Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 16
16 | Erlent 31. ágúst 2011 Miðvikudagur S extán ára drengur að nafni Manuel Gutierrez Reinos var skotinn til bana á mótmælum gegn forseta Chile, Se- bastián Piñera, í höfuð borginni Santiago, fimmtudaginn 25. ágúst. Drengurinn lést af sárum sínum á spítala í borginni. Vitni segja lögregluna hafa skotið drenginn. The Guardian greinir frá þessu. Mikil mótmæli hafa geisað í Chile undanfarna mánuði. Hef- ur fólk meðal annars farið út á göturnar með potta og pönnur og framkallað mikinn hávaða rétt eins og nýlega á Spáni og á Íslandi í Búsáhaldabyltingunni 2009. Tveggja daga allsherjar- verkfall var í landinu í síðustu viku, en það var í fyrsta skipti síðan á stjórnartíð einræðis- herrans Augustos Pinochet. Gegn einkarekstri Hreyfingar stúdenta fara fremst- ar í flokki mótmælenda, en mót- mælin hafa staðið yfir frá því í maí og hefur þeim sums staðar verið líkt við nýlega mótmæla- öldu á Spáni og í Norður-Afríku. Stúdentar fara fram á að skóla- kerfi landsins verði tekið til gagngerrar endurskoðun- ar en flestir háskólar lands- ins eru einkareknir. Er krafa mótmælendanna sú að einka- rekstur í skólakerfinu verði stöðvaður. Þá hefur hávær krafa verið uppi um að koparauðlindum landsins verði skipt með sann- gjarnari hætti en verið hef- ur. Verð á kopar hefur hækkað jafnt og þétt að undanförnu en mótmælendur benda á að auð- urinn skili sér ekki til fólksins. Hafa stúdentar meðal annars farið fram á að tekjur sem skap- ast vegna auðlinda í landinu verði notaðar til að borga fyrir skólakerfið, þannig að allir hafi aðgang að menntun. Taka yfir skóla Andlát sextán ára drengs sem tók þátt í mótmælunum hef- ur vakið reiði meðal almenn- ings í Chile. „Unglingurinn lést eftir að hafa verið skotinn í brjóstið. Hann dó á spítalan- um,“ hefur The Guardian eft- ir talsmanni lögreglunnar sem ræddi við fjölmiðila á staðn- um. Vitni staðhæfa að lögreglu- menn hafi skotið drenginn en lögreglan hefur ekki viðurkennt það. Samkvæmt The Guardian segir lögreglan í Chile að 1.300 manns hafi verið teknir til fanga síðan á miðvikudag. Þá segir lögreglan að nokkrir lögreglumenn séu slasaðir eftir atburðina. Fjöldi skóla hefur verið tek- inn yfir af nemendum að und- anförnu en vefritið El Merc- urio hefur eftir nemendum að hundrað skólar hafi þeg- ar verið teknir yfir. Stúdentar og ungmenni lokuðu vegum á fimmtudag, köstuðu stein- um og kveiktu í rusli í San- tiago og öðrum borgum til þess að stöðva umferð. Þá hafa skemmdarverk verið unnin á rútum og búðir verið tæmdar rétt eins og í Bretlandi á dög- unum. Skipuleggjendur mót- mælanna segja að 600 þúsund manns hafi mótmælt í Chile á fimmtudag. Reuters segir frá því að í höfuðborginni hafi 200 þúsund mótmælt. Vinsældir Piñera hrunið Lögregla beitti stærðarinnar vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. Piñera, for- seti Chile, sem er íhaldssamur milljarðamæringur, er harla óvinsæll á meðal margra fátæk- ari íbúa Chile. Að sögn Claudio Urrutia, verkalýðsforkólfi þar í landi, hefur hægristjórn Piñera tekist að gera grýlu úr mótmæl- endum. „Þessi ríkisstjórn sæk- ist ekki eftir samræðum.“ Allsherjarverkfallið sem stóð yfir í tvo sólarhringa und- ir lok síðustu viku var það fyrsta síðan á tímum einræðisherr- ans Augustos Pinochet. Hann var studdur af Bandaríkjunum rétt eins og Piñera núna. Ný- legar skoðanakannir sýna að vinsældir Piñera hafa hrunið undanfarna mánuði og er hann nú óvinsælasti forseti Chile síð- an Pinochet drottnaði yfir land- inu. Drengur drepinn í búsáhaldabyltingu Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Chile „Hreyfingar stúdenta fara fremstar í flokki mót- mælenda, en mót- mælin hafa staðið yfir frá því í maí og hefur þeim sums staðar verið líkt við nýlega mótmæla- öldu á Spáni og í Norður-Afríku. n Sextán ára drengur var skotinn til bana í mótmælum í Chile n Vitni segja lögregluna hafa skotið hann n Stúdentamótmæli hafa geisað í landinu síðan í maí Handtekinn fyrir baráttu Konur úr hópi innfæddra sem kallast Mapuche voru handteknar fyrir að setja upp borða við höll ríkisstjórnar- innar í lok júlí. Þær mótmæltu því að hryðjuverkalögum væri beitt gegn hópnum. Barátta Óeirðalögregla mætti stúdentum á götum Santiago fimmtudaginn 25. ágúst með þeim afleiðingum að ungur drengur lét lífið. Myndir reuTerS Búsáhaldabylting í Chile Rétt eins og á Íslandi og í Evrópu hafa mótmælendur í Chile gripið potta og pönnur, þeyst út á götur og framkallað hávaða í andófi sínu gegn misskiptingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.