar 150.000 krónur til handa hvoru þeirra. Skulu þær bera dráttarvexti eins og krafist er og nánar greinir í dómsorði, en frá þeim skal draga innborgun í samræmi við endanlegar dómkröfur stefnenda. Við ákvörðun bóta er höfð hliðsjón af innborgun stefnda fyrir málshöfðun. Stefnendur gera þá kröfu, að forsendur og niðurstaða dómsins verði birtar í næsta tölublaði DV eftir að dómur gengur í málinu í samræmi við 1. og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt og 59. gr. c. höfundalaga. Af hálfu stefnda er því mótmælt. Ákvæði 22. gr. laga nr. 57/1956 voru felld úr gildi með 65. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011, sem tóku gildi 21. apríl 2011. Koma þau ákvæði því ekki til álita í málinu. Í 1. mgr. 59. gr. c. höfundalaga, sbr. 13. gr. laga nr. 93/2010, segir, að í dómi, þar sem kveðið sé á um brot á lögunum eða ráðstafanir samkvæmt 55. gr. laganna, megi að beiðni brotaþola mæla fyrir um birtingu dómsins að hluta eða í heild. Skuli birtingin fara fram með þeim hætti og í þeim mæli, sem sanngjarnt megi teljast. Í 2. mgr. segir svo, að hinn brotlegi skuli annast og kosta birtinguna. Í athugasemdum við 13. gr. laga nr. 93/2010, sem festi í lög umrætt ákvæði, segir, að ákvæði 1. mgr. taki mið af 15. gr. tilskipunar Evrópuþingsins um fullnustu hugverkaréttinda 2004/48/EB, þar sem sé að finna heimild til að mæla fyrir um birtingu ákvarðana á því réttarsviði. Birting ákvarðana sé talin hafa forvarnargildi gagnvart öðrum hugsanlegum brotamönnum og gegni hlutverki í vitundarvakn- ingu almennings um virðingu fyrir hugverkaréttindum. Lagt sé til, að ákvæðið nái jafnt til áfellisdóma í einkamálum sem sakamálum, svo og til dóma þar, sem kveðið sé á um ráðstafanir samkvæmt 55. gr. höfundalaga. Ekki sé lagt til, að ákvæðið nái til úrlausna sýslumanns, t.d. um lögbann, eða til annarra úrlausna dómara en eiginlegra dóma. Enda þótt tekið verði undir þau sjónarmið stefnda, að engin sérstök ástæða sé fyrir birtingu dómsins, þá verður að telja það mikilvægt hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um dóma og réttarstöðu þeirra almennt, ekki síst þegar fjölmiðlar misstíga sig og brjóta gegn réttindum borgaranna. Þá er fallist á, að birting forsendna og niðurstöðu dómsins sé í samræmi við tilgang ákvæðis 59. gr. c. höfundalaga, enda getur birtingin haft nokkuð forvarnargildi gagnvart öðrum hugsanlegum brotamönn- um og getur gegnt hlutverki í vitundarvakningu almennings um virðingu fyrir hugverkaréttindum almennt, enda þótt í þessu máli sé aðeins um að ræða óheimila notkun ljósmynda, sem njóta verndar 1. mgr. 49. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Verður því fallist á, að stefnda verði gert að birta forsendur og niðurstöður dóms þessa í DV, en ekki þykir ástæða til að veita stefnda skemmri frest til þess en einn mánuð frá uppkvaðningu dómsins. Í samræmi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnda dæmt til að greiða stefnendum málskostnað, sem þykir hæfilega ákvarðaður 160.000 krónur til handa hvoru stefnenda, og hefur þá verið tekið tillit til skyldu stefnenda til þess að greiða virðis- aukaskatt af málflutningsþóknun og áður greindrar innborgunar á þóknun lögmanns stefnenda. Andmæli stefnda við drátt- arvaxtakröfu og upphafsdegi dráttarvaxta eru órökstudd. Við uppkvaðningu dómsins var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Af hálfu stefnenda flutti málið Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hrl., en af hálfu stefnda flutti máli Ólafur Örn Svansson, hrl. Dóm þennan kveður upp Hrannar Már S. Hafberg, settur héraðs- dómari. DÓMSORÐ: Stefnda, DV ehf., greiði stefnendum, Ólafi Einarssyni og Björgu Marteins- dóttur, 150.000 krónur hvoru um sig, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 23. júlí 2011 til greiðsludags, allt að frádregnum 16.324 krónum, sem greiddar voru hvoru þeirra 22. júní 2011. Stefnda, DV ehf., birti forsendur og niðurstöðu dóms þessa í dagblaðinu DV innan mánuðar frá uppkvaðningu dómsins. Stefnda greiði hvoru stefnenda 160.000 krónur í málskostnað. Að kröfu Héraðsdóms Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.