Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2012, Side 20
20 Sport 29. október 2012 Mánudagur
Endar Drogba hjá Liverpool?
n Mörg félagslið farin að spá í spilin í janúar
E
f marka má slúðurblöðin
leita forráðamenn Liverpool
nú allra leiða til að fá Didier
Drogba lánaðan frá sínu kín-
verska félagsliði og Alex Ferguson
stjóri Manchester United hefur mik-
inn hug á hollenska miðjumannin-
um Kevin Strootman.
Allmörg félagslið bæði í Englandi
og víðar eru þegar farin að undirbúa
sig undir opnun leikmannamark-
aðarins í janúarbyrjun. Fullyrða má
að margar slíkar fréttir séu algjörlega
úr lausu lofti gripnar og oftar en ekki
eru það bresku slúðurblöðin sem
bjóða upp á slíkar fréttir. Engu að
síður er forvitnilegt að sjá hvaða leik-
menn eru helst nefndir til sögunnar.
Þar er fremstur í flokki Kólumbíu-
maðurinn Falcao sem nú leikur með
Atlético Madrid en það vakti undrun
margra að hann skyldi ekki vera
keyptur til stórliðs í sumar sem leið.
Eru spekingar almennt á því að fyrir
utan Brasilíumanninn Neymar þá sé
ekki til betri sóknarmaður sem leik-
ur ekki með stórliði en Falcao. Sjálf-
ur hefur kappinn lýst yfir áhuga á að
fara annað og er talið víst að Chelsea
muni reyna að klófesta kappann.
Ekki er þó ólíklegt að PSG reyni
einnig við Kólumbíumanninn. Verð-
ur fróðlegt að fylgjast með, því sagt er
að bæði félög geti sótt í hyldjúpa vasa
eigenda sinna.
Alex Ferguson er sagður hafa
reynt að kaupa miðjumanninn
Strootman frá PSV í Hollandi í sum-
ar sem leið en hætt við einhverra
hluta vegna. Síðan hefur áhugi hans
aðeins aukist en Strootman er talinn
einn frambærilegasti miðjumaður í
Hollandi. Staðfest er að PSV hafi gef-
ið grænt ljós á að hann verði seldur
en hvort hann endar í raun og veru
hjá United verður að koma í ljós.
Öllum er ljóst að krísa er hjá
Liverpool og ýmsir leikmenn nefnd-
ir til sögunnar til að færa það til betri
vegar. Didier Drogba er sagður hugs-
anlega á leið til liðsins í láni en leik-
tímabilinu í Kína, þar sem Drogba
leikur listir sínar, lýkur í vikunni. Það
er þó ekki eini leikmaðurinn sem
sagður er á leið til Liverpool. Fullyrt
er að stjóri liðsins hafi forvitnast um
Demba Ba hjá Newcastle en Ba hefur
ekki síður verið frískur fyrir framan
markið þessa leiktíðina en þá síð-
ustu. n
Messi hvergi
hættur
Ekki fyrr er búið að skrifa um
eitt met Leo Messi hjá Barcelona
en hann bætir um betur. Hann
var á skotskónum enn á ný um
helgina þegar Barcelona grillaði
lið Rayo Vallecano í spænsku
deildinni og það 0–5 á útivelli.
Argentínumaðurinn setti tvö
marka liðs síns og fór með því
upp fyrir 300 marka markið á
ferlinum. Hefur hann skorað
alls 270 mörk fyrir Barcelona og
31 fyrir landslið Argentínu eða
samtals 301 mark. Og Messi er
aðeins 25 ára gamall.
Vettel með
aðra hönd á titli
Þjóðverjinn Sebastian Vettel
sigraði í Indlandskappakstrinum
um helgina í annað skiptið í röð
en með sigrinum náði kappinn
þrettán stiga forskoti á Spán-
verjann Fernando Alonzo í
stigakeppni ökuþóra. Einungis
þrjár keppnir eru eftir af keppn-
istímabilinu og má segja að
Vettel sé kominn með aðra
hönd á titilinn. Sama gildir um
keppnislið þeirra Red Bull sem
er langfremst í keppni bílasmiða
með 91 stigs forskot á Ferrari
svo dæmi sé tekið. Fernando
Alonzo varð annar um helgina
og stendur fast við það í blaða-
viðtölum að hann geti og muni
standa uppi sem sigurvegari. Þá
þarf hann að bretta upp ermar.
Hanson hafði
McIlroy
Það var Svíinn Peter Hanson
sem hafði sigur á BMW Masters-
mótinu í golfi sem fram fór í Kína
um helgina. Hafði Svíinn ágæta
forystu lengi vel áður en McIlroy
hóf ákafa sókn á lokaholunum og
náði í skottið á Hanson og skildi
aðeins eitt einasta högg þá félaga
að á lokaholunni. Greinilegt var að
Hanson var mjög taugaspenntur
undir slíkri pressu en hann hélt
þó stillingu sinni og hafði betur. Er
þetta stærsti sigur Hanson í golfi
að eigin sögn en sigurinn færði
honum litlar 148 milljónir króna.
Demba Ba Litinn hýru auga af stjóra
Liverpool.
E
f aðeins allir leikir í enska
boltanum væru eins
skemmtilegir og slagur
Chelsea og Manchester
United um helgina.
Æsispennandi viðureign þessara
risa endaði með 2–3 sigri gestanna
frá Manchester og þrjú stig á Stam-
ford Bridge eru úrslit sem gætu vel
skipt öllu máli á lokametrunum í
vor.
Helstu andstæðingar United
í deildinni náðu reyndar einnig
þremur stigum í hús um helgina
en fjarri því með eins miklum
bravúr og Rauðu djöflarnir hans
Ferguson. Arsenal mátti teljast
heppið að landa 1–0 sigri á heima-
velli gegn QPR og sömuleiðis fer
1–0 heimasigur Manchester City
á Swansea ekki í neinar sérstakar
merkisbækur.
Ferguson borubrattur
Það vakti töluverða athygli fyrir
helgina þegar Alex Ferguson lýsti
yfir að hann liti ekki á Arsenal né
Tottenham sem keppinauta um
bikarinn þessa leiktíðina. Það
byggði karlinn á gengi þessara fé-
lagsliða hingað til á leiktíðinni
en hann hefur nú áður gert lítið
úr möguleikum liða á borð við
Arsenal aðeins til að kyngja þeim
ummælum síðar meir. Fergu-
son sagði hins vegar að barátt-
an nú stæði milli United, City og
Chelsea og hann ætti því að vera í
sjöunda himni með frábæran úti-
sigur sinna manna í bráðfjörug-
um leik þar sem áhorfendur fengu
skemmtun fyrir allan peninginn.
Vakti sérstaka athygli að Ferguson
notaði ekki sama leikkerfi og hann
hefur látið lið sitt nota undanfarið
heldur notaði vængmenn og leyfði
sínum mönnum að flakka frjáls-
legar um völlinn. Það tókst sérdeil-
is vel og sérstaklega voru þeir And-
erson og Ashley Young frískir og
skeinuhættir.
Persie að finna sig
Robin van Persie er að finna sig
betur og betur undir stjórn Fergu-
son og með vaxandi sjálfstrausti
koma fleiri mörk. Það var í raun
hann sem átti tvö marka United
gegn Chelsea en það var skot hans
í stöng sem svo endaði í varnar-
manni Chelsea, David Luiz, og
þaðan í markið og kom hann
þannig Manchester United yfir
strax á fjórðu mínútu. Leikmenn
Chelsea höfðu vart náð sér eftir
þá hörmungarbyrjun þegar Persie
var búinn að skora annað mark á
tólftu mínútu eftir fínan sprett og
fyrirgjöf Valencia. Ár og dagur er
síðan Chelsea hefur verið tveim-
ur mörkum undir á heimavelli eftir
tólf mínútur.
Eflast við mótlæti
Það mega leikmenn Chelsea eiga
að þeir leggja ekki árar í bát þrátt
fyrir dapra byrjun. Þeir bláklæddu
sem voru bæði án Franks Lampard
og John Terry sóttu stíft fram á við
og nokkrum sinnum gátu leik-
menn United þakkað markverði
sínum fyrir frábæra markvörslu.
Hann réð þó ekki við aukaspyrnu
Juan Mata rétt utan vítateigs
skömmu fyrir leikhlé. Minnkaði
Spánverjinn þar muninn og
tryggði að síðari hálfleikurinn var
spenna frá a til ö. Hófst sá með lát-
um af hálfu heimamanna og tíu
mínútum síðar var staðan 2–2 eftir
mark Brasilíumannsins Ramirez.
Við tók enn meira fjör með hættu-
legum tækifærum á báða bóga en
halla fór undan fæti hjá heima-
mönnum þegar þeir misstu tvo
leikmenn út af með rauð spjöld á
skömmum tíma. Með aðeins níu
menn eftir að Ivanovic og Torres
var vísað af velli náðu gestirnir
völdunum og fimmtán mínútum
fyrir leikslok skoraði Hernandez
sigurmark United.
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
Þó Alex Ferguson hafi þegar af-
skrifað bæði Tottenham og
Arsenal sem raunverulega keppi-
nauta um titilinn má velta fyrir sér
hvort það hafi nú ekki verið helst
til mikil fljótfærni. Tottenham er
eftir útisigur gegn Southampton
aðeins fimm stigum á eftir United
og Arsenal sex stigum á eftir. Og
nóg er eftir af leiktímabilinu. n
n Æsispennandi umferð í ensku úrvalsdeildinni n United hirti þrjú stig á Brúnni
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar albert@dv.is
Nú færist fjör í leikinn
Sigurmark frá Mexíkó Þrjú stig United á heimavelli Chelsea verða æði mikilvæg þegar fram líða stundir.
Yfir litlu að gleðjast Arséne Wenger stökk lítið bros á vör meðan hans menn áttu í
bullandi vandræðum með að skora gegn QPR.
Markahæstir
í enska boltanum
Sex mörk: Fimm mörk:
Demba Ba Jermain Defoe
Robin van Persie Edin Dzeko
Miguel Michu Steven Fletcher