Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2012, Síða 25
Fólk 25Mánudagur 10. september 2012 Nýr vand- ræðagemlingur í Hollywood S vo virðist sem Hollywood hafi eignast nýjan vand- ræðagemling. Leikkon- an unga, Amanda Bynes, hefur verið ákærð fyrir að hafa lent í árekstri og ekið af slys- stað tvisvar sinnum og hefur nú misst bílprófið. Þetta kemur fram í Los Angeles Times. Leikkonan, sem er 26 ára, gæti verið á leið í eins árs fangelsi en mál hennar verður tekið fyrir þann 27. sept- ember. Bynes hefur einnig verið tekin fyrir að aka undir áhrifum áfengis. n Leikkonan Amanda Bynes gæti verið á leið í fangelsi Unglingastjarna Leikkonan sló ung í gegn og hefur hingað til verið til fyrirmyndar. Sjúskuð Leikkonan er með fölbleikt hár og var frekar sjúskuð þegar lögreglan handtók hana eftir enn einn áreksturinn. Háskólamennt- aðar stjörnur n Margar Hollywood-stjörnur með góðan námsferil Gerard Butler Vildi verða lögfræðingur Skoska kyntröllið Gerard Butler fór í Háskólann í Glasgow og ætlaði að verða lögfræðingur. Hann stóð sig með ágætum og var valinn formaður skólafélagsins. Á meðan hann bjó í London á tíunda áratugnum var hann svo uppgötvaður af leikstjóranum Steven Berkof sem sá hann fyrir sér sem Kóriolanus, Shakespeares. Framhaldið vita allir, leikhæfileikar hans Gerards nýtast betur á hvíta tjaldinu en í réttarsalnum. Beatrice prinsessa Með tvær BA-gráður Skrautlegur hatturinn gefur ekkert til kynna um gáfur Beatrice. Hún var aðeins 23 ára gömul þegar hún útskrifaðist frá Goldsmiths í London með tvær BA-gráður, eina í mannskynssögu og aðra í hugmynda- sögu. Elizabeth Banks Sló í gegn í skóla Elizabeth Banks lærði leiklist í Háskólanum í Pennsylvaníu. Hún gegndi nafninu Liz Mitchell í þá daga. Lokaverkefni hennar í skólanum var hlutverk í leikritinu On The Verge og frammistöðu hennar í því verki er enn minnst. Hugh Laurie Fjölhæfur Hugh Laurie er víst mörgum gáfum gæddur. Hann er leikari, tónlistarmaður og rithöf- undur. Hugh lærði í Cambridge-háskóla og útskrifaðist þaðan með tvær gráður, eina í fornleifafræði og aðra í mannfræði. Dolph Lundgren Afþakkaði styrk Þessi risavaxni, sænski leikari sem er hvað þekktastur fyrir að taka að sér hlutverk He-Man, er með meistaragráðu í efnaverk- fræði frá háskólanum í Sydney. Hann fékk styrk til að nema í MIT en afþakkaði hann til að sinna leiklistinni. n Níu ára hjónabandi lokið Grínistar skilja G rínistarnir Amy Poehler og Will Arnett hafa ákveðið að skilja. Þau giftu sig í ágúst 2003. Amy, sem er fertug og þekktust fyrir hlutverk sitt í grínþátt- unum Parks and Recreation dásam- aði eiginmanninn í viðtali við People árið 2005: „Ég er svo örugg hjá hon- um. Allir dagar eru ævintýri hjá okk- ur.“ Leikarinn, sem er 42 ára og lék meðal annars í Arrested Develop- ment, sagði í viðtali við sama blað árið 2009 að hann hefði kolfallið fyr- ir Amy í fyrsta skiptið sem hann sá hana. „Ég sagði við sjálfan mig að ég ætlaði að giftast þessari stelpu.“ Leik- ararnir eiga saman tvo syni, Archie, þriggja ára og Abel tveggja ára. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.