Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2011, Page 25
Sport | 25Mánudagur 11. júlí 2011 Rory-vikan að hefjast O pna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s-vellinum á Englandi. Kylfingarnir eru allir mættir til leiks og farnir að æfa sig. Vikan og mótið munu snúast um aðeins einn mann, Norður-Írann unga Rory McIlroy, sem á dögunum vann opna bandaríska meistaramót- ið. Rory er nýjasta ofurstjarnan í golf- inu en hann er aðeins 22 ára gamall. Eftir sigur hans á opna bandaríska sagði Graham McDowell, samlandi hans og meistari opna bandaríska í fyrra: „Rory er besti kylfingur sem ég hef séð.“ Ekki er lengur talað um Tiger Woods en hann er á hraðri niður- leið og mun ekki einu sinni taka þátt í opna breska að þessu sinni en það mót hefur hann unnið þrisvar sinn- um. Golfspekingar hafa margir hverj- ir áhyggjur af þeirri ótrúlegu pressu sem Rory verður undir á mótinu en fyrr á árinu þegar hann var með örugga forystu á Masters-mótinu koðnaði hann niður og gaf frá sér sigurinn. Spilamennska hans á opna bandaríska um daginn sýndi þó að hann virðist tilbúinn. „Þetta verður enginn smáfjöl- miðlasirkus þannig að hann verð- ur að passa sig,“ segir reynslubolt- inn Colin Montgomerie sem stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs síðast en í því liði var einmitt hinn ungi Rory McIlroy. „Í Rydernum sá ég hversu magn- aður þessi drengur er. Það sem gerð- ist á Masters-mótinu hefði getað komið fyrir hvern sem er. Núna er hann tilbúnari og klárlega sigur- stranglegastur. Hann er alinn upp á Norður-Írlandi og kann því strand- vellina alveg upp á hár. Hann gæti jafnvel verið betri hér en á opna bandaríska. Ég vona þó að þannig verði það ekki. því þá verður engin spenna.“ tomas@dv.is Wenger vill Mertesacker n Þýski landsliðsmiðvörðurinn Per Mertesacker er aftur kominn undir smásjá Arsenal en litlu munaði að hann gengi í raðir liðsins í janúar. Þá ákvað hann frekar að vera áfram hjá Werder Bremen. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum þar og eru mörg lið farin að bera víurnar í hann. Talið er að Brimarborgarar myndu sætta sig við tilboð upp á 7 milljónir punda fyrir þennan 26 ára gamla miðvörð og er það verð sem Arsene Wenger á að tíma að borga sam- kvæmt breskum blöðum. Risasamningur við Hamburger n Joe Cole gæti verið á förum frá Liverpool eftir skelfilegt fyrsta ár á Anfield. Þýska liðið Hamburger SV hefur mikinn áhuga á að landa Cole en nýi knattspyrnu- stjórinn þar er Frank Arnesen sem var lengi hjá Chelsea á sama tíma og Cole. Hamburger er til í að greiða Cole 90.000 pund á viku samþykki hann að spila í þýsku úrvalsdeildinni á næsta ári. Einnig er Hamburger tilbúið til að skoða lánssamning vilji Liverpool ekki láta Cole fara. Bíðið aðeins n Sögufrægasti kylfingur heims, Jack Nicklaus, vill aðeins bíða með að titla Norður-Írann unga Rory McIlroy næstu ofurstjörnu í golfi. Þessi ungi piltur kom, sá og sigraði á opna bandaríska á dögunum og vann það með fáheyrðum yfirburðum. „McIlroy á eftir að vinna fullt af stórmótum en við skulum nú ekki gera hann að einhverjum krónprinsi alveg strax,“ segir Nicklaus sem á sínum tíma vann átján risamót. Ekki hætta n „Það er aðeins of snemmt fyrir hann að hætta,“ segir hnefaleika- kappinn Ricky Hatton um kollega sinn David Haye sem á dögunum tapaði illa fyrir Wladimir Klitschko. Hatton vill að Haye reyni að sameina beltin í þungavigtinni og byrji á því að taka einn bardaga til viðbótar, gegn bróður Wladimirs, Vitali. „Það væri gaman fyrir Haye að skjóta sér upp á stjörnuhimininn almennilega. Hann þarf að hætta við að hætta og fá annan bardaga gegn Wladimir eða Vitali.“ Hlæja alla leið í bankann n Rauði hluti Manchester-borgar hlær dátt þessa dagana eftir að ná- grannar þeirra í City tilkynntu nýja heitið á borgarvellinum í Manchest- er, heimavelli sínum. Hann heitir nú Etihad- völlurinn en á arabísku þýðir Etihad United. Það verða þó væntanlega City-menn sem hlæja alla leið í bankann þar sem þessi tíu ára samningur sem City gerði við Etihad tryggir liðinu 100 milljónir punda. Molar n Manchester United seldi tvo varnarmenn til Sunderland n Gamlir leikmenn United hafa keypt fyrir tæpar 20 milljónir punda af félaginu T öluverðar hreyfingar hafa verið á leikmannamál- um Manchester United á keppnistímabilinu en nú þegar hefur félagið keypt þrjá leikmenn fyrir meira en fimm- tíu milljónir punda. Og er Fergu- son ekki búinn enn því það vant- ar miðjumann í púslið og er Samir Nasri þar líklegur. Á móti eru farnir frá Old Trafford tveir varnarmenn sem lengi hafa verið hluti af sigursælu liði United, þeir Wes Brown og John O'Shea, en gengið var frá félagaskiptum þeirra til Sunderland í síðustu viku. Brown og O'Shea eru ekki einu leikmennirnir sem hafa farið frá United til Sunderland. Þegar Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Man- chester United, var þar við stjórn- völinn fékk hann til liðsins bæði vængmanninn Kieran Richards son og bakvörðinn Phil Bardsley sem áttu enga leið inn í lið United. Eftir að annar fyrrverandi leik- maður United, Steve Bruce, tók við Sunderland hefur hann fengið til liðsins framherjann Fraizer Camp- bell og einnig fékk hann Danny Welbeck á láni í fyrra. Þessir tveir fyrrverandi leik- menn Manchester United hafa því nú þegar borgað sínu fyrrverandi félagi rétt tæpar tuttugu milljónir punda, eða sem nemur 3,5 millj- örðum króna, fyrir leikmenn sem ekki komust í liðið á Old Trafford. Og svo gæti farið að sjötti leik- maðurinn bætist við en upphaflega bauð Sunderland einnig í miðju- manninn Darron Gibson og er ekki loku fyrir það skotið að hann gangi einnig í raðir Sunderland. Richardsson og Bardsley hafa báðir notið sín hjá Sunderland og náðu þar virkilega að lífga fer- il sinn við. Það er því vonandi fyrir Wes Brown, sem hefur verið mikið meiddur, að endurvinnslan í Sun- derland hjálpi honum að koma ferlinum aftur af stað. Keypt af United fyrir 3,5 milljarða Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Wes Brown 743 milljónir króna John O‘Shea 743 milljónir króna Phil Bardsley 371 milljónir króna Fraizer Campbell 650 milljónir króna Kieran Richardson 1 milljarður króna „Þessir tveir fyrr- verandi leikmenn Manchester United hafa því nú þegar borgað sínu fyrrverandi félagi rétt tæpar tuttugu milljónir punda. n Allra augu á Rory McIlroy á opna breska meistaramótinu Skærasta stjarnan Rory McIlroy verður í sviðsljósinu. MyND ReUteRS Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.