Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Qupperneq 14
Sandkorn
S
teingrímur J. Sigfússon sjávar
útvegsráðherra varð fyrir fá
dæma ruddalegri framkomu
útgerðarmanna þegar hann
ávarpaði þá á aðalfundi sam
takanna. Ráðherrann hafði sýnt sam
tökunum þá virðingu að mæta á fund
þeirra og flytja ávarp. Það var brotin
sú regla að klappa fyrir gestinum og
einnig voru framíköll undir ræðu hans.
Ástæða ruddaskaparins var að
ráðherrann hefur ásamt stjórnar
meirihlutanum staðið að því að leggja
veiðigjald á útgerðina. Gjaldtakan
er hluti af sátt um afnotaréttinn að
þjóðarauðlindinni. Ekki skal dæmt um
sanngirnina gagnvart minni eða með
alstórum útgerðum en það liggur þó
fyrir að tenging er milli hagnaðar og
veiðigjalds. Málið er því ekki þannig
vaxið að útgerðin fari á hausinn fyrir
vikið eins og gefið er til kynna í mál
flutningi hins háværa hluta útgerðar
manna sem leiða samtök sín áfram
með hatur og heift að leiðarljósi.
Auk þess að niðurlægja gest sinn
þá hafa róttækir útgerðarmenn kastað
fram þeirri hugmynd að efnt verði til
verkbanns og flotanum siglt í land. Sá
dólgsháttur er til þess ætlaður að knýja
fulltrúa þjóðarinnar til að hverfa frá
veiðigjaldinu eða draga úr því. Fyrr á
árinu var gripið til þess að stýra sjó
mönnum – fá þá til þess að sigla til
Reykjavíkur og mótmæla. Þá var ekki
hátt risið á hetjum hafsins. Til þess að
reka áróður sinn nota þessi sömu öfl
dagblað sem stýrt er af helsta örlaga
valdi hrunsins. Sjávarútvegsfyrirtæki í
Vestmannaeyjum mokar peningum í
miðilinn í því skyni að hafa áhrif á val
fólks í kosningum og kúga stjórnvöld til
þess að hlýða kúgurum sínum. Síbylju
fréttir eru fluttar um bágindi útgerðar
innar en sem betur fer sér meirihluti
þjóðarinnar í gegnum hroðann.
Það er engin ástæða til að vorkenna
Steingrími J. sem á skilið að vera reglu
lega skammaður fyrir afglöp sín og
ríkis stjórnarinnar. En það verður að
gera þá kröfu til andstæðinga hans að
þeir fari að reglum og sýni manndóm
og siðvendni. Samtök sem nýta sér
rógsveitur til að berja á andstæðingum
sínum eiga engan rétt og þeim ber ekki
að hlífa í neinu. Þetta eru jaðarsamtök
sem stjórnað er af fólsku og fantaskap.
Útgerðarmenn eiga mikið undir
því að starfa í sátt við þjóð sína. Það er
góðum mönnum úr þeirra hópi ekki
til framdráttar að gangast undir það
hjarðeðli sem nært er af öfgamönnum.
Það er málstað útgerðarmanna ekki til
framdráttar að halda uppi fjölmiðlum
sem undir fölsku flaggi hlutleysis halda
uppi ofbeldisfullum árásum á réttkjör
in stjórnvöld. Stálskipalýðræði LÍÚ
skilar á endanum ekki öðru en óbeit
landsmanna í garð stéttar sem er þrátt
fyrir allt á meðal þeirra mikilvægustu.
Þetta er fólkið sem stjórnar umgengn
inni við fiskimiðin og skammtar sjó
mönnum laun.
Ráðist á Ragnar
n Mikil taugaveiklun er inn
an forystu Sjálfstæðisflokks
ins vegna þess að bæði Ragn-
ar Önundarson
og Vilhjálmur
Bjarnason
hafa boðið
sig fram gegn
Bjarna Bene
diktssyni for
manni til að
leiða listann í Kraganum.
Ragnar hefur tæpitungulaust
lýst vafasamri fortíð Bjarna í
tengslum við Vafning, N1, og
önnur fyrirtæki. Augljóst er
að Bjarni er fallinn ef hann
fær ekki góða kosningu í
fyrsta sætið. Leðjuslagur er
kominn í gang vegna þessa.
Það sýndi sig vel þegar Ólöf
Nordal varaformaður réðst
gegn Ragnari í Mogganum
og dylgjaði um fortíð hans en
varði viðskiptabrall Bjarna.
Lífróður formanns
n Framtíð Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar á stóli for
manns Framsóknarflokksins
veltur á því
hvort hann
nær að leggja
Höskuld Þór-
hallsson í
slagnum um
oddvitasætið
í Norðaustur
kjördæmi. Þegar eru uppi
vísbendingar um að róður
inn sé þungur fyrir formann
inn. Á Akureyri og í nágrenni
mælist Höskuldur með yfir
burðafylgi. Ef formaðurinn
fellur nyrðra er nærtækt að
ætla að Höskuldur geri aðra
atlögu að formannsstólnum
en hann var sem frægt er
formaður í nokkrar mínútur
þegar mistalið var milli hans
og Sigmundar.
Rólegur ráðherra
n Ögmundur Jónasson innan
ríkisráðherra á fyrir höndum
mikið hreinsistarf. Nýfallnir
dómar Mannréttinda
dómstólsins í máli blaða
mannanna Erlu Hlynsdóttur
og Bjarkar Eiðsdóttur hafa leitt
til þess að önnur fórnarlömb
íslenska réttarkerfisins vilja
bætur frá ríkinu. Það mun
lenda á Ögmundi að semja
fyrir hönd ríkisins vegna
þeirra afglapa sem áttu sér
stað fyrir dómstólum í tíð
Björns Bjarnasonar og annarra
forvera hans. Ögmundur
hefur ekki svarað erindum
vegna þeirra mála.
Framboð Helga
n Helgi Hjörvar hefur þótt
standa sig vel sem formaður
efnahags og viðskiptanefnd
ar. Á Beinni línu DV.is á
miðvikudag
var Helgi
spurður hvort
hann hefði
íhugað for
mannsfram
boð hjá Sam
fylkingunni.
Sagði Helgi að hann sæktist
eftir að leiða annað Reykja
víkurkjördæmið í prófkjörinu.
„Ég held að samfylkingarfólk
muni í prófkjörunum í næsta
mánuði sjálft velja þá sem
koma til greina í forystu.“ Af
þessum orðum má dæma að
vinni hann slaginn muni hann
far í formannsframboð.
Ég er
leigusali
Við brugðumst
Unnur Guðjónsdóttir losnar ekki við leigjanda. – DV Teitur Björn Einarsson segir gjaldþrot Eyrarodda hafa verið áfall. – DV
Stálskipalýðræði„Síbyljufréttir eru
fluttar um bágindi
útgerðarinnar
U
ppáhaldsgoðsögn Íslendinga er
að Ísland sé fjölskyldu og barn
vænt þjóðfélag.
Þessi fjölskylduforgangs
fantasía er sjálfsblekking á hæsta
stigi. Annars myndum við greiða um
önnunarstéttunum – fóstrum, mæðr
um, kennurum, leikskólakennurum,
starfsfólki heilbrigðiskerfisins – sem
annast um börnin okkar, menntar þau;
sem hjúkra veikum ástvinum okkar
og fjölskyldum, svona … ISK800.000 –
1.000.000 í mánaðarlaun.
Við myndum nota meðallauna
formúlur ofangreindra stétta við launa
útreikning fyrir okurgrenjagreifana
– og ef þeim líst illa á það er einfald
lega að ráða útlendinga í bankastjórn
endastörfin. (Hér í USA er t.d. fullt af
hörkuduglegum atvinnulausum við
skipta og markaðsfræðingum sem
myndu með ánægju þiggja laun ríkis
bankastjórans.)
Launin – 3–4 milljónir á mánuði
– sem greidd eru yfirtalnatilfærslu
tæknunum í okkar ofurspikaða okur
grenjakerfi, sem engin verðmæti
skapar, myndum við greiða fólki sem
á þau skilið. Fólki sem ber raunveru
lega ábyrgð, hvers framlag til þjóðfé
lagsins er sannarlega verðmætt. Fólki
eins og Birni Zoëga, lækni og forstjóra
Landspítalans.
Landsmenn blæða, bankarnir græða
En fjárfestingarnar sem þjóðin hefur
þó gert í mannviti á sviði heilsugæslu
eru ekki forgangsatriði íslenskrar at
vinnulífsframsjár. Enda er hún ekki til.
Bara græða peninga. Einhvern veginn.
Skjóta fyrst, miða svo. Gróðavænlegasti
atvinnuvegurinn er blóðsugubúskapar
útgerð okurlánagrenjanna á íslenskum
heimilum og þess vegna er hún líka
forgangsatvinnuvegurinn. Skiptir engu
máli þó skuldaþrælkun blóðsugubú
skaparins sé að drepa þjóðina – for
gangsatriðin eru í réttri röð: Lands
menn blæða, bankarnir græða. Eniga
meniga peninga.
Þess vegna eru það okraragrenja
greifarnir sem enn fá feitu launa
umslögin. Þess vegna hafa Íslendingar
ótakmarkað langlundargeð gagnvart
landráðarefum hrunsins sem lifa í
lystisemdum á bankahrunsfanginu.
Geisp, gemmér annan bjór og internet
til að útgauða Steingrími.
Og þess vegna varð allt brjálað
þegar Björn Zoëga, forstjóri Land
spítalans, fékk 450.000 kr. mánaðar
launahækkun. Formaður Félags ís
lenskra hjúkrunarfræðinga, Elsa B.
Friðfinnsdóttir, Hrói höttur vikunnar í
fjölmiðlum fyrir að úthúða Birni, sagði
málið minna „óþægilega mikið á um
ræðuna árið 2007 þegar … forstjórar
og bankastjórar … þurftu stjarnfræði
leg laun.“
Núverandi „stjarnfræðileg“ mánað
arlaun Björns, sem er yfirmaður
4.500 starfsmanna á stærstu heil
brigðisstofnun landsins og að auki
bæklunar skurðlæknir, eru prinslegar
ISK1.850.000.
Árslaun landspítalaforstjóra = 3
vikna bankastjóralaun
Gerir gullfiskaminnið okkur um megn
að spóla til baka um 4–5 ár? Árslaun
Björns dygðu til að greiða 388 milljóna
króna 2007 árslaun fjármálasnillings
ins Lárusar Welding – í 3 vikur. Björn
þyrfti að vinna í næstum hálfa öld fyrir
bankastjóralaununum sem Bjarni Ár
mannsson hjá Glitni greiddi sér á árun
um 2004–2008 – yfir einn milljarð.
Hafa samtök launþega gagnrýnt
bruðlið og bitlingagræðgina sem þrífst
innan bankakerfisins eins og maðkar á
hræi? Formaður ríkisbankaráðsins með
ISK600.000 á mánuði, varaformaður
inn ISK425.000. Varamenn fá mánaðar
verkamannalaun fyrir að sitja á rassin
um á einum okurholuráðsfundi! Hafa
launþegasamtök krafist þess að fjár
málageirinn sníði sér stakk til samræm
is við þarfir landsmanna? Að landráðar
efir hrunsins skili fjármununum sem
þeir ryksuguðu úr sjóðum þjóðarinnar?
„Allar þessar tekjur“
Nei, það var tilhugsunin um 450 þús
und fyrir lækninn sem „fyllti mæl
inn.“ Ekki tugmilljónalaun forstjóra og
bankastjórnenda með hrunsreynslu,
heldur „allar þessar tekjur“ fyrir for
stjóra Landspítalans, lækni með tveggja
áratuga nám að baki, flókið og erfitt sér
nám og þjálfun í bæklunarskurðlækn
ingum; með samanlagt nærri þrjátíu
ára starfsreynslu á sjúkrahúsum heima
og erlendis; áratuga reynslu í alþjóðleg
um fagráðum.
Launaójöfnuðurinn í landinu er
óþolandi, en það er ekki þar með sagt
að allir verðskuldi sömu launin. Með
aldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga
eru ISK379.000.* Skítalaun fyrir erfitt
starf sem krefst mikillar menntunar og
í landi þar sem mánaðarframfærslu
kostnaður fjögurra manna fjölskyldu
er um ISK670 þúsund, en er eitthvað
athugavert við að yfirlæknir, sem ber
ábyrgð á þúsundum starfsmanna og
sjúklinga fái talsvert hærri laun en
undirmenn hans?
Björn „missti traust“ starfsfólks spít
alans; „… sagði sig í raun og veru úr
liðinu,“ sagði Elsa Friðfinnsdóttir „og
þar tel ég að … traust og … trúnaður
hafi rofnað …“ Er það karaktergalli að
vilja fá góð laun fyrir sérfræðiþekkingu
sem kostað hefur ómælt erfiði, tíma og
tilkostnað?
Ekki undur ef Björn tæki hatt sinn
og hlustunarpípu
Björn Zoëga afþakkaði launahækk
unina; enda hefur hann ekki að baki
ofalið klappstýrulið eins og það sem
klagar í Alþingi um hærri laun fyrir
bankasnillingana – en samkvæmt rök
semdum bankanna virðist erfiðara að
„laða að“ hæfa sérfræðinga þangað en
síðasta geirfuglinn. Ég yrði ekki undr
andi ef forstjóri Landspítalans tæki hatt
sinn og hlustunarpípu og hlypi sem
hraðast af landi brott frá vanþakklæti
því og virðingarleysi sem honum hefur
verið sýnt.
Skiljanlegt er að launafólk sé lang
þreytt og reitt yfir gjörspilltu stjórn
málaflokkakerfi hvers markmið er
að hlekkja almenning í ormnagandi
helvíti ævarandi skuldaþrælkunar í
þágu landráðaiðju auðvaldsins. En
vænna til árangurs væri að virkja þessa
reiði í samstilltar aðgerðir gegn stjórn
málaöflum okurlánagrenjanna (sem
stór hluti kjósenda vill endursenda í
Stjórnarráðið) og skapa sjálf það fjöl
skylduvæna þjóðfélag sem börnin okk
ar eiga skilið.
*Fjármálaráðuneyti. Meðalheildar-
laun m.vaktaálagi ISK519.000.
Launapólitík lækna og
talnatilfærslutækna
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
Kjallari
Íris Erlingsdóttir
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
14 29. október 2012 Mánudagur
„Gróðavænlegasti
atvinnuvegurinn er
blóðsugubúskaparútgerð
okurlána grenjanna á ís-
lenskum heimilum.