Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2012, Side 22
Mikið álag
í Mörg ár
22 Fólk 1. október 2012 Mánudagur
S
éra Hildur Eir Bolladóttir er vinsæll
prestur á Akureyri og svo vinsæl að hún
hefur fengið kaffidrykk nefndan eftir sér.
„Nú get ég sumsé lagst niður og dáið,
það er búið að nefna kaffidrykk eftir mér á
einu eðal kaffihúsi hér í bæ. Ég vona þó að
svipuð hugmynd vakni ekki á öldur-
húsum bæjarins,“ skrifar Hildur Eir
á fésbókarsíðu sína. Vinir hennar
hópast um að óska henni til ham-
ingju með heiðurinn auk þess
sem einn spyr hvort í drykkn-
um sé ekki örugglega „slatti af
húmor, manngæsku og flottum
skóm“. „Nei það er sýróp og
rjómi og læti,“ svarar prestur-
inn um hæl. n
Nefndu drykk
eftir presti
n Slatti af húmor, mann-
gæsku og flottum skóm
Sýróp og rjómi Hildur er
vinsæll prestur á Akureyri
og þar í bæ er drykkur
nefndur eftir henni.
n Kanínugallinn ekki
vinsæll í Suðurríkjunum
F
jölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal
svaraði nokkrum léttum og hress-
um spurningum nýverið á vefnum
Hún. Þar greinir Auðunn meðal
annars frá því að hann sé einhleypur og
eigi sér leyndarmál sem hann muni taka
með sér í gröfina. Hann ljóstrar ýmsu
upp í þessu viðtali, meðal annars vand-
ræðalegasta atviki sem hann hefur lent í
en það var þegar móðir hans sendi hann
átta ára í skóla í Bandaríkjunum í kan-
ínugalla sem amma hans og afi höfðu
keypt á Kanaríeyjum.
„Kom í ljós að þetta var Playboy-galli sem þótti argasta klám í Suður-
ríkjunum og var hringt í múttu og hún látin sækja þennan sora sem
hún kallaði son í skólann,“ segir Auðunn sem hefur lent í fleiri tískuslys-
um á ævinni en hann segist hafa alla jafna gengið í íþróttagalla til nítján
ára aldurs og átti einar gallabuxur sem voru notaðar þegar hann fór á
dansleiki. n
T
ónlistarmaðurinn Ásgeir
Trausti sem hefur verið að slá
í gegn upp á síðkastið vinn-
ur nú að nýju tónlistarmynd-
bandi og hefur fengið til liðs við sig
barnakór Seltjarnarness. Börnin
mættu í upptökur í hljóðveri Hljóð-
rita í síðustu viku og sungu af hjart-
ans lyst.
Gagnrýnendur hafa keppst um
að lofsama fyrstu plötu Ásgeirs
Trausta, Dýrð í dauðaþögn, sem
kom út fyrir skömmu. Á döfinni hjá
tónlistarmanninum unga eru tón-
leikar í Seattle í Bandaríkjunum
næstkomandi föstudag á viðburði
sem nefnist Reykjavík Calling og er
haldinn í þriðja sinn. Þar koma fram
vinsælir tónlistarmenn bæði frá
Reykjavík og Seattle. n
Ásgeir Trausti
með barnakór
n Vinnur að nýju tónlistarmyndbandi
n Tónlistarmaðurinn Birgir Hilmarsson kominn aftur heim
É
g geri þetta fyrst og fremst
af persónulegum ástæðum,“
segir þingkonan öfluga Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
sem hefur háð margar erfiðar
orrustur í stjórnmálum. Þorgerður
tilkynnti um það fyrir helgi að þátt-
töku hennar í stjórnmálum væri
lokið en í viðtali við hana fyrr í vet-
ur mátti greina að það hefði verið
gengið nærri henni og fjölskyldu
hennar. Lögregla var kvödd að
heimili þeirra vegna mótmæla þar
fyrir utan í aprílmánuði 2010 og
það fannst henni afar erfitt. Þeir
sem fyrir utan stóðu tóku lítið til-
lit til þess að Þorgerður og Kristján
eiga þrjú börn og þar af dóttur sem
á mjög erfitt með að höndla eða
skilja atvik eins og þetta en hún er
einhverf og með þroskahömlun. Nú
ætlar Þorgerður að snúa sér að fjöl-
skyldunni og byggja hana upp eftir
það sem á hefur gengið.
Mikið álag á fjölskyldunni
„Ég er sátt við þetta. Þegar maður er
búinn að taka ákvörðun þá stendur
maður bara við hana, en þetta var
erfið ákvörðun. Þingið er svo frábær
vinnustaður og gefandi og hefur
verið mér dýrmætur í gegnum árin.
Það er búið að vera mikið álag á
fjölskyldunni í mörg ár. Þetta er rétti
tíminn til að hætta. Ég vona að fólk
virði það við mig að þingmenn geta
líka stigið til hliðar af persónuleg-
um ástæðum.“
Þorgerður hefur oft tekið slaginn
gegn meginstraumnum í Sjálfstæð-
isflokknum. „Mér finnst svo gaman
í pólitíkinni. það er gaman að taka
þessa slagi og þá er bæði gam-
an að finna fyrir því að hafa
stuðning og berjast áfram
án hans.
En það hugsar maður
sér. Þegar upp er stað-
ið þá er það fjölskyld-
an sem skiptir mestu
máli. Hún er megin-
uppistaðan í þessari
ákvörðun minni.“
Skarðið stórt
Skarð forystukvenna
sem yfirgefa þing í Sjálf-
stæðisflokki er stórt.
Bjarni Benediktsson, for-
maður flokksins, setti Ragn-
heiði Elínu Árnadóttur af sem
þingflokksformann og setti í
hennar stað Illluga Gunnarsson.
Þá sagði Ólöf Nordal skilið við for-
ystusveit Sjálfstæðisflokks á dögun-
um og nú gerir Þorgerður Katrín
slíkt hið sama. n
kristjana@dv.is
n Þorgerður hætt á þingi n Ætlar að hlúa að fjölskyldunni
Rétti tíminn til að hætta
„Það er búið að vera mikið álag
á fjölskyldunni í mörg ár.“
Mynd SigtRygguR aRi
Þ
etta er blanda af rokki, klassík
og kvikmyndatónlist,“ seg-
ir tónlistarmaðurinn Birgir
Hilmarsson en fyrsta sól-
óbreiðskífa hans, All We Can Be,
kemur út eftir helgi. Birgir hefur
verið búsettur erlendis síðustu árin
þar sem hann hefur unnið með ekki
smærri nöfnum en Hollywood-ris-
anum Ridley Scott. „Seint á síðasta
ári gerði ég „trailer“ fyrir Ridley
Scott fyrir mynd hans Life in a Day
um notendur YouTube. Svo um
daginn gerði ég tónlist fyrir mynd
sem Harry Bretaprins er að gefa út í
Bretlandi og heitir Harry‘s Mounta-
in Heroes,“ segir Birgir en bætir við
að hann hafi ekki fengið að hitta
prinsinn vinsæla þar sem öll sam-
skipti fóru í gegnum umboðsskrif-
stofu hans. „Það var ekki svo gott.
Kannski næst,“ segir hann hlæjandi.
Tónlist Birgis hefur auk þess
hljómað í fjölda sjónvarpsþátta, á
borð við Kyle XY, The Cleaner, Sugar
Rush og Army Wives sem áhorf-
endur RÚV kannast við, sem og í
auglýsingum vörumerkja eins og
Chevrolet, Motorola, Nike, Toyota
og Ikea. Það er því ljóst að hann hef-
ur ekki setið auðum höndum síðan
Ampop var sem vinsælust. „Maður
er líklega miklu þekktara nafn úti
en hérna heima. En það fer vonandi
að breytast,“ segir Birgir brosandi
en hann mun halda útgáfutónleika
í Fríkirkjunni á fimmtudagskvöldið
4. október þar sem hann mun
flytja lag af plötunni og smáskíf-
una War Hero sem hann samdi til
systur sinnar. „Ég samdi þetta lag
fyrir Motorola-auglýsingu sem var
sýnd á Super Bowl-úrslitaleikn-
um í Bandaríkjunum í fyrra en
svo hljóðritaði ég það upp á nýtt
og samdi textann til Ágústu Ernu
systur minnar sem var þá að glíma
við krabbamein. Hún var kveikjan
að þessu lagi. Enda ótrúleg kona;
sannkölluð stríðshetja.“ n
indiana@dv.is
Vann með Ridley Scott
og Harry Bretaprins
Spilar á Reykjavík
Calling Næstu tón-
leikar Ásgeirs Trausta
eru á föstudaginn.
UppnáM út af
playboy-galla
Vandræðalegt Auðunn lenti í
vandræðlegasta atviki lífs síns í
barnaskóla í Bandaríkjunum.
Samdi lag til systur sinnar Biggi samdi
lag fyrir Motorola-auglýsingu sem var sýnd
á Super Bowl. Hann hljóðritaði það upp á
nýtt og samdi texta til systur sinnar sem
glímdi við krabbamein. Mynd MaRía KjaRtanS