Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Síða 4
4 | Fréttir 31. ágúst 2011 Miðvikudagur Íslendingar til starfa í Írak Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar halda til Íraks þann 1. september til starfa fyrir Rauða kross Íslands með Alþjóða Rauða krossinum. Þær Ás- laug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir munu ekki starfa á sama stað en þær eru báðar reyndar í störfum sínum fyrir Rauða kross- inn. Áslaug mun dvelja í 9 mánuði í Írak og starfa við það að heimsækja fangelsi, sjúkrahús og geðsjúkrahús í Bagdad þar sem unnið er að því að bæta aðbúnað vistmanna. Þá mun hún einnig sjá um heilbrigðismál starfsmanna Alþjóða Rauða kross- ins í borginni. Hún hefur starfað sem sendifulltrúi síðan 1996 og hefur starfað meðal annars í Suður- Súdan og áður í Írak. Magna Björk mun starfa í 3 mánuði í borginni Najaf í Írak og tekur að sér þjálf- un lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutningamanna á gjörgæslu- deildum í Najaf. Þetta er í annað sinn sem Magna starfar sem sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands, en hún vann í tjaldsjúkrahúsi eftir jarð- skjálftana miklu á Haítí árið 2010. Ölvuð móðir með barn í bílnum Kona á þrítugsaldri var stöðvuð af lögreglu við akstur á höfuðborgar- svæðinu í síðustu viku. Hún reynd- ist í annarlegu ástandi og í fórum hennar fundust fíkniefni. Ásamt henni var í bílnum barn hennar. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð en hún reyndist þar að auki undir stýri ökuleyfislaus. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ráðstafanir hafi verið gerðar varðandi barn hennar og barna- verndaryfirvöld upplýst um málið. Samkvæmt heimildum DV hafa starfs- menn verktakafyrirtækis verið að moka úldnum afurðum út úr frystihús- inu á Flateyri síðustu daga. Heimildirn- ar herma að um sé að ræða sæbjúgu, beitu og fleira og að ekkert rafmagn sé á frystihúsinu. Þannig hafi það verið í einhvern tíma. Þá hafi megna ýldulykt lagt frá frystihúsinu undanfarið, með- an á hreinsuninni hefur staðið. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun kom upp bilun í ein- um frystiklefa í húsinu í sumar sem varð til þess að frystir stöðvaðist í einhvern tíma. Skiptastjóri þrota- bús Eyrarodda var ekki látinn vita af biluninni strax sem varð til þess ein- hverjar afurðir þiðnuðu og skemmd- ust. Byggðastofnun vísaði þó alfarið á skiptastjóra búsins, Friðbjörn E. Garðarsson, en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Aðalsteinn Þor- steinsson, forstjóri Byggðastofnunar, sagðist ekki vita til annars en að raf- magn væri á frystihúsinu enda væru miklar skemmdir yfirvofandi ef svo væri ekki. Lotna ehf. keypti skrifstofuhús- næði, fiskvinnslu og aflamarksbát úr þrotabúi Eyrarodda í febrúar á þessu ári en Byggðastofnun deildi ekki út kvóta til fyrirtækisins. Lotna ehf. varð því að segja upp tíu til ellefu starfs- mönnum fyrirtækisins því ekki fékkst hráefni til úrvinnslu. Kristján Kristjánsson, einn eiganda Lotnu ehf., sagði í samtali við DV að engin verðmæti hefðu skemmst þeg- ar bilun varð í frystiklefanum í sum- ar. Hann sagði öll verðmæti hafa verið fjarlægð strax, nema hugsanlega göm- ul steinbítsroð. Þá sagði hann það af og frá að rafmagnið hefði verið tekið af húsinu. solrun@dv.is Bilun varð í frystihúsinu á Flateyri: Úldnum afurðum mokað út Mokað út Heimildir DV herma að verið sé að moka út úldnum afurðum úr frystihúsinu.. Í slenskir áhættufjárfestar hafa ekki séð krónu af þeim pen- ingum sem þeir lögðu í óskráð erlend fyrirtæki í gegnum pa- namska fjárfestingaklúbbinn Bridge. Forsvarsmenn félagsins hér á landi segja þó peningana ekki vera tapaða heldur séu þeir einungis fastir á reikningum í Sviss vegna gjaldeyrishafta. Bridge hefur ekki staðið að neinum nýjum fjár- festinum frá hruni. Einstakir ís- lenskir fjárfestar hafa tapað hundr- uðum þúsunda króna á sumum fjárfestingum sínum í Bridge á meðan hlutabréf þeirra í öðrum Bridge-fyrirtækjum situr fast á er- lendum reikningi. Yfir 2.000 Íslendingar skráðir Meira en 2.000 Íslendingar stofn- uðu reikning í gegnum Bridge á árunum 2007 og 2008. Þóra Við- arsdóttir, forsvarsmaður Bridge á Íslandi, segir að einstaklingar hafi ekki enn fengið arð af fjárfesting- um sínum þar sem öll fyrirtækin sem fjárfest var í hafi frestað því að skrá sig á opinn markað. „Bridge- samfélagið sjálft byrjaði svona í endaðan nóvember [2007 innsk. blm.] að safna meðlimum til þess að geta fjárfest. Eina sem Bridge gerir er að koma með fyrirtæki og fjárfestar ráða hvort þeir fjárfesta,“ segir Þóra um starfsemi Bridge. Þóra segir að enginn fjárfestir borgi fyrir þátttöku í Bridge en segir að fólk borgi þjónustugjald fyrir að opna bankareikning í Sviss sem er notaður til að kaupa bréfin. „Þeir sem fjárfestu í Allbury, við getum sagt að þeir hafi tapað fé,“ segir Þóra sem segir þó engar aðrar fjár- festingar tapaðar. Kynnt sem áhættufjárfesting Á vefsíðu Bridge er ekki farið í laun- kofa með að um sé að ræða áhættu- fjárfestingar. Fyrirtækið tekur líka skýrt fram að það sé einungis milli- liður um kaup einstaklinga í óskráð- um fyrirtækjum víða um heim. Þátt- takendur í Bridge-samfélaginu hafa ekki grætt á fjárfestingum sínum en sumir þeirra hafa grætt á öðrum meðlimum samfélagsins. Hver og einn aðili fær umboðslaun fyrir að koma með nýja félaga í samfélagið. Á vefsíðunni eru gefin upp nokkur fyrirtæki sem einstakling- ar hafa fjárfest í í gegnum Bridge. Meðal þeirra fyrirtækja má nefna Allbury Travel Group. Það félag fór á hausinn ári eftir að 2,5 milljóna evra fjárfestingar voru gerðar í fé- laginu í gegnum Bridge. Fjárfestar töpuðu 411 milljónum króna á fjárfestingunni í Allbury. Félagið fór með áberandi hætti í gjald- þrot en 100 farþegar sem höfðu verið á vegum ferðaskrifstofunnar í Egyptalandi og Grikklandi urðu strandaglópar. Fjögur þúsund manns misstu þá einnig af ferðum sínum sem þeir höfðu bókað hjá félaginu fyrirfram. n Þeir sem fjárfestu í gegnum Bridge-samfélagið hafa tapað peningum n Hlutabréf föst á reikningum í Sviss n Ekkert fyrirtækjanna hefur verið skráð á opinn markað Fé Bridge-fjárfesta fast á reikningum „Á vefsíðu Bridge er ekki farið í laun- kofa með að um sé að ræða áhættufjárfestingar. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Fjármál Frá Bridge til Finanzas Forex Einn af þeim aðilum sem kynntu Bridge á Íslandi var Sigurður Örn Leósson. Hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í forsvari fyrir Finanzas Forex hér á landi en fjármála- eftirlit í fjölda landa varaði eindregið við að fólk fjárfesti hjá félaginu. Íslenska fjármálaeftirlitið þar á meðal. Sigurði Erni hefur þá verið gert að greiða 14 milljónir króna í skaðabætur til manns sem fjárfesti í Finanzas Forex. Sigurður Örn fékk þann 1. apríl síðastliðinn samþykkta beiðni sína um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Gefur það vísbendingar um að hann hafi verið einn af þeim fjölmörgu sem töpuðu á fjárfestingum í Bridge, án þess að hægt sé að fullyrða það. Finanzas Forex var svokallað FX gjaldeyrismiðlunarfyrirtæki sem þýðir að það þarf ekki að lúta reglum fjármálaeftirlits. Algengt er að slík félög séu tengd mafíum og glæpasamtökum til þess að þvætta eiturlyfjagróða. Þannig leggja glæpasamtökin ágóða af starfsemi sinni í slík batterí og taka út sem hagnað. Háar fjárhæðir Fjárfestar sem hafa treyst ráðleggingum Bridge hafa tapað háum fjárhæðum. 2 dálk r = 9,9 *10 Útsölulok Opið: má-fö. 12:30-18, lokað um helgar. Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.