Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 2
2 | Fréttir 31. ágúst 2011 Miðvikudagur R éttarhöldin yfir Ríkharð Júl- íusi Ríkharðssyni og Davíð Frey Rúnarssyni, meðlim- um Black Pistons, minna um margt á bíómynd þar sem söguþráðurinn, alvarlegur og ofbeldisfullur, hefur varpað ljósi á grimman veruleikann í undirheim- um Reykjavíkur þar sem harðsvír- aðir glæpamenn svífast einskis til að fá sínu framgengt. Inn í söguna tvinnast Karl Berndsen, stjörnustíl- isti og eigandi Bjútíbars, en þangað fór Davíð Freyr í klippingu með fórn- arlamb sitt, 22 ára karlmann, í eftir- dragi og Hildur Líf Helgadóttir, sem er þekktust fyrir umdeilt VIP-partí sem hún og vinkonur hennar héldu á skemmtistað á Grensásvegi. Þreif upp eigið blóð Sakborningarnir, menn sem báðir eiga að baki langan afbrotaferil, eru meðlimir í Black Pistons, samtökum sem lögreglan hefur kallað ein þau hættulegustu hér á landi. Þeir sátu við hlið lögmanna sinna, klæddir íþróttapeysum, sem virðist vera ein- kennisbúningur ungra manna sem komast í kast við lögin í dag. Fortíð mannanna er sem greipt í andlitsdrætti þeirra og fíkniefna- neysla virðist hafa sett mark sitt á fas þeirra og framkomu. Þeir Davíð og Ríkharð eru sakaðir um að hafa svipt unga manninn frelsi og misþyrmt honum hrottalega dagana 11. og 12 maí síðastliðinn. Ákæruatriðin eru óhugnanleg. Þeir eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, tilraun til ráns með því að ætla að neyða út úr manninum fé með því að hóta að beita hann og hans nánustu ofbeldi ef hann útvegaði þeim ekki tíu milljónir í reiðufé, ferðatölvu, tvo flatskjái, tvö mótorhjól og bifreið. Þeir eiga að hafa veist að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama auk þess að hafa lamið hann með rafmagnssnúrum, belti, sam- úraí-sverði í slíðri og moppuskafti. Sömu moppu á fórnarlambið að hafa notað til að þrífa upp sitt eigið blóð. Þeir hótuðu að skera á sinar manns- ins, draga úr honum tennur og negl- ur. Fórnarlambið gerði í buxurnar af hræðslu. Maðurinn bjóst ekki við að sleppa lifandi. Lögreglan varð einskis vör Alls stóðu raunir mannsins yfir í tæp- an sólarhring, eða frá þriðjudags- kvöldi 11. maí til hádegis næsta dags, þegar honum tókst að flýja á lögreglu- stöðina við Hverfisgötu. Samkvæmt ákæru var honum haldið í glugga- lausri geymslu í iðnaðarhúsnæði í Dugguvoginum yfir nótt, en deilt er um hvort hann hafi verið læstur þar inni eða ekki. Árásin fór aðallega fram á dvalarstað Ríkharðs í Bæjar- hrauni Hafnarfirði en svo virðist sem hún hafi farið fram í nokkrum lotum í þann tíma sem maðurinn var í haldi. Fram kemur að í kjölfar barsmíð- anna á þriðjudagskvöldið hafi mað- urinn verið látinn þrífa vettvanginn og skipta um rúmfatnað fyrir Rík- harð. Að því loknu hafi honum ver- ið ekið sem leið lá til Reykjavíkur og heim til barnsmóður Davíðs Freys og síðan aftur á hótelið í Hafnarfirði. Þar hafi þeir Davíð Freyr og Ríkharð aft- ur hafið barsmíðar með þeim afleið- ingum að einhver hafði samband við lögreglu vegna hávaða. Skipuðu tví- menningarnir þá manninum að fara inn á salerni og hafa hljótt og yfirgaf lögreglan hótelið án þess að verða nokkurs vísari. Í kjölfarið eiga þeir Davíð Freyr og Ríkarð að hafa tekið þá ákvörðun að yfirgefa hótelið, til öryggis. Fram kom fyrir dómi að til að tryggja að maður- inn yrði samvinnuþýður hefðu þeir látið hann fá tösku og sagt innihald hennar tryggja að hann fengi tveggja ára dóm yrði för þeirra stöðvuð. „Ég bara gat ekki meira“ Samkvæmt vitnisburði fórnarlambs- ins var næsti áfangastaður iðnaðar- húsnæði í Dugguvogi. Sagði maðurinn að þegar þangað var komið hefði Dav- íð tilkynnt honum að það sem á und- an væri gengið væri barnaleikur í sam- anburði við það sem hann ætti von á ef hann hygði á flótta. Að þeim orðum sögðum hefði Davíð hlaðið skamm- byssu fyrir framan manninn til að und- irstrika orð sín. Hann hefði verið settur í steinsteypta gluggalausa kompu án salernisaðstöðu þar sem hann mátti létta á sér í niðurfall. Morguninn eftir hefði Davíð Freyr sótt manninn og þeir enn og aftur farið í Bæjarhraun í Hafnarfirði þar sem Ríkharð hefði verið ásamt Hildi Líf Helgadóttur. Fórnarlambið sagði í vitnisburði sínum að vegna veru Hild- ar Lífar í íbúðinni hefðu barsmíðarnar ekki hafist á nýjan leik. Aftur á móti var Hildur beðin um að farða yfir áverka mannsins svo unnt væri að fara með hann í banka og víðar, meðal annars til að hafa af honum fé. Til þess kom þó aldrei. Eftir þetta á Davíð að hafa keyrt um með fórnarlambið í tvo tíma áður en hann ákvað að fara í klippingu til kunn- ingjakonu sem var hárgreiðslunemi á Bjútíbar. Þegar þangað var komið sett- ist fórnarlambið í sófa á meðan Davíð var klipptur. Fórnarlambið fékk vatns- glas og bað svo um leyfi fyrir því að fara á klósettið. Ungi maðurinn hljóp þá sem fætur toguðu á lögreglustöðina við Hverfisgötu þangað sem hann var síðar sóttur af föður sínum. Verjandi Ríkharðs spurði hvers vegna hann hefði ekki flúið fyrr og benti manninum á að hann hefði haft ótal tækifæri til að komast burtu. „Hvað breyttist á rakarastofunni?“ spurði verjandinn fórnarlambið. „Ég bara gat ekki meira,“ svaraði ungi mað- urinn og bætti við að hann hefði verið nálægt lögreglustöðinni og haft góða tilfinningu fyrir flótta. „Fyrr um kvöldið var Ríkharð bú- inn að segja að ef ég myndi flýja þá yrði fjölskyldu minni gert mein. Það er ekki hægt að lýsa forgangsröðuninni þegar þú ert í svona aðstöðu.“ Hárgreiðslukonan sem klippti Dav- íð á Bjútíbar sagði fyrir dómi að þeir hefðu komið sér undarlega fyrir sjónir. Hún sagði fórnarlambið hafa dottað í sófanum. „Þegar ég er að klippa Dav- íð kemur annar maður upp að hon- um og segir: „Ég týndi honum.“ Þá hló Davíð og sagði það vera í lagi, þeir myndu finna hann aftur.“ Fleiri starfs- menn hárgreiðslustofunnar báru vitni og sögðust síðan hafa séð Davíð út um gluggann á stofunni ásamt tveim- ur öðrum mönnum labba um, eins og þeir væru að leita að einhverjum í ná- grenninu. Árásin gekk of langt Davíð Freyr játaði að hafa lamið manninn, sparkað í hann og hrint honum. Ástæðuna sagði Davíð vera að maðurinn hefði dreift lygasögum um fíkniefnasölu og handrukkanir um hann. „Hann sagði hluti sem eru ekki sannir til að upphefja sig í nafni ann- arra. Hann var búinn að vera að bulla hitt og þetta úti um allan bæ. Þetta fór upp í rifrildi og ég átti nokkur högg á hann.“ Hann viðurkenndi að árásin hefði gengið of langt. Hann neitaði að hafa notað vopn við barsmíðarn- ar. Hann neitaði einnig að hafa svipt manninn frelsi sínu og hótað honum og fjölskyldu hans. Hann gerði lítið úr þætti Ríkharðs og sagði hann ekki hafa átt neinn þátt í árásinni þó svo hún hefði átt sér stað á dvalarstað hans. Hann neitaði einnig að sér hefði verið hótað í þeim tilgangi að hann myndi breyta framburði sínum til að vernda Ríkharð, en Ríkharð er höfuðpaur og leiðtogi vélhjólasamtakanna Black Pi- stons. Davíð sagði að hann og fórnar- lambið hefðu verið ágætis félagar og maðurinn hefði ætlað að hjálpa hon- um að standsetja iðnaðarhúsnæðið í Dugguvogi. Ekkert hefði orðið úr því sökum mikillar amfetamínvímu sinn- ar. Davíð neitaði því alfarið að maður- inn hefði verið með honum gegn vilja sínum og benti á að ótalmörg tækifæri hefðu komið upp þar sem hann hefði getað flúið. Vitnisburður Davíðs fyr- ir dómi var talsvert frábrugðinn þeim sem hann gaf í skýrslutökum hjá lög- reglu og ástæðuna sagði hann vera farðað yfir áverka n Hrottalegar lýsingar á árás meðlima vélhjólagengis á ungan mann n Fjölskylda fórnarlambsins óttast um öryggi sitt n Heimtuðu 10 milljónir í reiðufé n Þjóðþekktir einstaklingar báru vitni Tók sér tíma til að farða n Hildur Líf Helgadóttir játaði að hafa farðað manninn en sagðist ekki hafa vitað af neinu misjöfnu sem gæti hafa átt sér stað. Gera þurfti hlé á þinghaldinu á meðan beðið var eftir Hildi Líf. Þingvörður hringdi ítekað í hana og alltaf sagðist hún vera skammt undan. Þó bólaði ekk- ert á henni. Brynjar Níelsson, verjandi Ríkharðs, lét þau orð falla að þetta væri ekki sennilega nógu mikið VIP fyrir Hildi. Að lokum kom hún ásamt vinkonu sinni en bað um að fá að fara á snyrtinguna áður en hún bæri vitni. En vildi svo ekki koma þaðan aftur af því hún var í svo miklu stresskasti, eins og þingvörðurinn orðaði það þegar hann afsakaði töfina. Eftir nokkrar mínútur og málaleitanir saksóknara tókst að fá hana inn í dómsalinn. Dómari þurfti ítrekað að biðja hana um að hækka róminn. Þegar dómari fór yfir skyldur og ábyrgð vitna greip Hildur fram í fyrir honum og sagðist ekkert heyra hvað hann væri að segja. Hann endurtók ræðuna en aftur greip Hildur Líf fram í fyrir honum og sagði hann þurfa að tala hærra þar sem hún heyrði ekkert á öðru eyra. Saksóknari byrjaði á að spyrja hana hvað hún hefði verið að gera heima hjá Ríkharð umræddan morgun. Hildur horfði til beggja hliða og hvíslaði í hljóðnemann að það væri einkamál. Dómarinn bað hana um að tala hærra og hún sagði þá „einkamál“ aðeins hærra. Dómarinn sagði þá: „Nei, það er ekki hægt að segja. Samkvæmt lögum er þér skylt að segja hvað þú varst að gera þarna umræddan morgun.“ Hildur Líf fór hjá sér og sagði lágt en ákveðið að það væri bara hennar einkamál. „Mér er ekki skylt að svara því. Það er bara rosalega prívat.“ Greip þá Brynjar Níelsson inn í og sagði að þarna væri smá misskilningur á ferð. Hún héldi að hún ætti að upplýsa um sín „einkamál“. Umorðaði þá saksóknari spurninguna. Hún svaraði því að þau hefðu bara verið þarna tvö að tala saman. Síðan hefðu Davíð og „einhver strákur komið“. Saksóknari spurði hver hefði beðið hana um að farða strákinn og Hildur svaraði því til að hann hefði sjálfur beðið hana um að farða sig. Saksóknari sagði hana hafa svarað í skýrslutöku hjá lögreglu að Ríkharð hefði beðið hana um að farða hann. Hildur þrætti fyrir það og sagði: „Ég hef þá bara mis- skilið mig.“ Þegar saksóknari benti henni á að vitnisburður hennar hjá lögreglu væri til á hljóðupptöku snöggreiddist Hildur Líf og sagði við saksóknara: „Þetta eru bara stælar í þér.“ Dómari ávítti þá Hildi Líf og sagði henni að vera kurteis. Dómarinn þurfti ítrekað að biðja Hildi Líf að færa sig nær hljóðnemanum. Hann útskýrði þá fyrir henni að hún yrði að sitja nálægt hljóðnemanum til þess að vitnisburður hennar næðist á upptöku. Þá snöggreiddist Hildur aftur og sagði hátt: „Ég er ekki þroskaheft.“ Þá heyrðist frá vinkonu hennar sem sat meðal áheyranda: „Heyr, heyr.“ Meðal annarra spurninga var hvort hún myndi eftir að hafa farðað fórnarlambið. Svaraði þá Hildur: „Geturðu lýst þessu nánar. Meinarðu hvernig ég málaði hann?“ Hún sagðist svo hafa gefið sér góðan tíma í að farða hann, enda hefði hann verið með sérþarfir. Hún sagðist svo sjálf vera fórnarlamb ofbeldis og að hún vildi ekki tengjast „svona fólki“. „Hann sagði bara mamma, mamma, komdu og sæktu mig, komdu og sæktu mig. Ríkharð játar hótanir um ofbeldi „Stór orð voru látin falla.“ Sakborningar Ríkharð Júlíus og Davíð Freyr fyrir dómi á mánudag. Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is Úttekt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.