Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Side 12
12 Erlent 26. nóvember 2012 Mánudagur Vígreifir Hamas-liðar Fjölmörg mannslíf óbreyttra borgara hafa farið í súginn í átökum Ísraelsmanna og Hamas-liða. Myndir reuters Í sraelsher og Hamas- samtökin féllust á miðvikudaginn á vopnahlé á Gaza-ströndinni. Bardagarnir kostuðu að minnsta kosti 160 mannslíf auk þess sem margir særðust. Sex Ísraelar féllu en aðrir fallnir voru Palestínumenn. Með samkomulaginu átti að binda endi á vikulöng átök á milli stríð- andi fylkinga. Eða það var í það minnsta markmiðið með samn- ingnum. Þrátt fyrir samkomulagið gáfu Ísraelsmenn út að herinn væri reiðubúinn í frekari átök ef vopna- hléið yrði rofið. En hvað stendur í þessu samkomulagi, sem er í fjór- um liðum. Hér er það í íslenskri þýðingu: 1 Ísraelar láti af öllum hernaðar-aðgerðum á Gaza-ströndinni á sjó, á landi og úr lofti, þar á meðal áhlaup og fyrirætlanir um að ráða til- tekna einstaklinga af dögum. 2 Allir hópar Palestínumanna láti af öllum hernaðaraðgerðum gegn Ísraelsmönnum, þar á meðal eldflaugaárásum og árásum við landamæri. 3 Landamæri Gaza-strandarinnar verða opnuð innan 24 tíma frá því vopnahléið tekur gildi, bæði fyrir fólk og varning. 4 Egyptum berist loforð frá báðum aðilum þess efnis að samkomulagið verði virt og að þeir muni rannsaka allar fregnir af því að samkomulagið hafi verið brotið. Myrtur eftir 40 mínútur Vopnahléið hafði ekki staðið yfir lengi þegar fyrstu fregnir af árás- um í trássi við vopnahléið fóru að berast. Fimmtán ára drengur var myrtur 40 mínútum eftir að vopna- hléið tók gildi, á óskilgreindu svæði. Þá greindi Al Jazeera frá því á föstu- dag að einn hafi verið myrtur og hafi 19 særst þegar ísraelskir hermann, staðsettir á landamærum Ísraels og palestínska bæjarins Khan Youn- is, hófu skothríð á heimamenn. Piltur hafði hætt sér nærri yfirráða- svæði Ísraela en ekki er óhætt að koma nærri landamærunum en 300 metra. skutu á bændur Fréttamaður Al Jazeera segir að honum hafi borist margar ábendingar um að bændur hafi talið að 300 metra línan hafi ver- ið afnumin og að þeim væri óhætt að hlúa að uppskeru sinni. Fregnir um að farartálmun hafi verið aflétt hafi verið óljósar. Með skothríðinni hafi Ísraelsmenn hins vegar vilj- að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að 300 metra reglan gilti ennþá. Flestir þeirra sem særðust voru bændur en sonur eins þeirra lét lífið, saklaus borgari eins og hin- ir bændurnir. Hann var 21 árs, skot- inn í höfuðið. Grunnt á því góða Tvennum sögum fer raunar af því hvernig þetta atvikaðist. Reuters greindi frá því að pilturinn hafi ver- ið skotinn þegar hann reyndi að koma fyrir Hamas-fána á girðingu sem tilheyrði svæði Ísraelsmanna. Hermenn hafi skotið þremur við- vörunarskotum áður en þeir hófu skotárásina. Talsmaður ísraelska hersins leit hins vegar þannig á málið að hóp- ur Palestínumanna hafi ráðist að landamærunum með það að mark- miði að rífa hliðin niður. Þá frásögn hafði Al Jazeera ekki fengið staðfesta en ljóst er að grunnt er á því góða á milli Palestínumanna og Ísraela. Tortryggnin er allsráðandi. n n Fjörutíu mínútur voru liðnar af vopnahléi þegar 15 ára drengur var myrtur Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Eg yp ta la nd Fjarlægð frá Gaza Landamæri Ashkelon Ashdod Kiryat Gat SderotGaza-borg Beersheba Ofakim Eshkol Dimona Kiryat Malachi Tel Aviv Jerúsalem Gaza ströndin Ísrael Vestur- bakkinn Vestur- bakkinn 10 km 20 km 30 km 40 km 50 km Eg yp ta la nd Eg yp ta la nd Eg yp ta la nd Eg t l d E t l d l d HeiMild: Global security Qassam-1 Qassam-2 Qassam-3 Grad Qassam-4 WS-1E Fajr-5 3–4,5 km 8–9,5 km 10–12 km 15–17 km 18–20 km 34–45 km Hámarks drægni: 75 km eldflaug Eldflaugarnar á Gaza Hamas-hreyfingin og aðrir öfgahópar á Gaza-ströndinni búa yfir úrvali af eldflaugum sem þeir nota í baráttu sinni við Ísraelsmenn. 0.5 kg 5-9 kg 10-20kg 18kg 18-22kg 175kg about 10kg Þyngd 80cm 180 cm 200 cm 283 cm 294 cm 648.5 cm 244 cm lengd Gaza/ Vestur bakkinn Gaza/ Vestur bakkinn Gaza/ Vestur bakkinn Gaza/ Vestur bakkinn Íran/ Rússland Kína Íran uppruni Vígreifir í Vopnahléi Mikil eyðilegging Lífið fyrir botni Mið- jarðarhafs er ekki dans á rósum um þessar mundir. Það vita þessi feðgin. fl rnar á Gaza Ha fi in og aðrir öfgahópar á Gaza-ströndinni búa yfir úrv l fl gu sem þeir nota í baráttu sinn við Ísraelsher. HeiMild: Global security Sjálfsvígsárás við kirkjuna Ellefu létust í sjálfsvígsárás á kirkju í herbúðum Kaduna í Ní- geríu. BBC hafði það eftir her- foringja á svæðinu að rútu hefði verið ekið að herbúðunum og á kirkjuna þar sem hún sprakk. Tíu mínútum síðar hefði bíll sprungið í loft upp fyrir utan kirkjuna. „Fyrri sprengingin olli engum meiðslum en forvitnir vegfarendur söfnuð- ust saman á svæðinu til þess að skoða rústirnar … og þá sprakk seinni sprengjan,“ sagði talsmað- ur hersins. Vitni á svæðinu sagð- ist hafa séð lík á vettvangi og fólk borið burt á sjúkrabörum. Að minnsta kosti fimmtíu féllu í sprengjuárás í Kaduna í júní og hefndaraðgerðunum sem fylgdu í kjölfarið. Fyrir um mánuði dóu sjö einstaklingur í sjálfsvígsárás á kaþólska kirkju á svæðinu. Kaduna er mitt á milli Suður- Nígeríu þar sem flestir eru kristnir og norðursins þar sem múslímar eru í meirihluta. Ekki er vitað hver stendur að baki árásinni en sam- kvæmt upplýsingum BBC liggur íslamski öfgahópurinn Boko Haram undir grun, þar sem hann hefur að undanförnu beint árás- um sínum að kirkjum á svæðinu. Hópurinn hefur það að markmiði að steypa stjórninni og innleiða öfgafullt form af íslömsku lögun- um, sjaría. Á föstudaginn bauð herinn peninga fyrir aðstoð við að finna leiðtoga hópsins, Abubakar Shekau, og aðra meðlimi hans. Nakinn á styttu í þrjá tíma Nakinn maður sat uppi á nítjándu aldar styttu í miðborg Lundúna á laugardag, stillti sér upp fyrir myndavélar vegfarenda og veifaði í allar áttir á meðan lögreglumenn reyndu að ná honum niður, að því er Telegraph greinir frá. Lögreglan lokaði einnig götum fyrir umferð við Trafalgar-torg. Á einum tíma- punkti stóð maðurinn reisulega uppi á höfði styttunnar, sem er af prinsinum George, fyrsta hertoga af Cambridge, áður en hann settist ofan á hausinn. Eftir þriggja tíma samningavið- ræður náði lögregla manninum niður og ók með hann á brott, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég hló bara,“ sagði bandarískur ferða- maður um atvikið og bætti við: „Þetta er lífsreynsla.“ Eigandi bars í nágrenni við styttuna var ekki eins glaður vegna uppákomunnar. Hann sagðist hafa tapað viðskiptum eftir að lög- reglan lokaði götum í nágrenninu. Þá sagðist hann ekki skilja hvers vegna það þyrfti átta lögreglubíla, tvo slökkviliðsbíla og fjóra lög- reglumenn á hestbaki til þess að ná „einum nöktum manni“ aftur niður á jörðina. Yfirmaður lög- reglunnar sagði hins vegar: „Við svona aðstæður er öryggi almenn- ings í forgangi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.