Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 8
8 | Fréttir 31. ágúst 2011 Miðvikudagur U ndanfarna viku hafa lög- reglu borist fjórar tilkynn- ingar um karlmenn sem reyna að lokka grunnskóla- börn upp í bíl til sín. Fjögur tilfelli hafa komið upp í Hafnarfirði og eitt á Suðurnesjum. Lögregla lít- ur málið alvarlegum augum en seg- ist lítið geta aðhafst annað en að auka eftirlit með skólunum og mæl- ast til að foreldrar brýni fyrir börn- um sínum að fara varlega. Á mánudagskvöldið bauð ókunnugur karlmaður ungum dreng að leika við sig með Legó- kubbum. Maðurinn í bílnum mun hafa verið miðaldra, með sólgler- augu og ekið um á hvítum jeppa. Drengurinn þáði ekki boðið og hljóp heim til sín – líkt og börn eiga að gera í aðstæðum sem þessum. Móðir hans tilkynnti lögreglu um málið í gær. Mamma þín er slösuð Í Hafnarfirði hafa komið upp fjögur slík atvik. Lögreglu er kunnugt um þrjú þeirra en í þeim öllum hefur verið um að ræða stóran og gamlan bláan bíl. Ökumaður bílsins er digur karlmaður og í einu tilfellinu sýnd- ist stúlku vera tveir í bílnum. Málin hafa komið upp í grennd við skóla í bænum. Fyrst í síðustu viku, þegar maður sagði tólf ára gamalli stúlku að móðir hennar væri alvarlega slösuð og hann ætti að koma stúlk- unni á sjúkrahúsið til að hitta hana. Sama var uppi á teningnum í Lækj- arskóla um hádegisbilið á mánudag þegar karlmaður á bláum bíl sagði ungri stúlku sömu sögu og slíkt hið sama gerðist síðdegis á laugardag, einnig hjá nemanda í Lækjarskóla. Lögreglu var ekki kunnugt um það atvik, en hún fékk tilkynningu um að svipað atvik hefði átt sér stað við Hraunvallaskóla á laugardaginn. Öll börnin brugðust hárrétt við og hlupu í burtu og létu vita af mál- inu. Þar sem sögunum í Hafnarfirði ber öllum saman og börnin tengj- ast ekki innbyrðis er líklegt að um sama mann sé að ræða. Hann virð- ist vera að færa sig upp á skaftið en hann reyndi meðal annars að nálg- ast stúlku fyrir utan skólann hennar um hábjartan dag. Mikilvægt að halda ró sinni Skólastjórnendur í Lækjarskóla, Set- bergsskóla og Hraunvallaskóla hafa allir haft samband við foreldra og nemendur. Brýnt hefur verið fyrir nemendum að fara aldrei upp í bíla með ókunnugum, sama hvað þeim er sagt að komið hafi upp á. Hrönn Bergþórsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Setbergsskóla, segir að þrátt fyrir að ástandið sé að sjálfsögu ömur- legt sé brýnt að halda ró sinni. „Við erum búin að hafa tvisvar sinnum samband við foreldra. Fyrst í síð- ustu viku þegar þetta gerðist hérna hjá okkur og svo aftur í gær þegar ég heyrði að hann væri enn á ferðinni. Svo fóru kennararnir allir í bekki og ræddu við nemendur.“ Hún segir að foreldrar og kennarar séu á tánum vegna málsins og eftirlit hafi verið aukið til muna. „Það er auðvitað sú hætta að einhverjir fari af stað í kjöl- farið á þessu en þessi sem var hér í Hafnarfirði er greinilega sá sami og hefur verið á ferli. Svo getur maður auðvitað ekki treyst því að þetta sé bara einhver að hrekkja.“ Enduðum síðasta skólaár eins og þetta byrjar Elma Karen Sigþórsdóttir, ritari foreldrafélags Lækjarskóla, seg- ir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín. Hins vegar sé mikilvæg- ast að foreldrar haldi ró sinni og að þeir fái réttar leiðbeiningar til þess að börnin verði sjálf ekki hrædd. „Það er mikilvægt að fólk fari ekki á nornaveiðar út af þessu. Það þarf að vera gott samstarf á milli foreldra og skólanna.“ Hún minnir einnig á að síðasta skólaár hafi endað líkt og þetta byrjar, en í fyrravor bárust lögreglu tæplega tuttugu tilkynn- ingar um að karlmaður sem æki um á svörtum bíl reyndi að lokka börn upp í bíl. Fjórar af tilkynningunum áttu sér eðlilegar útskýringar, en að öðru leyti var málið aldrei upplýst. Kemur upp á vorin og haustin Björgvin Björgvinsson, yfirmað- ur kynferðisbrotadeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, seg- ir lögregluna líta málin alvarlegum augum. Hann segir þó að erfitt sé að útiloka að ekki sé um hrekki að ræða. Verið geti að einhverjum finnist fyndið að bera sig svona að við börn. Erfitt sé að eiga við slíkt og það geti valdið hræðslu. Yfirleitt eru þá fleiri en einn á ferð í bíl. Hann segir þó að mál eins og þau sem hafa komið upp undanfarna viku komi oft upp í byrjun og lok skólaárs. Öll málin eru í rannsókn og verða rannsökuð ítarlega. Hins veg- ar liggi fyrir litlar upplýsingar nema lýsingar barnanna á bílnum. Það sem lögreglan geti einna helst gert sé að svipast um eftir manninum. n Karlmenn reyna að lokka til sín skólabörn n Upplýsa börnin en hræða þau ekki n Svipað tilvik kom upp árið 2004 þegar ung stúlka var skilin eftir á Þingvallavegi Reyna að lokka böRn upp í bíla n Árið 2004 fór níu ára stúlka fór upp í bíl með ókunnugum manni. Stúlkan var á gangi ásamt vinkonu sinni þegar maður á rauðum bíl ók upp að henni og sagðist vera lögreglumaður. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar væri illa haldin á sjúkrahúsi eftir slys og hann ætti að fara með stúlkuna þangað. Stúlkan trúði manninum og settist upp í bílinn. Hann ók þá í átt að Mosfellsheiði. Hann skildi hana svo eftir á Þingvalla- vegi rétt hjá Skálafellsafleggjara og ók í burtu. Þar var stúlkan ein og yfirgefin í tæpa tvo tíma þegar henni tókst að stöðva ökumann jeppa sem ók henni til móts við lögregluna. Stúlkan var flutt á slysadeild og málið var rannsakað í þaula. Maðurinn fannst aldrei. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrota- deildar lögreglunnar, segir að maðurinn í Hafnarfirði noti svipaðar aðferðir og honum hafi að sjálfsögðu dottið í hug að um gæti verið að ræða sama mann og árið 2004. Hins vegar ber lýsingunni á manninum frá því árið 2004 ekki saman við lýsingar barnanna í þessari viku. Svipað tilvik 2004 Svona áttu að ræða við barnið þitt Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, gefur foreldrum ráð um hvernig best sé að ræða við börnin. Mikilvægt er að brýna það fyrir börnum sínum að þau fari ekki undir neinum kringum- stæðum með ókunnugum. Ólíklegt er að ókunnugur sæki börn ef foreldrar lenda í slysi. Það er mikilvægt að börnin viti að ef eitthvað kemur upp á þá er líklegra að lögregla, ættingi eða nákominn ein- staklingur sæki þau. Að sama skapi, á skólatíma, er líklegast að kennari eða starfsmenn skólans tali við barnið, en alls ekki ókunnugir einstaklingar. Það er mikilvægt að hræða börnin ekki. Málið er vandmeðfarið og það er óþarfi að ræna börn sakleysi. Engin ástæða er til að gera börn óttaslegin eða að valda því að þeim líði þannig að þau þori ekki að vera ein á ferð. Það er samt nauðsynlegt að foreldrar ræði vel og vandlega við börnin þar sem börn heyra umræðuna í samfélaginu eins og foreldrar. Foreldrar þurfa því að meta það hvernig best er að nálgast umræðuefnið, enda þekkja foreldrar börnin sín best. Þetta er ekki algengt að svona mál komi upp en þetta er eitt- hvað sem getur gerst – og hefur gerst. Því er mikilvægt að börnin geti brugðist rétt við líkt og hefur verið raunin undanfarið. Meðan við erum vakandi sem samfélag þá halda menn sem þetta stunda sig til hlés og vökul augu almennings hafa fælingarmátt. Það er því mikilvægt að vera vakandi fyrir þeim hættum sem leynast í umhverfinu og með því að fylgjast ekki bara með okkar börnum heldur börnum annarra líka þá gerum við umhverfi barnanna öruggara. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Lögreglumál Rannsókn á máli au-pair stúlku lokið: Ekkert saknæmt kom í ljós Rannsókn á máli 18 ára þýskrar au- pair stúlku sem virðist hafa verið fengin hingað til lands á fölskum forsendum, er lokið, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns á höfuðborgarsvæð- inu. Hann segir rannsókn málsins í raun ekki hafa snúið að stúlkunni heldur leyfaskildri starfsemi gisti- heimilisins sem hún starfaði á. DV greindi frá máli stúlkunnar í síðustu viku og ræddi við mann sem skaut skjólshúsi yfir hana eftir að hafa orðið vitni að harkalegri fram- komu vinnuveitanda í hennar garð. Maðurinn sagði stúlkuna hafa kom- ið hingað til lands til að starfa sem au-pair. Henni var tjáð að hún ætti að sinna börnum vinnuveitandans og aldraðri móður hans í fjóra til sex tíma á dag, fimm daga vikunnar. Þá átti hún að fá frítt fæði og húsnæði. Ekkert af þessu stóðst hins vegar og stúlkunni var þrælað út við þrif á gistiheimili mannsins og leiguíbúð- um fyrir rúmlega 300 krónur á tím- ann – samkvæmt frásögn mannsins. Árni segir lögregluna hafa verið að kanna leyfi gistiheimilisins þegar þeim barst ábending um aðstæður stúlkunnar. „Til að fullvissa okkur um að hún hefði fengið laun og væri frjáls ferða sinna bara könnuðum við þetta. En það var ekkert sem kom í ljós sem benti til neins saknæms í þessu.“ Árni segir jafnframt að málið sé ekki endilega að stúlkan hafi verið lokkuð hingað á fölskun forsendum. „Það er nú oft þannig þegar fólk talar mismunandi tungumál, þá kannski verður misskilningur, en það er ekki okkar að dæma um það.“ Fyrrverandi vinnuveitandi stúlk- unnar og eigandi gistiheimilisins vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann. DV hefur heimildir fyrir því að annar einstak- lingur hafi skotið skjólshúsi yfir au- pair stúlku sem hafði nánast sömu sögu að segja og áðurnefnd stúlka. Samkvæmt lögreglunni er þó ekki annað mál til rannsóknar hjá þeim. solrun@dv.is 16 ára dæmdur fyrir líkamsárás Karlmaður var á þriðjudag dæmd- ur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Suðurlands. Afplánun refsingar var frestað og fellur hún niður eftir tvö ár haldi viðkomandi almennt skil- orð. Ákærði játaði undanbragðalaust og hreinskilnislega að hafa þann 24. maí árið 2010 slegið annan mann hnefahöggi í andlitið með þeim af- leiðingum að maðurinn nefbrotn- aði. Þar sem ákærði var aðeins 16 ára þegar hann framdi brot sitt og þar sem sakavottorð hans er hreint, þá fer hann ekki í fangelsi haldi hann skilorð. Honum er gert að greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. „Fimm mál hafa komið upp á einni viku þar sem ókunnug- ir menn reyna að lokka börn upp í bíl. Hraunvallarskóli 27. ágúst kl 16:30-17:30 Setbergsskóli 26. ágúst síðdegis Lækjarskóli 27. ágúst síðdegis 28. ágúst kl. 12:00-12:30 Hafnarfjörður Blár bíll á ferð, ökumaður sem segir börnum að foreldrar þeirra séu slasaðir. Suðurnes 29. ágúst Hvítur jeppi á ferð, ökumaður spyr barn hvort það vilji leika sér með Legó. Hraunvallaskóli Lögregla hefur fengið tilkynningu um að slíkt mál hafi komið upp í grennd við Hraunvallaskóla á laugardaginn. Tvö tilfelli í Lækjarskóla Tvö tilfelli hafa komið upp í Lækjarskóla, síðast á mánudag þegar bíllinn var á ferð í kringum skólann um hádegisleytið og ungri stúlku var boðið far á sjúkrahús. Hófst í síðustu viku Fyrsta tilkynningin barst eftir að ung stúlka í Setbergsskóla kom hlaupandi heim og sagði foreldrum sínum frá því að ókunnugur maður hefði reynt að lokka sig upp í bíl. LofTMynd googLE EaRTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.