Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Síða 23
fljótlega þau minni yfir og í
dag eru Agfa, BASF og Bayer
enn starfandi.
I.G. Farben var þó áfram til
sem lögaðili þrátt fyrir að það
færi í greiðsluþrot árið 1952 og
árið 2010 var enn höndlað með
hlutabréf í því á þýskum hluta-
bréfamarkaði þrátt fyrir að það
hefði verið í greiðslustöðvun
síðan 2003.
Lagaleg álitamál
I.G. Farben hafði látið hálfa
milljón þýskra marka renna
til samtaka þeirra sem voru í
nauðungarvinnu hjá fyrirtæk-
inu undir stjórn nasista, en
eftirstandandi eignir, að verð-
mæti 21 milljón þýskra marka,
runnu til kaupanda.
Allt þetta ferli hefur fyrir-
tækið legið undir ámæli fyrir
að draga lappirnar hvað varð-
ar bótagreiðslur til fyrrverandi
verkamanna fyrirtækisins, en
áframhaldandi tilvist fyrirtæk-
isins eftir 1952 grundvallaðist
einmitt á væntanlegum bóta-
greiðslum.
Stjórnendur fyrirtækisins
hafa borið því við að mála-
rekstur gegn fyrrverandi nauð-
ungarverkamönnum hafi
komið í veg fyrir að hægt væri
að taka fyrirtækið til gjald-
þrotaskipta með þeim hætti
að því sem eftir stæði yrði deilt
til þeirra sem þjáðust í síðari
heimsstyrjöldinni.
Hvað sem þeim rökum líð-
ur hafnaði I.G. Farben að taka
þátt í þýskum bótasjóði sem
settur var á laggirnar árið 2001
með það að markmiði að greiða
þeim sem þjáðust bætur og ár-
legur aðalfundur I.G. Farben í
Frankfurt er án undantekninga
tilefni viðamikilla mótmæla.
Talið er að enn séu á lífi
900.000–1.400.000 einstakling-
ar sem voru í nauðungarvinnu
árin 1933–1945. Flestir þeirra
eru rússneskir eða austurevr-
ópskir og allir voru fangar í út-
rýmingarbúðum nasista.
I.G. Farben-réttarhöldin
En málum I.G. Farben var eng-
an veginn lokið þó Sovétríkin
og Vesturveldin væru búin að
hirða þá bita sem í boði voru
við lok síðari heimsstyrjaldar-
innar og höndla með þá eins
og best þótti. Eftir var að gera
upp hlut einstaklinga og opin-
berra starfsmanna Þriðja ríkis
Hitlers og skyldi það gert fyrir
dómstólum við stríðsglæpa-
réttarhöldin í Nürnberg.
Fjöldi háttsettra stjórnenda
efnaverksmiðjunnar var dreg-
inn fyrir dóm, stríðsglæpa-
dómstólinn í Nürnberg, og
voru I.G. Farben-réttarhöldin
önnur réttarhöldin af þremur
sem haldin voru yfir mikils-
metandi iðnjöfrum í Þýska-
landi vegna gjörða þeirra í
valdatíð nasista.
Sakborningar í I.G. Farben-
réttarhöldunum áttu það sam-
eiginlegt að hafa allir með tölu
verið forstjórar fyrirtækisins.
Forstjórarnir fullyrtu að
þeim hefði ekki verið kunnugt
um glæpi nasista, eða að þeir
hefðu verið beittir þrýstingi.
Í bók Jacks Ewing, IG Far-
ben and Hitler: A Fateful
Chemistry, segir höfundur að
hefði fyrirtækið verið „þó ekki
nema örlítið tregara í taumi,
hefði Hitler lent í vanda með
að keyra stríðsvél sína áfram“.
Ewing segir enn fremur að
þrjátíu og fimm prósent bún-
aðar þýskra fótgönguliða í síð-
ari heimsstyrjöldinni hefðu
verið framleidd af I.G. Farben.
Réttarhöldin stóðu í tæpt
ár, frá 27. ágúst 1947 til 30. júlí
1948, og voru þrettán af tuttugu
og fjórum sakborningum sak-
felldir fyrir einhverja af þeim
sökum sem á þá voru bornar og
dæmdir til fangelsisvistar.
Erlent | 23Miðvikudagur 31. ágúst 2011
Dauði dauðaverksmiðju
Ákæruatriðin í I.G. Farben-réttarhöldunum voru fimm.
1 Skipulagning, undirbúningur, frumkvæði og ástundun árásarstríðs og innrása í önnur lönd.
2Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni með gripdeildum og yfirtökum í hernumdum löndum og með því að taka yfir verksmiðjur í Austurríki,
Tékkóslóvakíu, Póllandi, Noregi, Frakklandi og Rússlandi.
3Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni með þátttöku í þrælahaldi og stórfelldum flutningum nauðungarvinnuafls úr fangabúðum og
röðum almennra borgara hernumdu landanna og stríðsfanga, og fyrir illa
meðferð, ógnir, pyntingar og morð á nauðungarverkafólki.
4Að vera meðlimur í glæpasamtökum; SS (SS hafði fyrir verið úr-skurðað glæpasamtök af Alþjóðlega herdómstólnum)
5Að hafa verið leiðandi í samsæri um að fremja glæpi sem kveðið er á um í 1., 2. og 3. lið.
Heimildir: Wikipedia, IG Farben and Hitler: A Fateful
Chemistry e. Jack Ewing, politiken.dk, business.dk
og fleiri miðlar.
„Fjöldi hátt-
settra stjórn-
enda efnaverksmiðj-
unnar var dreginn
fyrir dóm, stríðs-
glæpadómstólinn í
Nürnberg.
Allir sakborninga voru ákærðir
fyrir liði 1, 2, 3 og 5, en einungis þrír
fyrir að vera meðlimir SS.
Þrátt fyrir yfirþyrmandi vísbend-
ingar um að I.G. Farben hefði tekið
viðamikinn þátt í endurhervæðingu
Þýskalands eftir lok fyrri heims-
styrjaldarinnar hafnaði dómstóllinn
ákærum á hendur sakborningum
um skipulagningu árásarstríðs og
samsæri þar að lútandi.
Hvað varðaði þriðja lið, þræla-
hald, lét dómstóllinn sakborninga
njóta röksemda verjenda um
„nauðsyn“.
Aðeins hvað varðaði útrýmingar-
búðirnar í Auschwitz, þar sem I.G.
Farben hafði reist verksmiðju í
næsta nágrenni með það augljósa
markmið að nýta fanga búðanna
sem vinnuafl, taldi dómstóllinn
að fyrir lægju nægar sannanir um
frumkvæði af hálfu I.G. Farben.
Einn dómaranna við réttarhöldin
skilaði sératkvæði hvað varðaði
áðurnefnd „nauðsynjar“-rök, bar
brigður á þau og sagði að allir
sakborningar hefðu átt að vera
sakfelldir fyrir þriðja ákærulið.
Dómarinn, Paul M. Hebert,
sagði að „skýrslur sýndu að
Farben hefði sjálfviljugt og með
ánægju nýtt sér nýja starfskrafta
á meðan það stækkaði. Vanvirða
gagnvart grundvallar mannrétt-
indum hefði ekki gert sakborninga
afhuga því […] Viljug þátttaka í
þrælahaldi Þriðja ríkisins var stefna
fyrirtækisins og gegnumgangandi í
fyrirtækinu.“
Enginn þeirra sem dæmdir voru
til fangelsisvistar afplánaði dóm
sinn að fullu og flestir þeirra fengu
forstjórastöðu sína aftur, enda
búið að kljúfa I.G. Farben í frum-
eindir sínar.
Sakborningar og sakargiftir
I.G. Farben-byggingin í Frankfurt
Er nú hluti Goethe-háskólans.
Meindýraeitrið Zyklon B Nasistar fundu frekari not fyrir eitrið og I.G.
Farben sá um framleiðslu þess.
Höfuðstöðvar I.G. Farben í
Frankfurt árið 1941 Þess hefur
verið farið á leit að fyrirtækið verði
loks afskráð úr þýsku kauphöllinni.