Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Page 3
„VIÐ HÖFÐUM BETUR“
Fréttir 3Mánudagur 29. október 2012
n Þriggja ára baráttu fjölskyldu lokið n Drómi samþykkir endurútreikninga lána
Bankinn gafst upp Sigurður
Hreinn með dóttur sinni, Dolores.
Hann og eiginkona hans, Maria
Elvira, höfðu betur gegn Dróma hf.
Mynd pressphotos.Biz„Venjulegu fólki
hefur verið att
út í erfiða baráttu af
tveimur ráðherrum.
sem kröfur í erlendum gjald-
miðli. Ég fæ ekki betur séð en að
þetta sé svindl frá upphafi.
Þegar bankarnir fóru að aug-
lýsa þessi lán, þá hafði almenn-
ingur ekki nægar upplýsingar
til að meta forsendur lánanna.
Almenningur gat ekki hugsað:
Er þetta virkilega löglegt? Eða:
Er þetta of gott til að vera satt?
Maður gerir bara ráð fyrir því að
bankar bjóði ekki upp á ólögmæt
lán. Svo þegar þessi gengislán
dugðu ekki til, af því bankarn-
ir gátu ekki endurnýjað erlendu
lánin sín þá stofnuðu þeir Ices-
ave og Kaupthing Edge til að
krækja sér í meira. Á endanum
sporðrenndu þeir öllum gjald-
eyrisforða Íslendinga með bless-
un Seðlabankans. Þetta er eitt-
hvað það stórkostlegasta svindl
sem sést hefur og við hljótum að
krefjast þess að það fari fram ein-
hvers konar uppgjör.“
siðlaus hegðun
Sigurður segir enn mikla baráttu
fyrir höndum. „En réttlætinu er
vissulega ekki fullnægt þar sem
mikill fjöldi fólks borgar enn
brúsann í gegnum verðtryggð lán
sín. Það hlýtur að vera gerð krafa
um réttlæti fyrir alla. Þess vegna
skora ég á fólk með verðtryggð
lán að leita réttar síns og gefast
ekki upp fyrr en sanngjörn lausn
er í boði. Það er einfaldlega ekki
hægt að láta almenning borga
fyrir óábyrga hegðun stjórnmála-
manna og siðlausa hegðun gráð-
ugra bankamanna,“ segir Sigurð-
ur Hreinn að lokum. n
Má ekkert segja um kynlífið
n Anna Mjöll bundin af málaferlum við Cal Worthington
A
nna Mjöll Ólafsdóttir söng-
kona staðhæfði í sjónvarps-
þættinum Sjálfstæðu fólki á
sunnudagskvöld að njósnað
hefði verið um hana allan sólar-
hringinn á meðan hún var gift
bílasalanum Cal Worthington. Anna
Mjöll ræddi við Jón Ársæl Þórðar-
son um samband sitt við auðjöfurinn
Cal og sagði meðal annars að hjóna-
band þeirra hefði verið samningur.
Cal hefði þurft á umönnun að halda
enda gamall maður og hún hafi sam-
þykkt að sjá um hann.
Jón Ársæll spurði Önnu Mjöll
meðal annars út í kynlífið með hin-
um aldna Cal Worthington en hún
sagðist ekki geta tjáð sig um það að
svo stöddu vegna þeirra málaferla
sem ennþá eru í gangi. Þá sagði hún
að hún gæti sagt frá kynlífinu þegar
málaferlunum væri lokið.
Anna Mjöll sótti um skilnað frá
Cal Worthington í desember í fyrra,
en samkvæmt fréttum fór hún fram
á að fá framfærslu frá honum í fram-
haldinu. Málaferli hafa staðið yfir
síðan. Cal, eins og hann er kallað-
ur, fæddist í Shidler í Oklahoma
þann 27. nóvember árið 1920 og er
því níræður að aldri. 49 ára aldurs-
munur er á honum og Önnu Mjöll.
Cal er sagður eiga tíu risavaxna bú-
garða í Bandaríkjunum og hefur í
gegnum tíðina vakið verðskuldaða
athygli fyrir sérstakar sjónvarps- og
útvarpsauglýsingar sínar. Auk þess
að reka bílasölurnar á hann þrjár
verslunar miðstöðvar og eina skrif-
stofubyggingu sem sagðar eru velta
600 milljónum dala árlega. Cal er
einn ríkasti bílasali í heimi.
Árið 1979 skildi Cal við eiginkonu
sína til 37 ára, Barböru, og kvænt-
ist konu að nafni Susan Henning.
Það hjónaband endaði illa sjö árum
síðar samkvæmt heimildum. Árið
1995 kvæntist hann útvarpskonunni
Bonnie Reese sem þá var 35 ára. Þau
skildu árið 2002 og var hann, að því
er best er vitað, einhleypur eftir það
allt þar til að Anna Mjöll heillaði
hann upp úr skónum og giftust þau
í apríl 2011.
n Aðalskoðun ósátt við verklagið og leitar réttar síns
I
nnanríkisráðuneytinu hefur borist
kvörtun frá fyrirtækinu Aðalskoðun
sem sérhæfir sig í skoðun ökutækja.
Kvörtunin snýr að svokallaðri sam-
anburðarskoðun sem framkvæmd er
af Umferðarstofu. Þá lætur Umferðar-
stofa skoða bíl sem sérfræðingar fyrir-
tækisins hafa þegar yfirfarið og er það
liður í eftirliti með skoðunarfyrirtækj-
um á borð við Aðalskoðun. Samkvæmt
heimildum DV eru skoðunarfyrirtæk-
in ósátt við þessa tilhögun en upplýs-
ingafulltrúi Umferðarstofu segir farið
að lögum í einu og öllu.
Leiddir í gildru
Starfsmaður ónefndrar skoðunarþjón-
ustu sagði frá því í samtali við DV að
þess væru dæmi að útsendarar Um-
ferðarstofu hafi leitt skoðunarmenn
í gildru. Þá hafi bifreið útsendarans
fengið athugasemd hjá viðkomandi
skoðunarfyrirtæki og ábendingu um
að endurskoðunar væri þörf en út-
sendarinn hafi beitt skoðunarmann
þrýstingi til þess að komast hjá endur-
skoðun. Ekki er langt síðan upp kom
atvik þar sem útsendari Umferðar-
stofu komst hjá endurskoðun með
þessum hætti. Áðurnefndur starfs-
maður segir Umferðarstofu gjarnan
hafa fengið „laglegar stúlkur“ til verks-
ins sem tæli skoðunarmenn ökutækja
til að sleppa sér við endurskoðun gegn
loforði um að farið verði með viðkom-
andi bíl í viðgerð.
Lögum samkvæmt
Talsmaður Umferðarstofu segir ekkert
athugavert við samanburðarskoðun
af þessu tagi. Í þessu sambandi þykir
honum hæpið að tala um að stofn-
unin noti tálbeitur. „Umferðarstofa er
eftirlitsstofnun, þetta er bara liður í
eftirlitinu og lögbundið hlutverk okk-
ar. Það kemur skýrt fram í reglugerð
að við erum í einu og öllu að fara eftir
settum lögum varðandi svona saman-
burðarskoðun,“ segir Einar Magnús
Magnússon, starfsmaður Umferðar-
stofu, í samtali við DV. „Umferðarstofa
gerir samanburðarskoðun þannig að
sérfræðingar Umferðarstofu gera ná-
kvæma athugun á ökutæki og ástand
þess er kannað með tilliti til þeirra
reglna sem gilda um skoðun ökutækja.
Síðan er farið inn á skoðunarstöð með
þetta ökutæki og gerður samanburð-
ur á niðurstöðum skoðunarmanns og
sérfræðinga okkar.“
Ef munur á niðurstöðum til-
tekins skoðunarfyrirtækis og sér-
fræðinga Umferðarstofu er meiri en
eðlilegt getur talist er fyrirtækinu gert
að gera ákveðnar ráðstafanir. Þá eru
ýmis viðurlög til, til að mynda getur
skoðunarstofu verið gert að veita
starfsmönnum sínum fræðslu og eftir
atvikum gera Umferðarstofu grein fyrir
ástæðum frávika. Umferðarstofa getur
jafnframt krafist þess að viðkomandi
skoðunarmaður sitji sérstakt nám-
skeið og sinni ekki skoðunarstarfi fyrr
en að námskeiðinu loknu.
samanburðarskoðunum hætt í bili
„Ég held að það hljóti nú allir að sjá
að þetta er náttúrulega mjög mikil-
vægur þáttur í því að tryggja að öku-
tækin sem í umferðinni eru séu sem
öruggust og það stafi ekki af þeim
hætta,“ segir Einar Magnús. Eins og
áður sagði eru skoðunarfyrirtæki
ósátt við það verklag Umferðarstofu
sem hér hefur verið lýst. Þykir þeim
eðlilegra að fyrirtækin séu látin vita
þegar Umferðarstofa framkvæmir
samanburðarskoðanir. Einar telur
það ekki vænlegt enda hafi verið
uppi grunsemdir um að skoðunar-
fyrirtæki fari ekki alveg eftir bókinni.
Bergur Helgason, framkvæmda-
stjóri Aðalskoðunar, vildi ekki tjá sig
um samskipti fyrirtækisins við ráðu-
neytið. Ekki liggur fyrir hvernig tekið
verður á umræddri kvörtun en sam-
kvæmt heimildarmanni DV úr öðru
skoðunarfyrirtæki hefur Umferðar-
stofa ekki framkvæmt samanburðar-
skoðanir frá því málið kom á borð
ráðuneytisins. n
Umferðarstofa
notar tálbeitur
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
skiptar skoðanir
Skoðunarfyrirtæki sem
sérhæfa sig í skoðun
ökutækja eru ósátt við
svokallaða samanburðar-
skoðun Umferðarstofu.
49 ára aldursmunur
Anna Mjöll skildi við auðmann-
inn Cal Worthington eftir stutt
hjónaband en málaferli vegna
skilnaðarins eru enn í gangi.