Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Page 16
16 Neytendur 29. október 2012 Mánudagur
Algengt verð 254,9 kr. 260,9 kr.
Algengt verð 251,4 kr. 260,5 kr.
Höfuðborgarsv. 251,3 kr. 260,4 kr.
Algengt verð 251,6 kr. 262,7 kr.
Algengt verð 256,6 kr. 260,7 kr.
Melabraut 251,4 kr. 260,5 kr.
Eldsneytisverð 28. október
Bensín Dísilolía
Þ
að er ekki bara á Íslandi sem
hart er barist í áætlunar-
fluginu, eins og sjá má á yfir-
töku WOW á Iceland Express.
Samdrátturinn eftir hryðju-
verkaárásirnar 11. september 2001
tók sinn toll og tilkoma lággjaldaflug-
félaga hefur aukið samkeppnina til
muna. Þar að auki hefur bensínverð
hækkað jafnt og þétt. American Air-
lines er eitt nýjasta dæmið um risa-
flugfélag sem farið hefur á hausinn,
en flugfélagið missti tvær flugvélar í
árásunum 2001 og hefur átt í miklum
erfiðleikum síðan.
Tekjur af aukaþjónustu
Því er ekki að undra að flugfélögin
leiti nýrra leiða til að afla sér tekna.
Lággjaldaflugfélögin selja sætin
ódýrar en rukka fyrir aðra þjónustu,
svo sem mat eða farangur, og hafa
önnur flugfélög tekið mið af því.
Icelandair selur matinn aukalega, en
taka má eina tösku með á venjulegu
farrými. Borga þarf fyrir heyrnartól,
en koddar eru innifaldir. WOW er
með lægri fargjöld, en rukkar auka-
lega fyrir töskur og mat og jafnframt
er hægt að taka frá sæti gegn gjaldi. Í
fyrra jukust tekjur flugfélaga almennt
að meðaltali um 43,8 prósent fyrir
þessar aukagreiðslur.
Flugfélag og banki
Eitt af þeim flugfélögum sem hefur
gengið hvað lengst í aukaþjónustu
er flugfélag Nýja-Sjálands. Air New
Zealand er með sína eigin banka-
þjónustu, og gefur út debetkort sem
hægt er að nota til gjaldeyriskaupa
og gefur bónuspunkta, en félagið
tekur þóknun í hvert sinn sem kortið
er notað. Kort þetta nefnist One-
Smart og hefur reynst vinsælt, fyrsta
mánuðinn höfðu yfir 100.000 manns
tekið það í notkun.
Bandaríska flugfélagið United
Airlines er það stærsta í heimi ef tek-
ið er mið af fjölda áfangastaða, en
flugfélagið flýgur á yfir þúsund staði.
Þar á bæ hafa menn einnig sótt fyrir-
myndir í fjármálageirann. Í afleiðu-
viðskiptum er hægt að kaupa svo-
nefnda vilnun, sem merkir að maður
getur keypt sér rétt til þess að kaupa
eitthvað seinna á sama verði og það
er á í dag.
Verðfrysting á fargjöldum
Margir kannast við að skoða flugfar-
gjöld sem hafa svo hækkað til muna
þegar ákvörðun hefur verið tekin um
að kaupa þau, en með „FareLock“-
kerfinu er hægt að frysta verðið í eina
viku. Þetta kostar þóknun, sem flug-
félagið innheimtir hvort sem miðinn
er á endanum keyptur eða ekki.
Í Kanada er veðráttan óútreiknan-
leg og því gerist það stundum að flugi
er frestað vegna veðurs, en flugfélag-
ið er ekki alltaf skaðabótaskylt. Hjá
Air Canada er hins vegar hægt að
kaupa ferðatryggingu þar sem ferða-
langurinn fær farmiða með öðru
flugfélagi, rútu eða lest eða inni á
hóteli ef flugi er aflýst. Allt eru þetta
dæmi um þjónustu sem er innifalin á
fyrsta farrými, en aðrir farþegar geta
keypt aukalega.
Hvers vegna er flugvélamatur
svona bragðlaus?
Farþegar á fyrsta farrými þurfa þó
ekki að óttast um sinn hag, því á
meðan sumir gera út á lægri far-
gjöld gera aðrir út á meiri lúxus, svo
sem betri afþreyingartæki, þráðlaust
net og sæti sem hægt er að leggja
aftur og gera að rúmum. Enn aðrir
hafa ákveðið að leiðin að hamingju
kúnnans liggi í gegnum magann, og
hafa ráðið heimsfræga kokka til að
útbúa matinn. Þetta er ekki jafn ár-
angursríkt og það kann að virðast.
Grill eru bönnuð um borð í flugvél-
um og það verður að notast við ofna
sem hita matinn upp með heitu lofti.
Því þarf að útbúa allan mat fyrirfram
og pakka honum inn í lofttæmdar
umbúðir. Þar að auki breytist bragð-
skynið í háloftunum. Loftið innan-
borðs þurrkar upp nefið, sem svo
aftur deyfir bragðskynið, og eftir því
sem flogið er hærra slokknar á um
þriðjungi hinna 10.000 bragðlauka
mannsskepnunnar sem annars
greina muninn á súru og sætu. Þetta
leiðir ekki aðeins til þess að flug-
vélamatur er oft mikið saltaður eða
kryddaður svo að finna megi af hon-
um bragð, heldur útskýrir einnig
hvers vegna tómatdjús er einhver
vinsælasta drykkjarvaran um borð
og selst álíka mikið og bjór. Í loftlitlu
rýminu er djúsinn minna súr en á
jörðu niðri.
standandi farþegar í
flugvélum?
Með aðstoð vísindanna er þó unnið
að því að auka fjölbreytileika og gæði
flugvélamatar, enda er eftir miklu að
sækjast. Farþegar á fyrsta farrými eru
einungis um þriðjungur ferðalanga
en eru ábyrgir fyrir mestum hluta
hagnaðar flugfélaganna.
Við hin þurfum víst að leggja
traust okkar á lægri fargjöld. Það
flugfélag sem hefur gengið lengst í
að lækka fargjöld en jafnframt rukka
aukalega fyrir þjónustu er írska flug-
félagið Ryan air, en um 20 prósent af
tekjum þeirra kemur frá slíkri þjón-
ustu. Þar er ekki hægt að tékka sig
inn á flugvellinum nema gegn um-
talsverðu gjaldi, ekki er heldur hægt
að halla sætinu aftur þegar um borð
er komið. Á meðal áforma félagsins
er fjarlægja klósett eða taka gjald fyr-
ir notkun þeirra, að láta farþega sjálfa
ferma farangurinn um borð, að rukka
þungt fólk aukalega eða jafnvel að
losa sig við sætin og láta fólk ferðast
standandi á milli staða. Góða ferð! n
n Allt reynt til að auka samkeppnishæfni flugfélaga
Lipurt og
elskulegt
starfsfólk
n Yfirleitt leiðist mér að fara í sjón-
mælingu og fá mér ný gleraugu,
en hjá ProOptik í Kringlunni fékk
ég svo góða þjónustu að ég hlakka
til að fara þangað aftur. Sjón-
mælingarmaðurinn var sérlega
þægilegur, fljótur og fum-
laus, þannig að mér
fannst bara gaman að
láta mæla sjónina.
Aðrir starfsmenn voru
líka ákaflega
liprir og elsku-
legir. Ég mæli
með ProOptik í
Kringlunni – al-
veg frábær þjón-
usta þar.
Allri upphæð
skellt inn
n Lastið að þessu sinni fær Birtíng-
ur útgáfufélag en einn áskrifandinn
vildi koma eftirfarandi á fram-
færi: „Ég hef verið áskrifandi að
Nýju Lífi síðan í janúar þegar mér
var boðið áskriftartilboð. Ég hélt
að það væri tekið mánaðarlega af
kortinu mínu en um daginn fer ég
inn á heimabankann minn og sé
að það er kominn þar inn rukkun
upp á 10.000 krónur. Ég viðurkenni
að það voru mín mistök að fylgjast
ekki með þessu en mér finnst ein-
kennilegt að ég fái enga viðvörun
eða sé látin vita að ég hafi í raun
ekki greitt neitt heldur er bara skellt
inn allri upphæðinni sem ég á að
greiða 12. nóvember. Mér finnst
þetta skrýtin viðskipti og skil ekki
að þetta sé hægt yfir höfuð,“ segir
viðskiptavinurinn.
DV hafði samband við Ólaf Val
Ólafsson hjá Birtíngi sem sagði að
tæknileg mistök í kerfinu hefðu
verið ástæðan fyrir því
að viðkomandi var
ekki látinn vita.
„Það er auðvitað
mjög leiðinlegt
þegar svona mis-
tök gerast og við
biðjumst afsök-
unar á því. Það er sjálfsagt
að hafa samband við okk-
ur og hliðra til varðandi
greiðslu eins og óskað er.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
Offituskattar, lúxusmatur
og standandi farþegar
Valur Gunnarsson
skrifar valurgunnars@gmail.com
Bragðlaus flugvélamatur Flugvélamatur er oft mikið saltaður eða kryddaður svo að
finna megi af honum bragð.
Farþegarnir í vinnu Sparnaður gæti
falist í því að láta farþega sjálfa ferma
farangurinn um borð.
engin klósett og offituskattur Á meðal
áforma félagsins er að fjarlægja klósett eða
taka gjald fyrir notkun þeirra og að rukka þungt
fólk aukalega eða jafnvel losa sig við sætin og
láta fólk ferðast standandi á milli staða.