Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Qupperneq 16
16 Neytendur 26. nóvember 2012 Mánudagur Algengt verð 251,60 kr. 260,70 kr. Algengt verð 251,40 kr. 260,50 kr. Höfuðborgarsv. 251,30 kr. 260,40 kr. Algengt verð 251,60 kr. 260,70 kr. Algengt verð 253,90 kr. 260,70 kr. Melabraut 251,30 kr. 260,70 kr. Eldsneytisverð 25. nóv. Bensín Dísilolía Vel tekið á móti við- skiptavinum n Lofið að þessu sinni fær sölu- turninn Gotti á Vestur- götu en fastur viðskipta- vinur segist ánægður með þá þjónustu sem hann fær þar. „Ég vil fá að lofa úr- valið sem þar er og hve vel er alltaf tekið á móti manni,“ segir ánægði viðskipta- vinurinn. Gamlar myndir og tónlist n Lastið fær Icelandair en flug- farþegi sendi eftirfarandi: „Afþreyingar prógrömm í vélum Icelandair eru orðin gömul og þreytt. Sama tónlistin og sömu kvikmyndirnar eru stöðugt í boði. Miðað við hagnaðinn af félaginu mætti ætla að menn hefðu efni á að uppfæra þetta efni en sú er ekki raunin.“ DV fékk viðbrögð Icelandair við lastinu. „Við endurnýjum afþreying- arefnið á þriggja mánaða fresti. Hver farþegi hefur sinn persónu- lega skjá þar sem hann getur valið um 50 vinsælar bíómyndir í fullri lengd, rúmlega 200 sjónvarpsþætti af öllum gerðum og um 280 klukku- stundir af frábærri tónlist, auk annars efnis. Þessi dagskrá nýtur gífur legra vinsælda og flestir finna þar eitthvað við sitt hæfi þó við flytjum ólíkt fólk frá öllum heimshornum,“ segir Guð- jón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Kauptu gjafirnar á internetinu n Þú getur sparað þúsundir króna F lestir eru væntanlega farnir að huga að jólagjöfum og sumir jafnvel að kvíða því hvernig þær fara með fjárhaginn. Það má hins vegar gera góð kaup og spara þúsundir með því að kaupa jólagjafirnar á netinu og láta senda þær til Íslands. Þetta á sérstaklega við um fatnað, skó og íþróttavörur. Vörur á óskalistanum DV hefur tekið saman upplýsingar og verð á nokkrum vörum sem eru jafnvel á óskalista margra fyrir jólin og sem getur borgar sig að versla á netinu. Verðin voru fengin með því að leita á amazon.com en tekið skal fram að sjálfsagt er hægt að finna vörurnar á lægra verði. Amazon varð fyrir valinu því þar eru upplýsingar um sendingarkostnað- og tíma en þess má geta að það eru fjölmargar síður á netinu þar sem hægt er að kaupa vörur og fá sendar til landsins. Hvað er í boði? Þeim sem hafa hug á að versla á netinu er þó bent á að ekki allar búð- ir í Bandaríkjunum senda til Evrópu og því að byrja á því að athuga hvaða þjónusta er í boði á hverri síðu. Að lokum skal ávallt hafa í huga að við bætist sendingarkostnaður og tollur og önnur gjöld sem þarf að greiða þegar varan kemur inn í landið. Íslensku verðin voru fengin af heimasíðum verslananna en hér skal einnig tekið fram að mögulegt er að þær fáist á lægra verði annars staðar. n Kauptu þetta á Íslandi Suma hluti borgar sig ekki að kaupa á netinu og láta senda heim. Það eru helst DVD-myndir, tölvuleikir og fleira í þeim dúr. DV fann verð á nokkrum slíkum vörum: Apple iPad mini 16GB Wi-Fi Tölvulistinn: 59.990 krónur amazon: $ 415 Komið til íslands: 67.859 krónur PS2: Fifa 2013 elko: 7.495 krónur amazon: $ 44,98 Komið til íslands: 7.851 krónur Lomo-myndavél Hrím: 7.945 krónur amazon: $ 39,95 Komið til íslands: 8.410 krónur Dexter sería 5 skífan: 5.995 krónur amazon: $ 24,49 Komið til íslands: 6.019 krónur Converse-skór Focus: 13.990 krónur amazon: $ 40,43 Komið til íslands: 6.426 krónur Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Rossignol Circuit-snjóbretti Útilíf: 47.990 krónur amazon: $ 202,95 Komið til íslands: 37.691 krónur Kindle 6“-lestölva Tölvutek: 17.900 krónur amazon: $69 Komið til íslands: 13.031 krónur Timberland-skór Timberland-verslunin: 34.990 krónur amazon: $116,50 Komið til íslands: 18.514 krónur Sorel-kuldastígvél Geysir: 28.000 krónur amazon: $ 90,99 Komið til íslands: 16.369 krónur Samsung Galaxy SIII samsungsetrið: 109.900 krónur Amazon: $ 555,00 Komið til íslands: 90.267 krónur Sendingartími Amazon til Íslands Venjulegur póstur 13 til 30 dagar Hraðsending 8 til 14 dagar Forgangssending 2 til 5 dagar Sendingarkostnaður til Evrópu $9,99 - kr. 1.263 - Bækur, VHS-myndbönd, geisladiskar, DVD-myndir, kassettur og vínylplötur. $12,99 - kr. 1.643 - Skartgripir, úr, fatnaður, skór, bílavörur, barnavörur, tölvur, raftæki, heimilistæki, eldhústæki, íþróttavörur, verkfæri, leikföng, útivistarvörur, snyrtivörur. Öruggt að versla á netinu Neytendur geta almennt verið öruggir þegar þeir kaupa á netinu, samkvæmt skýrslu sem Evrópska neytendaaðstoðin (ENA), hefur gefið út. Fjallað er um þetta á heimasíðu Neytenda- samtakanna en þar segir að samkvæmt könnuninni hafi vefsíður batnað hvað varðar upplýsingagjöf og fylgni við réttindi neytenda frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2003. Hún bendir einnig til að neytendur geti verið öruggir í sínum viðskiptum svo lengi sem nauðsynlegar upplýsingar komi fram á vefsíðunni. Skattur og gjöld Allar vörur sem sendar eru til landsins bera virðisaukaskatt sem þarf að greiða og er hann 25,5 prósent. Þar að auki þarf að greiða toll af ákveðnum vöruflokkum en þar má nefna að þegar skór og fatnaður er keyptur að utan leggst 15 prósenta tollur ofan á en á snyrtivörur, DVD-myndir og tölvuleiki leggst 10 prósenta tollur. Það sama á við um barnavagna og kerrur. Á heimasíðu tollstjóraembættisins má finna reiknivél þar sem auðvelt er að reikna út hve mikið mun bætast við upphaflegt verð þegar tollar og önnur gjöld eru greidd. Eins er vert að nefna að þegar reiknivélin er notuð þarf að setja inn flutningskostnað inn í heildarupphæð þar sem tekinn er tollur af þeirri upphæð líka. Það er því ekki nóg að setja inn verð á vörunni sem þú hefur hug á að kaupa því þá færðu uppgefinn of lágan toll á vöruna. netverslun Fjölmargar verslanir selja vörur sínar á netinu og þar er hægt að gera góð kaup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.