Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Blaðsíða 14
Boðið á opið hús
n Lofið að þessu sinni fær Borgar
leikhúsið fyrir að bjóða gestum á
opið hús á laugardaginn þar sem
hægt var að sjá brot úr leiksýningum
næsta leikárs. Þá var boðið upp á lif
andi tónlist á meðan leikarar og aðrir
starfsmenn stóðu sveittir við vöfflu
járnin og framreiddu kræsingar
ofan í svanga gesti leikhúss
ins. Guðjón Davíð Karlsson,
eða Gói, fór síðan á kostum
með krökkunum á Litla
sviðinu þar sem hann
fór yfir söguþráðinn í
leikritinu Eldfærin eftir
H.C. Andersen.
Seinkun hjá
Icelandair
n Lastið fær Icelandair en um þriggja
tíma seinkun varð á flugi félagsins
frá Kaupmannahöfn á mánudags
kvöldið. Farþegar þurftu
að sætta sig við að bíða
rólegir þar til vélin færi
í loftið. Upphaflega átti
að seinka vélinni um
tvær klukkustundir en
síðar kom í ljós að seinkunin
var þrjár klukkustundir.
14 | Neytendur 31. ágúst 2011 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 229,7 kr. 229,7 kr.
Algengt verð 232,5 kr. 232,5 kr.
Höfuðborgarsv. 232,4 kr. 232,4 kr.
Algengt verð 232,7 kr. 232,7 kr.
Algengt verð 234,5 kr. 232,8 kr.
Melabraut 232,5 kr. 232,5 kr.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Baunar fá
Boot Camp
Íslenska líkamsræktartöðin Boot
Camp mun opna útibú í Kaupmanna
höfn þann 12. september. Boot Camp
hefur verið ein vinsælasta líkamsrækt
Íslendinga undanfarin ár, en í henni
eru þátttakendur látnir gera æfingar og
nota sína eigin þyngd af miklum krafti.
Nú ætla eigendur Boot Camp að kynna
herþjálfunina fyrir Dönum. Haft er eft
ir Arnaldi Birgi Konráðssyni, fram
kvæmdastjóra Boot Camp í Reykjavík,
á Vísi að skráningar séu þegar komn
ar af stað í Kaupmannahöfn. Stöðin í
Kaupmannahöfn hefur fengið nafnið
Budz Boot Camp með vísun í enska
orðið buddies eða félagar.
N
ú er akkúrat tíminn til að
fara á fjóra fætur í skógum
landsins í leit að dýrind
is matsveppum. Sveppa
tínslutímabilið stendur
sem hæst og í flestum opnum skóg
um landsins er hægt tína sveppi.
Ása Margrét Ásgrímsdóttir, höf
undur bókarinnar Matsveppir í
náttúru Íslands, segir að fólk þurfi
ekki að leita langt yfir skammt ætli
það sér að tína villta matsveppi.
„Fyrir Reykvíkinga og þá sem búa
á höfuðborgarsvæðinu þá er Heið
mörkin langbest fyrir styttri ferðir.
Svo er auðvitað hægt að fara lengra,
en Heiðmörkin er rosalega stór og
það er margar sveppategundir að
finna í henni. Mér finnst þetta vera
perla fyrir okkur sem búum hér,“
segir hún við DV.
Sveppir í flestum skógum
Sveppasprettan í ár gæti orðið
lakari en síðustu ár, enda var júní
óvenju kaldur mánuður víðast
hvar. Hægt er að tína sveppi á fjöl
mörgum stöðum í nágrenni höfuð
borgarsvæðisins, en almenna
reglan er sú að þar sem er skóg
rækt, þar vaxa líklega matsveppir.
Sveppatínslutímabilið stendur
yfir þangað til næturfrost er orðið
viðvarandi. Allir mega fara í opna
skóga á vegum skógræktar ríkisins
til að tína sveppi. Nefna má svæði á
borð við skógrækt ríkisins í Skorra
dal, Norðtunguskóg í Borgarfirði
og skógræktarsvæðið í Botnsdal í
Hvalfirði. Ása segir Heiðmörkina
hins vegar henta flestum sem vilja
tína sveppi mjög vel. „Ég byrja allt
af á að benda fólki að fara þangað.
Svo getur þú farið lengri ferðir en
það þarf þá að keyra í burtu til að
finna skógræktarreiti. Ég set Heið
mörkina hins vegar í fyrsta sæti
fyrir þá sem vilja aðeins skreppa
til að tína sveppi. Hún er líka það
stór að þú getur farið víða um hana
og tínt sveppi á mörgum stöðum.
Uppi í Borgarfirði eru síðan víða
skógarreitir og hver sem er má fara
í opnu skógana án þess að bðja um
leyfi.“
Lærðu að þekkja réttu sveppina
Einhverjir gætu verið ragir við að tína
sveppi sökum vankunnáttu og af ótta
við að tína óvart eitraða sveppi. Ása
segir að auðvelt sé að læra að þekkja
pípusveppi, en þeir eru meðal ann
ars furusveppir, lerkisveppir, kúa
lubbi og kóngssveppir. „Þeir eru í það
miklu magni að flestir geta fengið þá
og þeir eru mjög góðir. Það er auðvelt
að læra að þekkja þá og þeir eru að
gengilegir,“ segir hún.
„Ef þú heldur þig við pípusvepp
ina þá er engin hætta á ferðum. Svo
er nauðsynlegt að lesa sér til, hafa
bók með sér eða einhvern sem kann
að tína sveppi. Það er mjög gott svo
maður lendi ekki í hættu. Maður get
ur lent í því að tína sveppi sem eru
ekki æskilegir og þeir geta valdið
veikindum,“ segir hún en tekur það
fram að ekki séu margir varasamir
sveppir.
Auðvelt er að þekkja ýmsa sveppi
sem vaxa þar sem ákveðnar trjáteg
undir vaxa. Þannig vaxa furusveppir
í kringum furutré og lerkisveppir
vaxa í kringum lerkitré. „Kúalubb
inn er svo þar sem birkið er. Hann er
mjög algengur en þeir vaxa ekki mjög
margir saman.“
Hnífur og tannbursti
Sveppatínsla er ekki eins og laxveiði
þar sem æskilegt er að græja sig upp
fyrir tugi þúsunda áður en maður
lætur sjá sig á árbakkanum. Sá sem
ætlar að tína matsveppi þarf að eiga
körfu, hníf og bursta. Það er allt og
sumt. Ása gefur góð ráð: „Ekki tína
sveppi í plastpoka. Það er líka hægt
að fá sérstaka sveppahnífa sem eru
mjög góðir. Það er hins vegar vel
hægt að komast af með góðan hníf
og svo tannbursta. Það þarf nefnilega
að hreinsa sveppina, bæði að skera
neðan af stafnum þegar maður tekur
þá upp og líka að líta eftir því hvort
maðkur sé kominn í þá. Það er fluga
sem verpir í sveppina og þá kemur
maðkur sem þarf að taka burt.“
Ása segir að best sé að tína unga
og stinna sveppi en láta þessa gömlu
slöppu einfaldlega eiga sig.
Það er hægt að gera ýmislegt við
matsveppina. Ása segir að hún ým
ist steiki þá strax með kvöldmatn
um eða þurki þá og frysti. hún segir
að sveppir með pasta og villisveppa
rísottó séu í uppáhaldi hjá sér. Einn
ig sé hægt að gera góða sveppasúpu
eða útbúa sósu úr sveppunum. „Mér
finnst einnig mjög gott að búa til litla
máltíð þar sem ég steiki sveppina og
borða þá með rúgbrauði með góðu
smjöri og lifrarkæfu.“
Nóg að eiga hnífkuta
Helgi Hallgrímsson náttúrufræðing
ur hlaut íslensku bókmenntaverð
launin fyrir bókina Sveppabókin Ís
lenskir sveppir og sveppafræði, sem
kom út á síðasta ári. Helgi hefur tínt
sveppi og rannsakað þá áratugum
saman. Hann segir að á skógræktar
svæðinu í Skorradal og í Heiðmörk
Valgeir Örn Ragnarsson
valgeir@dv.is
Matvæli
n Höfundur bókar um Matsveppi
segir auðvelt að læra að þekkja
ætisveppi n Heiðmörk er perla
n Allir mega tína í opnum skógum
Tíndu villta matsveppi
„Sveppatínslutíma-
bilið stendur yfir
þangað til næturfrost er
orðið viðvarandi
Heiðmörk
Norðtunguskógur
í Borgarfirði
Botnsdalur í Hvalfirði
Skógrækt ríkisins
í Skorradal
Sveppakarfa Ekki er
mælt með því að tína
sveppi í plastpoka því það
fer mjög illa með sveppina.
Best er að tína þá í þar til
gerðar sveppakörfur.
Hér getur þú
tínt sveppi
Sveppahnífur Sérstakur hnífur
með bursta til þess að hreinsa
sveppinn um leið og hann er tíndur.
Hægt er að fá sveppahníf í Kokka
á 1.980 krónur og svipaðan hníf á
Vefverslun femin.is á 1.998 krónur.