Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Side 24
24 | Sport 31. ágúst 2011 Miðvikudagur Þ ú getur horft núna, myndirnar eru farn- ar,“ sagði þáttastjórn- andi Match Of The Day 2 við sérfræðing þáttarins, Arsenal-goðsögn- ina Lee Dixon. Myndirnar sem um ræðir eru að sjálf- sögðu mörkin úr 8–2 upp- rúllun Manchester United á Arsenal en Dixon hélt fyr- ir andlitið á meðan þau voru sýnd til að gefa í skyn hversu neyðarlegt þetta væri. Dix- on tók sig svo til og reif Arse- nal-liðið í tætlur, sérstaklega fyrir það að mæta ekki með neitt plan um hvernig ætti að spila leikinn. Það væri eng- in afsökun að vera með ungt og óreynt lið með marga í meiðslum. Sama hversu slakt lið þú værir með, þú þyrft- ir alltaf að vera með leik- skipulag. Hinn sérfræðingur þáttarins, Alan Hansen, sem á árum áður vann allt með Liverpool, tók í sama streng og sagði: „Ef Sir Alex Fergu- son hefði verið með jafn- þunnskipaðan hóp hefði hann aldrei spilað svona gegn Arsenal á Emirates-vellinum. Ekki fyrir sitt litla líf.“ Hansen og Dixon eru bara tveir af þeim fjölmörgu sér- fræðingum, fyrrverandi leik- mönnum og blaðamönnum sem hafa hakkað Arsenal í spað eftir þetta ótrúlega tap. Það virðist þó hafa endanlega kveikt í Wenger og er hann nú þegar kominn með klærnar í þrjá leikmenn til að styrkja sveit sína og minna má það ekki vera. Lið úr fjórðu deild gæti gert betur „Stuðningsmennirnir vilja ekki sjá liðið sitt niðurlægt svona. Eina sem við getum gert er að biðjast afsökunar og reyna koma sterkir til baka,“ segir Wenger í viðtali við Arse- nal World. „Svona stór töp eru niðurlægjandi og þeim er erf- itt að kyngja. Þau þýða samt ekkert. Svona úrslit gerast bara við sérstakar aðstæður,“ sagði Wenger og skírskotaði þar til liðsins sem hann stillti upp en í Arsenal-liðið vantaði marga sterka leikmenn. Markvörðurinn David Seaman sem vann tvo Eng- landsmeistaratitla með Arse- nal á sínum tíma kom Wenger til varnar á samskiptasíðunni Twitter og ritaði: „Þegar ég spilaði fyrir Arsenal var búist við að við ynnum titla. Þetta er einfaldlega ekki nægilega gott. Ekki allir hópast að stjór- anum. Viðhorf leikmanna þarf að vera allt annað.“ Annar maður sem spil- aði lengi fyrir Arsenal, Paul Merson, var sérfræðingur Sky-sjónvarpsstöðvarinnar á leiknum og hann hakkaði sitt fyrrverandi félag í spað. „Þetta er án efa versti dagur Arsene Wenger við stjórn Arsenal og versti dagur sem ég hef séð lengi hjá Arsenal. Eftir að ég kynntist félaginu fyrst árið 1984 man ég ekki eftir mik- ið verri degi en þeim sem við upplifðum hér í dag. Þetta var ótrúlegt, alveg ótrúlegt,“ sagði hann reiður og tók undir með Lee Dixon að leikplan Arsenal hafi verið ekkert. „Það eru miklu minni lið með miklu minni hæfileika en Arsenal sem munu koma á þennan völl á þessu tíma- bili og gera United tvöfalt erf- iðara fyrir en Arsenal gerði í þessum leik. Það þýðir ekk- ert að senda svona börn eins og í dag út á völlinn og leiða þau eins og lömb til slátrunar. Það er bara ekki nægilega gott. Það þarf að horfa til Wengers núna og spyrja hann hrein- lega hvað hann var að spá. Ég er ekki að grínast. Lið úr fjórðu efstu deild gætu komið hingað næsta laugardag og látið Uni- ted hafa meira fyrir hlutunum en Arsenal gerði.“ Svaraði kallinu Arsenal er titlalaust eftir und- anfarin sex ár og hefur Wen- ger lengi verið gagnrýndur fyrir að kaupa bara unga leik- menn sem ekkert hafa unn- ið. Henry Winter, einn virt- asti fótboltapenni Bretlands og skrifar fyrir Telegraph, rit- aði eftir niðurlæginguna í Manchester: „Stjóri Arsenal – greinilega blindur á hversu sterkur leikmannahópurinn sinn er – verður að fara að kaupa menn með reynslu sem geta leiðbeint og kennt þess- um ungu hæfileikaríku strák- um. Arsenal-liðið var sjálfu sér til skammar og voru treyju liðsins til minnkunar. Tom- as Rosicky og Arshavin voru svo lélegir að það er ótrúlegt að hugsa til þess að þeir séu landsliðsmenn.“ Strax eftir leikinn var ljóst að Wenger væri að landa nýj- um framherja. Park Chu-Yo- ung, fyrirliði suðurkóreska landsliðsins, mun núna leika með Arsenal en hann kemur inn með vissa reynslu. Park er harðduglegur leikmaður sem er með ágætis markatöl- fræði frá Mónakó. Áfram hélt Wenger svo í byrjun vikunn- ar að horfa í reynslu er hann sökkti klóm sínum í Andre Santos, brasilískan bakvörð sem leikur með Fenerbache í Tyrklandi. Santos er 28 ára vinstri bakvörður sem á að baki 22 landsleiki fyrir Brasi- líu. Þá fréttist einnig af því að Arsenal hefði lagt fram kaup- tilboð í þýska landsliðsmið- vörðinn Per Mertesacker sem leikur með Werder Bremen í Þýskalandi. Það er til marks um hversu illa Wenger hefur staðið sig á leikmannamark- aðnum til þessa að Mertesac- ker hefur síðastliðnar vikur og í raun í allt sumar grátbeðið Arsenal um að kaupa sig en hann er á lokaári samnings og vilja Brimaborgarar losna við hann núna fyrir pening í stað þess að láta hann frítt næsta sumar. Ljóst er að þessir þrír leikmenn munu gera mikið til að breikka hóp Arsenal. Eitt- hvað sem liðið sárlega vantar. Wenger svarar kallinu Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Park Chu-Young Þjóðerni: Suður-Kórea Aldur: 26 ára Staða: Framherji Fyrri lið: FC Seoul (69/23), AS Monaco (91/25). Landsleikir: 53 (17 mörk) Andre Santos Þjóðerni: Brasilía Aldur: 28 ára Staða: Vinstri bakvörður Fyrri lið: Figueirense (61/8), Flamengo (24/0), Atletico (15/0), Corinthians (39/9), Fenerbache (52/10). Landsleikir: 22 (0 mörk) Per Mertesacker Þjóðerni: Þýskaland Aldur: 26 ára Staða: Miðvörður Fyrri lið: Hannover 96 (74/7), Werder Bremen (142/12). Landsleikir: 75 (1 mark) Nýju mennirnir Lélegir vellir Tenniskappinn Roger Fede- rer fór auðveldlega í gegnum fyrstu umferðina á Opna bandaríska meistaramótinu sem stendur yfir þessa dagana. Hann er þó ekki ánægður með vellina sem Bandaríkjamenn bjóða upp á í ár. Honum finnst þeir of hægir og ekki nægilega frábrugðnir öðrum völlum sem gerðir eru úr gerviefni. „Gerðu þeir mistök? Kannski máluðu þeir vellina of gróft. Það er bara leiðinlegt þegar öll stórmótin eru eins. Vellirnir hér ættu að vera allt öðruvísi en á Opna ástralska en þetta er allt eins núna,“ segir Federer. Hamilton gefst upp Lewis Hamilton tókst ekki að saxa á forskot heimsmeistar- ans Sebastian Vettel í Formúlu 1 um síðastliðna helgi. Hamil- ton lenti í óhappi og kláraði ekki keppnina á meðan Vettel vann í Belgíu og er nú kominn með níu fingur á sinn annan heimsmeistaratitil. „Allir ættu að gleyma því að vinna titil- inn úr þessu. Það mun eng- inn vinna hann nema Vettel,“ sagði Hamilton löngu áður en Vettel var kominn í mark. Hann tók óhappið í brautinni á sig. „Þetta var mér að kenna. Liðið á betra skilið en þetta,“ sagði Lewis Hamilton sem sjálfur varð heimsmeistari árið 2008. Þriðja sætið vonbrigði Jenson Button, liðsfélagi Ha- miltons hjá McLaren, tók í sama streng hvað varðar titil- vonir annarra en Vettels. „Eina leiðin fyrir Vettel að missa titil- inn úr greipum sér er ef hann rennur í kampavíninu og brýt- ur á sér fótinn. Það eru bara sjö keppnir eftir og hann verð- ur ekki snertur úr þessu,“ sagði Button. „Það voru mikil von- brigði að ná bara þriðja sætinu því maður spyr sig hvað hefði gerst ef ég hefði náð að vinna og saxað á forskot Vettels. Úr því sem komið er geta allir gleymt þessu. Vettel er nánast orðinn heimsmeistari,“ sagði Button. Höfuðlaus her Arsene Wenger knattspyrnustjóri leitar nú logandi ljósi að leikmönnum til að styrkja vængbrotið lið Arsenal. Leikurinn gegn Manchester United afhjúpaði veikleika liðsins. n Niðurlægingin á Old Trafford kveikti í Wenger n Kominn með klærnar í þrjá reynda leikmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.