Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Side 8
Mútur
Munu
8 Fréttir 1. október 2012 Mánudagur
V
iðurlög við mútum verða
hert gangi frumvarp inn-
anríkisráðherra þess efnis
í gegn. Frumvarpið er hluti
af fyrirhugaðri fullgildingu á
viðbótarbókun við samning Evrópu-
ráðsins gegn spillingu. Þá er stuðst við
tilmæli GRECO, samtaka ríkja gegn
spillingu. Ísland er meðlimur í Evrópu-
ráðinu og hefur verið frá árinu 1950.
Auk ríkja Evrópuráðsins eru Kanada,
Bandaríkin, Ísrael, Japan, Mexíkó og
Vatíkanið samstarfsaðilar GRECO.
Ákvæðin nái til alþingismanna
Árið 1996 samþykkti ráðherranefnd
Evrópuráðsins aðgerðaáætlun gegn
spillingu. Áætlunin var samþykkt
í kjölfar tilmæla evrópskra dóms-
málaráðherra á ráðstefnu sem
haldin var árið 1994 í Valletta, höf-
uðborg Möltu. Meðal helstu liða
áætlunarinnar var að leggja drög að
einum eða fleiri alþjóðasamning-
um gegn spillingu og að koma á fót
kerfi til að framfylgja skuldbinding-
um slíkra samninga. Í apríl árið
2008 samþykkti GRECO tvær skýr-
slur um Ísland. Önnur þeirra fjall-
ar um innleiðingu á mútuákvæðum
spillingarsamningsins en hin um
gagnsæi fjármögnunar stjórnmála-
starfsemi á Íslandi. Í niðurstöðu
skýrslunnar eru rakin að ákvæði ís-
lenskrar löggjafar sem varða mútur
og áhrifakaup. Þar segir að íslensk
lög séu að mestu leyti í samræmi við
ákvæði spillingarsamningsins. Þó
kemur fram að bæta megi úr varð-
andi tiltekin atriði.
„Þannig beindi GRECO meðal
annars þeim tilmælum til Íslands að
tryggja að ákvæði almennra hegn-
ingarlaga um mútur og áhrifakaup
næðu einnig til alþingismanna,
fulltrúa erlendra fulltrúaþinga sem
hefðu stjórnsýslu með höndum
sem og til erlendra gerðarmanna og
kviðdómenda.“ Þá segir að þyngja
skuli refsingar fyrir mútubrot í al-
mennri atvinnustarfsemi og skoða
hvort þyngja eigi refsingar fyrir
mútugreiðslur til opinberra starfs-
manna.
Siðareglur ráðherra og
embættismanna
Snemma á árinu voru embættis-
mönnum og ráðherrum settar siða-
reglur. Í reglunum segir að þær séu
settar í von um að efla fagleg vinnu-
brögð og auka traust á stjórnsýslunni.
Í skýrslu samhæfingarnefndar um
siðferðisleg viðmið í stjórnsýslu eru
hættur til spillingar í stjórnsýslunni út-
listaðar. Meðal þess sem nefndin taldi
til sem sérstakar hættur hér á landi er
fámennið, formleysi og skortur á fag-
mennsku; það er tilhneiging til að gera
lítið úr kvöðum sem fylgja embætti og
ábyrgð.
Nálægðin er til trafala
Rannsóknarskýrsla Alþingis tekur
einnig á spillingu í íslenskri stjórnsýslu.
Þar er bent á að mælikvarðar GRECO
á spillingu takmarkist við mútuþægni
en skýrslan segir slíka spillingu ekki
mælast á þeim kvarða. „Smæð ís-
lensks samfélags skapar miklu frem-
ur forsendur fyrir fyrirgreiðslupólitík
sem byggist á kunningsskap og ættar-
tengslum milli manna og elur á mis-
munun ekkert síður en mútuþægnin
gerir, þótt með ólíkum hætti sé. Bent
hefur verið á að slæleg vinnubrögð í
íslenskri stjórnsýslu sé nærtækast að
skýra „… með almennu agaleysi, eða
skorti á grundvallarreglum sem þrífst
vel við skilyrði smæðarinnar.“ n
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Ísland og GRECO
17. desember 1997
Samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra
starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum undirritaður.
17. ágúst 1998
Ísland fullgildir samninginn.
15. febrúar 1999
Samningurinn öðlast gildi
á Íslandi. Desember 2010
Vinnuhópur GRECO um Ís-
land samþykkir skýrslu sína.
Hópurinn lítur jákvæðum
augum til þeirra breytinga
sem átt hafa sér stað í
íslenskri löggjöf eftir hrun.
n Allt að fjögurra ára fangelsi gangi frumvarp ráðherra í gegn
„Smæð
íslensks
samfélags skapar
miklu fremur forsendur
fyrir fyrirgreiðslupólitík
Herðir viðurlög
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra
hefur lagt fram
frumvarp sem
herðir viðurlög við
mútum.
ekki líðast
Gjaldþrotum
fækkar mikið
Alls voru 46 fyrirtæki tekin til
gjaldþrotaskipta í ágústmánuði
hér á landi, flest í byggingarstarf-
semi og mannvirkjagerð. Þetta
kemur fram í tölum sem Hagstofa
Íslands birti á föstudag. Gjaldþrot-
um fyrirtækja hefur fækkað tals-
vert á þessu ári miðað við síðasta
ár. Þannig var 661 fyrirtæki tek-
ið til gjaldþrotaskipta fyrstu átta
mánuði þessa árs sem er rúmlega
30 prósent fækkun frá sama tíma
í fyrra þegar 950 fyrirtæki voru
tekin til gjaldþrotaskipta. Flest
gjaldþrot það sem af er árinu eru
í flokknum byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð, 136 talsins.
Samdráttur í
makrílveiðum
Alþjóðahafrannsóknarráðið, ICES,
hefur lagt til 15,2 prósenta sam-
drátt í veiðum á makríl árið 2013.
Á sama tíma leggur ráðið til um-
talsverða aukningu í veiðum á
kolmunna og mikinn samdrátt
í veiðum á norsk-íslenskri síld.
Þetta kemur fram í ráðgjöf stofn-
unarinnar sem birt var á föstudag
og LÍÚ fjallaði um á vef sínum.
Lagt er til að makrílveiðar verði
á bilinu 497 til 542 þúsund tonn
árið 2013 á móti 586 til 639 tonn-
um sem ráðlögð voru í fyrra. Þetta
samsvarar 15,2 prósenta sam-
drætti milli ára.
Hins vegar er lögð til 64,4
prósenta aukning í veiðum á
kolmunna eða úr 391 þúsund
tonni í 643 þúsund tonn árið 2013.
Ef stuðst verður við samninga
um nýtingaráætlun verður heim-
ilt að veiða 619 þúsund tonn af
norsk-íslenskri síld árið 2013 sem
er 25,7 prósenta samdráttur frá því
í fyrra, þegar ráðgjöfin hljóðaði
upp á 833 þúsund tonn.