Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Side 2
2 | Fréttir 21. september 2011 Miðvikudagur
S
ýslumaðurinn í Búðardal
hefur hafnað umsókn hjóna
um fertugt um að fá að ætt-
leiða barn frá Tékklandi á
þeim forsendum að þau hafi
ekki nægilega „traustan fjárhag“ án
þess að nokkur lögfest viðmið séu
til um hvað teljist traustur fjárhagur.
Hjónin hafa þó staðið við allar fjár-
hagslegar skuldbindingar sínar og
eru með 839 þúsund krónur í sam-
anlögð mánaðarlaun. Þau hafa áður
ættleitt barn og gefur barnaverndar-
nefnd þeim mjög jákvæða umsögn.
Ákvörðun sýslumanns er í sam-
ræmi við umsögn ættleiðingar-
nefndar sem hafði ekki getað mælt
með því að veita hjónunum forsam-
þykki til ættleiðingar barns erlend-
is frá vegna þess að þau hefðu ekki
traustan fjárhag.
Mjög jákvæð umsögn
barnaverndarnefndar
Til þess að ættleiða barn þarf að
sækja um leyfi hjá sýslumanninum í
Búðardal. Hann fer síðan fram á um-
sögn barnaverndar- og ættleiðingar-
nefndar. Barnaverndarnefnd komst
að þeirri niðurstöðu að hjónin væru
fullkomlega fær um að ættleiða barn.
Þau ættleiddu barn árið 2004 og sam-
kvæmt skýrslu sem nefndin vann um
fjölskylduna hefur „afar vel gengið“
með stúlkuna. Hjónin eiga að baki
tæknifrjóvganir sem báru ekki árang-
ur og er ættleiðing því þeirra eina leið
til að eignast börn. Þá segir í skýrslu
barnaverndarnefndar að hjónin hafi
verið í sambúð í 21 ár og gift í 13 ár.
Þeim komi vel saman og hjónaband-
ið sé traust.
Um heilsufar þeirra segir „hjónin
eru bæði heilsuhraust og verða sjald-
an veik.“ Hið sama á við um dótt-
ur þeirra sem er afar heilsuhraust
stúlka. Þá kemst barnaverndarnefnd-
in að þeirri niðurstöðu að hjónin séu
bæði í föstu, öruggu starfi og hafi þar
af leiðandi öruggar tekjur. „Þau hafa
meðaltekjur og geta vel séð fyrir fjöl-
skyldu. Eðlilegt húsnæðislán hvílir á
húsinu þeirra. Á skattaskýrslu þeirra
hjóna er miðað við brunabótamat
hússins þegar eignir og skuldir þeirra
eru taldar fram og virðist því eigna-
staða þeirra vera neikvæð. Söluand-
virði hússins er hins vegar talsvert
hærra en brunabótamatið. Ef tekið
er tillit til þess telst eignastaða þeirra
jákvæð.“
Þá segir í umsögn barnaverndar-
nefndarinnar um fjárhag hjónanna
að þau séu í skilum með allar sínar
fjárhagslegu skuldbindingar og virð-
ist vera skynsöm í fjármálum og eyði
ekki um efni fram.
Fullfær um að ættleiða barn
Umsögn nefndarinnar um hjónin er
mjög lofsamleg. Þau eru sögð búa
við mjög góðar og stöðugar aðstæð-
ur í fallegu einbýlishúsi í grónu, fjöl-
skylduvænu hverfi. Þau njóti mikils
stuðnings allra í kringum sig varð-
andi ákvörðun sína um að óska eftir
að ættleiða barn. Þá er tekið fram að
öll aðlögun og tengslamyndun dótt-
ur þeirra hafi gengið mjög vel. Dóttir
þeirra sé hamingjusöm og heilbrigð
stúlka sem gangi vel í öllu því sem
hún taki sér fyrir hendur.
Nefndin telur einnig að hjónin
hafi mjög heilbrigt viðhorf til uppeld-
is barna. „Þeim hefur gengið afar vel
í foreldrahlutverkinu gagnvart dóttur
sinni og hafa skynsamlegar áherslur
í uppeldi hennar. Niðurstaða barna-
verndarnefndar er afgerandi.
„Hjónin séu fullfær til þess að
ættleiða barn erlendis frá og upp-
fylli allar þær kröfur sem gerðar eru
til aðila sem óska eftir að ættleiða
barn.“ Þá er tekið sérstaklega fram
að hjónin búi við traustan fjárhag
og séu fullfær um að búa litlu barni
gott líf og veita því þá ást, umhyggju
og stuðning sem það þarf á að halda.
Nefndin leggur til að sýslumaðurinn
í Búðardal veiti þeim forsamþykki til
þess að ættleiða eitt eða tvö börn á
aldrinum 0 til 4 ára.
„Lítið megi bregða út af“
Í kjölfar álits barnaverndarnefnd-
arinnar fór Áslaug Þórarinsdóttir,
sýslumaður í Búðardal, fram á álit
frá ættleiðingarnefnd um umsókn
hjónanna. Sérstaklega óskaði sýslu-
maður eftir því að nefndin gæfi um-
sögn sína um það hvort hún teldi
efnahag umsækjenda vera traustan,
en ákvæði um traustan efnahag er
að finna í reglugerð um ættleiðing-
ar. Sem fyrr segir kemur ekkert fram
í reglugerð eða lögum um við hvað
skuli miða til að finna út hvort efna-
hagur sé traustur eða ekki.
Taldi sýslumaðurinn að barna-
verndarnefndin hefði að mjög
takmörkuðu leyti fjallað um fjár-
hagslega stöðu hjónanna eins og
sýslumaður fari fram á. Umsögnin
hafi því verið ófullnægjandi. Sýslu-
maðurinn bendir á að samkvæmt
skattframtali hjónanna fyrir 2010
sé eiginfjárstaða þeirra neikvæð
sem nemur tæpum tveimur millj-
ónum króna. Heildarskuldir þeirra
nema rúmum 32 milljónum, en þar
af eru lausaskuldir um 2,6 milljón-
ir króna. Sýslumaðurinn metur það
svo að „lítið megi bregða út af í að-
stæðum umsækjenda að það hafi
ekki áhrif á mánaðarlegan fram-
færslueyri þeirra og svigrúm þeirra
til að bregðast við breyttum aðstæð-
um sé takmarkað.“ Þá er tekið fram
að kostnaður við að ættleiða barn sé
talsverður og geti vel verið á þriðju
milljón króna. Áslaug sýslumaður
telur því að vafi leiki á því að „fjár-
hagur umsækjenda sé traustur,“
eins og áskilið er í reglugerð um ætt-
leiðingar. Því komi til álita að synja
hjónunum.
Gat ekki lagt mat á
„traustan fjárhag“
Ættleiðingarnefnd fékk umsókn
hjónanna svo inn á sitt borð í mars
á þessu ári. Í umsögn ættleiðingar-
nefndarinnar segir: „Þrátt fyrir að
ekkert bendi til annars en umsækj-
endur geti greitt af skuldum sínum
og upplýsingar frá þeim bendi til
þess að fjárhagur þeirra muni fara
batnandi telur ættleiðingarnefnd
að hafa verið í huga að upprunaríki
barna sem ættleidd eru hingað til
lands gera kröfur varðandi fjárhag
aðila.“
Þá komst nefndin að því að hún
gæti ekki lagt mat á að fjárhag-
ur umsækjenda væri sem stendur
traustur. Nefndin gat því ekki að svo
stöddu mælt með því að hjónunum
yrði veitt forsamþykki til ættleiðing-
ar.
Hjónin veittu því nefndinni frek-
ari upplýsingar um fjárhagsstöðu
sína. Í öðru bréfi dagsettu 28. apríl
bendir ættleiðingarnefndin á að
„ekki er að finna nánari skilgrein-
ingu á því hvað teljist traustur fjár-
hagur en ættleiðingarnefnd telur að
meta þurfi aðstæður í hverju máli
fyrir sig.“
Nefndin ákvað því að líta til áætl-
aðra talna um framfærslukostnað
sem finna má á heimasíðu umboðs-
manns skuldara. Þá megi einnig
hafa til hliðsjónar reikniverk varð-
andi framfærsluviðmið sem finna
má á heimasíðu velferðarráðuneyt-
isins. Þær tölur séu hins vegar ein-
göngu til viðmiðunar en nefndinni
þyki rétt að líta til þessara talna.
Nefndin bendir á að eiginfjár-
staða hjónanna sé neikvæð sam-
kvæmt skattframtali sé miðað við
fasteignamat hússins, en jákvæð sé
miðað við sölumat á húsinu, sem
hjónin létu gera fyrir sig. Sé miðað
við það mat er eiginfjárstaða þeirra
jákvæð um 400.000 krónur. Heild-
arskuldir séu að mestu vegna fast-
eignarinnar og virðast því sem næst
jafnháar verðmæti hennar. Þrátt fyr-
ir það kemst nefndin að þeirri nið-
urstöðu að hún geti að svo stöddu
ekki mælt með því að hjónin fái for-
samþykki til ættleiðingar barns.
Hjónin telja um skýlaust brot á
jafnræðisreglunni að ræða
Þessari ákvörðun mótmælti Jóhann-
es S. Ólafsson lögmaður hjónanna
harðlega. Í bréfi lögmannsins til
sýslumanns segir að greinin sem
fjallar um traustan efnahag hafi
ekki fullnægjandi lagastoð og því
sé óheimilt að byggja ákvörðun um
forsamþykki á reglunni um traust-
an efnahag. Lögmaðurinn telur að
að reglan sé íþyngjandi og takmarki
möguleika hjónanna á að ættleiða
barn. Stjórnsýsla verði að vera lög-
bundin og að ákvæði í reglugerð-
um sem séu íþyngjandi fyrir borg-
arana eða takmarki rétt þeirra verði
að eiga sér skýra stoð í lögum. Ekki
nægi almenn heimild í lögum til þess
að setja reglugerð um nánari fram-
kvæmd laga. Telur hann að ákvæði
um traustan fjárhag skorti lagastoð.
Ennfremur brjóti beiting reglugerð-
ar um traustan fjárhag grundvallar-
reglur stjórnsýsluréttar. Reglan hafi
hins vegar ekki að geyma neins kon-
ar viðmið um hvað teljist traustur
efnahagur.
Lögmaðurinn bendir á að af
gögnum málsins að ráða sé ljóst að
enginn hlutlægur mælikvarði sé
lagður til grundvallar við mat á hug-
takinu traustur efnahagur.
Þá komi ekkert fram í bréfi ætt-
leiðingarnefndar um að hvaða leyti
hjónin standist ekki viðmið umboðs-
manns skuldara og velferðarráðu-
neytisins. Ákvörðunin sé á endanum
aðeins byggð á mati nefndarinnar á
því hvað hún telji vera traustan efna-
hag og án nokkurra fastra viðmiða.
Slíkar stjórnvaldsákvarðanir séu
ólögmætar.
Fá ekki að ættleiða
n Hjónum bannað að ættleiða annað barn n Barnaverndarnefnd taldi þau fullfær um að ættleiða
n Sýslumaður telur þau ekki hafa „traustan efnahag“ n Hafa 839 þúsund í mánaðarlaun
„Hjónin séu fullfær
til þess að ætt-
leiða barn erlendis frá og
uppfylli allar þær kröfur
sem gerðar eru til aðila
sem óska eftir að ætt-
leiða barn.
Valgeir Örn Ragnarsson
valgeir@dv.is
Úttekt Hafnað Hjón
með 839 þúsund
krónur í samanlögð
mánaðarlaun þykja
ekki hafa „traustan
efnahag“ sam-
kvæmt sýslumann-
inum í Búðardal og
fá því ekki að ætt-
leiða barn. Þau hafa
staðið í skilum með
allar skuldbindingar
sínar.
SviðSett Mynd eyþór ÁrnaSon