Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Síða 15
Ég er „pjúra
nördisti“
Ég var hrædd
við Dísu
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sökkvir sér ofan í hlutina. – DVKristín Steinsdóttir skrifar um Bjarna-Dísu. – DV
Stjórnmál upp á líf og dauða
Spurningin
„Ég reyni að „varíera“ á ham-
borgarastöðum s.s. á Búllunni eða
Big Lebowski, þannig að maður sé
ekki alltaf að borða það sama.“
Vésteinn Snæbjarnarson
24 ára hugbúnaðarsérfræðingur
„Noodle Station.“
Arnaldur Smári Sigurðarson
19 ára nemi
„Heima hjá mér.“
Guðbjörg Guðmundsdóttir
57 ára bókmenntafræðingur
„Subway.“
Bragi Hilmarsson
18 ára vinnur á Subway.
„Búllan.“
Ingibjörg Lilja
19 ára þjónn
Hvar finnst þér best
að borða í bænum?
1 Lét skera sig í framan í von um að fá vernd
Vitni í máli Annþórs og Barkar lýsti því
hvernig hann lét vini sína skera sig í
framan með rifinni bjórdós til þess að
fá vernd lögreglu gegn Berki.
2 Efaðist um eigin frjósemi Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona
háði áralanga baráttu við sjúkdóminn
endómetríósu, en varð loks barns-
hafandi.
3 Umdeildustu prestar Íslands Þeir eru ófáir prestarnir sem vakið hafa
athygli fyrir viðhorf sín eða gjörðir – DV
tók saman lista en hann prýða meðal
annarra séra Sigurður Helgi Guðjónsson
og séra Geir Waage.
4 „Ég datt niður í depurð“ Kristján Jóhannsson stórsöngvari er
fluttur aftur til Íslands en tími depurðar
tók við þegar hann kom heim og
reyndist ekki eins eftirsóttur og fyrrum.
5 Vöruð við því að skrifa um Bjarna-Dísu
Kristín Steinsdóttir skrifaði bók
um Bjarna-Dísu, eina skelfilegustu
draugasögu Íslendinga.
6 Mælir alls ekki með lituðum glösum
Stefán Guðjónsson fjallar um vín og
vínmenningu á Íslandi á DV.is – hann
mælir ekki með lituðum vínglösum.
Mest lesið á DV.is
Þ
inghaldið það sem af er þessu
hausti hefur stundum minnt
á ógnarlangan framboðsfund
þeirra sem langar til að halda
áfram í því undarlega starfi
sem það er að vera alþingismaður,
kjörinn fulltrúi. Og fróðlegt verður að
finna hvernig stemmingin verður á
vinnustaðnum eftir þessa örlagahelgi
í prófkjörum, forvölum eða uppstill
ingum.
Í mínum flokki, VG, vekur það
helst athygli mína í Suðvesturkjör
dæmi hversu nálægt hinn vinnu
sami og vinsæli Ólafur Þór Gunnars
son læknir komst því að velta úr fyrsta
sæti Ögmundi innanríkisráðherra sem
hertur er úr mörgum stríðum. Að
eins 30 atkvæði skildu á milli þeirra og
forðuðu ráðherranum frá því að tapa
andlitinu, forystunni, þingsætinu og
þar með allri von um annað kjörtímabil
í ráðherrastól. En Ögmundur hélt velli
og mín persónulega skoðun er sú að
framhaldslíf sitt í pólitík eigi hann ekki
síst kínverska ljóðskáldinu Nubo að
þakka og einarðri afstöðu sinni gagn
vart kínverskri aðstöðugirnd á Íslandi.
Í annan stað kom í ljós að vinstri
grænir í Reykjavík eru ekki snoknir
fyrir því að utanbæjarmenn setjist að á
mölinni eða komist þar til áhrifa, þrátt
fyrir að gegnum tíðina hafi dreifbýlið
tekið margan Reykvíkinginn upp á sína
arma og skotið undir hann þingsæti og
jafnvel ráðherrastól. Ólafsfirðingurinn,
Björn Valur Gíslason, aflaskipstjóri og
formaður fjárlaganefndar fékk ekki góð
an byr í forvali þar sem stjórnmáladív
urnar Katrín og Svandís eru ósnertan
legar og kjarnakonan Álfheiður vann
þriðja sætið. Árni Þór gerði það gott
með að ná fjórða sætinu sem mér finnst
ganga kraftaverki næst í flokki þar sem
pólitískur rétttrúnaður skilgreinir feðra
veldið sem sinn höfuðóvin næst á eftir
íhaldinu og Evrópusambandinu.
Mismunandi tímar –
mismunandi áherslur
Það er varla við hæfi að ég tjái mig
um baráttu um þingsæti hjá öðrum
flokkum en á persónulegum nótum
verð ég þó að segja að það gladdi mig
að sjá að sjálfstæðismenn í Reykjavík
meta vinnusemi og hreinlyndi Péturs
Blöndal til þriðja sætis í Reykjavík.
Enginn veit nákvæmlega hvað það
er sem tryggir manni framgang í þeirri
pólitísku fegurðarsamkeppni sem
skipan framboðslista er. Mismunandi
tímar kalla á mismunandi áherslur.
Það er ekki auðvelt að greina í fljótu
bragði hvað eða hvort eitthvað er
sameiginlegt með því fólki sem lengst
hefur náð í íslenskri pólitík á síðustu
áratugum.
Eru það persónutöfrar, hugsjóna
eldur, hugmyndaauðgi, endur
nýjunarkraftur, ræðusnilld, hlýja og
ást á öllu sem lífsanda dregur sem eru
mest áberandi einkennin í fari þess
fólks sem er lífseigast í stjórnmálum?
Eða er það útlitið? Breitt fjölmiðlabros
og fannhvítur tanngarður?
Allt þetta er gott og blessað sem
veganesti fyrir þá sem vilja gerast at
vinnumenn í stjórnmálum en það
eru aðrir eiginleikar sem ráða úr
slitum um hverjir fljóta og hverjir
sökkva.
Það virðist nokkuð ljóst að þeir
sem ætla að gera stjórnmál að ævi
starfi sínu skuli vera undir það bún
ir að láta starfið ganga fyrir öllu öðru
þannig að fjölskyldulíf og vináttu
tengsl og öll önnur áhugamál verði
að mæta afgangi og tilheyra stopulum
tómstundum.
Þrátt fyrir algjöra helgun og þá
einsemd sem fylgir því að rækta
hvorki fjölskyldu sína né vini þarf
stjórnmálamaður engu að síður að
virðast félagslyndur og úthverfur,
hversu einrænn eða innhverfur sem
hann/hún er að upplagi og vera til
taks á kvöldin og um helgar og sitja
málþing, ráðstefnur og fundi um
hvers kyns málefni, skrifa greinar í
blöð, koma sér í viðræðuþætti eða
fréttatíma ljósvakamiðla og kunna að
vekja á sér jákvæða athygli, jafnvel
með því að sjást taka þátt í menn
ingarlífi. Á náttborði ástríðumanns
í stjórnmálum eru þó hvorki bækur
eftir Arnald Indriðason ellegar Gyrði
Elíasson heldur fjármálatíðindi, þing
skjöl, greinargerðir, umsagnir og
bunkar af skýrslum.
Kenningar Darwins
Atvinnumaður þarf að geta staðið af
sér ósigra. Hún/hann þarf að þola
stöðuga gagnrýni, jafnt sanngjarna
sem ósanngjarna. Hún/hann þarf að
vera reiðubúin(n) til þess á nóttu sem
degi að tjá skoðun sína á hverju sem
er, allt frá snjómokstri í Árneshreppi
á Ströndum til stjórnmálaástands í
Miðjarðarhafsbotnum.
Og umfram allt má stjórnmála
maður aldrei láta í ljósi efasemdir
um eigin óskeikulleika ellegar rétt
mæti skoðana sinna, og þar með eigin
ágæti.
Að þessu sögðu virðist mér að þeir
eiginleikar sem mikilvægastir eru til
langlífis í stjórnmálum séu ekki ósvip
aðir þeim eiginleikum sem hafa gert
þjóðinni kleift að þrauka frá kynslóð
til kynslóðar með kostum sínum og
göllum. Og kannski er ekki úr vegi að
álykta að kjörnir fulltrúar í lýðræðis
þjóðfélagi endurspegli þá eiginleika
sem ráða vali meirihluta kjósenda.
Að minnsta kosti ef maður trúir á
kenningar Darwins um að hinir hæf
ustu lifi af …
Áfanga fagnað Nú styttist í lok haustannar skólanna og nemendur sitja margir hverjir sveittir við lestur fyrir próf um þessar mundir. Ljósmyndari DV rakst á þessa hressu uppá-
klæddu nemendur úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þeir voru að fagna útskrift sinni. MynD Sigtryggur AriMyndin
Umræða 15Mánudagur 26. nóvember 2012
Mér þykir vænt
um typpið
Kynfræðingurinn Sigga Dögg segir stærð limsins ofmetna. – DV
„Og umfram allt má
stjórnmálamaður
aldrei láta í ljósi efasemd-
ir um eigin óskeikulleika
ellegar réttmæti skoðana
sinna, og þar með eigin
ágæti.
Kjallari
Þráinn
Bertelsson