Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Side 12
12 | Fréttir 31. ágúst 2011 Miðvikudagur H agsmunasamtök heimil- anna krefja efnahags- og viðskiptaráðherra um opin- bera athugun á framkvæmd fjármálafyrirtækja á 110 prósenta leiðinni svokölluðu. Dæmi séu nefnilega um að lántakendum sé mismunað, í einhverjum tilfellum gróflega, þvert á yfirlýst markmið stjórnvalda. Dæmi séu um mishá- ar lánaleiðréttingar, allt eftir lánveit- anda, hvað sambærilegar eignir varð- ar, jafnvel sams konar íbúðir í sama húsi, keyptar um svipað leyti og nán- ast á sama verði. Samtökin vilja fá á hreint hvort jafnræðis hafi verið gætt og hvort aðferðafræði fjármálastofn- ana hafi verið samræmd. Kristjana Björg Sveinsdóttir er ein þeirra lántakenda sem telja að sér hafi verið mismunað og hefur hún kært meðferð sinna mála til úr- skurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála. Hún og eiginmaður hennar fjármögnuðu kaup á íbúð sinni með láni frá Íbúðalánasjóði (ÍLS) og er Kristjana afar ósátt við af- greiðslu umsóknar sinnar. Kristjana segir geðþóttaákvarðanir matsaðila hverju sinni ráða verðmati þar sem ekki sé miðað við fasteignamat eignar, lántakendum til tjóns, eins og raunin varð í hennar tilfelli. Borgað fyrir rétt mat? „Við áttum rétt á að sækja um 110 prósenta leiðina og gerðum það. Við fengum fasteignasala frá ÍLS send- an til að verðmeta eignina. Ég spurði hvort ekki yrði miðað við til dæm- is fasteignamat ríkisins í þessum efnum en það kom mér verulega á óvart þegar hann sagði mér að svo væri ekki, heldur væru fasteignar- salar frá hinum ýmsu fasteignasöl- um í þessu verkefni, að taka út íbúðir, og allur gangur væri á því.“ Kristjana varð svo orðlaus þegar fasteignasal- inn tjáði henni að hann hefði heim- ildir fyrir því að ef fólk þekkti réttu aðilana í fasteignageiranum gæti það fengið hagstæðara mat. „Og hann vissi til þess að dæmi væru um að fólk greiddi sérstaklega fyrir „rétt“ mat.“ Fasteignasalinn hafi svo tjáð henni að einn gæti metið íbúðina á 17 milljón- ir, hann kannski 20 og þriðji kannski á 22. „Ég var svo slegin og undrandi yfir þessum upplýsingum að ég trúði vart því sem maðurinn var að segja,“ segir Kristjana. „Sumir fá margar milljónir afskrifaðar, meðan aðrir fá ekkert. Og það sem ræður því er heppni, tilvilj- anir eða kannski mútur,“ bætir hún við. Tilviljanakenndur útreikningur Svo fór að eign Kristjönu var metin af þessum fasteignasala á 21,5 milljónir króna. Þremur og hálfri milljón hærra en fasteignamat ríkisins sem metur hana á 18 milljónir. „Sem dugði ná- kvæmlega til þess að við fengum ekk- ert afskrifað. Þetta varð okkur mikið áfall.“ Án þess að fullyrða nokkuð velt- ir hún því fyrir sér hvort ástæðan fyrir því að verðmat fasteignasalans, sem hann lofaði að yrði klárt daginn eftir, hefði ekki borist fyrr en þremur vikum síðar sé að hann hafi hugsanlega ver- ið að „bíða eftir einhverju“. Kristjana gerir einnig athuga- semd við það í kæru sinni að ekki sé tekið tillit til heildarmyndarinnar hjá skuldurum við útreikning 110 pró- senta leiðarinnar hjá ÍLS. Til dæmis megi ekki taka með í reikninginn líf- eyrissjóðslán sem tekið var til að fjár- magna íbúðakaupin á sama tíma og önnur lán vegna íbúðarinnar voru tekin. „Hinn brandarinn er svo að við útreikning á afskriftum 110 prósenta leiðarinnar er tekin inn sem eign 11 ára gamli bíllinn okkar sem við höfð- um safnað fyrir á námsárum okk- ar og borgað út í hönd. Aftur á móti eru LÍN-skuldirnar okkar, sem eru nú nokkrar milljónir, ekki teknar með. Þetta er óskiljanlegt með öllu og það virðist vera algjörlega tilviljanakennt Fasteignasalar sagðir selja lægra verðmat n Kristjana Sveinsdóttir hefur kært framkvæmd Íbúðalánasjóðs á 110 prósenta leiðinni n Fasteignasali sem verðmat eign þeirra hjóna sagði dæmi um að góð sambönd og mútugreiðslur liðkuðu til fyrir lægra verðmati„Sumir jafnvel mút- uðu fasteignasöl- um til þess að fá lægra verðmat á fasteignum sínum. Þetta fullyrti jú fasteignasalinn á vegum Íbúðalánasjóðs þegar hann tók út íbúðina okkar. Ég hef heyrt því fleygt að ef fólk þekki fasteignasalann þá geti það fengið hagstæðara mat. Ég hef heyrt því haldið fram. Hins vegar er það ekki fólkið sjálft sem pantar fasteignasalann heldur er þeim úthlutað af handahófi þannig að við höfum ekki talið ástæðu til að bregðast við slíku,“ segir Gunn- hildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Íbúðalánasjóðs (ÍLS), aðspurð um þau ummæli sem Kristjana Björg hefur eftir fast- eignasalanum sem verðmat egin hennar fyrir ÍLS. Gunnhildur kveðst þó ekki hafa heyrt af því að fasteignasalar þiggi greiðslur undir borðið fyrir hag- stæðara verðmat. „Ef það er þá er það refsivert af hálfu fasteigna- salans. Ég hef ekki heyrt slíkt,“ segir Gunnhildur. Krafa Hagsmunasamtaka heim- ilanna um opinbera úttekt á fram- kvæmd fjármálafyrirtækjanna á 110 prósenta leiðinni hefur vak- ið athygli en Gunnhildur bendir á að eftirlitsnefnd Alþingis hafi verið með athugun á framkvæmd banka í gangi og eigi að skila skýrslu inn- an skamms. Aðspurð segir hún ÍLS strangt til tekið ekki heyra und- ir eftirlitsnefndina en sjóður hafi sjálfur óskað eftir úttekt nefndar- innar. Gefur tilefni til óánægju Gunnhildur segir að við verðmat ÍLS hafi öllum löggiltum fasteignasölum á landinu verið sendar beiðnir um verðmat og búið sé að framkvæma um 1.200. Hún segist skilja vel gagn- rýni sem beinist að verðmötum. Þau byggi á mati fasteignasalans og vissu- lega sé mismunandi hvað hver og einn fasteignasali treystir sér að selja tiltekna eign á. „Ég get vel skilið það. Þegar um er að ræða mat, þá er það alltaf mat, og getur gefur tilefni til að fólk sé óá- nægt með það. Fasteignamat ríkis- ins er aftur eitthvað skráð mat, sem fólk getur svo sem líka verið óá- nægt með, en það er þá föst skráð tala ákveðin af opinberum aðila. Við höfum hins vegar veitt fasteigna- sölum fyrirmæli um við hvað skuli miðað við verðmatið, hvernig það skuli útbúið og með hvaða hætti. Við erum síðan með samanburð á inn- komnum verðmötum við fasteigna- vísitölu, bæði reynslutölur í fast- eignasölu og önnur verðmöt sem framkvæmd hafa verið, og berum það loks allt saman við framkvæmd- ina til þess að gæta jafnræðis. Ef það eru frávik í aðra hvora áttina þá ósk- um við eftir öðru verðmati,“ segir Gunnhildur en bætir við að reynslan sé sú að ekki sé mjög mikill munur á verðmötum. Sést hafi á úttekt ÍLS að verðmötin séu um 9,7 prósentum hærri en fasteignamat, en það sé þó mismunandi milli eigna. „Það eru sömu tölur og við erum að sjá í sölu þannig að þetta virðist vera í sam- ræmi við það sem eignirnar eru svo að seljast á á markaði. Okkar laga- heimildir eru þannig að okkur bar að miða ýmist við fasteignamat eða verðmat, hvort heldur væri hærra, til þess að hafa það urðum við að kalla eftir verðmati.“ hvernig afskriftirnar eru reiknaðar út og ekkert tillit tekið til heildarmynd- arinnar hjá skuldurum.“ Kærustafli sligar ráðuneyti Þessi niðurstaða varð Kristjönu mik- il vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að hún og eiginmaður hennar standa í skilum með öll sín lán og þau voru aðeins að leita sanngjarnrar leið- réttingar á þeim og því tapi sem þau urðu fyrir við hrun, þar sem fjórar milljónir sem þau höfðu lagt fyrir fuðruðu upp. Kristjana hefur verið í sambandi við velferðarráðherra vegna málsins sem sendi það áfram til ÍLS. Guðbjartur Hannesson var sammála Kristjönu að undarlega hefði verið staðið að málum í tilfelli þeirra hjóna. Ekkert hefur hins vegar gengið að fá svör frá ráðuneytinu um hvenær endanleg niðurstaða kær- unnar liggi fyrir. „Ástæðan fyrir því er víst sá óhemjumikli stafli af kær- um vegna 110 prósenta leiðarinnar sem þar liggur.“ Kristjana segir þau hjónin vera sammála um að láta þetta órétt- læti ekki yfir sig ganga. „Við sættum okkur ekki við að tapa öllum okkar sparnaði, sem við unnum hörðum höndum fyrir, bara vegna þess að við lentum í hópi þeirra „óheppnu“ í úrtaki Íbúðalánasjóðs og fengum fasteignasala sem mat íbúðina okkar allt of hátt á meðan aðrir „heppnir“ fengu fasteignasala í verkið sem mátu íbúðir þeirra nokkrum milljón- um lægra, samkvæmt fasteignamati, eða í einhverjum tilfellum mútuðu fasteignasölum til þess að fá lægra verðmat á fasteignum sínum. Þetta fullyrti jú fasteignasalinn á vegum Íbúðalánasjóðs þegar hann tók út íbúðina okkar.“ Ekki brugðist við orðrómi Skilur gagnrýnina Gunnhildur hjá Íbúðalánasjóði segir misjafnt hvað hver fasteigna- sali treystir sér til að selja tiltekna eign á. Fær ekki afskrifað Kristjana Sveinsdóttir fær ekki afskrifað af íbúðaláni sínu hjá ÍLS og kennir um tilviljanakenndu verðmati fasteignasala. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Fjármál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.