Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Síða 21
mér er drullusama,“ segir hann hlæj
andi með og með miklum tilþrifum.
„Ég ætla bara að gera það sem ég fíla
og lífið er miklu skemmtilegra.
Síðan erum við ógeðslega heppin
að geta komið til Spánar og spilað og
þetta gengur allt bara rosa vel,“ segir
Brynjar. „Heppni er bara heppni en
maður við vinnur að því að komast
þangað sem maður fer,“ bætir Fann
ey við, en hún vill alls ekki skrifa vel
gengni hljómsveitarinnar á heppni.
„Þetta er erfitt og allt það, en það er
allt hægt.“
Að þeim orðum sögðum viður
kenna þau öll að það sé mikil vinna
á bak við velgengni þeirra. „Maður
verður líka bara háður. Situr frá níu á
morgnana og gleymir að borða. Svo
er klukkan allt í einu orðin átta um
kvöldið,“ segir Brynjar.
„Vá, var þessi að hringja í mig?“
„Þetta snýst fyrst og fremst um að
hafa trú á sjálfum sér. Auðvitað koma
tímar þar sem maður hugsar að þetta
gangi ekki upp og peningalega séð
getur þetta verið mjög erfitt. Maður
lifir ekki á þessum bransa einn, tve
ir og þrír. Maður má ekki gleyma því
þegar maður er að stefna að ákveðn
um markmiðum að vera hamingju
samur á leiðinni og njóta þess að vera
á leiðinni þangað sem þú ætlar þér,“
segir Fanney.
Brynjar segir að þau staldri reglu
lega við til að átta sig á því hvað sé að
gerast. Þau gera sér ekki alltaf grein
fyrir því strax þegar verið að bóka
þau á tónleika eða tónlistarhátíð
ir um hve stóra viðburði er að ræða.
„Það koma svona augnablik þar sem
maður stoppar og hugsar: Bíddu, vá,
var þessi að hringja í mig og segja
þetta? Er þetta að fara að gerast? Vá,
erum við komin svona langt?“ seg
ir Brynjar til að lýsa upplifun þeirra
af velgengninni. „Brynjar þarf alltaf
reglulega að hrista mig og segja:
Fanney, fattarðu þetta ekki?“ segir
Fanney hlæjandi.
Spiluðu á Hróarskeldu
Kúra hefur spilað víða í Danmörku,
meðal annars á Hróarskelduhá
tíðinni í sumar. „Það var algjörlega
frábært. Það voru þarna um 4.000
manns og allir sungu með,“ seg
ir Fanney og ljómar þegar hún rifjar
tónleikana upp. „Það var nánast yfir
þyrmandi,“ skýtur Rasmus inn í. Þá
hafa þau spilað í Svíþjóð og Póllandi
og nú í Madríd á Spáni.
„Það er svolítið kaldhæðnislegt
að við höfum aldrei spilað á Íslandi, í
ljósi þess að meirihluti bandsins er ís
lenskur,“ segir Brynjar. „Við vonumst
til að fá að spila á Íslandi sem fyrst.
Okkur langar mjög mikið til að kynna
tónlistina fyrir Íslendingum og fá við
brögð,“ segir Rasmus sem er mjög
áhugasamur um Ísland eftir að hafa
kynnst Brynjari og Fanneyju sem er
nýflutt aftur til Íslands eftir tæplega
tveggja ára dvöl í Danmörku.
„Tæknin er orðin svo mikil að
Fanney getur sungið á Íslandi á með
an við gerum okkar í Danmörku,“ út
skýrir Rasmus. Þau segja það ekki
hafa nein áhrif á hljómsveitina að
þau búi ekki öll í sama landi. „Auð
vitað finnst okkur skemmtilegast að
vera saman þegar við erum að búa til
tónlist og það er oftast þannig,“ segir
Fanney. Það er þó ekki nauðsynlegt.
„Það er meira að segja eitt lag á plöt
unni tekið upp á Íslandi og svo sendi
Fanney það okkur bara og við „mix
uðum“ það,“ segir Brynjar. Það er
augljóst að þau ná vel saman og eru
ákveðin í að láta hlutina ganga þrátt
fyrir breyttar aðstæður.
Einn af ostunum á bakkanum
En hvaðan kemur nafnið Kúra? „Ég
hef alltaf verið hrifinn af því hvern
ig orðið lítur út. Komman yfir úið
gefur því skemmtilega íslenskt
yfir bragð. Við erum auðvitað frá
Íslandi, tveir þriðju bandsins, og
þar hófst ævintýrið,“ segir Brynjar.
„Mörg íslensk bönd hafa „cheesy“
nöfn; Sigur Rós, Á móti sól, svo við
ákváðum bara að fylgja straumn
um og velja „the cheesiest one“,“
bætir Fanney við. „Við vildum vera
einn af þessum ostum á ostabakk
anum,“ útskýrir Brynjar og vísar þar
til orðsins „cheesy“.
Þau eru sammála um að nafnið
henti hljómsveitinni mjög vel. „Tón
listin er mjög draumkennd og ef fólki
finnst gott að kúra við tónlistina þá er
það auðvitað fullkomið,“ segir Brynj
ar hlæjandi. „En það var þó ekki hug
myndin með nafninu,“ bætir Fanney
við til að það valdi ekki misskilningi.
Á döfinni hjá Kúra á næstu vikum
er að fara í áheyrnarprufur í London,
sem þau segja geta orðið stórt stökk
fyrir sveitina, gangi þær vel. n
Menning 21Mánudagur 1. október 2012
Ört stækkandi hátíð
Norrænir dagar í Madríd
Menningarhátíðin Días Nordícos stendur nú yfir í
þriðja sinn í Madríd á Spáni, en markmið hátíðar-
innar er að kynna norræna listamenn ásamt því
styrkja menningarleg samskipti á milli Norður-
landaþjóðanna, Spánar og Rómönsku Ameríku.
Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Norræna
menningarsjóðsins (Norden), Danska rokkráðsins
(ROSA), Norræna tónlistarútflutningsverkefnisins
(NOMEX) og spænska viðburðastjórnunarfyrirtækisins Zona de Obras.
Días Nordícos stækkar hratt og áhuginn á norrænni menningu virðist sífellt vera að
aukast. Á hátíðinni, sem stendur yfir til 16. desember, geta gestir notið tónlistar, ljós-
mynda, myndlistar, kvikmynda og fleira eftir norræna listamenn. Meðlimir Kúra eru ekki
einu íslensku listamennirnir á Días Nordícos en listamaðurinn Siggi Eggertsson er með
myndlistarsýningu á hátíðinni.
Viðburðirnir fara fram víðs vegar um Madríd en tónleikar Kúra fóru fram í Matadero,
sem er miðstöð samtímalistar þar í borg. Tónleikasalurinn tekur um þúsund manns
í stæði og er mjög skemmtilegur í alla staði. Rasmus, meðlimur Kúra, hafði á orði að
salurinn líktist gróðurhúsi og má segja að þar hafi hann hitt naglann á höfuðið. Mikill
gróður er bak við sviðið sem og til hliðar við áhorfendasvæðið sem gefur frumskógarlegt
yfirbragð. Þá er er glerþak á húsinu, ekki ólíkt og er á gróðurhúsum.
Tónlistarmennirnir hafa aðsetur í litlum timburkofum baksviðs, en hvert band hefur
sinn kofa til afnota.
Spænskt sjónvarp Spánverjar kunnu vel að meta tónlist Kúra og sveitin fór í viðtal í
spænskum sjónvarpsþætti.
Kúra Dansk-íslenska
hljómsveitin Kúra hefur
verið að slá í gegn síðustu
misserin í Danmörku, en
er lítt þekkt á Íslandi.
Myndir Sólrún lilja