Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Síða 14
Sandkorn G læsileg kosning Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Reykjavík er staðfesting þess að hinn al­ menni kjósandi Sjálfstæðis­ flokksins heldur áfram uppreisninni sem hófst í Suðvestur­ kjördæmi þar sem Bjarni Benedikts­ son formaður fékk afar veikt umboð. Flokksmenn í Reykjavík hafa nú rétt Hönnu Birnu keflið og falið henni að leiða siðferðislega endurreisn flokks sem hefur um árabil verið á villigötum sökum spillingar. Hnignun Sjálfstæðisflokksins hófst á valdaskeiði Davíðs Oddssonar sem hætti að stjórna með hagsmuni þjóð­ ar að leiðarljósi en hóf að hygla vinum sínum. Sumir fengu banka og aðrir feit embætti hjá dómstólum. Á endanum varð hömluleysi leiðtogans algjört. Hann var orðinn stærri og mikilvægari en flokkurinn. Hann mátti allt. Enn eimir eftir af spillingunni sem einkenndi Davíðstímann. Og það er varla ofsagt að hann stýri að einhverju leyti úr aftursætinu. Veikur formað­ ur með umdeilda fortíð ræður ekki við verkefni sitt. Og það er þetta sem ræður afstöðu kjósenda flokksins. Þeir hafa nú gripið til sinna ráða og klára hreinsunarstarfið sem átti að fara fram strax eftir hrun. Hinum spilltu er refs­ að og nýtt fólk kallað til. Örlög Guð­ laugs Þórs Þórðarsonar, sem var hafn­ að af kjósendum, eru skýrt merki um þetta. Spilltur og iðrunarlaus pólitíkus er tekinn úr áhrifastöðu. Af sama toga er upphefð Péturs Blöndal þingmanns sem hefur aldrei fengið vegtyllur inn­ an flokks þrátt fyrir heilbrigða og skýra stefnu og málflutning. Kosning Brynjars Níelssonar hæstaréttarlög­ manns er af sama toga. Hann kemur inn með nýtt óspillt blóð. Það er umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðismenn hvort þeir geti far­ ið inn í kosningar í vor með núver­ andi formann við stjórn. Flokkurinn hefur fengið slaka útkomu í skoðana­ könnunum og ólíklegt að kosningar feli í sér aðra niðurstöðu. Aftur á móti er líklegt að sú bylgja fylgis sem sýnir sig með Hönnu Birnu skili sér í vor ef hún fær formannsstólinn. Sjálfstæðis­ menn þurfa að átta sig á stöðunni áður en kosið verður um forystu í vet­ ur. Hanna Birna ræður nú því sem hún vill í flokknum. Það er á hennar valdi að ákveða örlög formannsins. Og það er öldungis fráleitt að hún taki stöðu varaformanns við hlið Bjarna. Þar með væri hún að samþykkja hann sem góð­ an formann og gefa honum heilbrigðis­ vottorð. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæð­ isflokksins í Kraganum og í Reykjavík er skýr. Bjarni er búinn og það er kom­ inn tími á nýja menn. Hann á þann leik í stöðunni að afhenda umboð sitt til Hönnu Birnu eða biðjast griða. Að öðrum kosti getur hún einfaldlega velt honum úr sessi. Þetta er hinn blákaldi veruleiki í pólitísku lífi formanns Sjálf­ stæðisflokksins. Fall Guðlaugs Þórs n Fall Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar alþingismanns í próf­ kjöri Sjálfstæðisflokksins er mörgum áfall. Grjótharðir stuðnings­ menn hans höfðu lagt nótt við dag til að bjarga honum en án árangurs. Meðal ein­ dreginna stuðningsmanna Guðlaugs voru Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og Jón Magnússon, fyrrverandi þing­ flokksformaður Frjálslynda flokksins, sem reyndu fram á síðustu stundu að bjarga sín­ um manni en árangurslaust. Gísli slapp n Gísli Gíslason, lögmað­ ur og rafbílafrömuður, er einn þeirra einstaklinga sem slapp nokkuð vel frá Vinda­ súlumálinu svokallaða. Aron Karlsson, sonur Karls Stein- grímssonar í Pelsinum, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í málinu fyrir skömmu. Mál­ ið snérist um viðskipti með fasteign í Borgartúni sem í dag hýsir kínverska sendi­ ráðið. Aron einn var ákærður og dæmdur í málinu en fleiri menn komu að því, meðal annars umræddur Gísli sem tók þátt í að skipuleggja við­ skiptin. Bendlaður við Skeljung n Guðmundur Jónsson, sem kenndur er við útgerðina Sjólaskip, er nú sagður áhugasamur um að kaupa Skeljung ásamt hópi fjárfesta. Sú fiskisaga hefur flogið víða upp á síðkastið en er víst ekki sönn að sögn Guðmund­ ar sjálfs. Verðbréfafyrirtækið Virðing er þó sagt vera við það að selja olíufélagið þar sem Einar Örn Ólafsson ræður ríkjum fyrir eigendurna, þau Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmund Þórðarson. Hús Jóns Ásgeirs n Sagan um eignarhaldið á fjölmiðlafyrirtækinu 365 er fyrir löngu orðin fáránleg. Enginn virðist í reynd vita hver á félagið og þá hvernig þó Ingibjörg Pálmadóttir sé sögð gera það. Með­ al annars er Jóhann- es Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eigandi í eignarhaldsfélagi sem á í 365. Jóhannes kannast við að eiga í eignarhaldsfélaginu en ekki við að eiga í 365. Hins vegar er líklega best að vísa til orða Jóns Ásgeirs sjálfs um eignarhaldið. Í tölvupósti til Jóns Kaldal, ritstjóra Frétta­ blaðsins, árið 2009 sagði Jón Ásgeir að hann vildi láta reka blaðamann sem gert hafði lítið úr honum. „Hann verður ekki í mínum húsum,“ sagði hann. Hús Jóns Ásgeirs hef­ ur ekki breyst mikið síðan þá nema að því leytinu að fjárfestirinn er sjálfur miklu meira þar en áður og er í reynd skuggastarfsmaður hjá fyrirtækinu. Ég er saklaus Ég fæ bara engar hugmyndir! Bjarni er búinn„Hanna Birna ræður nú því sem hún vill V ið búum enn að árangri tækni­ byltingarinnar sem hófst á 15. öld þegar prentbækur leystu af hólmi handritin sem helsta dreifingarleið upplýsinga um heims­ byggðina – prentbækur, rit og blöð þjóna okkur ennþá sex öldum síðar og verða líklega alltaf til. Á Íslandi hófst prentöld seinna en á meginlandinu – oftast er miðað við Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar 1540, en helsta miðstöð eigna, áhrifa og valda innan­ lands, lúterska kirkjan, tók prentlistinni strax tveim höndum – og lét prenta allan sinn boðskap á íslensku. Hinar miklu biblíur Guðbrands, Þorláks og Steins, grallarinn og önnur sálmakver, postill­ ur og leiðbeiningar aðrar um kristilega lífsleikni – allt á íslensku. Þegar verald­ legir textar fóru að prentast þótti sjálf­ sagt að þeir væru líka á íslensku, þótt öll völd væru í hendi þýskdanskra konunga sem ekki þekktu þetta skrýtna tungumál nema af afspurn, hvað þá embættis­ mennirnir í kansellíi og rentukammeri. Þarna munaði miklu fyrir menningu Íslendinga, menntir þeirra og sjálfs­ mynd. Á svipuðu méli lagðist þjóð­ tungan af í Noregi sem opinbert sam­ skiptamál kirkju og stjórnkerfis. Biblía Norðmanna var ekki á norsku heldur sú sama og kóngurinn lét prenta í Kaup­ inhafn. Eins um Færeyjar, þar var talað við Guð almáttugan á dönsku fram und­ ir miðja 20. öld. Þessar tungur „misstu af“ prentbyltingunni og hafa ekki beðið þess bætur. Miklu verri útreið fengu ýmsar aðrar tungur og málsamfélög sunnar í álfunni – sem sumar hverjar eru nú nánast útdauðar. Þær dóu fyrst „prentlegum dauða“ – misstu svo smá­ saman tökin á fleiri sviðum og trénuð­ ust að lokum upp sem einkamál fyrir þjóðlegan fróðleik, fólk á elliheimilum og nokkra skrýtna kalla – svipað og ís­ lenskan núna í Vesturheimi. Önnur bylting Í vikunni fyrir dag íslenskrar tungu núna um daginn, fæðingardag Jónasar 16. nóvember, kynnti Íslensk málnefnd ályktun sína um stöðu tungunnar. Þar ítreka sérfræðingar og áhugamenn að íslenskan sé öflugt tungumál með sterka stöðu í landinu. En vara um leið við hættum framundan. Á okkar tímum stendur yfir tæknileg menningarbylting sem fullkomlega jafn­ ast á við prentbyltinguna fyrir sex öld­ um – tölvurnar, netið, upplýsingatækn­ in. Hingað til hefur íslenskan bjargað sér nokkuð vel á þessum nýtæknitímum. Það má þakka metnaði almennings og stjórnvalda, og ekki síst íslenskra frum­ herja í tölvuheimum. Á hinn bóginn hefur það blasað við í eina tvo eða þrjá áratugi að við yrðum að leggja á okkur vinnu og kosta fé til að halda stöðunni þegar lengra kæmi fram á tölvuöld. Hingað til hefur höndin slegið inn stafi eða snúið snerlum eða smellt á einhvers konar takka í þessum staf­ rænu vélum, í tölvunum okkar, á borði eða í hendi, á spjaldi, í síma, í bílum og heimilistækjum, en nú er stjórntækið að verða tungumálið sjálft, bæði skrifað og ekki síður talað. Þetta er ekki framtíðar­ músík, engin vísindaskáldsaga. Þetta er að verða og er orðið í öðrum málsam­ félögum en okkar, að menn tala við tölv­ urnar sínar á mannlegu tungumáli – ensku, kínversku, frönsku – og þær svara á sama máli. Stafrænn dauði? Í nýútkominni skýrslu frá evrópska samstarfshópnum Meta­neti er gerð grein fyrir því hvernig tungumálin og málsamfélögin í Evrópu eru undir þessa þróun búin. Þar kemur í ljós að íslenska er í þeim hópi 21 tungumáls sem stendur höllum fæti. Þau tungu­ mál eru vanbúin að bregðast við þessari þróun og eiga á hættu það sem í skýrsl­ unni er kallaður „stafrænn dauði“. Það er ekki alger dauði, en tungurnar mundu tapa einu mikilvægasta notk­ unarsviði sínu eða umdæmi – stöð­ unni á netinu og í tölvutækjunum sem við notum á hverjum degi: Síminn, spjöldin, bílatölvurnar, heimilistækin. Málið verður svo áfram til í almennu tali og ritum og ræðu, en gefur líklega eftir smátt og smátt, og heldur að lokum ekki velli nema í þjóðlegum fróðleik og inni á elliheimilunum. Við erum ósköp blönk þessi árin – en við höfum ekki efni á að glutra íslensk­ unni úr höndum okkar, að flytja málið ekki áfram frá hinum horfnu kynslóðum til þeirra sem taka við landinu eftir okkar dag. Þess vegna þarf að hefja sem fyrst svipað máltækniátak og Björn Bjarnason kom af stað með góðum mönnum á síðasta áratug, en varð því miður endasleppt. Við ræddum þetta á Alþingi um daginn, og þar talaði Katrín Jakobs­ dóttir menntamálaráðherra um að helga einhvern hluta af rannsóknar­ styrkjum því verkefni að tryggja ís­ lenskunni leið inn í næsta áfanga framfara og umbreytinga upplýsinga­ tækninnar. Við hin getum líka hjálpað til. Með því að gera kröfur fyrir hönd íslensk­ unnar og fyrir hönd barna okkar og barnabarna sem við viljum að njóti íslenskunnar í leik og starfi næstu ára­ tugina og aldir. Íslenskt viðmót í sem flestum tölvum í skólum og öðrum vinnustöðum. Símar og spjaldtölvur sem kunna íslensku. Íslenska notuð í leiðbeiningum um tölvubúnað og net­ tækni, á Fésbók og í Tvitti. Ekki fæl, öppdeit og dánlód heldur skrá, upp- færa, hala niður. Við lifum á alþjóða­ tímum, sem betur fer, en samt er enn­ þá í fullu gildi auglýsingin hans Stefáns Gunnlaugssonar bæjarfógeta 1848: Íslenska tungu í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 26. nóvember 2012 Mánudagur Egill Einarsson segist ekki ætla að láta rangar sakargiftir stjórna lífi sínu. – DV Sjómaðurinn Ágúst Þór er með ritstíflu. – DV „Þar kemur í ljós að íslenska er í þeim hópi 21 tungumáls sem stendur höllum fæti. Kjallari Mörður Árnason Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Íslenska, já takk – líka á tölvuöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.