Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Side 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 21. september 2011
Fá ekki að ættleiða
n Hjónum bannað að ættleiða annað barn n Barnaverndarnefnd taldi þau fullfær um að ættleiða
n Sýslumaður telur þau ekki hafa „traustan efnahag“ n Hafa 839 þúsund í mánaðarlaun
Hjónin telji það ennfremur vera
skýlaust brot á jafnræðisreglunni og
reglunni um að stjórnvaldsákvarð-
anir skuli byggðar á málefnalegum
sjónarmiðum. Ákvörðunin „velti ein-
ungis á geðþótta ættleiðingarnefnd-
ar,“ eins og segir í bréfi lögmannsins.
„Einungis hinir stórefnuðu“
Lögmaðurinn bendir einnig á að
hjónin séu bæði í fastri vinnu og
séu með samanlagðar tekjur upp á
839 þúsund krónur fyrir skatt og 507
þúsund krónur útborgað. Það megi
slá því föstu að það sé yfir meðal-
tekjum. Þar sem eiginfjárstaða þeirra
sé raunverulega jákvæð en ekki nei-
kvæð, sé miðað við sölumat á hús-
inu þeirra, sé hægt að slá því föstu að
efnahagur þeirra sé traustur, ef litið
sé til almennrar merkingar þess orðs.
Hann segir nefndina hafa útlokað
hjónin frá því að mega ættleiða barn
með því að vísa í reglugerðina um-
deildu. Þá segir á öðrum stað í bréfi
lögmannsins: „Verður að telja að án
sérstakrar lagaheimildar geti sýslu-
maður ekki gert þær kröfur að ein-
ungis hinir stórefnuðu eigi mögu-
leika á því að ættleiða barn.“
Þrátt fyrir rök hjónanna var
ákvörðun sýslumannsins á Búðar-
dal ekki hnikað. Í rökstuðningi fyrir
synjun sinni vísar Áslaug sýslumað-
ur meðal annars í grein ættleiðingar-
laga þar sem segir að ekki megi veita
leyfi til ættleiðingar nema sýnt þyki
að ættleiðing sé barni fyrir bestu.
Þrátt fyrir að hjónin hafi fengið góða
umsögn barnaverndarnefndar taldi
sýslumaður það ekki tékkneska
barninu fyrir bestu að hjónin fengju
að ættleiða það.
n Halldór Ásgrímsson segist ekki hafa heyrt um Fjörur ehf. n Fjölskyldufyrirtæki Halldórs
græddi 2,6 milljarða á bréfum í VÍS í gegnum Fjörur n Neitar að svara frekari spurningum
É
g get ekki hjálpað þér í þessu
máli,“ segir Halldór Ásgríms-
son, fyrrverandi forsætisráð-
herra og formaður Framsókn-
arflokksins, í svari í tölvupósti,
aðspurður um aðkomu sína að fjár-
festingum útgerðarfyrirtækisins
Skinneyjar-Þinganess í hlutabréf-
um í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS)
síðla árs 2002. Dótturfélag Skinneyj-
ar, Fjörur ehf., græddi 2,6 milljarða
króna þegar félagið seldi hlutabréf í
fjárfestingarfélaginu Exista eftir sam-
runa þess við VÍS árið 2006. Skinney-
Þinganes er fjölskyldufyrirtæki Hall-
dórs: Nánir ættingjar hans eiga um
fjórðung alls hlutafjár í félaginu auk
þess sem hann sjálfur á um 2,37 pró-
sent.
Íslenska ríkið hafði selt 50 prósent
hlut sinn í vátryggingafélaginu til S-
hópsins svokallaða í lok ágúst 2002.
Halldór beitti sér fyrir sölunni og hót-
aði að hætta við einkavæðingu ríkis-
bankanna ef íslenska ríkið seldi ekki
hlut sinn í fyrirtækinu. Þetta varð úr
og S-hópurinn var orðinn eigandi alls
hlutafjár í VÍS eftir sölu ríkisins á bréf-
unum. Í kjölfarið settist Finnur Ing-
ólfsson, fyrrverandi aðstoðarmaður
Halldórs og meðlimur í S-hópnum, í
forstjórastól VÍS og síðar í stjórn Hest-
eyrar.
Tímasetningar áhugaverðar
Þann 16. ágúst fjárfesti Skinney-
Þinganes í helmingshlut í félaginu
Hesteyri sem var í eigu Kaupfélags
Skagfirðinga sem Þórólfur Gíslason,
annar meðlimur S-hópsins, stýrði.
Tæpum tveimur vikum síðar eign-
aðist S-hópurinn hlut ríkisins í VÍS.
Landsbankinn hélt utan um hlut rík-
isins í VÍS og ákvað stjórn bankans,
sem Helgi S. Guðmundsson, við-
skiptafélagi Finns Ingólfssonar, fór
fyrir, að selja hlutinn. Dagana þar á
undan fór fram svokallað „Sex daga
stríð um VÍS“, eins og það var kallað
í greinaflokki um einkavæðinguna
í Fréttablaðinu árið 2005, sem end-
aði með sigri S-hópsins. Í nóvember
sama ár tryggði Hesteyri sér 25 pró-
sent af hlutafé VÍS með því að kaupa
bréf í félaginu á markaði. Bréfin sem
fóru inn í Hesteyri voru því komin frá
meðlimum úr S-hópnum sem átti allt
hlutafé í félaginu.
Hesteyri hélt utan um hlutinn í VÍS
þar til árið 2006 þegar félagið sam-
einaðist Exista. Hesteyri var í kjölfar-
ið skipt upp í fjögur félög og var félag
Skinneyjar-Þinganess nefnt Fjörur
ehf. Þetta félag Skinneyjar seldi hluta-
bréf sín í Exista í lok árs 2006 með 2,6
milljarða króna hagnaði. Bróðir Hall-
dórs, Ingólfur, og sonur hans, Aðal-
steinn Ingólfsson, hafa setið í stjórn
Fjara frá upphafi. Aðalsteinn er auk
þess framkvæmdastjóri Skinneyjar-
Þinganess. Halldór segist hins vegar
aldrei hafa heyrt Fjörur ehf. nefnt.
Engar upplýsingar
Halldór segir einnig í svari sínu við
spurningum DV að hann hafi heyrt
félagið Hesteyri nefnt en viti ekkert
um starfsemi þess. Orðrétt segir Hall-
dór: „Ég erfði lítinn hlut hlutabréfa
í félaginu [Skinney-Þinganesi, inn-
skot blaðamanns] eftir foreldra mína.
Faðir minn lést 1996 og móðir mín
sat í óskiptu búi þar til hún lést 2004.
Þá kom í minn hlut 1/5 hluti af þeirra
hlutafé, sem gefur mér hvorki mögu-
leika né áhuga til afskipta eða áhrifa
í félaginu. Félagið Fjörur ehf. hef ég
aldrei heyrt nefnt og hef engar upp-
lýsingar um. Félagið Hesteyri ehf. hef
ég heyrt getið um, en hef engar upp-
lýsingar um starfsemi þess.“
Halldór vildi ekki svara frekari
spurningum sem DV sendi honum um
málið og sagði: „Ég hef nú þegar svar-
að þér og hef engu við það að bæta.“
Ein af þeim spurningum sem Hall-
dór vildi ekki svara var hvort einhver
samskipti hefðu átt sér á milli hans
og stjórnenda Skinneyjar-Þinganess
um einkavæðingu VÍS áður en hún
var frágengin. Líkt og áður segir keypti
Skinney sig inn í Hesteyri rétt áður en
gengið var frá sölunni á hlutabréfum
VÍS til S-hópsins.
Spurningar DV til Halldórs Ásgrímssonar
n „Um miðjan ágúst 2002, rétt áður en ákveðið
var að selja helmingshlut Landsbankans
(íslenska ríkisins) í VÍS, eignaðist Skinney-
Þinganes helming hlutafjár í félaginu Hesteyri.
Í lok ágúst var hlutur ríkisins í VÍS seldur til hins
svokallaða S-hóps eftir tímabil sem kallað
var ,,Sex daga stríðið um VÍS“. S-hópurinn
var þá orðinn allsráðandi í VÍS. Samkvæmt
grein um einkavæðingu bankanna sem birtist
í Fréttablaðinu 2005 áttir þú að hafa hótað því innan ríkisstjórnarinnar að ekkert yrði
af einkavæðingu bankanna ef Landsbankinn myndi ekki selja hlut sinn í VÍS. Hluturinn
í VÍS var því á endanum seldur út úr bankanum. Nokkrum mánuðum síðar, í nóvember
2002, tryggði Hesteyri sé fjórðung hlutafjár í VÍS. Þessi atburðarás er meðal annars rakin
í minnisblaði sem Ríkisendurskoðun vann árið 2005 um hæfi þitt til að fjalla um söluna
á ríkisbönkunum. Hesteyri hélt utan um hlutinn í VÍS þar til 2006 þegar tryggingafélagið
sameinaðist Exista. Þá eignaðist Hesteyri hlutabréf í Exista. Hesteyri var í kjölfarið skipt
upp í fjögur félög. Félagið Fjörur er eitt af þeim og er það í eigu Skinneyjar-Þinganess.
Bróðir þinn Ingólfur og sonur hans Aðalsteinn sitja í stjórn félagsins og hafa gert frá
upphafi. Árið 2006 seldi Fjörur bréf sín í Exista með 2,6 milljarða hagnaði samkvæmt
ársreikningi. Félagið á eignir í dag sem verðmetnar eru á meira en 5,5 milljarða króna.
1. Er þetta saga sem þú þekkir ekki?
2. Áttu sér ekki stað nein samskipti á milli þín og stjórnenda Skinneyjar-Þinganess um
einkavæðingu VÍS áður en Skinney keypti hlut í Hesteyri um miðjan ágúst 2002? Mér
finnst dálítið sérstakt að Skinney hafi fjárfest í Hesteyri rétt áður en hlutur ríkisins í VÍS
var seldur, meðal annars með þinni aðkomu. Var fjárfestingin í Hesteyri og VÍS því ekki
borin undir þig af stjórnendum Skinneyjar – bróðursyni þínum og bróður – áður en lagt
var út í hana?
3. Þekkir þú þá heldur ekki ástæðurnar fyrir því af hverju Skinney fjárfesti í Hesteyri og
VÍS?
4. Vissir þú ekki af hagnaði Skinneyjar á VÍS-bréfunum fyrr en ég sagði þér frá honum
hér að ofan?
5. Annað um málið?“
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Ég hef nú þegar
svarað þér og hef
engu við það að bæta.
„Ég hef enga aðkomu
í Skinney-ÞinganeS“
Engin aðkoma Halldór segist ekki hafa
neina aðkomu eða áhrif í starfsemi fjöl-
skyldufyrirtækisins Skinneyjar-Þinganess
sem náin skyldmenni hans eiga fjórðung í.
Félagið græddi 2,6 milljarða á einkavæð-
ingu VÍS sem Halldór beitti sér fyrir.
Forsíða DV Mánudaginn 19. september síðastliðinn.