Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2011, Qupperneq 25
W ayne Rooney, framherji Manc- hester United, hefur farið frá- bærlega af stað á tímabilinu og er búinn að skora í öllum leikjum tíma- bilsins til þessa, samtals fimm mörk eftir þrennuna gegn Arsenal um síðastliðna helgi. Þriðja markið, sem kom úr vítaspyrnu, var númer 152 hjá Rooney fyrir Manchester Uni- ted en hann er nú á sínu sjö- unda ári hjá félaginu. Eftir sig- urinn á Arsenal viðurkenndi Rooney að hann ætlaði sér að bæta markamet Bobbys Charl- ton hjá United sem hefur stað- ið í tæp 40 ár. Charlton skoraði 249 mörk fyrir Manchester- liðið og vantar Rooney því 98 mörk til viðbótar ætli hann að bæta það met. Nær meðaltalinu fyrir þrítugt Í þessari viku fagnar Rooney því að sjö ár eru liðin síðan hann skrifaði undir hjá Manc- hester United. Síðan hefur hann skorað að meðaltali 21 mark á tímabili. Í ár eru mörk- in nú þegar orðin fimm og samtals 152, sem fyrr segir. Ef Rooney getur haldið meðal- talinu mun hann skora sitt 250. mark á sínu þrítugasta aldurs- ári og ætti þá enn nokkur ár eftir í boltanum. „Mér gekk vel á undirbún- ingstímabilinu. Ég lagði hart að mér því mig langaði að standa mig,“ sagði Rooney eftir þrenn- una um helgina. „Ég vissi fyrir leikinn að eitt mark til viðbótar kæmi mér upp í 150. Ég spurði hversu mörg Bobby Charlton hefði skorað og Giggs sagði mér að ég þyrfti 100 til viðbótar eða eitthvað álíka. Augljóslega er það takmarkið núna,“ sagði Rooney. Hitt met Charlton löngu slegið Í rétt ríflega 35 ár átti Bobby Charlton bæði stóru met Manchester United. Hann hafði bæði spilað flesta leiki og skorað flest mörk. Árið 2008 flaug þó Ryan Giggs fram úr honum hvað leikjafjölda varð- aði og heldur áfram að bæta við það ótrúlega met. Roo- ney hefur spilað 326 leiki fyr- ir Manchester United, næst- um helming þeirra leikja sem Bobby Charlton tókst að spila á sínum ferli. Hann er 97 mörk- um frá því að jafna metið og sé miðað við aldur hans og markaskorun má fastlega bú- ast við að Rooney bæti metið. Taka verður tillits til þess að Rooney átti hryllilegan tíma á síðasta ári þar sem hann skor- aði nánast ekkert og ætlaði að yfirgefa United vegna samn- ingsmála sem leystust á end- anum. Gengur vel Rooney hefur farið vel að stað. Sport | 25Miðvikudagur 31. ágúst 2011 Mikið breytt U21 lið hefur leik n Ísland mætir Belgíu á Vodafone-vellinum Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti n Rooney kominn með 152 mörk fyrir Manchester United n Ætlar sér að bæta 40 ára gamalt markamet Bobbys Charlton n Tekst það á þrítugasta aldursári haldi hann meðaltalinu Slær metið um þrítugt Leikmaður Mörk Leikir Bobby Charlton 249 758 Denis Law 237 404 Jack Rowley 211 424 Dennis Viollet 179 293 George Best 179 470 Joe Spence 168 510 Mark Hughes 163 467 Ryan Giggs 159 878 Wayne Rooney 152 292 Ruud v. Nistelrooy 150 219 Paul Scholes 150 676 Markahæstir hjá Manchester United Í slenska landsliðið skip- að leikmönnum 21 árs yngri hefur leik í undan- keppni fyrir Evrópumótið árið 2013 á fimmtudaginn þegar sterkt lið Belga kem- ur í heimsókn. Leikurinn fer fram á Vodafone-velli Vals- manna og verður flautað til leiks klukkan 17.00. Eins og allir vita var Ísland með í loka- keppninni í fyrsta sinn í sum- ar þegar það tapaði tveimur leikjum og vann einn á EM í Danmörku. U21 árs liðið er mikið breytt en sterkir leikmenn á borð við Gylfa Þór Sigurðs- son, Rúrik Gíslason, Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Eggert Gunn- þór Jónsson, Birki Bjarnason, Bjarna Þór Viðarsson og fleiri eru orðnir of gamlir til að taka þátt. Eftir af liðinu sem komst til Danmerkur eru þó góðir leikmenn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Þórarin Inga Valdimarsson, Björn Berg- mann Sigurðarson og gull- drenginn Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn mun þó væntanlega lítið sem ekkert leika með U21 árs liðinu þar sem hann er orðinn fastamaður í A-lands- liðinu. Liðið leikur nú tvo fyrstu leikina í undankeppninni. Fyrst gegn Belgum á fimmtu- daginn á Vodafone-vellinum og síðan gegn Noregi næsta þriðjudag á Kópavogsvelli. Auk þessara liða eru í riðl- inum Aserbaídsjan og stór- lið Englands en beðið er með spenningi eftir komu Eng- lendinga á Laugardalsvöllinn í október. Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson stýra liðinu áfram en þeir komu síð- asta hóp á EM í Danmörku en það var í fyrsta skipti sem U21 árs landsliði Íslands tókst að komast á lokamót. Nýtt verkefni Eyjólfur og Tómas Ingi fá nú að stórum hluta nýtt lið í hendurnar. Lundúnaliðin vilja Cahill Talið er að Norður-Lundúna- liðin Arsenal og Tottenham muni berjast um miðvörð- inn Gary Cahill á lokadegi félagaskipta. Arsenal hefur nú þegar lagt fram hlægilega lágt tilboð í Cahill sem er á meðal bestu varnarmanna ensku úr- valsdeildarinnar. Hefur liðið hækkað boð sitt úr 6 millj- ónum punda í tíu og ætlar Tottenham í það minnsta að jafna það. Owen Coyle, stjóri Bolton, er farinn að sætta sig við að missa sinn besta varn- armann. „Ég get ekki lengur sagt við neinn að ég muni ekki lúffa. Ef rétta tilboðið kemur munum við selja hann,“ segir Coyle. Newcastle fær bakvörð Newcastle, sem farið hefur vel af stað í ensku úrvalsdeildinni, er búið að finna eftirmann Jose Enrique í hægri bakverð- inum. Það er hinn tvítugi Ítali Davide Santon sem getur spil- að báðar bakvarðarstöðurn- ar. Jose Mourhino sagði fyrir tveimur árum að Santon væri efnilegasti leikmaður heims, en Jose Mourinho var þá þjálf- ari Inter. Verður Santon án efa góð viðbót við Newcastle-lið- ið sem hefur sjö stig eftir þrjá leiki í úrvalsdeildinni og fékk á sig sitt fyrsta mark um helgina gegn Fulham í 2–1 sigurleik. Johnson lík- lega á förum Við komu Samirs Nasri til Manchester City, og í ljósi þess hversu vel ríkisbubbarn- ir spiluðu er þeir rúlluðu yfir Tottenham um helgina, sér Adam Johnson, vængmað- urinn knái, sæng sína nú út- breidda og vill komast frá liðinu, í það minnsta á láni út tímabilið. Mörg lið hafa áhuga á þessum eldfljóta kant- manni en bæði Harry Redk- napp, stjóri Tottenham, og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eru sagðir áhugasamir um að landa enska landsliðsmannin- um. Johnson vill einmitt kom- ast burt vegna landsliðsins en næsta sumar er Evrópukeppn- in í Póllandi og Úkraínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.