Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.2012, Síða 22
22 Menning 26. nóvember 2012 Mánudagur Íslensk hönnun í Hanaholmen n Íslendingar og Finnar leiða saman hesta sína á skartgripasýningunni Water and Earth Í slensk-finnska skartgripasýningin Water and Earth eða Láð og lög- ur stendur nú yfir í Hanaholmen í Helsinki. Skartið á sýningunni á það allt sameiginlegt að vera nú- tímaverk sem vísa sterkt í náttúr- una. Á meðal þess efnis sem íslensku hönnuðirnir nota í gripina sína eru skeljar af kræklingum og lifandi mosi. Sýningin Láð og lögur leggur áherslu á skartgripahönnun frá þess- um tveimur Norðurlöndum sem leggja mikla áherslu á samband sitt og tengsl við náttúruna. Þar sem löndin eiga ýmislegt sameiginlegt, svo sem strjálbýl svæði og óútreikn- anleg náttúruöfl sem móta umhverf- ið og samfélagið eiga listamennirn- ir ýmislegt sameiginlegt hvað varðar efnisöflun og notkun hráefna. Íslensku þátttakendurnir á sýn- ingunni eru Aurum, Orr, Helga Moges- son, Hildur Ýr Jónsdóttir og Hafsteinn Júlíusson en finnsku þátttakendurnir eru Helena Lehtinen, Sari Liimatta, Eija Mustonen, Anu Peippo og Anna Rikkinen og Nelli Tanner. Sýningar- stjórinn er Päivi Ruutiainen. Er sýn- ingin samstarfsverk efni Hönnunar- miðstöðvar Íslands, Íslensk-finnska menningarsjóðsins, íslenska sendi- ráðsins í Finnlandi og Hanaholmen Nordic Cultural Centre. Er sýningin hluti af World Design Capital Helsinki 2012. Samkvæmt heimasíðu Hönnunar- miðstöðvar hefur sýningin vakið mikla lukku hið ytra og fengið þó nokkra um- fjöllum í fjölmiðlum þar í landi. Sýn- ingin verður opin til 23. desember en hún var opnuð í byrjun nóvember. n S tíll, hönnunarkeppni félags- miðstöðva, fór fram í Hörpu 24. nóvember í tólfta sinn. Í ár keppti 51 lið frá félags- miðstöðvum af öllu landinu en keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá þema, sem í ár var framtíðin. Margmenni fylgdist með keppn- inni í Hörpu. Jón Gnarr borgarstjóri mætti á Stíl og fylgdist með keppn- inni og veitti verðlaun. Í ræðu sinni nefndi hann meðal annars hversu stórkostleg sköpun væri í gangi hjá unglingahópnum og hrósaði hann þeim fyrir alla vinnuna og glæsilegan afraksturinn. Vildu blanda náttúru og tækni Sigurvegarar keppninnar, þær Ingi- björg Birta og Valbjörg Rúna, tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinn- ar Rauðagerðis í Vestmannaeyjum. „Hugmyndin að kjólnum kom út frá því að við vildum blanda nátt- úru og tækni saman. Við höldum að í framtíðinni verði mun minna til af náttúrunni og það verður oft- ast þannig að það sem er lítið til af, það er í tísku, þannig að það verður lítið af náttúru og hönnuðir munu hugsa til fortíðar og reyna að hvetja alla til að hugsa betur um náttúruna. Þannig að við ákváðum að blanda þessu svona saman.“ Stelpunum sagðist hafa gengið mjög vel að vinna saman í undirbúningnum og að þær hafi ekki verið mjög stressaðar. Þær eru mjög ánægðar með afrakstur- inn og vilja hanna föt í framtíðinni. „Við getum vel geta hugsað okkur að halda áfram á sömu braut.“ Freyja, Svava og Stella Dögg tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvar- innar Hosilór í Borgarfirði. Sögðu þær hugmyndina hafa þróast með þeim á meðan þær unnu að kjóln- um en hann táknar heiminn og tím- ann sem líður. „Við föttuðum að það væri engin framtíð án tímans og að það er hann sem myndar framtíð- ina.“ Hópurinn vann dag og nótt við að sauma kjólinn og hanna útlitið og vakti til fjögur eina nóttina. Stelpurn- ar voru mjög ánægðar með útkom- una hjá sér og sögðu að vinnan hefði verið þess virði. Félagsmiðstöðin Laugó frá Reykjavík, Margrét Erla, Helgi Al- bert, Silja og Ylfa Rún: „Hugmyndina fengum við eiginlega út frá Back to the Future-myndunum í bland við Hungurleikana og svo aðeins í fortíð- ina bara, og svo mixuðum við þetta saman.“ Þau sögðu að undirbún- ingurinn hefði gengið vel og að þetta hefði verið mjög skemmtilegt. Það voru nokkrar andvökunætur sein- ustu dagana fyrir keppni en þau voru mjög ánægð með útkomuna hjá sér og fannst gaman að taka þátt. Vill fleiri stráka í keppnina Margrét Hrönn Ægisdóttir hefur skipulagt Stíl frá upphafi. „Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með því sem unglingunum dettur í hug, ekki bara með hugmynda- vinnunni og tengingunni við þemað heldur líka hvað varðar efnisnotkun og aukahluti sem eru margir hverjir mjög óvenjulegir.“ Margrét segir að keppnin verði sífellt frumlegri. „Ég er einstaklega ánægð með keppnina í ár og veit ekki hvernig hægt verður að toppa hana að ári.“ Í ár voru allavega þrír keppendur karlkyns, og hafa þeir aldrei verið fleiri. „Það væri skemmtilegt að sjá strákana sýna áhuga og taka þátt í keppni sem þessari,“ segir Margrét. „Ég vonast til þess að þeim fjölgi verulega á næstu árum.“ n Náttúru og tækni blandað saman n Rauðagerði frá Vestmannaeyjum sigraði í hönnunarkeppninni Stíl Aðventuævin- týri fyrir börn Leitin að jólunum er árlegt að- ventuævintýri Þjóðleikhússins og verður sýnt í aðdraganda jólanna nú í áttunda sinn. Sýningin hlaut Grímuverðlaun sem barnasýning ársins fyrsta árið sem hún var sýnd og hefur selst upp á leikritið á nærri allar sýningar síðustu sjö árin. Tveir skrýtnir náungar taka á móti börnunum í anddyri leik- hússins ásamt hljóðfæraleikur- um og leiða þeir hópinn um húsið þar sem börnin fá að sjá leikþætti um jólin þá og nú. Frumsýnt er 26. nóvember. Ný bók Rowling þýdd á íslensku Nýjasta bók J.K. Rowling, höfund Harry Potter-bókanna er nú kom- in út í íslenskri þýðingu. Bókin, sem nefnist Hlaupið í skarðið, er þýdd af þeim Arnari Mattíassyni og Ingunni Snædal og gefin út af Bjarti bókaforlagi. Hefur bókin nú þegar selst í yfir milljón eintökum um heim allan og verið gefin út á 43 tungumálum. Skáldsagan er ætluð fullorðnum, er hún hlaðin svörtum húmor og tekur hún fyrir stéttaskiptingu, vændi, eiturlyfja- notkun og fleiri samfélagsmál. Star Wars í Eldborg Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna Stjörnustríðstónleika í Eld- borg í Hörpu 28. og 29. nóvember. John Williams samdi tónlistina fyrir myndirnar en hann er einn þekktasti tónsmiður Bandaríkj- anna. Hefur Williams hlotið til- nefningar til Óskarsverðlauna tæplega 50 sinnum og hlotið Óskarinn fimm sinnum, fyrir tón- listina úr Star Wars, Schindler‘s List, E.T., Jaws og Fiddler on the Roof. Er þetta í fyrsta sinn sem Sin- fóníuhljómsveitin heldur sérstaka Stjörnustríðstónleika en árið 2009 hélt hún tónleika með samansafni kvikmyndatónlistar Williams og komust þá færri að en vildu. Íslensk hönnun Rík áhersla er lögð á tengsl við náttúruna á skartgripasýningunni Water and Earth í Helsinki í Finnlandi. Skrautleg hönnun Birta og Valbjörg Rúna tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Óhætt er að segja að þær hafi farið ótroðnar slóðir í hönnun sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.