Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Side 3
SjálfStæðiSmenn
ætla Sér StórSigur
Þ
etta er bara ofbeldi,“ seg-
ir móðir unglings í 8. bekk í
Hagaskóla sem telur skólann
ekki taka á agavanda í ung-
lingadeild skól ans. Vandinn
byggir á því að nemendur í 10. bekk
skólans hafa komið sér upp ákveðnu
busakerfi þar sem yngri nemendur
eru hrelltir. Það er að segja, að yngri
nemendur í unglingadeild þurfa að
hlýða ægivaldi þeirra, annars hljóti
þeir verra af og eru jafnvel teknir fyrir.
Verið svona lengi
„Þetta hefur verið svona í mörg ár og
alltaf er sagt að það sé verið að vinna
í þessu, en staðreyndin er sú að yngri
krakkarnir eru bara hræddir,“ segir
móðirin. Hefur því skapast sú hefð
að krakkarnir hlakka til að fara í 10.
bekk, enda geta þau þá líka látið til
sín taka gagnvart yngri nemendum.
„Þau segja þetta vera svo spennandi
því þá ráða þau eftir tvö ár.“
Nemendurnir setja þeim yngri
reglur innan skólans en refsa þeim
svo utan skólalóðarinnar óhlýðnist
þeir. Aðstoðarskólastjóri Hagaskóla
kannast við vandamálið, en segir að
veturinn hafi farið mun betur af stað
en oft áður og að samstarfið við nem-
endur og foreldra gangi afar vel að
þessu sinni.
Mega ekki fara á ákveðna staði
Meðal þess sem gengur á er að
yngri nemendurnir mega ekki fara
um ákveðna ganga skólans, með-
al annars þar sem salerni eru, sem
eru þó víðar í skólanum. „Þau bundu
til dæmis einn fastan við staur um
daginn af því að hann fór yfir álm-
una. Þau settu teip á gólfið og sögðu
hingað megið þið ekki fara.“
Unglingur sem blaðamaður DV
ræddi við sagðist ekki vera hrædd-
ur við nemendurna heldur vera afar
hamingjusamur í skólanum. Hann
væri afar sáttur í skólanum, en vissi
að það væri ákveðin álma í skólan-
um sem 8. bekkingar mættu ekki
fara um og því hættu nemendur sér
ekki þangað. Móðirin greinir frá því
að fyrir tveimur vikum hefði nem-
andiverið bundinn við staur eftir fót-
boltaleik. Hún kveðst ekki treysta sér
til að koma fram undir nafni þar sem
hún óttast að barnið sitt verði þá jafn-
vel tekið fyrir. Ljóst er því að upplifun
nemenda í skólanum er afar misjöfn.
Olweusar-áætlun og fræðsla
Ómar Örn Magnússon, aðstoðar-
skólastjóri Hagaskóla, segir skólann
vinna markvisst að eineltismálum,
en skólinn hefur verið verðlaunað-
ur fyrir átak sitt í þeim málum. Hann
kvaðst kannast við þessi átök milli
10. og 8. bekkjar, en segir að það hafi
gengið vel að taka á því máli. Skóla-
byrjun í ár hafi gengið einstaklega vel
og hafi þótt sérstök ástæða til þess að
hrósa nemendum unglingadeildar
og var foreldrum þeirra sendur póst-
ur þess efnis.
„Þetta hefur verið kölluð hefð, en
þetta er ekki svo gamalt innan skól-
ans,“ segir Ómar Örn. Hann kannast
við tilvikið um nemandann sem var
bundinn við staur, en segir að það
hafi ekki tengst átökum innan ung-
lingadeildar, heldur hafi það ver-
ið prakkarastrik sem gekk of langt.
Vel hafi gengið að vinna úr því máli í
samstarfi við foreldra og nemendur.
Ómar bendir á að í eineltiskönn-
um sem gerð var innan skólans í
nóvember í fyrra sögðu 93,4 prósent
nemenda að sér liði vel eða mjög vel
í skólanum. Hann hvetur foreldra
þessa barns til þess að hafa samband
svo hægt sé að leysa málið, enda geti
skólinn ekki aðhafst í málum sem
honum er ekki kunnugt um. n
Gæti fengið dauðadóm
n Morðingi Kristjáns Hinriks Þórssonar ákærður
S
aksóknarar í máli Jermains
Jackson, 19 ára karlmanns
sem hefur verið ákærður fyr-
ir morðið á Kristjáni Hin-
riki Þórssyni og John White í Tulsa
í Colorado í Bandaríkjunum, gætu
farið fram á dauðadóm. Jackson var
handtekinn þann 12. september síð-
astliðinn í Arkansas en morðin voru
framin fyrir utan verslun í borginni
þann 8. september.
Dauðarefsing eru lögleg í
Colorado og aðeins í Texas og
Virginíu eru fleiri fangar teknir af lífi.
Flestar aftökur eru framkvæmdar í
Colorado miðað við höfðatölu. Frá
árinu 1976 hafa hundrað fangar ver-
ið teknir af lífi í ríkinu og þar af fjórir
á þessu ári.
„Saksóknarar í Tulsa fara fram
á dauðadóm í örfáum tilfellum á
hverju ári – í innan við tíu prósentum
tilvika þegar ákært er fyrir morð af
fyrstu gráðu,“ segir Bill Braun, dóm-
fréttaritari Tulsa World fréttamið-
ilsins í samtali við DV. „Saksóknar-
ar taka þessa ákvörðun ekki fyrr en
eftir að málið er dómtekið og það
gætu liðið nokkrir mánuðir þar til
ákvörðun liggur fyrir. Þeir munu ör-
ugglega skoða málið vel, sérstaklega
þar sem um tvö morð er að ræða.
Það eru þó til dæmi þess að ekki hafi
verið farið fram á dauðarefsingu yfir
einstaklingi sem er ákærður fyrir þrjú
morð,“ bætir hann við.
Jackson situr nú bak við lás og slá í
Tulsa og er þar án þess að geta fengið
lausn gegn tryggingu. DV lagði fram
fyrirspurn til saksóknaraembættisins
í Tulsa á föstudag en henni var ekki
svarað. n
Fréttir 3Mánudagur 1. október 2012
Ekki hleypt
á klósettið
n Unnið að agavandamálum í Hagaskóla„Þau segja
þetta vera
svo spennandi
því þá ráða þau
eftir tvö ár
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Unnið í málinu Ómar Örn Magnússon,
aðstoðarskólastjóri Hagaskóla.
Mynd landsbanKinn.is
agavandi Móðirin segir
að nemendur í 10. bekk
meini þeim yngri að fara á
ákveðin salerni í skólanum.
Í haldi Jermaine Jackson hefur verið ákærður
fyrir að myrða Kristján Hinrik og John White.
n Fjölmargir ætla fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í prófkjörum n Mælist með mikið fylgi
Kjartan Ólafsson
suðurkjördæmi
Fyrrverandi þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. Settist fyrst á
þing árið 2001 og sat til 2009.
Vilhjálmur Árnason
suðurkjördæmi
Vilhjálmur er lögreglumaður
og laganemi, fæddur og
uppalinn í Skagafirði. Var
formaður Víkings, félags ungra sjálfstæð-
ismanna í Skagafirði, og er nú formaður
Freyju, Félags ungra sjálfstæðismanna í
Grindavík.
Elín Hirst
suðvesturkjördæmi
Fyrrverandi fréttastjóri á
Stöð 2 og Ríkisútvarpinu.
Hún íhugaði forsetaframboð
fyrir síðustu kosningar en ákvað að gefa
ekki kost á sér. Hún hefur gefið út að hún
sækist eftir 3. sætinu í Suðvesturkjördæmi.
Friðjón R. Friðjónsson
suðvesturkjördæmi
Friðjón stundaði nám í
stjórnmálafræði í Háskóla
Íslands. Hann starfaði um
tíma sem almannatengill hjá Góðum
samskiptum, almannatengslafyrirtæki
Andrésar Jónssonar. Hann starfaði fyrir
framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta
í síðustu kosningum. Var tímabundið
aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins.
Gunnar I. Birgisson
suðvesturkjördæmi
Fyrrverandi þingmaður og
bæjarstjóri í Kópavogi. Sagði
nýlega við DV að hann hefði
ekki tekið ákvörðun um framboð. Það var
fyrir þremur árum sem Gunnar lét af störf-
um sem bæjarstjóri Kópavogsbæjar eftir
umfjöllun um viðskipti sveitarfélagsins við
útgáfufyrirtækið Frjálsa miðlun. Í maí síð-
astliðnum var Gunnar dæmdur til að greiða
150 þúsund krónur í sekt vegna brota sem
tengdust störfum hans fyrir Lífeyrissjóð
starfsmanna Kópavogs.
Óli Björn Kárason
suðvesturkjördæmi
Ritstjóri vefsins t24 og
fyrrverandi ritstjóri AMX.
is. Hann var blaðamaður á
Morgunblaðinu frá 1984 og síðar fréttarit-
ari blaðsins í Bandaríkjunum samhliða
námi í hagfræði. Hann gaf kost á sér í 4.
sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins
árið 2009. Óli Björn hefur undanfarið verið
að þreifa fyrir sér með framboð.
Kjartan Örn
Sigurðsson
suðvesturkjördæmi
Kjartan, sem er stjórnmála-
fræðingur að mennt, hefur
gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,
meðal annars setið í umhverfis- og
samgöngunefnd hans. Hann hefur verið
formaður fræðslunefndar á Álftanesi auk
þess að vera formaður bæjarráðs. Hann
hefur tilkynnt þátttöku í prófkjöri.
Gunnlaugur Snær
Ólafsson
suðvesturkjördæmi
Gunnlaugur hefur stundað
stjórnmálafræðinám við
Háskólann í Osló og Háskóla Íslands. Hann
bjó um nokkurt skeið í Noregi þar sem hann
starfaði með Höyre-flokknum. Hann er
varaformaður Ísafoldar, ungra Evrópusam-
bandsandstæðinga. Hann starfar nú sem
upplýsingafulltrúi hjá Heimssýn – hreyf-
ingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.