Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Page 20
Á undanförnum árum hef- ur maður orðið meira og meira var við auglýsing- ar í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Stundum hefur þetta farið yfir öll velsæmismörk og manni líður eins og að hand- ritshöfundum sé meira í mun að koma auglýsingum að held- ur en að koma söguþræðinum rétt til skila. Kvikmyndagerðar- maðurinn Morgan Spurlock, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Super Size Me, er einn þeirra sem hefur pirrað sig á þessu. Þess vegna gerði hann kvikmyndina POM Wonderful Presents: The Greatest Movie Ever Sold. Myndin er heimildarmynd þar sem Spurlock er fylgt eftir þar sem hann reynir að sann- færa fyrirtæki um að fjárfesta í kvikmyndinni sjálfri í skiptum fyrir að vörum frá þeim sé kom- ið fyrir í myndinni. Undarleg en athyglisverð tilraun. Myndin sýnir á ótrúlega skemmtilegan hátt hvernig aug- lýsendur eru hægt og rólega að taka stjórnina í borg kvik- myndanna, Hollywood. Mynd- in fer þó ansi nálægt því að vera áróðursmynd gegn aug- lýsingum í sjónvarpsefni og kvikmyndum en Spurlock set- ur fram ýmis dæmi um það hvernig fyrirtæki nota skemmt- anabransann til að koma sér á framfæri. Að því sögðu finnst mér myndin segja athyglisverða sögu og gera það á þann hátt að áhorfandinn getur myndað sér skoðun án þess að vera blindað- ur af skoðunum Spurlocks sjálfs. Myndin er skemmtileg fyrir þá sem kunna að meta eitthvað dýpra en Hollywood-sumar- myndir. Í myndinni er þó ekki farið jafn djúpt og ég sjálfur hefði viljað en hún gefur manni tilefni til að fara og kynna sér málið betur. 20 | Fókus 31. ágúst 2011 Miðvikudagur J apanski rithöfundurinn Haruki Murakami birtir smásöguna Town of Cats í heild sinni í netútgáfu The New Yorker. Þetta eru góð tíðindi fyrir aðdáendur Murakamis sem margir bíða spenntir eftir næstu skáld- sögu hans, 1Q84, sem kem- ur út seint í október og er að sögn útgefenda eins konar óður til bókar George Orwells 1984. Í sögunni tekur aðalsögu- hetjan, Tengo, lest til að hitta föður sinn sem er vistaður á geðveikrahæli fyrir sjúklinga með ýmsa ofskynjunarsjúk- dóma. Í söguna fléttar Murakami svo sögu um borg sem er full af köttum. Það má velta því fyrir sér hvort Murakami á við Reykjavík en hann skrif- aði grein um ferð sína á Bók- menntahátíð í Reykjavík árið 2003 í Lesbók Morgunblaðs- ins. „Mannlaus þögnin fer þessari eyju ótrúlega vel,“ skrifaði Murakami. Hann veitti því einnig at- hygli að Reykjavíkurborg er full af áhugaverðum köttum sem rölta um bæinn eftir eig- in geðþótta, tiltölulega frjálsir og makindalegir. Murakami taldi Reykjavík vera sælureit fyrir fólk sem elskar ketti. „Maður öðlast hugarró af því einu að labba um borgina.“ Áhugasamir geta lesið söguna í heild sinni á vefút- gáfu New Yorker og dæmi hver fyrir sig. kristjana@dv.is Reykjavík er sælureitur fyrir fólk sem elskar ketti Murakami birtir smásögu sína Town of Cats í New Yorker. Það má velta því fyrir sér hvort Murakami á við Reykjavík en hann veitti því athygli að borgin er full af áhugaverðum köttum sem rölta um bæinn eftir eigin geðþótta. n Er Haruki Murakami að skrifa um Reykjavík? Skrifar um borg kattanna Erró á leið til landsins Laugardaginn 3. september verður opnuð ný sýning Errós þar sem sýndar verða teikn- ingar sniðnar fyrir börn á aldr- inum 6–12 ára. Erró er á leið til landsins og hittir fyrir blaðamenn á morgunfundi á föstudaginn. Teikningin er sú grein Errós sem hann er minnst þekkt- ur fyrir, segir í kynningu frá Listasafni Reykjavíkur, en á sýningunni eru sýnd um 200 slík verk. Erró færði sig seinna í samklippiverk og gaf grafíska sköpun upp á bátinn. Aðdáendur Tinna gleðjast Aðdáendur ævintýranna um Tinna gleðjast um þessar mundir. Nýrrar kvikmyndar í leikstjórn Stevens Spielberg er að vænta í vetur og hér á landi hafa bækurnar Kolafarmurinn og Leynivopnið bæst í safn end- urútgefinna bóka um ævintýri Tinna. Í bókinni Leynivopninu byrjar allt gler á Myllusetri að splundrast fyrirvaralaust kvöld eitt og þó að þrumuveður geisi er skýringarinnar að leita ann- ars staðar. Skyldi það tengjast Vandráði prófessor sem bisar að venju við eitthvað á tilrauna- stofu sinni? Í bókinni Kolafarminum rek- ast Tinni og Kolbeinn á gamlan kunningja, Alkasar hershöfð- ingja, á förnum vegi og augljóst er að hann hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Sama dag fær Kolbeinn hrekkjalóminn Ab- dúlla prins í heimsókn og er því dauðfeginn þegar Tinni dregur hann með sér í ferðalag. Stefán Máni læstist inni á bókasafni Rithöfundurinn Stefán Máni er tíður gestur á Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og situr þar oft og les. Á sunnu- daginn heimsótti hann safnið og var þar í góðu tómi þangað til hann áttaði sig á því að það var búið að loka bókasafninu og læsa hann inni. Frá þessu sagði hann á Facebook-síðu sinni með eigin orðum: „Var ég búinn að segja ykkur frá því að ég varð eftir inni á Borgar- bókasafninu þegar það lokaði á sunnudaginn var? Ég hélt að það væri opið til sex, svo var bara allt í einu voða þögult og dimmt en ég fattaði ekki neitt. Ég fatta yfirleitt aldrei neitt.“ Það væsti ekki um rithöf- undinn sem sagði enda mikla næringu að finna í bókum. Hann hefur greinilega fundið bók við hæfi meðan hann beið eftir björgun því hann segir: „Lengi er hægt að lifa á Tabúla- rasa eftir Sigurð Guðmunds- son.“ n Selma Björnsdóttir leikkona er með ótal járn í eldinum Í svona hamagangi líður mér best. Þetta er lang- skemmtilegast,“ segir leik- og söngkonan Selma Björnsdóttir sem leysir Nínu Dögg Filippusdóttur af í krefjandi hlutverki húsmóð- urinnar í samnefndu leikverki í uppfærslu Vesturports. Verk- ið verður fært á fjalir menn- ingarsetursins Hofs á Akureyri um næstu helgi og þá fá Ak- ureyringar að sjá verkið með Selmu í aðalhlutverki en hún stökk til með stuttum fyrirvara og fékk lítinn tíma til að undir- búa sig. Hún þykir þó standa sig með mikilli prýði. Nína Dögg er upptekin við tökur á Heimsenda, nýrri sjónvarpsþáttaseríu sem Ragnar Bragason leikstýrir, en það er ekki eina ástæða þess að Selma tekur við keflinu því Nína Dögg á von á barni og nú er farið að síga á seinni hluta meðgöngunnar. Hraðinn er mikill „Það var nú dálítið sérstök upplifun að stökkva til í þetta verk. Ég hef nú áður hoppað inn í sýningar með skömm- um fyrirvara en enga eins og þessa. Í Húsmóðurinni leik ég þrjár persónur sem eru uppi á þremur ólíkum tímabilum. Maður þarf að skipta býsna oft um búninga,“ segir hún og skellir upp úr. Húsmóðirin er farsi og því er mikill hraði í verkinu. „Það er svona dæmigerð hringa- vitleysa sem einkennir verk- ið eins og flesta farsa og því er hraðinn mikill. Það var oft sem ég vissi hreinlega ekki hverja ég átti að leika næst. Þá stóð ég á hliðarvængnum og hvíslaði í óðagoti: Hvað er næst? Hver er ég næst?“ seg- ir hún og hlær. „Þetta hef- ur verið svolítið fát. Að rata í myrkrinu og rata á rétta bún- inga. En þetta hafðist nú allt saman, sem betur fer er þetta ekki sýning sem tekur sig há- tíðlega.“ Selma segir oft hafa leg- ið við mistökum á sviðinu. „Ég var næstum því komin inn á svið með fiftíshárkollu í senu sem átti að gerast í nú- tímanum. Sem betur fer náði Víkingur að grípa af mér hár- kolluna. Við hlógum eins og vitleysingar baksviðs að þess- ari uppákomu.“ Gísli Örn er verstur Húsmóðirin er að sögn Selmu lifandi verk og hún segist aldrei vita upp á hverju mótleikarinn tekur. „Gísli Örn er verstur,“ segir hún. „Hann hlífði mér við öllu óvæntu á fyrstu sýn- ingunum en nú er það búið.“ Hún segir Vesturportara einna kræfasta í því óvænta og að- spurð hvernig þeir vígi inn nýja meðlimi segir hún: „Þeir henda manni út í djúpu laug- ina, það er á hreinu.“ Þau Gísli Örn Garðarsson munu vinna meira saman í vetur en Selma heldur út til London með honum og að- stoðar hann við uppfærslu hans á Hróa hetti. Þá er Selma einnig að leikstýra talsettu efni hjá Myndformi. Hún er með fleiri járn í eldinum því hún mun leikstýra Vesaling- unum sem verður stærsta sýn- ing Þjóðleikhússins á næsta leikári. Hún hefur staðið í undir- búningi síðan í vor þegar henni var úthlutað verk- efninu. „Ég hef verið að lesa þetta meistaraverk eftir Vic- tor Hugo og umhverfið sem ríkir í söguheimi hans. Þá hef ég verið að fara yfir búninga- mál með Maríu Ólafsdóttur búningahönnuði, hitta Frið- rik Erlingsson sem er að leggja lokahönd á endurþýðingu handritsins og fara yfir tónlist- ina með Þorvaldi Bjarna.“ kristjana@dv.is Líður best í hamagangi Nóg að gera hjá Selmu Selma leysir Nínu af með stuttum fyrirvara, leik- stýrir talsettu efni hjá Myndformi, aðstoðar Gísla Örn við uppsetningu á Hróa hetti og leikstýrir stærstu uppfærslu Þjóðleikhússins í ár; Vesalingunum. Seldi sál sína fyrir ágætis mynd Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Bíómynd The Greatest Movie Ever Sold IMDb 6,3 RottenTomatoes 70% Metacritic 66 Leikstjóri: Morgan Spurlock. Handrit: Morgan Spurlock, Jeremy Chilnick. 90 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.