Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 21. september 2011 Miðvikudagur
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
í Múrbúðinni
VEGLEG VERKFÆRI
DURATOOL
Rafhlöðuborvél 18V
2.990 kr.
NOVA 18V Rafhlöðuborvél
2 hraðar
4.990 kr.
NOVA TWISTER 4,8V
Skrúfvél og skrúfbitar
1.790 kr.
Flísasög 800w,
sagar 52 cm
19.900kr.
B
jarni Ármannsson, fjárfest-
ir og fyrrverandi forstjóri
Glitnis, á eignir upp á nærri
4,4 milljarða króna í tveimur
helstu eignarhaldsfélögum
sínum, Landsýn og Sjávarsýn. Á móti
þessum eignum eru skuldir sem
nema einungis rúmum sjöhundruð
milljónum króna. Þetta kemur fram í
ársreikningum þessara tveggja eign-
arhaldsfélaga fyrir árið 2010 sem
skilað var til embættis ríkisskatt-
stjóra þann 11. september síðastlið-
inn. Ársreikningarnir sýna enn frek-
ar þá sterku stöðu sem Bjarni er í eftir
íslenska efnahagshrunið árið 2008.
Eignirnar eru fyrst og fremst
eignar hlutir í öðrum félögum og
skuldabréfaeign. Bókfært eigið fé
félaganna tveggja er meira en 1.800
milljónir króna fyrir hvort félag.
Taprekstur eftir arðgreiðslu
Félögin skiluðu þó tapi samanlagt
á árinu 2010. Sjávarsýn tapaði 96
milljónum króna á meðan Landsýn
skilaði hagnaði upp á 61 milljóna.
Heildartapið af rekstri félaganna
tveggja var því 35 milljónir árið
2010. Þetta er nokkur breyting frá
því árið 2009 þegar félögin skiluðu
hagnaði upp á samtals 182 milljónir
króna. Á árinu 2009 greiddi Bjarni
sér út 400 milljóna króna arð
vegna rekstrarársins 2008 þegar
hagnaður félagsins nam nokkurn
veginn sömu upphæð. DV greindi
frá því í fyrra að Glitnir hefði þurft
að afskrifa um og yfir 800 milljón-
ir króna annars eignar haldsfélags í
eigu Bjarna, Imagine Investments,
á sama tíma og Bjarni tók sér 400
milljóna króna arð út úr Sjávarsýn.
Því var afskrifað á einum stað hjá
Bjarna á meðan hann tók sér arð
upp á hundruð milljóna króna á
öðrum stað.
Fjárfestir í skuldabréfum
Í ársreikningum Bjarna kemur fram að
hann virðist hafa fjárfest í skuldabréf-
um í fyrra fyrir samtals tæpan milljarð
króna árið 2010. Ný skuldabréfaeign
Sjávarsýnar nam rúmlega 640 millj-
ónum króna og ný skuldabréfaeign
Landsýnar nam rúmlega 350 milljón-
um króna.
Líkt og DV hefur greint frá átti Bjarni
meðal annars skuldabréf á sparisjóð-
inn Byr og olíufélagið N1. Skuldabréfa-
eign Bjarna í Byr nam um 700 milljón-
um samkvæmt frétt sem birtist í DV í
fyrra. Inntakið í frétt DV var að Bjarni
hefði átt í viðræðum við stjórn Byrs
í ársbyrjun 2010 um að breyta þessu
skuldabréfi í hlutafé í Byr. Þá hefur DV
greint frá því að Bjarni eigi skuldabréf
á N1 sem breytt verður í hlutafé í olíu-
félaginu eftir nýlega yfirtöku kröfuhafa
félagsins á N1.
Bjarni greindi frá því í viðtali við
DV í júlí að upphæð skuldabréfsins
á N1 væri 100 til 200 milljónir króna
og að ekki væri um háar fjárhæðir að
ræða þegar litið væri á heildarumfang
skuldabréfaflokks N1. „Ég á skuldabréf
á N1, eða félag í minni eigu, að nafn-
virði 100 til 200 milljónir króna [...]
Skuldabréfaflokkurinn er um 6,5 millj-
arðar króna þannig að þetta eru dverg-
fjárhæðir sem ég á þarna í því sam-
hengi,“ sagði Bjarni. Hugsanlegt er að
þessi skuldabréf á Byr og N1 séu með-
al þeirra bréfa sem tilgreind eru í árs-
reikningum Bjarna.
Skilaði milljarði
Stærsta breytingin í þessum ársreikn-
ingum Bjarna kemur fram í yfirliti yfir
viðskipti Landsýnar á árinu 2009. Þá
skuldajafnaði Bjarni kröfu upp á 3,9
milljarða króna sem hann átti á þrota-
bú Glitnis á móti skuldum félagsins við
bankann sem voru rúmlega 270 millj-
ónum krónum lægri. Afleiðingin af
þessari skuldajöfnun var sú að skuldir
Landsýnar lækkuðu um meira en 3,5
milljarða á milli áranna 2008 og 2009
en í staðinn féll Bjarni frá sinni kröfu á
hendur Glitni.
Þessi viðskipti voru hluti af heildar-
skuldauppgjöri Bjarna við Glitni sem
meðal annars fól það í sér að hann
endurgreiddi þrotabúi bankans 651
milljón króna sem hann fékk þegar
hann seldi hlutabréf sín í Glitni í lok
apríl 2007 fyrir 6,8 milljarða króna.
Viðskiptablaðið greindi frá þessari
endurgreiðslu í lok árs 2009. Bjarni
lét af störfum í bankanum og seldi
honum bréf sín á yfirverði sem nam
651 milljón. Endurgreiðslan var innt
af hendi eftir að fyrir lá, samkvæmt
hæstaréttardómi í máli Vilhjálms
Bjarnasonar gegn stjórn Glitnis, að
slitastjórn Glitnis gæti sótt fjármunina
til Bjarna. Bjarni féllst á að endur-
greiða fjármunina og því þurfti ekki að
fara með málið fyrir dóm.
Bjarni greiddi þetta yfirverð til baka
auk launa sem hann fékk frá Glitni eft-
ir að hann hætti sem forstjóri bankans
árið 2007. Samtals námu þessar launa-
greiðslur 370 milljónum. Bjarni end-
urgreiddi Glitni því um milljarð auk
þess sem hann féll frá kröfu á hendur
bankanum upp á rúmar 270 milljónir.
Á eignir fyrir 4,4
milljarða króna
n Bjarni Ármannsson á gríðarlegar eignir í tveimur eignarhaldsfélögum n Fékk
6,8 milljarða fyrir Glitnisbréf sín árið 2007 n Skilaði milljarði af söluverðinu„Ég á skuldabréf
á N1, eða félag í
minni eigu, að nafnvirði
100 til 200 milljónir króna.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Áfram
eignamikill
Bjarni Ármanns-
son fjárfestir á
eignir upp á 4,4
milljarða króna í
tveimur eignar-
haldsfélögum.
Hann auðgaðist
gríðarlega
þegar hann seldi
hlutabréf sín í
Glitni í apríl 2007.
Síminn sektaður
um 60 milljónir
Samkeppniseftirlitið hefur sektað
Símann um 60 milljónir króna.
Ástæðan er sú að fyrirtækið misnot-
aði markaðsráðandi stöðu sína með
tilboði í 3G-lykla sumarið 2009.
Í umræddu tilboði Símans fólst
að nýjum viðskiptavinum Símans
í gagnaflutningsþjónustu, þar sem
3G-netlykill er notaður, var boðinn
frír 3G-netlykill og frí áskrift að þjón-
ustunni í allt að þrjá mánuði gegn
bindingu í viðskiptum í sex mán-
uði. Fjarskiptafyrirtækið Nova kvart-
aði til Samkeppniseftirlitsins vegna
tilboðsins. Þann 2. júlí 2009 tók
Samkeppniseftirlitið bráðabirgða-
ákvörðun þar sem Símanum var
bannað að bjóða umrætt tilboð.
Nú liggur fyrir endanlegur úr-
skurður Samkeppniseftirlitsins
þess efnis að Síminn hafi verið með
markaðsráðandi stöðu á viðkom-
andi markaði og að fyrirtækið hafi
misnotað stöðu sína með undirverð-
lagningu á tilboðinu. Forsvarsmenn
Símans gáfu það út á þriðjudag að
ákvörðunin verði kærð til áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála.
Verðbólgan
mun aukast
Verðbólga á Íslandi
mun aukast úr 5
prósentum í 5,6
prósent í lok sept-
ember og haldast
þannig út árið 2011.
Þetta er mat Greiningar Íslands-
banka sem birti verðbólguspá
sína á þriðjudag. Ef verðbólga fer
í 5,6 prósent í september hefur
hún ekki mælst hærri síðan í
júní 2010. Nýjasta verðbólguspá
Greiningar Íslandsbanka hefur
breyst til hins betra frá síðustu
spá. Er ástæðan meðal annars
lítilsháttar styrking krónunnar og
eftirgjöf á hrávöruverði á alþjóða-
mörkuðum, samfara versnandi
efnahagshorfum á heimsvísu.
Greining bankans spáir því að
verðbólgan á Íslandi verði komin
niður í 3,6 prósent í lok árs 2012
en að 2,5 prósenta verðbólg-
umarkmið Seðlabankans náist
ekki fyrr en árið 2013. Þess skal
getið að verðbólga hefur að með-
altali verið 6,13 prósent frá því að
íslenska krónan var sett á flot í
mars árið 2001.
Bára Sigurjónsdóttir er ósátt við vinnubrögð Iceland Express:
Töskurnar týndar í Varsjá
Enn eru töskur á leið frá Varsjá til Ís-
lands úr flugi sem lenti í Keflavík á
miðvikudag í síðustu viku. Töskurn-
ar voru skildar eftir á flugvellinum í
Varsjá eftir að fluginu hafði tvívegis
verið seinkað um alls átta klukku-
stundir.
„Það komu einhverjar nokkrar
töskur á færibandinu sem fólk fékk.
Ég er ekki alveg með töluna á hreinu
en við stóðum við töskufæribandið í
allavega tuttugu mínútur ef ekki hálf-
tíma. Okkur var ekki sagt neitt,“ seg-
ir Bára Sigurjónsdóttir, farþegi með
Iceland Express, sem beið á Keflavík-
urflugvelli klukkan fjögur um nótt eft-
ir töskunum sem ekki voru í vélinni.
Bára segist hafa fengið takmörk-
uð svör frá Iceland Express en hún
segir að fulltrúar félagsins hafi sagt
að hún eigi ekki rétt á neinum bótum
vegna töskuvandræðanna þar sem
hún sé búsett á Íslandi og sé stödd
þar. Alla jafna eiga einstaklingar rétt
á bótum en flugfélögin ákveða sjálf
hvernig þær bætur eru greiddar út.
Í tilfelli Iceland Express hefur kostn-
aður venjulega verið endurgreidd-
ur eftir að farþegar sjálfir hafa farið
og keypt þær nauðsynjavörur sem í
töskunum eru.
„Það veit enginn neitt, og það
er enginn tilbúinn til að segja hve-
nær töskurnar eiga að koma,“ segir
Bára um viðbrögð Iceland Express
við fyrirspurnum hennar. „Okkur var
svo sagt að þær kæmu á föstudag en
í allra síðasta lagi á laugardag. Svo
komu þær ekkert á laugardaginn.“
Þegar töskurnar komu ekki um
helgina fékk Bára þau svör að tösk-
urnar ættu að koma á mánudag. Það
gekk þó ekki eftir. „Farþegar sem eru
að koma heim eru í forgangi. Það eru
kannski nokkrar töskur settar inn í vél
en ef vélin fyllist þá er þessum auka-
töskum bara hent út. Þannig að það
er ekki í neinum forgangi að koma
töskunum okkar heim,“ segir Bára
og bætir við að einhverjir úr ferðinni
hafi fengið töskurnar sínar. Hún seg-
ist óánægð með að þar sem hún sé
Íslendingur og Iceland Express borgi
ekki bætur að þá sé ekki forgangsat-
riði að koma töskunum til skila.
adalsteinn@dv.is
Engar töskur Bára segist
hafa fengið takmörkuð
svör vegna málsins.